Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 12
SKIÐI
Múrarinn sat heima en
fagnaði tvöföldum sigri
Múrarinn snjalli, Hermann
Maier frá Austurríki, sigraði
á laugardaginn í heildarstiga-
keppni alpagreina á skíðum og
varð því heimsbikarmeistari. Maier
keppti þó ekki í bruninu eða risa-
sviginu í Kvitfjell í Noregi um
helgina. Hann sat í hægindastól
heima í Flacau og fylgdist með
keppninni í sjónvarpi. Hann hefur
kvartað undan eymslum í baki að
undanförnu og að læknisráði sat
hann heima. Það kom ekki að sök
því helsti keppinautur hans, landi
hans Andreas Schifferer, lauk ekki
keppni í Noregi og þar með var
Maier öruggur um titilinn.
Fyrir mótin i Noregi hafði Maier
gott forskot í keppninni, hafði 591
stigi meira en Schifferer en 600
stig voru í pottinum. Schifferer
missti annað skíðið af sér snemma í
keppninni og gat því ekki lokið
henni og þar með var Maier fyrsti
Austurríkismaðurinn til að hljóta
þennan eftirsótta titil síðan Karl
Schranz náði honum árið 1970.
Hann hefur hlotið 1.625 stig, en
Schifferer 1.054 stig þegar fjögur
mót eru eftir.
Sigurvegari í bruninu á laugar-
dag var Frakkinn Nicolas Burtin
og kom það mjög á óvart því þetta
var fyrsti sigur hans í heimsbik-
arnum. Wemer Perathoner frá
Ítalíu varð annar og Josef Strobl,
Austurríki, og Lasse Kjus, Noregi,
deildu þriðja sætinu.
Á sunnudaginn réðust einnig úr-
slit í risasvigi og þar sigraði Maier
einnig. Stefan Ebenharter, sem
einn gat náð honum að stigum, féll
úr keppni og þar sem Maier hefur
180 stiga forystu getur enginn náð
honum þegar eitt risasvig er eftir.
Hans Knauss náði besta tímanum á
sunnudag, Svíinn Patrik Jaerbyn
varð annar og Didier Cuche, Sviss,
þriðji.
Konurnar áttu að keppa í risa-
svigi í Morzine í frönsku Ölpunum
um helgina, en því var aflýst vegna
veðurs. Þar með var ljóst að engin
kona gat náð þýsku stúlkunni
Katju Seizinger að stigum í þeirri
grein. Hún gat því fagnað risa-
svigstitlinum eins og Maier, án
þess að keppa.
Lokamót heimsbikarsins í karla-
og kvennaflokki fara fram í Crans
Montana í Sviss um næstu helgi.
Reuters
AUSTURRÍKISMAÐURINN Hermann Maier varð um helgina sigurvegari f heildarstigakeppni alpa-
greina skíðaíþrótta. Hann keppti þó ekki f bruninu eða risasviginu í Kvitfjell í Noregi, heldur sat
heima og fylgdist með keppninni í sjónvarpi og fagnaði heima í stofu.
Ármenningar sigursælir
Armenningar voru sigursælir í bikar-
móti Skíðasambands íslands í svigi
sem fram fór í Bláfjöllum á laugardag-
inn. Haukur Arnórsson sigraði með yf-
irburðum í karlaflokki og Helga Björk
Amadóttir í kvennaflokki, en þau eru
bæði úr Armanni.
Haukur var tæplega fjórum sekúnd-
um á undan Amari Gauta Reynissyni
úr IR sem varð annar. Armann átti síð-
an þrjá næstu keppendur, Pálmar Pét-
ursson sem varð þriðji, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson sem varð fjórði og
Ingva Geir Ómarsson sem varð fimmti.
42 hófu keppni en 20 þeirra hættu
keppni.
Keppnin í kvennaflokki var meira
spennandi en í karlaflokknum. Helga
Björk var með næst besta tímann í fyrri
umferð, á eftir Lilju Rut Kristjánsdótt-
ur úr KR. Helga Björk náði síðan lang
besta tímanum í síðari umferð og
tryggði sér sigurinn, var hálfri sekúndu
á undan Lilja Rut samanlagt. Sæunn
Ágústa Birgisdóttir, Armanni, varð
þriðja. 37 stúlkur vora skráðar til leiks,
en aðeins 17 komust klakklaust í gegn-
um báðar umferðimar.
Einnig átti að keppa i svigi á sunnu-
dag, en því var frestað vegna veðurs.
Morgunblaðið/V alur
Haukur Arnórsson
Kristinn
æfir í
Noregi
fyrir loka-
mótið
KRISTINN Björnsson skíðakappi
frá Ólafsfirði er nú í Lillehammer í
Noregi þar sem hann er við æfing-
ar fram að Iokamóti heimsbikar-
keppninnar í svigi sem fram fer í
Crans Montana í Sviss á sunnudag-
inn. í lokamótinu á sunnudag fá
aðeins 30 stigaefstu í hverri grein
að vera með. Samkvæmt nýjasta
ráslista heimsbikarsins verður
Kristinn með rásnúmer 16 í Crans
Montana á sunnudag.
Norðmenn
segja nauð-
synlegt að fá
HM 2003
NORÐMENN leggja mikið kapp á
að fá að halda heimsmeistaramótið
í alpagreinum árið 2003. Segja að
það sé lífsnauðsyn fyrir skuldsett
skíðasvæðin í Kvitíjell og Hafjell
sem eru í nágrenni Lillehammer.
Þar fóru einmitt alpagreinarnar
fram á Ólympíuleikunum 1994. Al-
þjóða skíðasambandið, FIS, tekur
ákvörðun um staðarval heims-
meistaramótsins árið 2003 á fundi
sínum í maí. Tveir aðrir skíðastað-
ir hafa sótt um HM á þessum tíma,
Val Thorens í Frakklandi og Saint
Moritz í Sviss.
Peterka stökk
lengst
PRIMOZ Peterka frá Slóveníu var
í essinu sínu í stökki af 120 metra
palli sem fram fór í Lahti í Finn-
landi á sunnudag og var liður í
heimsbikarkeppninni. Hann náði
lengsta stökkinu í báðum umferð-
um, 125 metra og 126 metra. Dag-
inn áður setti hann met af pallinum
í Lahti, 129 metra, en náði sér hins
vegar ekki á strik í síðari umferð-
inni og endaði í 11. sæti.
Finninn Jani Soininen stökk
120,5 metra og 126 metra og varð
annar á sunnudag og Norðmaður-
inn Kristian Brenden varð þriðji.
Japaninn Kazuyoski Funaki, sem
var sjötti á sunnudag, er efstur í
stigakeppni heimsbikarsins þegar
tvö mót eru eftir. Dieter Thoma,
Þýskalandi, kemur næstur og
Peterka er þriðji.
30. sigur
Smirnovs
KASAKINN Vladimir Smirnov
sigraði í 30 km skíðagöngu með
hefðbundinni aðferð sem fram fór í
Lahti í Finnlandi á sunnudag.
Hann var rúmlega mínútu á undan
ólympíumeistaranum Thomasi Als-
gaard, sem varð annar. Þetta var
30. sigur Smirnovs í heimsbikarn-
um en hann hélt upp á 34 ára af-
mælið sitt á laugardag. Hann hefur
ávallt fundið sig vel í keppni í
Lahti og varð m.a. heimsmeistari í
30 km göngunni á sama stað fyrir
níu árum. Hann hefur lýst því yfir
að þetta verði síðasta keppnistíma-
bil hans í heimsbikarnum.
Alsgaard er nú með nokkuð ör-
ugga forystu í stigakeppni heims-
bikarsins og nokkuð ljóst að landi
hans Björn Dæhlie nær ekki að
veija titilinn þetta árið, en hann
hafnaði aðeins í sjöunda sæti um
helgina.