Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR10. MARZ 1998 B 9 KNATTSPYRNA Reuters BRASILÍSKI framherjinn Sonny Anderson, til vinstri, og varnarmaðurinn Manolo Sanchiz hjá Real Madrid kljást um knöttinn augabragði áður en sá fyrrnefndi gerði fyrsta mark stórleiks helgarinnar á Spáni; kom Barcelona í 1:0 á 62. min. á heimavelli sínum Camp Nou. Barcelona burstaði Real Madríd Rivaldo var alltí Brasilíumaðurinn Rivaldo lagði upp tvö af þremur mörkum Barcelona í 3:0 sigri á erkifjendun- um í Real Madríd á Nou Camp. Þar með hefur Barcelona náð fimm stiga forskoti í Madrídarliðið. Leikurinn þótti hin besta skemmtun • líkt og fyrri viðureign þessara stórliða fyrr á leiktíðinni. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem leikurinn var í járn- um urðu sannkölluð kaflaskipti snemma í síðari hálfleiknum er Fernando Hierro, leikmaður Real, var rekinn af leikvelli. Hann braut á Sonny Anderson og fékk um leið annað gula spjaldið sitt í leiknum. Við þetta jukust tök heimamanna á leiknum og ljóst að eitthvað varð undan að láta hjá gestunum. Markvörður Bodo, Illgner, hélt liði sínu lengi vel á floti með frábærri mark- vörslu en fékk engum vörnum viðkomið er Sonny Anderson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Rivaldo frá vinstri kanti, eftir að vörn Real hafði sofið á verðinum. Annað mark- ið var stórglæsilegt og, það átti Portúgalinn Luis Figo. Hann fékk boltann rétt utan vítateigshoms hægra megin, lék lítið eitt til vinstri og skaut bogaskoti í fjærhomið efst án þess að Illgner ætti möguleika á að koma við vörnum. Brasilíumaðurinn Giovanni innsigl- aði sigurinn með þriðja markinu sem var um margt líkt því fyrsta sem Anderson landi hans skoraði. Rivaldo sótti upp vinstri kantinn og fékk góð- an tíma til að athafna sig áður en hann sendi fyrir markið þar sem öllu Giovanni var réttur maður á réttum stað til að skora framhjá Illgner. Barcelona átti góða möguleika á að bæta við mörkum og m.a. átti Figo þrumuskot af löngu færi fimm mínút- um fyrir leikslok, en boltinn hafnaði í stönginni. Gestirnir reyndu að klóra í bakkann og Christian Karembeu átti skalla í stöng og Ruud Hesp, mai’k- vörður Barcelona, varði glæsilega skot Davios Bortolinis. Snemma í leiknum hafði Hesp varið með mikl- um tilþrifum gríðarfast skot Carlosar utan af vinstri kanti. Annars var það Illgner að þakka að Real tapaði ekki mun stærra, en hann hefur fengið fá tækifæri í vetur og mestum tíma eytt á varamanna- bekknum. En nú þegar hann fékk sitt tækifæri lét hann það sér ekki úr greipum ganga. Auk þess sem að framan er getið varði hann m.a. í tvígang vel frá Rivaldo. „Eftir að HieiTO var rekinn af leikvelli var við ramman reip að draga og Ijóst að leikurinn í Meist- ai-adeildinni sagði enn frekar til sín þegar við vorum orðnir einum færri,“ sagði Jupp Heynckes, þjálf- ari Real. I leikjum sem þessum ríður brottrekstur baggamuninn, en við verðskulduðum ekki að tapa 3:0. Félagi hans, Louis van Gaal hjá Barcelona, var hins vegar mun hress- ari þrátt fyrir meiðsli á ökkla og virð- ist loks vera að koma liðinu inn á sig- urbraut. „Við vorum betri allan tím- ann, einnig í fyrri hálfleik áður en brottreksturinn kom til. Við vorum í marktækifærunum en þeir ekki.“ Lazio nálgast Juventus hratt Sigraði í einvígi Rómarliðanna og er fjórum stigum á eftir meisturunum - Ronaldo klúðraði víti og Inter tapaði LEIKMENN Lazio eru heldur betur á sigurbraut þessa dagana og nálgast efsta iið deildarinnar, Juventus, hröðum skrefum á sama tíma og Internazionale virðist vera að gefa eftir. Lazio lagði félaga sína í Rómaborg, liðsmenn Roma, 2:0 á ólympíu- leikvanginum á sunnudag. Þetta var átjándi leikur liðsins í röð án taps og fjórði sigurinn á Roma í röð. Juventus gerði jafntefli við Udinese á útivelli, 1:1, en Internazionale varð að bíta í það súra epli að tapa 1:0 fyrir Parma, þar sem Ronaldo lét verja frá sér vítaspyrnu rétt áður en heimamenn skoruðu sigurmarkið. Dortmund ■ NEVIO Scala, þjálfari Evrópu- meistara Dortmund, var nánast orð- laus eftir tap liðsins, 4:2 fyrir 1860 Miinchen, en staðan var 4:0 eftir tuttugu og fimm mínútur. „Eg hef aldrei séð aðra eins útreið á fyrstu tuttugu og fimm mínútunum í knatt- spyrnuleik á öllum mínum ferli,“ sagði Scala. „Þess vegna held ég að mér sér ráðlegast að segja ekki neitt,“ bætti hann við vonsvikinn. ■ JOHN Spencer framherji QPR hefur verið lánaður til Everton í einn mánuð. Þar hittir þessi 27 ára gamli skoski landsliðsmaður fyrir landa sinn Duncan Ferguson sem er reyndar í leikbanni þessa dagana. ■ IAN Wríght verður að öllu óbreyttu í leikmannahópi Arsenal, þegar hðið mætir Wimbledon í úr- valsdeildinni annað kvöld. Framherj- inn hefur lítið getað leikið undan- famar vikur vegna meiðsla á hné og kálfa en er nú gróinn sára sinna. ■ WIMBLEDON hefur keypt varn- armanninn Andy Roberts frá Crys- tal Palace á 1,6 milljónir sterl- ingspunda. Roberts er þó ekki á leið á ókunnar slóðir þvi félögin leika heimaleiki sína á sama velli, Selhurst Park í Lundúnum. ■ GORDON Strachan hjá Coventry City hefur verið valinn knattspyrnu- stjóri febrúar-mánaðar í ensku úr- valsdeildinni. Kom valið fáum á óvart enda settu lærisveinar Strachans nýverið félagsmet þegar þeir unnu sjö leiki í röð. ■ TERRY Venablesimm svara því kl. 17 í dag hvort hann hyggst þekkj- ast tilboð Marks Goldbergs, nýbak- aðs aðaleiganda Crystal Palace, um að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá félaginu. Geri hann það er talið að Steve Coppell, núverandi knatt- spyrnustjóri, taki við starfi knatt- spymuþróunarstjóra á Selhurst Park. Eftir þessa umferð munar nú að- eins fjórum sitgum á Lazio og Juventus og virðast lærisveinar Svens Görans Erikssons hafa alla burði til þess að veita meisturum Juventus harða keppni nú á loka- sprettinum. í byrjun desember munaði tólf stigum á þessum liðum, Juventus í hag. Eitthvað virðist hins vegar vanta upp á hjá Intern- azionale sem ekki hefur leikið vel upp á síðkastið og hefur nú orðið að gera sér þriðja sætið að góðu, a.m.k. um stundarsakir. Haldi liðs- menn Lazio uppteknum hætti gæti orðið hreinn úrslitaleikur á milli þeima og Juventus á ólympíuleik- vanginum 4. maí. Ki-óatinn Alen Boksic kom Lazio á bragðið á 50. mínútu gegn Roma og 23 mínútum síðar innsiglaði fé- lagi hans Nedved sigurinn, en þetta var 12. sigurleikur liðsins á heimavelli á þessari leiktíð. Þrátt fyrir gott gengi bæði í deildinni og í Evrópukeppni félagsliða er Eriksson með báða fætur á jörð- inni sem fyrr og hvetur stuðnings- menn félagsins til að halda ró sinni. „Njótum þess að vera í öðru sæti og stefnum á að halda þeirri stöðu,“ sagði hann um helgina. „Næst á dagskrá er síðari leikur- inn við Juventus á miðvikudaginn og mikið liggur við að halda ein- beitingu í þeim leik og byggja ekki skýjaborgir. En við lékum vel gegn Roma og ljóst að liðið hefur ekki í annan tíma leikið betur.“ Brasih'umaðurinn Aldair sagðist ekki geta afsakað frammistöðu sína og félaganna, en liðið hefur verið á sigurbraut upp á síðkastið, sigraði m.a. Fiorentina 4:1 um síð- ustu helgi. „Lazio er einfaldlega betra lið,“ sagði Aldair og var ekki að flækja málið. Intemazionale sótti ekki gull í greipar Parma, eins og vonir stóðu til, en með sigri hefðu liðið náð að minnka forskot Juventus í tvö stig. Það var svo sem ekki neinn glæsi- bragur yfir leik Juventus er það gerði jafntefli við Udinese. Alessandro Del Piero jafnaði leik- inn rétt íýrir leikslok og náði þannig að tryggja annað stigið. Crespo var hetja Parma en hann gerði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik. Skömmu áður hafði snillingurinn Ronaldo látið Buffon, markvörð Parma, verja frá sér illa tekna vítaspyrnu hinum megin á vellinum. Þótti réttlætinu fullnægt er vítaspyman fór í vaskinn því hún var dæmd á hæpnum forsend- um. Fram að markinu hafði lið Intemazionale verið heldur líflegi’i aðilinn í frekar daufum leik, eink- um í fyrri hálfleik. Þá hafði Diego Simeone skoraði mai’k tíu mínútum fyrir leikhlé, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Strax og Buffon hafði varið vítapsyrnuna komu leikmenn Parma knettinum fram þar sem þeir hófu stórsókn en gestirnir gátu bjargað sér úr klípunni á ell- eftu stundu. En vöm Intem- azionale var oft slök og einkum átti hún í vandræðum með að verjast háum sendingum leikmanna Parma inn í vítateiginn. Upp úr hornspyrnu á 74. mínútu þar sem heimamenn unnu skallaeinvígi barst knötturinn til Crespo sem skaut með vinstri fæti af mark- teigslínu efst í vinstra hornið og tryggði sigur. Gestimir höfðu ekki uppi mikla tilburði til að jafna það sem eftir var leiks. Evrópumeistarar Borussia Dort- mund voru teknir í kennslustund af 1860 Munchen um helgina í þýsku 1. deildinni. Munhenarliðið er að berjast við að halda sæti sínu í deild- inni og er útlitið ekkert allt of bjart. Leikmenn þess byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 4:0 eftir 25 mínútur og eftir það var fátt annað fyrir Evrópumeistarana að gera en reyna að klóra í bakkann. Það tókst en lítil reisn var yfir leik- mönnum Dortmund sem skoruðu tvö mörk á lokakaflanum, Andreas Möll- er það fyrra á 81. mín og Rene Schneider það síðara þremur mín. fyrir leikslok. Urslitin urðu því 4:2. Bayer Leverkusen heldur þriðja sæti deildarinnar eftir 2:1 sigur á Hansa Rostock. Ulf Kirsten og Króatinn Boris Zivkovski skoruðu mörkin í fyrri hálfleik á 13. og 39. mínútu. Stefan Studer minnkaði muninn fyrir Rostock eftir hlé og þar við sat. Leverkusen er nú aðeins tveimur stigum á eftir Bayem Múnchen sem tapaði 1:0 fyrir Schal- ke á sunnudaginn. „Ég er ánægður með að leikmenn mínir skyldu ná sér á strik eftir erf- iðan leik í Meistaradeildinni í vik- unni,“ sagði Christoph Daum, þjálf- ari Leverkusen. „Liðsmenn mính- sýndu festu og vilja.“ Norbert Meier, þjálfari Gladbach, var að vonum glaður eftir stórsigur, 5:2, á Karlsruhe, en hann hafði sagt fyrir leikinn að ef lið sitt myndi tapa þeim leik yrði hann að taka föggur sínar og leita að starfí hjá öðru fé- lagi. Leikmenn Gladbach léku við hvum sinn fingur í leiknum en engin þó betur en fyrh’liðinn, Stefan Effen- berger, sem skoraði tvisvar. Félagi hans, Stephan Passlack, fann einnig leiðina að mai’ki í tvígang. Kaiserslautem gerði jafntefli við Werden Bremen á föstudagskvöldið og nú sjö stigum á undan Bayem Munchen í efsta sæti deildarinnar og stefnir hraðbyri að meistaratitli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.