Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Svertingjar voru lengi að vinna sér sess í
Hollywood en taka nú æ meiri þátt í kvik-
myndagerð sem leikstjórar, leikarar og
framleiðendur segir í grein Arnalds Ind-
riðasonar. Samuel L. Jackson og Oprah
Winfrey eru að framleiða myndir og nýjar
myndir svartra kvikmyndagerðarmanna
- njóta vinsælda og hljóta lof gagnrýnenda.
ÚR MYNDINNI „Eve’s Bayou“ sem hlotið hefur góða dóma vestra.
Svertingjar hafa löngum átt
erfitt uppdráttar í drauma;
verksmiðjunni Hollywood. í
gamla daga voru svartir leikarar
notaðir í smáhlutverkum oft vinnu-
hjúa en höfðu fá tækifæri þar fyrir
utan. Það breyttist nokkuð með
Sidney Poitier sem varð fyrsti
svarti leikarinn er náði að setja
mark sitt á Hollywood kvikmynd-
irnar. Hann var útnefndur til
Óskarsverðlauna árið 1958 fyrir
„The Defiant Ones“ og hreppti
Oskarinn árið 1963 fyrir Liljur
V.’allarins, Velgengni hans varð til
þess að greiða götu annarra
svartra leikara, sem urðu áberandi
á áttunda áratugnum.
Hasarmyndir og myndir
með hlutverk
Þá urðu einnig til hinar kraft-
miklu svertingjahasarmyndir en
áttundi áratugurinn var mikill
blómatími svartra kvikmyndagerð-
armanna í Hollywood, þeirra sem
fengust við B-spennumyndir. Leik-
arar eins og Pam Grier, sem Qu-
entin Tarantino hefur hafið til vegs
'og virðingar á ný í mynd sinni
„Jackie Brown“, og Richard
Roundtree komu fram á sjónar-
sviðið og urðu mörgum fyrirmynd-
ir kvenhörku og karlmennsku.
Þegar komið var fram á níunda
áratuginn urðu svertingjar meira
áberandi í kvikmyndaborginni fyr-
ir tilstuðlan Spike Lees og þeir
tóku að fjalla um oft hættulega til-
veru sína í Bandaríkjunum og eink-
anlega í fátækrahverfum stórborg-
anna. A fyrstu árum þessa áratug-
ar náði bylgjan hámarki með fjöld-
anum öllum af myndum eftir svert-
ingja, sem höfðu ákveðnu hlutverki
að gegna. Þær fluttu sterkan boð-
skap yfirleitt um hættuna af eitur-
lyfjum og glæpum og áhorfendur
þurftu oftar en ekki að taka viljann
fyrir ver kið.
Spike Lee er upphafsmaður
hinnar nýju bylgju svertingja-
mynda sem urðu til á níunda ára-
tugnum. Fyrsta mynd hans, „She’s
Gotta Have It“, vakti athygli um
heim allan, m.a. hér á Islandi þar
sem hún var sýnd á Kvikmyndahá-
tíð Listahátíðar, og hleypti af stað
skriðu mynda eftir svertingja, með
svertingjum og um svertingja.
Næsta mynd Lees var „School
Daze“, skelfing vont kvikmynda-
verk um svarta vitund í háskóla
fjármögnuð af Columbia Pictures,
en hún var söguleg að því leyti að
hún var ein af fyrstu myndunum
frá stóru kvikmyndaverunum í
Hollywood sem svertingi réð yfir.
Lee hélt áfram og gerði betri
myndir og m.a. um leiðtoga lífs
síns, „Malcolm X“, með Denzel
Washington í aðalhutverki en leik-
arinn sá hefur náð einna lengst
svertingja í Hollywood ásamt
Eddie Murphy, Morgan Freeman
og Samuel L. Jackson. Fleiri sigldu
SAMUEL L. Jackson í hlutverki
framleiðandans.
í kjölfar Lees m.a. leikstjórinn
John Singleton sem gerði „Boy-z
the Hood“, frábæra mynd um líf
ungra svertingja í úthverfi, og
bræðurnir Reginald og Warr-
ington Hudlin svo einhverjir séu
nefndir.
Konur
framleiða
Því er hlaupið mjög hratt og yf-
irborðskennt á þessari sögu hér að
nokkrar myndir gerðar af svert-
ingjum hafa vakið talsverða at-
hygli upp á síðkastið þar sem þær
hafa verið sýndar bæði í Banda-
ríkjunum og víðar, þó ekki hér á
landi enn sem komið er, auk þess
sem nokkrar eru væntanlegar. Og
OPRAH Winfrey mun framleiða
mynd eftir sögu Toni Morrison,
Ástkær, en Jonathan Demme
leikstýrir.
ekki síður hefur það vakið athygli
að svartir kvikmyndagerðarmenn
láta mun meira að sér kveða en áð-
ur. Ein af þessum myndum er
„Soul Food“ eftir George Tillman,
sem vegnaði ákaflega vel í miða-
sölunni vestra í haust og önnur er
„Eve’s Bayou“, sem Samuel L.
Jackson framleiðir. Svertingjar
hafa tekið að sér að framleiða
myndir meira en áður hefur
tíðkast, bæði karlar og konur.
Þannig framleiðir Debbie Allen
stórmyndina „Amistad", um
þrælauppreisn á síðustu öld, sem
Steven Spielberg leikstýrir, en
hún hefur þegar verið frumsýnd
vestra, og sjónvarpsþáttastjarnan
Ophra Winfrey framleiðir mynd-
Að búa til
metsölumyndir
Margir vilja ekki að talað sé um
svertingjamyndir sérstaklega eða
svarta leikstjóra og framleiðendur.
Framleiðandi „Soul Food“, Kenn-
eth Edmonds, er einn af þeim og
hann vill sjá svarta kvikmynda-
gerðarmenn róa á önnur mið og
takast á við fleiri viðfangsefni.
Leikstjórinn Reginald Hudlin segir
að svörtum kvikmyndagerðar-
mönnum muni varla fjölga fyrr en
þeim hefur tekist að búa til svert-
ingjamyndir sem hafa víða
skírskotun og það sem skiptir öllu
máli, verða metsölumyndir. „Það
eina sem dugar til þess að fá fólk á
þitt band er að myndin þín græði
yfir 100 milljónir dollara í miðasöl-
unni,“ er haft eftir Reginald. „Þá
ertu kominn í þá kjöraðstöðu að þú
ert látinn í friði og færð að gera
það sem þig langar til.“
MÓÐIR og þijár dætur í „Soul Food“.
ina „Beloved" eða Ástkær sem
byggist á skáldsögu nóbelsverð-
launahöfundarins Toni Morrison
en Jonathan Demme leikstýrir
myndinni.
Greinilega er mikill áhugi á
framlagi svertingja til Hollywood-
mynda fýrir hendi en spumingin
er hvort hann muni vara.
„Hollywood tekur við sér á fimm
til sjö ára fresti,“ hefur vikuritið
„Time“ haft eftir framleiðandan-
um Reuben Cannon. „Það hófst
allt með „She’s Gotta Have It“
árið 1986. En kvikmyndaverin
gleyma því þess á milli að þeir
sem sækja mest kvikmyndahúsin
eru Bandaríkjamenn af afrísku
bergi brotnir. Ef þú gerir myndir
munu þeir sækja þær en það
verða að vera gæðamyndir."
Margar þeirra era það reyndar
ekki. „Sumar myndir eftir svert-
ingja í dag em ekki djúpar," seg-
ir leikstjórinn George Tillman,
sem vildi breyta því með „Soul
Food“. „Þær eru kynlífskómedí-
ur og myndir um glæpagengi.
Eg vildi búa eitthvað til um fjöl-
skyldulíf sem fólk kynni að meta
og muna eftir.“ Myndin hans
segir frá sambandi fjöguma
kvenna, móður og þriggja dætra
og er um framhjáhald, barneign-
ir, veikindi, peninga sem hafa
týnst og leyndarmál sem koma
upp á yfirborðið.
En jafnvel þær myndir sem hafa
göfugan tilgang og eru gerðar af
kunnáttu og tilfinningu falla í miða-
sölunni hvort sem þær eru gerðar
af hvítum mönnum eða svörtum.
Spike Lee tók það mjög nærri sér
þegar mynd hans „Get on the Bus“
fékk litla sem enga aðsókn en gat
huggað sig við mjög jákvæða gagn-
rýni. Og mynd sem var beinlínis
stefnt á metsölumarkaðinn, Kona
prestsins eða „The Preacher’s Wi-
fe“, hlaut litla aðsókn þótt hún væri
með Denzel Washington og Whitn-
ey Houston í aðalhlutverkum.
Svörtum kvikmyndagerðar-
mönnum finnst sem þeir eigi erfitt
með að fá kvikmyndaverin með sér
í bíómyndagerð nema myndir
þeirra innihaldi melludólga,
skotárásir og þónokkurt kynlíf og
helst allt þetta þrennt samanlagt.
Það tók t.d. Debbie Allen nokkur
ár að finna menn sem áhuga höfðu
á að kvikmynda „Amistad”. Kasi
Lemmons, sem bæði leikstýrir og
skrifar handritið að „Eve’s Ba-
you“, er fjallar um fjölskyldu-
leyndarmál, systrakærleika og
voodoogaldra, fann fyrir sömu
stífninni. „Það vildi enginn gera
þessa mynd með okkur,“ er haft
eftir henni. Mönnum líkaði hand-
ritið en þeir sáu ekki áhorfenda-
hópinn fyrir myndina. Loks tókst
að fjármagna hana þegar Samuel
L. Jackson sagðist mundu fram-
leiða og fara með eitt hlutverk-
anna. Myndin gerist í Louisiana á
sjöunda áratugnum og segir af Evu
litlu sem er tíu ára gömul. Hún er
sögumaður myndarinnar og segir
fyrstu setningu hennar: „Sumarið
sem ég drap föður minn var ég tíu
ára gömul.“ Jackson leikur föður-
inn, kvennamann mikinn og synd-
ara í augum Evu. Hver glæpur
hans er skal ósagt látið en Eva sér
um hefndina með göldrum.
* Landvinn-
ingar í
Holly wood
l