Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.02.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 B 11 Morgunblaðið/RAX ÓSKAR J. Sigurðsson, vitavörður á Stórhöfða, með merk- ingartöngina. Hann er búinn að merkja 47 þúsund lunda, 17 þúsund fyla auk annarra tegunda, frá því hann byrjaði fuglamerkingar 1953. Þykir vænt um lundann Á ÍSLANDI hefur verið merkt meira af lunda en víðast hvar annars staðar í heiminum og er það ekki síst að þakka Óskari J. Sigurðssyni, vitaverði á Stór- höfða í Vestmannaeyjum. Óskar hóf fúglamerkingar árið 1953 og hefur merkt alls um 47 þús- und lunda, um 17 þúsund fýla og minna af öðrum tegundum. Óskar segir að af endurheimt- um á merktum lundum megi ráða að lundapysjumar fari héðan að hausti til Nýfunda- lands og haldi sig við ströndina þar frá því í október og fram undir áramót. „Svo hverfur lundinn og það em hér um bil engar endurheimtur á ársgöml- um fuglum,“ sagði Óskar. Hann segir að veiðst hafi lundi við Vestur-Grænland um miðjan desember, sem merktur var í Flatey á Breiðafirði átján ámm fyrr. Það hafi þótt tíðindum sæta og mjög óvanalegt. Langförulir lundar Lundar merktir í Vestmanna- eyjum hafa margir endurheimst í Faxaflóa og á Breiðafirði. Utan lands má nefna Lófót í Noregi og töluvert marga lunda í Færeyjum. Ein pysja á 1. ári fannst í Biskayaflóa í Frakk- landi og einn fullorðinn á Azor- eyjum. Þá hafa veiðst hér lund- ar merktir í Skotlandi. Ungfugl- inn virðist flækjast víða áður en hann verður kynþroska, fimm ára. Líklegast er talið að fuglinn haldi sig fyrsta árið langt úti á hafinu suðvestan íslands og Grænlands. Sumarið sem lund- inn er á þriðja ári kemur hann aftur hingað til lands og yfirleitt í byrjun júlí. Ekki er vitað hvað lundinn getur orðið gamall en elsti lundi sem endurheimst hef- ur hér var að minnsta kosti 35 ára gamall. Pysjan fer þegar hún vill Aðspurður sagði Óskar það vel geta verið að lundapörin haldi tryggð alla ævi. Honum finnst það styðja þessa kenningu að einu sinni náði hann tveimur lundum f sömu holu og merkti. Löngu seinna, að hann minnir eftir ellefu ár, náði hann sömu lundum saman f holu á sömu slóðum. Því hefur verið haldið fram að lundinn hætti að bera æti f pysjuna þegar hún er fullvaxta og svelti hana til að fara að heiman. Óskar segist aldrei hafa trúað þessu né séð þessi merki að pysjan sé svelt. „Ég þykist vera búinn að sjá að hún fari þegar hún er fullgerð,“ sagði Óskar. „Hafi maður tekið að sér pysju sem er eitthvað vanþroska fer hún að óróast þegar hún er fullgerð. Það er innbyggt." Oskar taldi að pysjan hefði verið seinni til í fyrrasumar og lélegri en oft áður. Hann sagði þetta ekkert nýtt. En hvað um það að ungfuglinn hafi ekki skil- að sér? „Eg held að þegar lítið er um æti þá vanti ungfuglinn, mér hefur alltaf sýnst það vera þannig,“ sagði Óskar. „Ég held að það hljóti að vera sflið sem bregst. Það getur alveg orðið gott næst, þetta þarf ekki að vera varanlegt." Óskar segir að sér þyki vænt um Iundann. En veiðir hann sér til matar? „Já, mér finnst ekkert betra að láta aðra drepa hann fyrir mig. En ekki finnst mér það skemmtilegt," sagði Óskar. Ljósmynd/Gísli J. Óskarsson LUNDAPYSJURNAR una sér vel við sundæfingar í sækerjum Náttúrugripasafnsins. höfða. Brekkurnar eru margar brattar og 50-70 metra þverhnípi í sjó fyrir neðan. Alls reyndist lund- inn hafa helgað sér um 85 þúsund fermetra svæði í Stórhöfða. Þá voru valdir reitir af handahófi og holur innan þeirra taldar. Nið- urstöðumar voru notaðar til að reikna út fjölda lundahola. Gísli segir að byggðimar séu misþéttar, allt ftá um hálfri holu á fermetra upp í tæplega tvær holur. Hann áætlar að um 105 þúsund lundahol- ur séu í Stórhöfða og fjöldi lunda þar, að meðtöldum geldfiiglum, því töluvert meiri en mannskepna á ís- landi. Gísli telur að lundabyggðin í Stórhöfða sé að stækka. Hann dregur þá ályktun af því að margar nýjar holur em bætast við í útjaðri byggðanna, auk nýrra holna sem teknar era inni í byggðunum. Sam- kvæmt talningu á nýjum holum sem byijað var á í haust var áætlað að um 17 þúsund nýjar holur væra í undirbúningi. Athugunarholur Athugunarhópurinn fór um lundabyggðimar og leitaði að heppilegum lundaholum til rann- sókna. Holugöngin þurftu að vera bein og hægt að sjá inn í botn án þess að athugandinn traflaði lund- ann. Nokkrar holur vora þannig að hægt var að koma fyrir lýsingu og lítilli stafrænni myndbandsvél. Þannig var hægt að festa á mynd- band atferli lundanna og pysjanna í holunum. Gísli á orðið margra klukkustunda efni á myndbandi sem sýnir hegðun lundans og pysj- unnar í holunni. í fyrra útbjuggu nemendurnir sérstaka myndatökuholu þar sem hægt er að opna hreiðurstæðið og auðvelt að koma fyrir myndavél og lýsingu. Vonast er til að lundapar velji holuna til búsetu næsta vor. Það er ekki fráleitt því í haust mátti sjá spor eftir lunda Morgunblaðið/RAX Lundagoggurinn EIN HELSTA prýði lundans er skrautlegur goggurinn.Þegar fuglinn er í sárum á vetuma losna homplötur af nefinu og goggur- inn dökknar. Að vori prýðist lund- inn nýjum sumarbúningi og nýjar grópir myndast í gogginn. Ævar Petersen fuglafræðingur greindi breytingar á goggi lund- ans með því að rannsakaða endur- heimta fugla sem Óskar J. Sig- urðsson í Stórhöfða hafði merkt unga. Þess vegna var nákvæmlega vitað um aldur fuglanna. Lögun goggsins breytist og grópunum fjölgar þar til lundinn er fimm til sex ára gamall. Eftir það er lund- inn yfírleitt með þijár grópir. Þórður Óskarsson líffræðingur kannaði hlutfall ungfugls í veiði lundaveiðimanna í Vestmannaeyj- um sumarið 1996. Hann aldurs- greindi lundana með því að mæla á þeim gogginn og greina ein- kenni samkvæmt niðurstöðum Ævars um goggbreytingar eftir aldri. Alls kannaði Þórður aldur 733 lunda auk 29 lundapysja. Sam- kvæmt niðurstöðum hans var langmest af þessari veiði þriggja ára fugl. Hlutfall ungfugls, það er að fimm ára aldri, var 83-89%. Ekki var hægt að greina nákvæm- lega hvort nokkrir fuglar voru orðnir kynþroska eða ekki. Þórði þótti athyglisvert að sjá hvemig tveggja ára fugli fjölgaði eftir 13. júlí þetta sumar. Það samræmist niðurstöðum Ævars um að yngsti fiiglinn komi sfðastur í sumarbúð- ir lundans. sem hafði verið að skoða húsnæð- ið. Sérstaklega var fylgst með varp- inu í 18 lundaholum. I hverjar vai' orpið, hvar komst upp pysja og hvort hún lifði. Einungis fimm af þessum 18 holum skiluðu fullgerðri og lifandi pysju í sumar. Gísli telur að óvenju mikill pysjudauði hafi orðið vegna ætisskorts er leið á sumarið. Snyrtilegur fugl Lundinn verður kynþroska fimm ára og sumarið áður fara ungfuglar að svipast um eftir eigin holu. Ef ekki finnst yfirgefin hola er byijað SJÁ SÍÐU 12 Eftirtaldar snyrtistofur selja Guinot snyrtivörur: Snyrtistofa Ágústu Guðnadóttur Hilmisgötu 2a, Vestmanna- eyjum, slmi 481 2268 Snyrtistofa Ulju Guðnadóttur Dynskógar 6, Hveragerði, slmi 483 4535 Snyrtistofa Undu Hafnargötu 29, Keflavlk slmi 421 4068 Snyrtistofan Saloon Ritz Laugavegi 66, Reykjavfk slmi 552 2460/552 2622 Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 70, Reykjavík simi 553 5044. Snyrtistofa Halldóru Kringlunni 7, Reykjavík sfmi 5881990 Snyrtistofa Ulju Högnadóttur Stilholti 14, Akranesi sfmi 431 3644 Snyrtistofan Tara Digranesheiði 15, Kópavogi, sfmi 5641011 Snyrtistofan Ásýnd Starmýri 2, Reykjavik Sfmi 588 7550 Snyrtistofan Þema Reykjavikurvegi 64 Hafnarfirði, sfmi 555 1938 Snyrtistofa Ólafar Ingólfs Gljúfraseli 8, Reykjavfk sfmi 5871644 Snyrtistofan La Rosa Garðatorgi, Garðabæ sími 565 9120 Snyrtistofan Fatima Þverholti 2, Mosfellsbæ sfmi 5666161 Snyrtistofan Ársól Grímsbæ v/Bústaðaveg Reykjavik, sfmi 553 1262 Snyrtistofan Birta Grensásvegi 50, Reykjavík slmi 568 9916 Hvdradermie , . .-r (Cathiodermie) - fullkomin djúphreinsi- og rakameðferð Frábært tilboð í febrúar þar sem þessi glæsilega taska með vörum frá G UINOT (að verðmæti 1.800 kr.) fylgir með hverju „lúxus Hydradermie“. Hydradermie er mjög árangursrík djúphreinsi- og rakameðferð fyrir andlit, háls og hina viðkvæmu húð umhverfis augun. Hydradermie örvar endurnýjun húðífuma, húðin fær aukinn raka og mýkt, verður þéttari og fær fállegri áferð. GUINOT Andlits- háls og augnmeð- ferð er nú sameinuð í eitt og nefnist „lúxus Hydra- dermie“. Eftirtaldar snyrtistofur bjóða upp á þessa árangursríku meðferð. Hafðu samband oj nánari upplýsingar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.