Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.03.1998, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Yngsti leikmað- urinn 11 ára PAVEL Ermolinskij er yngsti Ieikmaður úrvaisdeildarinnar í körfuknattleik, aðeins 11 ára. Pavel var á Ieikskýrslu með IA gegn Njarðvíkingum á dögunum. Hann tók ekki beinan þátt í leiknum, en að vera á leikskýrslu nægir til að fá leikinn skráðan. Sigurður Valgeirsson í Keflavík, sem veit sínu viti um körfubolta, sagði að Pavel væri áreiðanlega þar með yngsti leikmaðurinn til að leika opinberlega með meist- araflokki hér á landi og þó víða væri leitað. Faðir Pavels er hinn kunni körfúknattleiksmaður Alexander Ermolinskij, sem um árabil lék með Skallagrími frá Borgarnesi við góðan orðstír. Hann er nú þjálfari og Ieikmaður Skaga- manna, býr á Akranesi ásamt fjölskyldu sinni. Hann varð ís- lenskur ríkisborgari fyrir tveim- ur árum og sagði Andri, eldri sonurinn, sem er 16 ára, í samtali við Morgunblaðið að fjölskyldan yndi hag sínum afar vel á Islandi. Hann sagði að yngri bróðirinn væri mikill áhugamaður um íþróttir og auk þess að leika körfubolta væri hann vel liðtæk- ur í badminton og knattspyrnu. Þess má geta að engar reglur eru um það í körfuknattleiknum hversu ungir menn mega vera til að leika í meistaraflokki, en slík- ar reglur eru hins vegar bæði í handknattleik og knattspyrnu. Morgunblaðið/Björn Blöndal FEÐGARNIR Alexander og Pavel Ermolinskij fyrir ieikinn f Njarðvik á dögunum. Enn fellur ísland Islenska landsliðið í knattspymu fellur enn á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, en nýr listi var kynntur í gær. Að þessu sinni er ísland í 78. sæti og hefur fallið um eitt sæti frá listanum sem gefmn var út í febrúar og um sex sæti frá því í desember. Á listanum eru nú 190 þjóðir og sem fyrr eru heimsmeistarar Brasilíu efstir á blaði, Þjóðverjar í 2. sæti og Tékk- lendingar í því þriðja sem er sama staða og síðast. Athyglisverðustu breytingarnar eru þær að Hollendingar taka risa- stökk upp á við, flytjast úr 25. sæti í 6. sæti og Argentínumenn eru í 7. sæti en sátu í 17. sæti fyrir mánuði. Þá falla Frakkar úr 6. sæti í það 14. S-Afríkumenn eru nú í 20. sæti eftir að hafa tekið stórt stökk, eða úr því 36. fyrir mánuði. Næsta þjóð á undan Islendingum á listanum eru Litháar sem einnig falla um eitt sæti frá síðasta lista. Næstir á eftir eru hins vegar Kýpur- búar, því næst Namibía, Tógó og Ungverjaland sem greinilega má muna sinn fífil fegri í heimi knatt- spymunnar. HANDKNATTLEIKUR Bjorgvin til Hameln? Börg\dn Björgvinsson, horna- maður KA og landsliðsins, er líklega á förum til Þýskalands næsta vetur til að spila hand- knattleik með Hameln, sem Al- freð Gíslason þjálfar. Hameln hefur ekki gengið sem skyldi í þýsku deildinni í vetur og segir að Alfreð meiðsl lykilmanna eins og Vassili Kudinovs hafí sett strik í reikninginn. Hann sagðist vera farinn að huga að liðinu næsta tímabil og vissulega væri Björgvin inni í myndinni hjá honum. „Við höfum verið í vandræðum með vinstra hornið í vetur og þui-ft að notast við leikmann sem hefur leikið í 4. deildinni þýsku. Ég hef rætt við Björgvin, en það er ekki búið að ganga frá neinu og því of snemmt að segja til um hvort hann komi hingað eða fari eitt- hvert annað,“ sagði Alfreð. Hameln er nú í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 14 stig, Gummersbach er næst neðst með 12 stig og Bayer Dormagen rekur lestina með 11 stig. Sem kunnugt er voru dæmd fjögur stig af Hameln fyril• að nota Finn Jóhannsson, sem var í leikbanni, en Hameln hefur fengið þau stig aftur. Alfreð sagði að liðið sitt ætti eftir þrjá heimaleiki og mik- ilvægt að rínna þá. „Ef við vinn- um þessa þrjá leiki erum við sloppnir við fall og ég er bjart- sýnn á að við gerum það,“ sagði hann. Úrslit á föstudag Dómstóll ISÍ komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í gær að honum bæri að taka fyrir áfrýjun handknattleiksdeildar Vals þess efnis hvort dómstóll HSI sé hæfur til að taka fyrir áfrýjun handknattleiksdeilar Fram á nið- urstöðu Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Á dögunum komst dómstóll HKRR að þeirri niður- stöðu að úrslit bikarúrslitaleiks Vals og Fram í liðnum mánuði skyldu standa. Þeirri niðurstöðu áfrýjuðu Framarar til dómstóls HSI, en Valsmenn eru ekki sáttir við að núverandi dómstóll taki málið fyrir þar sem hann hefur áð- ur tekið málið fyrir og birt niður- stöðu. Eftir að dómstóll ÍSÍ hafði kom- ist að þeirri niðurstöðu að honum bæri að fjalla um áfrýjun Vals kall- aði hann eftir gögnum með og á móti frá Fram og Val. Eftir að fé- lögin höfðu gert svo frestaði dóm- stóllinn fundi sínum og ákvað að koma saman á ný á föstudaginn kl. 17 og fella þá úrskurð sinn um hvort núverandi dómstóli HSÍ sé stætt á að taka málið fyrir á ný eða hvort skipa verði aðra menn í dóm- stólinn. KNATTSPYRNA / HEIMSLISTINN 1 KNATTSPYRNA: KVENNAFAR OG PENINGABRUÐL í HERBÚÐUM NEWCASTLE / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.