Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 1
t BLAÐ ALLRA LANDSMANNA \ i I il I 1998 ■ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ BLAÐ Enn heimsmet: Heimsmetið í stangarstökki kvenna innanhúss var enn og aftur bætt á móti í Sindelfingen í Þýskalandi á sunnudaginn, þegar Stacy Dragila frá Bandaríkjunum og tékkneska stúlkan Dani- ela Bartova fóru báðar yfir 4,48. Bartova hafði stokkið 4,46 m á móti í Þýska- landi á fóstudaginn, sem þá var heimsmet. Eins og kom fram kom í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins stóð það ekki lengi þvi Emma George setti met á móti í heimalandi sínu, Ástralíu, að- faranótt laugardagsins að íslenskum tíma, er hún stökk 4,47 m, en hún á einnig heimsmetið utan- húss, sem er 4,57 m. Á mótinu í Sindelfmgen var það bandaríski meistarinn, Dragila, sem fyrst fór yfir 4,48 m. Síðar í keppninni í Sindelfingen fór Bartova svo yfir sömu hæð. „Það hefur orðið algjör sprenging undanfarið; allar stelpumai' greinilega komnar í stuð,“ sagði Vala Flosadóttir, Islands- og Norðurlandamethafi, og fyrrum heimsmethafi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Það var vitað mál að allar þessar stelpur, sem hafa verið að setja heimsmet undan- farið, hefðu getuna til þess þannig að árangurinn kemur mér ekki á óvart. Allar hafa verið á svipuðu róli, en þetta hefur þau áhrif á mig að ég set mér ný markmið. Þetta er mér hvatning," sagði Vala. Keppnistimabilinu innanhúss er um það bil að ljúka, nú tekur æfíngatímabil við hjá stúlkunum fyrir keppnistímabilið utanhúss. Vala lýsti því yf- ir á dögunum að ÍR-mótið í síðustu viku væri það síðasta hjá sér innanhúss í vetur, og hún kvaðst í gær ekki breyta þeirri ákvörðun í þeirri von um að ná heimsmetinu aftur. „Ég er þreytt eftir 4,48 m þessa viku heima á íslandi. Ég hef haft nóg að gera,“ sagði Vala, sem heldur utan til Svíþjóðar árla í dag. Þróun heimsmetsins í stangarstökki kvenna innanhúss hefur verið hröð síðustu misseri; Stacy Dragila varð heimsmeistari í París sl. vetur, stökk þá 4,40 m, sem var nýtt heimsmet, en Emma Ge- orge varð önnur með 4,35 m. Sá árangur hefði ekki einu sinni dugað til að komast á verðlauna- pall á Evrópumeistaramótinu í Valencia á dögun- um, þar sem Vala varð í þriðja sæti. I apríllok í fyrra, við lok keppnistímabilsins innanhúss, dugði stökk upp á 4,06 m til að ná 20. sæti heimslistans en nú þarf að stökkva 4,21 m til að ná sama sæti á listanum. ■ Þróun metsins / B2 HANDKNATTLEIKUR Róbert lék vel Morgunblaðið/Golli RÓBERT Sighvatsson lék lengst af á línunni hjá íslenska landsliðinu á alþjóðlega Olís-mótinu sem fram fór í Laugardalshöll um helgina, því Geir Sveinsson meiddist í fyrsta leiknum. Stóð Róbert sig vel og sýndi að hann hefur tekið miklum framförum í Þýskalandi. Hér er Róbert að kljást við Moemen Sherif leikmann Egypta í síðasta leik mótsins, en þeim leik tapaði ísland stórt. ■ Egyptar skutu ísland í kaf / B6 KAPPAKSTUR: SILFURFLAUGAR MCLAREN STUNGU AF / B5 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 07.03.1998 spH Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1.5af 5 0 7.061.350 1 562.570 i 3. *•<« 97 10.000 BE| 4.3at5 3.336 670 [i;|Samtals: 3.434 10.829.040 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 10.829.040 FJORFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN LWijm: | VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 04.03.1998 AÐALTOLUR Vinningar Fjöldi vinninga vinnings- upphœð 85.269.000 3. 92.940 4. 4 af 6 491 1.178 430 1.680 5.289.080 2.400 178.255.540 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 178.255.540 Á ÍSLANDI: 7.717.540 |* Lottómiðinn með bónus- vinningnum í Víkingalottóinu sl. miðvikudag var keyptur í Blönduskálanum á Blönduósi. í laugardagslottóinu var miðinn með bónusvinningnum keyptur hjá K.Á. á Hellu. TVEIR ÚTDRÆTTIR Á SAMA MIÐANN! í Víkingalottóinu á morgun verður dregið TVISVAR í tilefni af 5 ára afmæli leiksins. í síðari útdrættinum verður dregið um það bil 70 milljón króna vinning fyrir 6 réttar aðaitölur. SÍMAR: UPPLÝSINGAR ISÍMA: 588-1511 TEXTAVARP: 451 OG 453 h

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.