Alþýðublaðið - 07.03.1934, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1934, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGINN 7. MARZ 1934. ALP't DUBLAÐIÖ Í Er Litvinoff á linunni? Austur í Moskva situr stjórm, þriöja alþjóðasambaindsins og dregur línu á blað, hárfína og langa — um fram alt hárfina — handa söfnuðd sítnum kommúnist- um, til' að fara eftir. Þiessi línu- danz gengur eins og kunnugt er, dauðans illa. Af hinum sárfáu sálum, sem kallaðiar eru til að stíga h'.nn kommúnistiska *viki- vaka, era þeir teljandi, ssm á línunni tolla til lengdar, og fer fyrir flestum, eins-og tík Magnús- ar sálarháska, er ha'nn gerðd strykið yfir þveran grautaraskinn og sagðá tíkinni, að öð'ru megitn stryksins mætti hún eta, en hinu megin mætti hún ekki eta, el’.a iit af hljóta. Tikaranginn sksytti auð- vitað ekkert um linuna, og fór Magnús þá með hana upp á ofur hátt fjall, glenti upp á benni glyrnurnar á móti sólinni og hélt henni í þieim stellingum, uns hún var orðin steinblind á báðum augum. Meiri háttar kommúnistar, sem fara fram hjá sinni línu, eru kaliaðir til Moskva, og fer ekki sögum af, hverri meðferð þeir sæta. Vel líklega eru viðhafðar við þá einhverskonar Ijóslækning- ar. En ekki þykja þeir, sem aftur koma, sjá betur eftir en áður. Magnús sálarháski var hýddur fyrir tiltækið með tíkina — og hver veit, nema einhverintíma, áð- ur en sagan er öll, kunni þeim að sárna um lendarnar, sem línuna draga í stjórn þriðja alþjóða- sambandsins austur þar. Má svo fara, fyrr en varir, að öllum verði augljóst, að barátta verkamanna hefir þýðingarmeini hiutverki að gegna, en að það hæfi, að þeir, sem forystu fyrir þeim vilja hafa, dundi sér við teórietiska línu- drætti, alls konar meiningarlaust hoþþ og hí og þess á milli trú- bragðalegar bannfærinigar hver á cð.um. Annars mun línuspekin rúss- neska, aðiallega, ef ekki eingöngu, vera ætluð til útflutnings. Svo mikið er vist, að stjórnendur Ráðstjómarríkjanna blása á allar l'ínur þriðja alþjóðasambandsins, þegar ^eim býÖur svo við að horfa og afneita jafnvel öllu þess athæfi, ef þeir .telja sér einhvern ávinning að í baráttunm — eða samvinnunni — við hin kapítalist- isku riki, er þeir eiga skifti vjið. Eru engir forhertari tækifæi’issinnar í heimsins pólitík en þeir. Trúnaðaranaður ráðistjórnarinn- ar í utanrikismálum er Maxim Litvinoff, maður feitlaginn, jafn- lyndur og góðlyndur, brosmildur og ljúfur í viðmóti við hvern, sem er áð eiga, — en sennilega ekki allur þar sem hann er séður. Hann hefir kyst Herriot hinn franska mjúkum kossi, drukkið dús við Mússólíni, gert samninga við Mustapha Kemal um að lána honum úr rýrum sjóði Ráðstjórnar- ríkjatnina a. m. k. eina millj. rúblna fyrir hvem kiommúnista, sem hann hefir hengt, og faðmað Hitler brosandi, ataðiain í óstorknuðu blóði hins þýzka verkalýðs. Síðíir bregður hann sér til Bandarikj- anna setur upp loníietturnar og skrifar Roosevelt í nafni Ráð- stjórnarríkjanna eftirfarandi bréf: Washington, 16. nóv. 1933. Elskulegi herra forseti! í tilefni af stjórnmáiasambandi því, er komið verður á milli beggja ríkisstjóma vorra, veitist mér sá heiður, að tilkynna yður, að samband hinnia sósíalistisku Ráðstjómarríkja mun fylgja eftir- farandi óumbreytanlegri stjórn- málastefnu: 1. Aí> virða með fyllstu sam- vizkusemi hinn ótviræða rétt Bandaríkjanna að fara með sín eigin málefni innan sinna vé- banda, á þánn hátt, er þau sjál’f kjósa, og að blanda sér á engan hátt í innanríkismálefni Banda- ríkjanna, lar.deigna þeirra eða ný- lehda. 2. Að forðast sjálf og að koma í veg fyrir, að persónur í þjón- ustu ráðstjómarinnar, svo og hvers konar stofnanir eða félags- skapur, sem beyrir undir ráð- stjómina eða ráðstjórnin getur liaft hötnd í bagga með, beint e"ba óbeint, þar msð ta'.dar stofnanir eða félagsskapur, sem nýtur fjár- hagslegs stuðnings frá ráðstjórn- inni, — geri nokkuð það, leynt eða Ijóst, er miðað getur til þess á einhvern hátt að raska friði,, fjárhagslegri afkomu, skipulagi eða öryggi Bandaríkjanna, jafnt í heild sinni sem í niokkrum hluta þeirra, landeigna þeirra eða ný- lenda, og einkum að sjá svo um, að' ekkert verði gert, sem mið- að getur til þess, að koma til leiðar eða ýta undir vopnaða uppreisn, svo og að hindra hvers konar undirróðurs- eða út- breiðslu-starfsemi, sem hefir það markmið að vinna tjón friðhelgi Bandaríkjanna, iandeigna þeirra eða nýlenda, eða að breyta meö ofheldi stjórnarskipun eða þjóð- félagsskipulagi Bandaríkjanna, ^afmt í bei’.d sinni seml í nokkrum hluta þ'eirra, landeigna þeirra eða nýlenda. 3. Adi leyfa ekki, að stofnaður sé eða hafist við innan landa- mæra Ráðstjómarrikjainna neins konar félagsskapur eða flokkur Minningarútgáfan af ritum dr. Knud Rasmussen. Mjng vönduð útgáfa í 3bindum, alls um 1150 bls., með fjölda ágætra mynda. Kemur út í 36 heftum á kr. 1,20. Síðar verður hægt að fá laus bindi til þess að binda ritin inn í. Þeir, sem óska eö vetða óskriendur, ættu að geta sig fram hið fyrsta, þar eð bezt er að fylgjast með frá byrjun. Tekið á móti áskrif- endum hjá: — og að hindra innan landamæria Ráðstjórnarrikjanna hvers konar starfsemi sérhvers félagsiS'kapar eða flokks, svo og erindreka eða umboðsmanna sérhvers félags- skapar eða flokks — sem gerir kröfu til' að vera stjórn Banda- rikjanna eða neynir að vinna tjón friðhelgi Bandaríkjannia, landeign þeirna eða nýlenda. Enn fnemur að stofina ekki, styðja, styrkja né leyfa innan landamæra sinna nieins konar hernaðarfélagsskap eða yopnaða flokka, s.em hafa það markmið, að náðast með vopnoim á Bandaríkin, landeignir þeirna eða nýlendur, og að hindra liðsaukningu slíks félagsskapar eða flpkka. 4. Að, leyfa ekki að stofnaður sé eða hafist við innan landamæra Ráðstjómarríkjanna neins konar félagsskapur eða flokkur — og að' hitndra innan landamæra Ráð- stjómarri'kjanna hvers konar starfsemi sérhvers félagsiskapar eða flokks, svo og erindreka eða umboðsmanna sérhvers félags- skapar eða flokks, — sem hefir það markmið að steypa af stóli eða að undirbúa að steypt verði af stóli stjórn Bandaríkjanna eða að bneyta með ofbeldi stjómar- skipurn eða þ j ó ð f é! agss ki p u lagi Bandaríkjanna, jafnt i heild sinni sem í nokkrum hluta þeirra, landeigna þeirra eða nýlenda. £g er, elskulegi herra forseti, yðat mjög einlægur Maxim Litvinoff, þjóðfulltrúi fyrir' utanrikismál Ráðstjórnarríkjanna;. Geta má nærri, að Roosievelt hefir þakkað Litvinoff fyriir blíð- skapinn, og skildu þeir með vin- áttu. Frá engu þessu er skýrt Litvi- noff til1 hnjóðs. Hann er afreks- maður fyrir sitt fólk og hefir margt á sig lagt fyrir það, þar á meðal það, sem hér hefir ver- ið talið. Og sízt hefði ég viljað faðma Hitler! En hins vegar verð- ur p’ ia a’drei sagt um þann góða mann, Litvinoff, að hann sé á l-írmnní. — a. HANS FALLADA: Hvað nú — ungi maður? telenzk þýöing eftir Magnús Ásgeirsson „t>að gæti kainske orðið sieinna?" stamar Pinneberg. „Meðain að tímiamir ern tai'iis og þeir eru? — meS,“ segir hieirría Lehmainn og hristir höfuðið. t’ögn. Jæja, þá get ég farið. Það er sa'rna saigain aftur. — Aumingja Pússer, hugsar PDnneberg. — Hann ætlar lað fara að kveðja, þiegar Lehmann spyr alt í teinu eftir meðmælum, sem hann hafi. Pinme- berg bneibir úr þeini' og réttir honum þau. Hendurnair á honum titra gneinilega. Og ótúi hains er engin uppgerð. Hver herra Lehr mainn er veit maður ekki, en í Mandielfeverzluninni starfa yfir þúsuind manns, og Lehmann skrifstofustjóri ræður yfir öllum þessum hóp og er þess vegna vol dugur maður. Kanske er hérna Lehmainn að gera að gamni sínu. Meðmæíin eru öll ágæt og hann les þau mjög hægt, og eftir því sem séð verður hafa þau ákaflega lítil áhrif á hann. Síðan litur hann upp. Hann virðist hugsa sig um. Hver veit? — hver veit?---- „Ja — tilbúinn áburð verzlum við hú a'.ls ekki með —“ Auð- vitað. ^Þama kom það, og náttúrlega stendur Pinnebierg uppi eims og þvara og stamar eitthvað um að hann hafi haldið---han;n hafi hugsað — — að karlmanBafatuaður sé nú eiginlega hans greiin, þótt hainn hafi fairilð í áhuxðinn út úr meyð til bráða|' íirgða. Lehmiainn er svo skemt með þessu, áð hann endurtekur: „Nei, með áburð verzlum, við neytndar ekki. Og ekki með kartöflur heldur." Hann gæti auðvitað blandað öllum þeim fræ- og korn-tegundum ilnn í (áiálið, sem nefndar eru i íneðmiælabréfinu frá Klednholz, en honum finst þessi fyndni sín um kartöflurnar ekki merkilegri en svo að hann lætur hér staðar numið. Það rymur í honum spunnlng um það, hvort Pinmeberg hafi tryggmgarvottorðið sittt og kvittun fyrir skatti. Svo þegiír han;n aftur, og hjá Ti'nneberg! þoka en;n björtustu vonir fyrir myrkustu örvænting — og svo birtir yfir honum aftur. „Mergurilnn málisinis er sá,“ segir Lehmann, „að við bætum ekki við okkur nýjum mcnnum, helidun þvert á móti, því að við segjuim þeim upp, sem fyrir eru.“ En; samt heldur hann ennþá höndinni kyrri á mfeðmælaiskjöluinum >og styður nú jafnvel lika gula, stóra blýantiinum á þau. „An'nað mál er það, að við höfum leyfi til að flytja fólk — það' allra dugbgasta — frá útibúunum okkar, lí þjónustu okkar, og þér eruð einni af þeim alira duglegustu — er eklci svo? Piinnebierg umlar eitthvað — eklki í mótmælaskyni þó, og það er Lehmanin nóg. ,AÞér verðið fluttur hingað frá útibúinu okkax í Breslau. Þér komið frá Breslau, ef ég man rétt. Það vill svo vel til, að í karltmiafninafatadeildinni, sem þér verðið settur í, er leingimn maður frá Bneslau. Skiljið þér mig?“ — Aftur tautar Pimneberg eitthvað fynir munni sér, og Lehmann' tekur það full- gilt sem svar. „Jæja, gott og vel, þér byrjið þá á morg.uin klukkain átta. Gefið yður fram við ungfrú Semmlier þarna frammi, Þar skriíið þér iuindir sainming og fáið allar nauðsynlegar upplýsí.igar. Verið þér sælir." „Verið þér sæl,ir,“ s.egir Pimneberg og hneigir sig og gengur Útvarpsnotendum hefir, síðan Útvarpsstöðíslands tók til starfa, fjölgað örar hér á landi en í nokkru öðru landi álfunnar. Einkum hefir fjölgunin verið ör nú að undan- förnu. ísland hefir nú pegar náð mjög hárri hlut- fallstölu útvarpsnotenda og mun, eftir pví sem nú horfir, bráðlega ná hæstu tölu útvarpsnotenda miðað við fólksfjölda. Verð viðtækja er lægra hér á landi en í öðrum löndum álfunnar. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun myndi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp ber að höndum. Ágóða viðtækjaverzlunarinnar er b gum samkvæmt eingöngu varið til rekst- urs útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbótar fyrir * útvarpS- notendur. Takmarkið er: Viðtækl inn á hvert heimili* Vlðtækjaverzlun Ríkisins, Lækjargötu 10 B. — Sími 3823. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.