Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LUNDINN
o
FUGLA
að grafa fyrir nýrri. Næsta vor
kemur lundinn aftur og lýkur við
holuna. Gísli segir að jarðvegurinn
og þéttleiki byggðarinnar ráði því
hvernig holan verður. Inngangar
geta verið einn eða fleiri. I gömlum
byggðum liggja holuop stundum
saman og hefur Gísli fundið „fjöl-
býlishús" í berginu í Stórhöfða þar
sem margir tugir lunda búa. Þama
hefur lundinn höggið sér bústaði á
mörkum hrauns og móbergs.
Flestir lundar búa í sinni einka-
holu. Jaðvegsholurnar eru oft 30-
50 sentímetra undir yfirborðinu og
geta verið frá einum og upp í um
fjögurra metra djúpar. Innst er
hreiðurkimi og nokkuð frá honum
grefur lundinn afkima, kamar, allt
að hálfs metra langan, þvert á
stefnu aðalganganna. Þangað fer
pysjan til að drita.
Holur hrynja og skemmast yfír
veturinn og fyrsta verk lundanna á
vorin er að taka til og hreinsa hol-
una.
í fyrravetur voru settir hitamæl-
ar í nokkrar holur og fylgst með
hitastiginu frá því síðla vetrar og
fram yfir að pysjan var farin. Gísli
sagði að það þyrfti að venja
lundana við mælana til að þeir
samþykktu þessa aðskotahluti.
Best var að vera búinn að koma
mælinum fyrir áður en lundinn
kom um vorið. Ef mælir var settur
í holu eftir að lundinn var sestur
upp unni hann sér ekki hvíldar fyrr
en mælirinn var kominn út með
öllu tilheyrandi. Að sögn Gísla gátu
lundarnir verið marga klukkutíma
að bjástra við þetta verk.
Þar sem mælar voru fyrir þegar
lundinn kom gengu mælingarnar
ágætlega. „Það kemur áberandi
hitatoppur þegar lundinn kemur í
holuna,“ segir Gísli. „Hitinn í hol-
unum fór í 11 stig að meðaltali í júlí
en hækkaði um tvær gráður í hvert
skipti sem fullorðni lundinn var
inni.“
Gísli segir að þótt lundinn amist
við því að fá óvænt hitamæli í hol-
una gegni öðru máli þegar pysja er
sett í holu hjá lunda sem ekki á eig-
in unga. Lundinn tekur pysjuna að
sér og fer að bera í hana mat en
hendir henni ekki út.
Næstum mannlegur
„Lundinn er furðufugl. Eftir að
hafa fylgst með honum finnst mér
hann stundum næstum mannleg-
ur,“ segir Gísli. Eftir að lundinn
hefur parast er talið að hann haldi
tryggð við makann meðan báðir
lifa. Álitið er að pörin haldi ekki
saman yfir veturinn heldur hittist á
sjónum framan við lundabyggðina
að vori.
„Ef karlinn finnur ekki kerling-
una nær hann sér í nýja. Ef sú
Ljósmynd/Gísli J. Óskarsson
PYSJAN í þessari holu fór að fiðrast um sama leyti og ætisframboðið
í sjónum virtist minnka. Foreldrarnir komu sjaldan í holuna og með
lítinn feng. Meðan fjaðrahamurinn er að myndast þyngist unginn
lítið, orkan fer í fiðrið.
Ljósmynd/Gísli J. Óskarsson
PYSJAN gekk tinandi fram og aftur holugöngin og þegar hungrið
svarf að fór hún að éta mold.
GÍSLIJ. Óskarsson lfffræðiken:
Sýktar
lundalýs
Morgunblaðið/Golli
ÆVAR Petersen, fuglafræðingur, segir að lundinn haldi sig
úti á reginhafi að vetri til.
ÆVAR Petersen fuglafræðingur
á Náttúrufræðistofnun Islands
segir að til þessa hafi íslendingar
rannsakað lundann tiltölulega lít-
ið. Sjálfur hefur hann unnið að
rannsóknum sem tengjast fugla-
merkingum. Fyrir allmörgum ár-
um athugaði Einar Árnason pró-
fessor ásamt útlendum vísinda-
mönnum afrán hjá lunda og
fleira í Vík í Mýrdal. Nýlega
rannsakaði Erpur Snær Hansen
líffræðingur búsvæðaval lunda
og fæðuval lundans, líkt og ann-
arra sjófugla, var kannað í fjöl-
stofnarannsókn Hafrannsókna-
stofnunar.
Búið er að merkja 60 þúsund
lunda á landinu, aðallega í Vest-
mannaeyjum, en einnig í Breiða-
fjarðareyjum og víðar. Á fyrsta
vetri virðist lundinn úr þeim
byggðum halda sig við
Nýfundnaland og færa sig út á
Miklabanka þegar líður á vetur-
inn.
Aðeins hafa fundist tveir fugl-
ar að vetrarlagi sem eru eldri en
á fyrsta vetri. Þeir komu fram
við Suðvestur-Grænland. Ævar
telur að það styðji þá kenningu
sína að lundar, eldri en eins árs,
frá sunnan- og vestanverðu land-
inu, haldi sig aðallega á hafsvæð-
inu suðvestur af Islandi og aust-
ur af Hvarfi. Þarna eru mikil
straumaskil og væntanlega tals-
vert æti fyrir lundann. „Þeir
halda sig úti á reginhafi og þó að
einhverja dauða fugla ræki á
land þá er engin byggð þarna og
því engar endurheimtur," sagði
Ævar.
Ekki er vitað hvort lundar frá
Norðurlandi og Austurlandi hafa
sama farmunstur og lundar frá
Suðurlandi og Vesturlandi.
Hugsanlegt er talið að norður-
landslundinn leiti í átt til
Færeyja að vetrarlagi. Vitað er
að norskir lundar halda sig á
hafsvæðinu norðaustur af Langa-
nesi að vetrarlagi. Fyrir
nokkrum árum fóru Færeyingar
að stunda veiðar á þeim slóðum
sem síldarsmugan er og urðu þá
varir við töluvert af lunda.
Lundalúsin rannsökuð
Ævar tók nýverið þátt í rann-
sókn sænskra vísindamanna á
lundalús, sem í raun er áttfætt
maurategund. Safnað var
lundalúsum í Vestmannaeyjum,
Flatey á Breiðafirði, Grímsey og
víðar hér á landi. Einnig var
safnað lundalúsum í Færeyjum,
Noregi, Bretlandi og í fleiri lönd-
um.
Þessi athugun beindist sérstak-
lega að sýkingu í lundalúsum
sem talin er geta haft áhrif á
menn sem þær bíta. Ævar segir
að sýkillinn sé af sama toga og sá
sem veldur sjúkdómi sem kallað-
ur er Lyme Disease í Bandaríkj-
unum og er litið á sem meirihátt-
ar vandamál þar í landi.
í Bandaríkjunum er skaðvald-
urinn ekki sníkjudýr sjófugla
heldur áttfætlumaur, sem er ná-
skyldur lundalúsinni, og lifir í
skógum. Þessi maur lætur sig
detta á menn og spendýr sem
eiga leið undir tré þar sem kvik-
indið heldur sig. Það sýgur blóð
úr fórnarlambinu og sýkillinn á
greiða leið inn í mannslíkamann.
Ævar segir að af þessum sýkli
séu til mismunandi stofnar sem
hafa mismunandi áhrif. Þótt
sýklar af þessu kyni finnist í
lundalúsum þá sé ekki víst hvort
eða hvaða áhrif þeir hafa á
manninn.
„Ein af athyglisverðustu niður-
stöðunum úr þessari rannsókn
var að það var hvergi hærra
hlutfall af sýktum lundalúsum en
úr Flatey á Breiðafirði," sagði
Ævar.
LUNDINN sætti sig ekki viðað hitamælir væri settur í holuna eftir að hann var
látum fyrr en hann var búinn að ryðja aðskotah!
gamla skilar sér þá lætur hann þá
nýju róa,“ segir Gísli.
Lundinn verpir einu stóru eggi,
svo stóru að hann getur illa legið á
því. Margir fuglar hafa hitablett á
kviðnum sem leggst að eggjum við
útungun. Lundinn leggst ekki á
heldur breiðir hann vænginn yfir
eggið líkt og hann faðmi það að sér.
Gísli telur að fyrsta varp mis-
farist oft vegna þess að ungfugl-
arnir vandi ekki nóg til hreiður-
gerðar. „Við höfum séð þetta í hol-
unum sem við höfum opnað,“ sagði
Gísli. „Það er algengara í útjaðri
byggðanna að hreiðurgerð sé áfátt
og moldargólfið látið duga. Reynd-
ir varpfuglar safna sinu, þurru
þangi og fíðri og nota það til að ein-
angra eggið frá köldu gólfinu."
Gísla þótti athyglisvert að sjá að
ef egg klaktist ekki, eða ef nýklak-
in pysja drapst, þá jarðaði lundinn
eggið eða pysjuna í holunni í stað
þess að henda því út. Kristján
Egilsson sá þess dæmi að lundi át
egg sem ekki klaktist. I fyrravor
var mjög kalt og fram eftir sumri.
Það skipti miklu að lundinn væri til
staðar þegar unginn skreið úr egg-
inu til að hlýja honum fyrstu stund-
imar og flýta fyrir þurrkun.
Hegðun lundans vekur margar
spurningar. Til dæmis nefnir Gísli
að hann sá lunda koma að holu með
gogginn fullan af síli. Annar lundi
kom út og hristi hausinn, þá át sá
nýkomni sílin sjálfur líkt og hinn
hefði sagt að pysjan væri búin að fá
nóg!
Ef styggð kemur að lunda sting-
ur hann sér í næstu holu. Gísli sá