Morgunblaðið - 10.03.1998, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Sjötta tap meist-
aranna í deildinni
ÞEGAR Manchester United varð Englandsmeistari í fyrra tapaði
liðið einungis fimm úrvalsdeildarleikjum - tapið gegn Sheffield
Wednesday á laugardag var það sjötta á þessari leiktíð. Lítil
ástæða er þó fyrir Alex Ferguson og menn hans að örvænta því
meistaramir hafa níu stiga forskot á Liverpool og ellefu stig skilja
þá frá Arsenal og Blackburn, sem að vísu eiga leiki til góða.
Ogrizovic hélt
andlitinu...
Reuters
LEIKMENN Newcastle, Andreas Andersson frá Svíþjóð og Georgíumaðurinn Temur Kets-
baia, fagna marki þess síðarnefnda í sigrinum á Barnsley.
„Kóngurmn" og Ulf-
8-liða úr-
slit ensku
bikar-
keppn-
innar
Það voru Peter Atherton og ítal-
inn Paolo di Canio sem tryggðu
Sheffield Wednesday verðskuldað-
an sigur á United, 2-0. Di Canio og
landi hans Benito Carbone reynd-
ust United-vöminni óþægur ljár í
þúfu á meðan sóknarleikur meistar-
anna var hugmyndasnauður og bit-
laus. Sennilega hefur viðureignin
við Mónakó í Meistardeild Evrópu
setið í liðinu, auk þess sem lykil-
menn á borð við Schmeichel, Pall-
ister og Giggs, eru meiddir.
Bolton kom Liverpool í opna
skjöldu á Anfield Road - Al-
an Thompson skoraði
glæsimark fyrir gestina
á 7. mínútu og Amar
Gunnlaugsson, sem
var í byrjunarliði
Bolton, var nálægt
því að bæta öðru
við strax eftir
hlé. Við það
vaknaði risinn af
værum blundi
og tók leikinn í
sínar hendur;
Paul Ince jafn-
aði og Michael
Owen tryggði sig-
urinn um miðjan síðari hálfleik, 2-1.
Oft hefur Liverpool þó leikið betur.
Amar Gunnlaugsson var beittur í
framlínu gestanna og átti meðal
annars tvö góð skot, annað úr auka-
spymu, sem Brad Friedel varði,
auk færisins góða sem hann misnot-
aði.
Þrautaganga Chelsea í úrvals-
deildinni hélt áfram á sunnudag,
þegar liðið beið lægri hlut fyrir
Aston Villa, 0-1. Markið gerði Juli-
an Joachim en Chelsea hefur nú
tapað fjóram úrvalsdeildarleikjum í
röð og Gianluca Vialli ekki tekist að
innbyrða stig eftir að hann tók við
liðinu. Draumur Chelsea um 2. sæt-
ið fjarlægist nú ört.
Enn er þess ógetið að Everton
laut í gras í Southampton, 1-2. Le
Tissier og Ostenstad skoraðu fyrir
heimamenn en Tiler svaraði fyrir
Everton - en um seinan.
arnir stefna á Wembley
NEWCASTLE United þykir nú líklegast til að lyfta bikar enska
knattspyrnusambandsins á Wembley í vor eftir að hafa lagt bar-
áttuglaða Bamsley-menn í fjórðungsúrslitum á sunnudag. Félag-
ið lék síðast í undanúrslitum keppninnar árið 1974 og knatt-
spyrnustjórinn, Kenny Dalglish, oft nefndur „Kóngurinn“, er far-
inn að brosa á ný eftir að hafa verið fölur og fár síðustu vikurn-
ar. Hið fornfræga félag Wolverhampton Wanderers, betur þekkt
sem „Úlfarnir“ hér á landi, tryggði sér einnig þátttökurétt í und-
anúrslitum keppninnar með sigri á Leeds United um helgina.
Bræðrabylta varð hjá Arsenal og West Ham og Sheffield United
stöðvaði sigurgöngu Coventry City. Þurfa þessi félög að mætast
að nýju í næstu viku.
Leikmenn Newcastle voru í mikl-
um vígamóð í stuttu vetrarfríi á
Irlandi á dögunum, svo miklum að
orðspor félagsins beið hnekki og að
minnsta kosti einn leikmaður, Keith
Gillespie, sneri sár heim - eftir
meinta rimmu við fyrirliðann Alan
Shearer. Gillespie var hvergi að sjá
þegar leikur Newcastle og Bamsley
hófst á St. James’ Park á sunnudag
en baráttuandinn hafði augljóslega
fylgt liðinu frá strætum Dyflinnar
því Newcastle, sem verið hefur
heillum horfið að undanfómu, lék
Bamsley oft grátt í fyrri hálfleik og
var komið í 2-0 eftir 27 mínútur.
Fyrst skoraði Georgíumaðurinn
Temur Ketsbaia, sem tók stöðu Gil-
lespies, og síðan Gary Speed, sem
þar með gerði sitt fyrsta mark fyrir
félagið eftir komuna frá Everton á
dögunum.
Leikmenn Bamsley vora aftur á
móti ekki á þeim buxunum að upp-
lifa enn einn kjöldráttinn og þegar
Andy Liddell minnkaði muninn á
56. mínútu fór skjálfti um hina
trygglyndu stuðningsmenn
Newcastle, Toon-herinn. Heima-
menn héldu þó framkvæðinu með
Shearer og Ketsbaia sem bestu
menn. Sá síðamefndi var meira að
segja í þvílíkum ham að útsendari
dagblaðsins Daily Mail á vellinum
líkti honum við urrandi tígur. Að
þessu sinni hlífði kappinn þó auglýs-
ingaskiltunum við vöUinn.
Bamsley lifði engu að síður í von-
inni - að minnsta kosti þangað til
vamarmanninum Adie Moses var
vikið af velli stundarfjórðungi fyrir
leikslok fyrir annað bókunarvert
brot á Shearer. Þeir börðust að vísu
hetjulega fram í rauðan dauðann en
tókst ekki að koma í veg fyrir að
David Batty bætti þriðja markinu
við fyrir heimamenn, þegar venju-
legur leiktími var úti. Var þetta ein-
ungis í þriðja sinn í vetur sem
Newcastle vinnur leik með meiri
mun en einu marki.
Kenny Dalglish var léttur í lund
að leik loknum, brosti og varðist
spumingum um Dyflinnar-reisuna
alræmdu af fimi: „Strákamir léku
vel og ef ferðin til Dyflinnar hefur
komið okkur í undanúrslitin, getur
vel verið að við skellum okkur þang-
að aftur, ef það eykur líkumar á því
að við komumst á Wembley!"
Segers hetja „Úlfanna"
Hans Segers, markvörður Wol-
verhampton Wanderers, hefur varið
Þegar Steve Ogrizovic, hinn gam-
alreyndi markvörður Coventry
City, færði Petr Katchouro, sóknar-
manni Shefíield United, dauðafæri á
silfurfati, á lokasekúndum leiks lið-
anna í bikarkeppni enska knatt-
spymusambandsins á laugardag,
héldu margir að 1. deildar liðið væri
á leið í undanúrslit. Hik kom hins
vegar Katchouro og Ogrizovic komst
á undraverðan hátt fyrir skotið. Nið-
urstaðan jafntefli, 1-1.
Sigur Sheffield United hefði kom-
ið sem þruma úr heiðskíra lofti.
Coventry hafði unnið sjö næstu leiki
á undan og um miðja síðustu viku
gekk knattspymustjóri United,
Nigel Spackman, út - hættur, far-
inn. Flestir bjuggust því við auð-
veldum sigri Coventry, sem lék
aukinheldur á heimavelli.
Fáum brá því þegar Dion Dubhn,
sem lék sem miðvörður í leiknum,
kom heimamönnum yfir með marki
úr vítaspymu á 32. mínútu. Portú-
galinn Marcelo jafnaði hins vegar
óvænt fyrir gestina laust fyrir leik-
hlé eftir að hafa leikið Dublin grátt.
Þar við sat, fyrst og fremst vegna
vaskrar framgöngu Alans Kellys í
marki United - og vitaskuld Ogga
gamla í lokin.
Leikur Arsenal og West Ham
United á Highbury var prúðmann-
lega leikinn, allt þar til dómarinn
hafði flautað hann afl John Moncur,
miðjumaður gestanna, veittist þá að
starfsbróður sínum, Patrick Vieira,
hjá Arsenal, sem svaraði fyrir sig
með því að reyna að slá Moncur
kaldan og spym’onum síðan á spor-
baug um jörðu. Hvoragt tókst!
Dómarinn Mike Reed sá ekki atvik-
ið en Arsene Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal, hyggst skoða það
betur á myndbandi og sekta Vieira,
sé ástæða til.
Misheppnuð tilraun Vieiras til að
koma höggi á Moncur endurspeglaði
misheppnaðar tilraunir Arsenal til
að koma höggi á West Ham, sem lék
án fjölmargra fastamanna. Þrátt fyr-
ir að ráða gangi leiksins tókst heima-
mönnum aðeins einu sinni að finna
leiðina í netið, þegar
Dennis Bergkamp
skoraði úr vítaspymu
á 26. mínútu. Aður
hafði Ian Pearce á hinn
bóginn komið knettinum
fram hjá Alex Manninger í
Arsenal-markinu.
Miðvörðurinn Rio Ferdin-
and og markvörðurinn Bem-
ard Lama vora áberandi í
West Ham-liði sem verð-
skuldaði jafnteflið fyllilega. Sér-
staklega var sá síðamefndi í
essinu sínu þegar hann sveif
ítrekað á milli stanganna að
hætti listdansarans Rúd-
olfs Núrejevs - í teygju-
buxum og með taglhnýtt
hár.
meiri tíma í réttarsalnum en á
knattspymuvellinum undanfarin
þrjú ár. Hann var á sínum tíma sak-
aður um að hafa hagrætt úrslitum
leikja, þegar hann lék með
Wimbledon, en var sýknaður síðast-
liðið haust eftir mikla þrautagöngu.
Síðan hefur Segers vermt vara-
mannabekkinn hjá „Úlfunum" en
fékk á laugardag tækifæri til að
spreyta sig, þar sem aðalmarkvörð-
urinn, Mike Stowell, var með maga-
kveisu. Og Hollendingurinn, sem
orðinn er 36 ára gamall, lét tæki-
færið sér sannarlega ekki úr greip-
um ganga - varði að hætti ber-
serkja.
Hafi Segers farið í taugamar á
stuðningsmönnum Leeds framan af
leik hryggbraut hann þá tveimur
mínútum fyrir leikslok, þegar hann
sló vítaspymu Jimmys Floyd
Hasselbainks í horn. Markvarsla
sem þýddi að leikurinn sem George
Graham, knattspymustjóri Leeds,
kallaði þann mikilvægasta frá því
hann tók við stjórntaumunum á El-
land Road haustið 1996 var tapaður.
1-0 vora lokatölur og sigurmarkið
gerði framherjinn Don Goodman,
sem í eina tíð var boltadrengur á
Elland Road, á 82. mínútu. Talandi
um að strá salti í sárin!
Newcastle leikur gegn Sheffield
United eða Coventry í undanúrslit-
um og „Úlfarnir" mæta Arsenal eða
West Ham. Leikið er á hlutlausum
velli.