Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 5

Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 5
4 B FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 =f MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 B 5 URSLIT Handknattleikur Fram - ÍBV 29:26 íþróttahús Fram, 8-liða úrslit karla, fyrsti eða fyrri leikur, miðvikudaginn 25. mars 1998. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 5:5, 5:8, 7:10, 9:11, 10:12, 11:13. 13:13, 15:15, 18:15, 19:16, 21:18, 24:20, 24:23, 28:24, 29:26. Mörk Fram: Oleg Titov 9/1, Daði Hafþórs- son 6/1, Gunnar Berg Viktorsson 4, Guð- mundur H. Pálsson 3, Njörður Árnason 3, Ármann Sigurvinsson 2, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 1, Magnús A. Arngrímsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 12 (þar af 3 til mótheija). Utan vallar: 10 mín. (Gunnar Berg fékk þriðju brottvisun sína þegar tvær mínútur voru eftir). Mörk ÍBV: Zoltan Beláný 8/3, Guðfinnur Kristmannsson 5, Hjörtur Hinriksson 5, Robert Panzuplic 2, Svavar Vignisson 2, Haraldur Hannesson 1, Erlingur Richards- son 1, Sigurður Bragason 1, Sigmar Þröst- ur Óskarsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 14/1 (þar af 3 til mótheija). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Arnar Kristinsson. Komust þokkalega frá erfiðum leik. Áhorfendur: Um 400. FH-Haukar 28:21 Kaplakriki: Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 4:2, 6:4, 6.6, 9:8, 13:8, 14:9, 14:10, 15:12, 17:12, 23:13, 27:15, 28:19, 28:21. Mörk FH: Guðjón Árnason 7, Gunnar Bein- teinsson 7, Guðmundur Pedersen 4, Hálfdán Þórðarson 4, Lárus Long 2, Valur Arnarson 2, Knútur Sigurðsson 1, Siguijón Sigurðs- son 1/1. Varin skot: Suik Hyung Lee 26 (þaraf 9 til mótheija). Utan vallar: 8 minútur. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 8/3, Ein- ar Gunnarsson 3/2, Jón Freyr Egilsson 3, Gústaf Bjarnason 2, Petr Baumruk 2/1, Aron Kristjánsson 1, Sigurður Þórðarson 1, Þorkell Magnússon 1. Varin skot: Bjarni Frostason 16/2 (þaraf 7 tíl mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar yiðarsson, dæmdu af stakri prýði. Áhorfendur: 2.000. Þannig vörðu þeir Þannig skot vörðu markverð- irnir í 8-liða úrslitunum í hand- knattleiknum í gærkvöldi (bolt- inn aftur til mótheija); Reynir Þór Reynisson, Fram: 12 (3): 7 langskot, 2(2) úr horni, 3(1) af línu. ^ Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV: 14/1 (3): 5(1) langskot, 1 úr h orni, 3 eftir hraðaupp- hlaup, 2(1) eftir gegnubrot, 2(1) af línu og 1 víti. Suik Hyung Lee, FH: 26 (9); 16(4) langskot, 2(2) eftir gegn- umbrot, 1 eftir hraðaupphlaup, 5 (2) úr horni, 2(1) af línu. Bjarni Frostason, Haukum; 16/2: 6 (4) langskot, 4 (1) eft- ir hraðaupphlaup, 2 úr horni, 2 (1) af iínu og 2 vítaköst. Körfuknattleikur KR - Tindastóll 82:73 íþróttahúsið á Seitjarnarnesi, úrslitakeppn- in, 8-liða úrslit DHL-deildarinnar, miðviku- daginn 25. mars 1998. Oddaleikur: Gangur leiksins: 3:4, 9:11, 15:18, 29:27, 37:33, 39:41, 46:53, 60:53, 70:64, 78:69, 80:70, 82:73. Stig KR: Keith Vassell 30, Nökkvi Már Jónsson 18, Ingvar Ormarsson 14, Baldur Ólafsson 9, Ósvaidur Knudsen 8, Atli Freyr Einarsson 2, Óskar Kristjánsson 1. Stig Tindastóls: Nate Taylor 15, Sverrir Þór Sverrisson 15, Arnar Kárason 14, Ómar Sigmarsson 11, Hinrik Gunnarsson 9, Skarphéðinn Ingason 4, Óli Barðdal 3, Lárus Dagur Pálsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Sigmund- ur Herbertsson. Þeir dæmdu vel. Áhorfendur: Um 400. Knattspyrna Deildarbikarkeppnin Keflavík - Grindavik...........3:1 Ólafur Ingólfsson, Guðmundur Steinarsson, Gunnar Oddsson - Sinisa Kekic. FH - Selfoss...................4:1 Hörður Magnússon 3, Friðrik Ellert Jónsson - Sigurður Fannar Guðmundsson. Reykjavíkurmótið Þróttur - Víkingur............ 1:3 Páll Einarsson - Sumarliði Árnason, Sváfn- ir Gíslason, Gauti Marteinsson. Vináttulandsleikir Olomouc, Tékklancli: Tékkland - frland..............2:1 Vladimir Smicer (50.), Edvard Lasota (76.) - Gáré Bréen (10.). 14.694. Moskva, Rússlandi: Rússland - Frakkland.................1:0 Sergei Yuran (3.). Rússland: Alexander Filimonov; Igor Chugainov, Yuri Nikiforov (Yuri Kovtun, 68. ), Igor Yanovsky, Dmitry Khlestov, An- drei Kanchelskis (Dmitry Khokhlov, 45.), Viktor Onopko, Dmitry Alenichev, Sergei Yuran (Yevgeny Kharlachev), Igor Koly- vanov, Alexei Gerasimenko Frakkland: Lionel Letizi; Lilian Thuram, Franck Leboeuf, Marcel Desailly, Christian Karembeu (Marc Keller 63.), Didier Desc- hamps (Alain Boghossiann 45.), Emmanuel Petit (Vincent Candela 45.), Sabri Lamouc- hi (Robert Pires 74.), Bernard Diomede; Youri Djorkaeff, Stephane Guivarc’h. Skopje, Makedóníu: Makedónía - Búlgaría.................1:0 Gjorgi Hristov (40.). 8.000. Varsjá, Póllandi: Póllandi - Slóvenía..................2:0 Wojciech Kowalczyk (36.), Tomasz Iwan (55.) 4.000 Brussel, Belgíu: Belgía - Noregur.....................2:2 Franky Van der Elst (7.), Marc Wilmots (66.) - Vidar Riseth (11.), Ole Gunnar Solskjaer (71.) 13.371 Bern, Sviss: Sviss - England......................1:1 Ramon Vega (37.) - Paul Merson (69.) 17.000 Sviss: Joel Corminboef; Murat Yakin; Ram- on Vega, Sebastian Fournier, Stephane Henchoz; Johann Vogel, Ciriaco Sforza, Raphael Wicky (Johann Lonfat 82.), Marco Grassi; David Sesa (Adrian Kunz 87.), Step- hane Chapuisat. England: Tim Flowers; Martin Keown, Andy Hinchcliffe, Rio Ferdinand, Gareth Southgate; Paul Ince, Robert Lee, Paul Merson (David Batty 81.); Steve McMana- man, Alan Shearer, Michael Owen (Teddy Sheringham 69.) Valletta, Möltu: Malta - Finnland.....................0:2 - Aki Riihilahti (1.), Jarkko Wiss (51.). Vín, Austurríki: Austurríki - Ungverjaland............2:3 Ivica Vastic (10.), Martin Amerhauser (21.) - Ferenc Horvath (4.), Bela Illes 2 (32., 54.). 21.000. cardiff, Wales: Wales - Jamaika......................0:0 13.349. Belfast, N-írlandi: N-írland - Slóvakía..................1:0 Steve Lomas (51.). Stuttgart, Þýskalandi: Þýskaland - Brasilía.................1:2 Ulf Kirsten (65.) - Cesar Sampaio (27.), Ronaldo (88.). 52,803. Rautt spjald: Júregn Kohler, Þýskal. (35.), Dunga, Brasilíu (57.). Þýskaland: Andreas Köpke; Olaf Thon, Thomas Heimer (Markus Babbel 80.), Júrg- en Kohler, Christian Wörns, Jörg Heinrich, Dietmar Hamann, Christian Ziege (Michael Tarnat 67.), Andreas Möller, Júrgen Klins- mann (Ulf Kirsten 46.), Oliver Bierhoff. Brasilía: Taffarel; Cafu, Junior Baiano, Aldair, Roberto Carlos, Rivaldo, Cesar Sampaio, Dunga, Denilson (Do Riva 80.), Romario (Bebeto 80.), Ronaldo. Glasgow, Skotlandi: Skotland - Danmörk...................0:1 Brian Laudrup (38.). 26.468. Skotland: Jim Leighton (Andy Goram 46.), Jackie McNamara (David Weir 60.), Tom Boyd, Colin Calderwood, Colin Hendry, Matt Elliott, Scot Gemmill (Stuart McCall 69. ), Billy McKinlay, Scott Booth (Eoin Jess 60.), Darren Jackson (Simon Donnelly 75. ), Christian Dailly. Danmörk: Mogens Krogh, Jacob Laursen (Rene Henriksen 46.), Marc Rieper, Mich- ael Schjönberg, Jan Heintze, Thomas Hel- veg, Allan Neilsen, (Per Frandsen 62.), Morten Wieghorst, Peter Möller (Martin Jörgensen 75.), Michael Laudrup, Brian Laudrup (Bjarne Goldbæk 80.). Vigo, Spini: Spánn - Svíþjóð......................4:0 Fernando Morientes 2 (1., 5.), Raul (30.), Joseba Etxeberria (70.). 17.000. Spánn: Andoni Zubizarreta, Albert Ferrer, Sergi Baijuan, Ivan Campo (Roberto Rios 76. ), Miguel Angel Nadal, Fernando Hierro (Santi Denia 45.), Guillermo Amor, Luis Enrique Martinez, Fernando Morientes (Al- fonso Perez 46.), Raul Gonzalez (Kiko Narvaez 46.), Fernando Sanchez (Joseba Etxeberria 60.) Svíþjóð: Hakan Svensson, Roland Nilsson, Patrick Andersson, Joakim Björklund, Gerry Sundgren (Teddy Lucic 70.), Stefan Schwarz, Par Zetteberg, Klas Ingesson, Jörgen Pettersson (Hakan Mild 70.), Hen- rik Larsson (Yksel Osmanovski), Kennet Andersson. Holland Volendam - NEC Nijmegen .............2:0 Willem II Tilburg - Groningen........4:2 MVV Maastricht - Doetinchem..........2:1 Ikvöld Handknattleikur Úrslitakeppni karla, 2. leikur: Hlíðarendi: Valur - Afturelding.20 Ásagarður: Stjarnan - KA......20 Körfuknattleikur 3. úrslitaleikur kvenna: Keflavík: Keflavík-KR...........20 Blak Úrslitakeppni kvenna, 2. leikur: Nesk.staður: Þróttur- Vikingur..20 Íshokkí 2. úrslitaleikur karla: Akureyri: SA - SR........ 19.30 IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR KORFUKNATTLEIKUR Hæðarmun- urinn réð úrslitum Borgar Þór Einarsson skrifar KR-INGAR tryggðu sér sæti í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik í gærkvöld með góðum sigri á liði Tindastóls og munu þeir mæta Skagamönnum í undanúrslitum. Leikur KR og Tindastóls var mjög kaflaskiptur en forysta KR-inga var örugg í lokin og sigruðu þeir 82:73. Gríðarleg spenna ríkti fyrir leikinn í gærkvöld og leikmenn beggja liða börðust eins og ljón frá fyrstu mínútu. Leikmenn Tindastóls lentu snemma í miklum villu- vandræðum og varð þjálfari liðsins að hvíla hæsta mann þess, Hinrik Gunnars- son, snemma í fyrri hálfleik, þar sem hann var kominn með 3 villur. KR- ingar náðu þó ekki að nýta sér hæð- armuninn fyrst um sinn og var það fyrst og fremst feiknarleg barátta Tindastólsmanna sem kom í veg fyrir það. Liðin skiptust á að hafa frum- kvæðið og náðu hvort fyrir sig sjö stiga forystu um tíma, en staðan var 39:41 í leikhléi. Síðari hálfleikur var ekki eins kaflaskiptur og KR-ingar voru sterk- ari allt til loka. Munaði þar mest um yfirburði þeirra í loftinu en þar áttu Tindastólsmenn við ramman reip að draga. Jafnt og þétt juku KR-ingar við forskot sitt og á síðustu mínútun- um var ljóst að sigurinn var þeirra. Gestirnir gerðu örvæntingarfullar til- raunir en KR-inga juku enn forskot sitt og innbyrtu sætan sigur. Lið Tindastóls barðist af miklum móð lengi vel en svo virtist sem leik- menn þreyttust þegar líða tók á leik- inn og þá varð vömin gisnari. Bestir í liði Tindastóls voru þeir Amar Kára- son og Nate Taylor en liðið var ann- ars mjög jafnt. Sigur KR verður að teljast sanngjarn. Liðið lék skynsam- lega og af yfirvegun allan leikinn. KNATTSPYRNA Urslitakeppnin körfuknattleik 1998 Þriðji leikur liðarmaí 8 liðaúrslitum, leikinn á Seltjamarnesi 25. mars 1998 KR___________TINDASTÓLL 82 Skoruð stig 73 25/40 Vítahittni 11/19 3/14 3ja stiga skot 8/26 24/35 2ja stiga skot 19/43 15 Varnarfráköst 19 5 Sóknarfráköst 13 18 Bolta náð 9 19 Bolta tapað 19 21 ■. X- Stoðsendingar 7 20 Villur 29 Leikmenn nýttu sér líkamlega yfir- burði sína í síðari hálfleik og þeir réðu úrslitum. Bestir í jöfnu liði KR voru þeir Keith Vassell og Nökkvi Már Jónsson, og einnig sýndu Baldur Ólafsson og Ingvar Ormarsson góð tilþrif. Jón Sigurðsson, þjálfari KR, sagði leikinn hafa verið erfiðan: „Eg var ánægður með liðsheildina og baráttu varnarinnar. Tindastóll er með sterkasta vamarlið deidarinnar. Þeir em geysilega baráttuglaðir og því var það enginn hægðarleikur að sigra þá hér í kvöld. Það tók okkur langan tíma að brjóta þá á bak aftur og ég held að hæðarmunurinn hafi ráðið úr- slitum." Jóni leist ágætlega á IA sem andstæðing í undanúrslitunum: „IA er það lið sem hefur komið mest á óvart og verið mjög vaxandi. Það verður geysilega erfið viðureign." Risinn er m vaknaður Morgunblaðið/Golli HÁLFDÁN Þórðarson lék mjög vel í vörn og í sókn með FH-liðinu. Hér skorar hann eitt af fjórum mörkum sínum gegn Haukum i Kaplakrika í gærkvöldí. 14 25 56 F.h 9 25 36 14 30 47 S.h 12 30 40 28 55 51 Alls 21 55 38 9 Langskot 3 2 Gegnumbrot 3 8 Hraðaupphiaup 3 4 Horn 3 4 Lína 3 1 m 6 HAFNARFJARÐARRISINN er vaknaður. Því fengu leikmenn Hauka að finna fyrir er þeir sóttu „stóra bróður“, FH, heim í Kaplakrika í fyrsta sinni í 8-liða úrslitum. Risinn hefur verið að rumska í síðustu leikjum, en að þessu sinni gerði hann gott bet- ur, knýtti skóþveng sinn, reis upp og gekk hreinlega ber- serksgang þannig að leikreynd- ustu mönnum Hauka féll allur ketill í eld. Rúmlega sjö mínút- um fyrir leikslok munaði tólf mörkum, 27:15. Þá dró risinn sig að mestu í hlé og leyfði „litla bróður“ að klóra í bakkann, lokatölur 28:19. Það ríkti hátíðarstemmning í Kaplakrika þegar flautað var til leiks og 2.000 áhorfendur voru vel með á nótunum. Reikn- ívarBe- uðu að sjálfsögðu með nediktsson dæmigerðum ná- skrifar grannaslag þar sem barist yrði allt til enda og hvert mark yrði mikilvægt. Fljót- lega kom í ljós að brestir voru í leik Hauka, sóknarleikurinn var óöruggur gegn 5-1 vöm FH og varnarleikurinn var ekki eins sannfærandi og oft áður. Það eina sem stóð undir væntingum hjá Haukum í leik sem þessum var markvarslan. Bjami Frostason hélt Víkingar mættu til að hvetja Framara gegn Eyjamönnum NOKKRIR Vfkingar, með Gunnlaug Helgason útvarpsmann í broddi fylking- ar, mættu í iþróttahús Fram í gær sérstaklega til að hvetja Framara á móti ÍBV. Þeir kiæddust Víkingsbúningum, börðu bumbur og öskruðu sig hása. Ástæðan fyrir því að þeir mættu til að halda með Fram var sú að ÍBV tapaði fyrir ÍR í lokaleik íslandsmótsins sem varð til þess að Vfldngur féll í 2. deild. Framarar laun- uðu lambið gráa Ronaldo færði Brasilíu sigur Framherjinn Ronaldo tryggði heimsmeisturum Brasilíu sigur á Evrópumeisturum Þjóðverja, 2:1, í vináttuleik í knattspymu í Stuttgart í gærkvöldi. Fjöldi vináttuleikja fór fram í Evrópu og var þessa beðið með mestri eftirvæntingu, eins og nærri má geta því liðin talið verða meðal þeirra bestu á HM í sumar. Þjóðverjar höfðu verið taplausir í 22 leikjum þar til Ronaldo og félagar sigruðu þá í gær. Þessi frægasti framherji heimsins um þessar mund- ir var lítt áberandi í leiknum en fór illa með miðherja Þýskalands og markvörðinn þegar hann skoraði eftir glæsilega sendingu Robertos Carlos - aðeins tveimur mín. fyrir leikslok. Brasilíumenn náði forystu á 27. mín. er miðjumaðurinn Cesar Sampaio skallaði í netið eftir horn- spyrnu Carlos frá hægri. Átta mín- útum síðar var þýski miðvörðurinn Jiirgen Kohler rekinn af velli fyrir ljótt brot á varnarmanninum Cafu. Brasilíumenn voru því einum fleiri um stund, en á 57. mín. var fyrirliði þeirra, Dunga, einnig rekinn af velli er dómarinn áminnti hann öðru sinni. Ulf Kirsten lék seinni hálfleikinn í stað Júrgens fyrirliða Klinsmanns og jafnaði fyrir Þjóðverja af harðfylgi á 65. mín. en Ronaldo gerði svo sigur- markið undir lokin sem fyrr segir. „Lið mitt lék frábærlega og leik- mennirnir lögðu sig alla fram,“ sagði Berti Vogts, þjálfari Þjóðverja á eftir. „Ég er heldur súr því við töpuðum vegna kjánalegra mistaka og hefðum átt skilið jafntefli. En ég tel okkur á réttri leið.“ Mario Zagallo, hinn gam- alkunni brasilíski starfsbróðir Vogts, var einnig ánægður með leikinn. „Þetta var mjög góður vináttuleikur; boðið var upp á sýnishorn af þeim veisluréttum sem verða á boðstólnum á HM í surnar." Þjóðverjar og Brasilíumenn hafa mæst 16 sinnum í.knattspymulands- leik, Brasilíumenn sigrað níu sinnum, fjórum sinnum orðið jafntefli og Þjóð- verjar hafa þrívegis fagnað sigri. Þjóðirnar hafa aldrei mæst í HM. Þýska landsliðið tapaði síðast í júní 1996, gegn Frökkum, á sama velli; Gottlieb Daimler leikvanginum í Stuttgart. Besti árangur Þjóðverja eru 23 leikir í röð án taps, undir stjórn Jupps Derwalls frá 1978 til 1981, þannig að Berti Vogts og læri- sveinar hans voru nálægt því að jafna metið. Vogts ætti því að geta litið björtum augum til HM þrátt fyrir tapið; eftir áðurnefndan leik gegn Frökkum, sem hann kallar „uppá- halds tap“ sitt héidu Þjóðverjar nefnilega á EM í Englandi þar sem þeir fögnuðu Evrópumeistaratitlin- unj. Brian Laudrup tryggði Dönum sig- ur á Skotum, 1:0, í Glasgow er hann gerði eina markið á 38. mín. Leikið var á heimavelli Rangers, Ibrox, þar sem Daninn frábæri hefur margoft farið á kostum síðustu árin í liði heimamanna og því var vel við hæfi að hann réði úrslitum. Laudrup sagði Skotum samt sem áður, þrátt fyrir tapið, að hafa ekki neinar áhyggjur. „Ég er viss um að við hefðum líka verið í vandræðum án sex bestu leik- manna okkar,“ sagði hann, en mikil forföll urðu úr leikmannahópi Skot- anna vegna meiðsla. Rússar sigruðu Frakka í Moskvu, 1:0, með marki Sergejs Jurans. Hann skoraði strax á 3. mín. eftir slæm mis- tök Lionels Letizis, sem stóð í marki gestanna. Leikurinn var slakur og þóttu Frakkar, sem léku m.a. án Zinedins Zidans, besta leikmanns síns, algjörlega bitlausir. Fernando Morientes, framherji frá Real Madrid, var í spænska landsliðinu í fyrsta skipti og hélt upp á daginn með því að skora tvívegis þegar Spánverjar burstuðu Svía 4:0 í Vigo. Hann skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum og Raúl og Joseba Etxeberria gerðu hin mörk- in. Svisslendingar og Englendingar skildu jafnir, 1:1, í Bern. Raymon Vega, sem leikur með Tottenham í Englandi, kom heimaliðinu yfir á 37. mín. með skalla - með fyrsta marki sínu fyrir Sviss - en Paul Merson jafnaði á 69. mín. eftir slæm mistök Joels Corminboeufs markvarðar. Merson hafði aðeins gert eitt mark fyrir England fram að þessu; fyrir nákvæmlega sex árum, 25. mars 1992 gegn Tékkum. Svisslendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum, réðu þá algjörlega gangi mála, en gestimir komu tví- efldir eftir að hafa sötrað teið sitt í hálfleik og jafnteflið var sanngjamt. Leikurinn var reyndar talinn heldur slakur. Norðmenn hafa staðið sig vel á knattspyrnu- vellinum síð- ustu misseri og í gær gerðu þeir jafntefli, 2:2, við Belgíu í Brussel. Norðmenn hafa ekki tap- að landsleik í 14 mánuði; töpuðu síðast í janúar 1997, fyrir Ástralíu. SOKNARWYTING Fyrsti leikur liðanna í 8 liða úrsiitum, leikinn i Reykjavík 25. mars 1998 Fram Mðrk Sóknir 11 26 42 F.h 13 28 46 18 28 64 S.h 13 26 50 29 54 54 Ails 26 54 48 8 Langskot 8 5 Gegnumbrot 2 8 Hraðaupphlaup 5 1 Hom 3 4 Lfna 5 Vfti Framarar sýndu mikinn styrk með því að vinna Eyjamenn 29:26 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik í fyrsta eða fyrri leik liðanna í 8-liða úr- slitum í Safamýrinni í gærkvöldi. Framarar sneru leiknum sér í hag með frábæmm kafla á upphafsmínút- um síðari hálfleiks - gerðu sjö mörk á móti tveimur á aðeins átta mínútum og lögðu þannig gmnninn að sigrin- um. Rússinn Oleg Titov fór mikinn hjá Fram og gerði níu mörk í öllum regnbogans litum. Það var mikil taugaspenna íyrstu mínúturnar sem einkenndist af mis- tökum. Liðin gerðu aðeins þrjú mörk hvort úr fyrstu níu sóknum sínum. En síðan fór að koma meira lag á sóknar- leikinn, sérstaklega hjá Eyjamönnum sem náðu mest þriggja marka for- skoti í hálfleiknum 8:5 og 12:9 og síð- an 13:11 í hálfleik. Framarar komu inn á völlinn eftir hlé fullir eldmóði, minnugir þess að hafa tapað stórt fyr- ir ÍBV á heimavelli í deildinni fyrr í vetur. Eftir aðeins átta mín- útna leik voru þeir bún- ir að snúa leiknum sér í hag, 18:15. Þeir gerðu átta mörk úr fyrstu níu sóknum sínum í hálf- leiknum og það var meira en Eyjamenn réðu við. Eftir þetta létu Framarar foryst- una ekld af hendi þó svo að ÍBV næði að minnka muninn í eitt mark, 25:24. Njörður Árnason gerði þá „sirkusmark" 26:24. Hann kom fljúgandi inn úr hægra horninu, fékk boltann í loftinu og skoraði við mikinn fögnuð heima- manna. Það þarf sjálfstraust í lið sem reynir slíkt á svo örlagríku augnabliki og það höfðu Framarar. Þetta mark sló Eyjamenn, sem höfðu barist hart til að jafna, endanlega út af laginu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Safamýrarpilta. Rússinn Oleg Titov lék frábærlega fyrir Fram. Hann átti reyndar erfitt uppdráttar í sókninni í fyrri hálfleik en bætti það svo sannarlega upp í síð- ari hálfleik. Hann var líka sem klettur í vörninni allan leikinn. Daði Hafþórs- son fann sig alls ekki í fyrri hálfleik og komst þá ekki á blað. Hann fékk sjálfstraustið eftir hlé og gerði þá 6 mörk. Gunnar Berg og Guðmundur Helgi voru einnig góðir. Liðsheildin var góð hjá Fram í síðari hálfleik og sýndi þá best hvað býr í liðinu. Eyjamenn fóru vel af stað í fyrri háfleik og gerðu þá góða hluti og lok- uðu vel á línuspil Framara. En í síðari hálfleik réðu þeir ekki við baráttu- glaða Framara. Guðfinnur, Hjörtur og Beláný voru bestir og Sigmar Þröstur varði einnig ágætlega. Lithá- inn Panzuplic fann sig hins vegar ekki og munar um minna. Eyjamenn sýndu í fyrri hálfleik að þeir eru til alls líklegir og munu ekki gefa neitt eftir annað kvöld í Eyjum. Afmælisdagur ZOLTÁN Beláný, hornamaðurinn knái hjá ÍBV, hélt upp á þrítugsaf- mælið sitt í gær með því að gera 8 mörk fyrir ÍBV á móti Fram. Hann var sem kunnugt er markahæsti leik- maður deildarkeppninnar, með 165 mörk. lífinu í sínum mönnum fram eftir hálf- leiknum, stóð vakt sína af árvekni, varði m.a. tvö vítaköst og síðan þrjú dauðafæri með skömmu millibili. En það dugði skammt, leikmenn FH voru einfaldlega mun einbeittari. Vörnin var feikisterk með Kristján Arason sem kjölfestu og reynslumennina Gunnar Beinteinsson og Hálfdán Þórðarson hvorn til sinnar handar. Þá má ekki gleyma markverðinum Suik Hyung Lee sem varði allt hvað af tók, tólf skot í fyrri hálfleik og 16 í þeim síðar. FH nærðist framan af á mis- tækum sóknarleik gestana, fengu fjölda hraðaupphlaupa, sem gekk reyndar upp og ofan að nýta. Er á leið batnaði sóknarleikurinn og þá fyrst skildu leiðir „bræðranna" fyrir fullt og fast að þessu sinni. Staðan í hálf- leik, 14:9. í upphafi síðari hálfleiks var sem Haukar ætluðu veita FH-ingum ski'áveifu, þeir minnkuðu muninn í þrjú mörk, 15:12, en tilraunin var máttlaus. FH-ingar læstu vörn sinni á ný og Lee varði allt hvað af tók. Haukar skoruðu ekki í tólf mínútur eða úr 11 upphlaupum, staðan breytt- ist úr 17:13 í 23:13. Haukar voru gjörsigraðir, þeir lögðu árar í bát enda ráðleysi þeirra algjört. Þeim tókst örlítið að klóra í bakkann undir lokin, en það var fyrir náð og mis- kunn FH-inga. FH-liðið kom einbeitt til leiks, ákveðið í að nýta heimavöllinn til hins ýtrasta og það tókst. Grunnurinn var lagður með sterkum varnarleik og góðri markvörslu en ekki má heldur gleyma sóknarleiknum sem borinn var uppi af Guðjóni Árnasyni sem hefur líklega ekki átt eins góðan leik í langan tíma. Hann skoraði með hverju þrumuskotinu á fætur öðru og mataði félaga sína á frábærum send- ingum. En þessi leikur telst ekki í næsta leik í Strandgötunni annað kvöld, þá hefst annar kafli, þá mætir risinn á fornar slóðir, hvort honum tekst að halda uppteknum hætti kem- ur í ljós, en enginn skyldi líta á það sem sjálfsagðan hlut. Haukar voru hreinlega niðurlægðir að þessu sinni og koma vafalaust reynslunni ríkari til næsta leiks, nota þessa útreið örugglega til þess að snúa bökum saman og snúa vörn í sókn. Lee slær og slær met Guðmundar SUIK uik Hyung Lee markvörð- ur FH sló tvö met Guðmundar Hrafnkelssonar landsliðsmark- varðai' úr Val í viðureigninni við Hauka i gær. Það fyrra var að hann varði alls 26 skot í leiknum, þar af fóru 9 til mótherja. Er Guðmundur setti met sitt í fyrsta lokaleik Vals og Hauka um íslandsmeistaratitilinn vorið 1994 varði hann 25 skot, þar af fóru 9 til mótherja. Síðara metið sem Lee sló var að hann varði 16 langskot, þar af fóru aðeins fjög- ur aftur til mótherja. Guðmund- ur varði 15 langskot, þar af fóru 7 þeirra aftir til Haukamanna í umræddum leik. Ekkert hrif- inn af yfir- burðunum „VIÐ vorum ákveðnir í að nýta heimavöllinn og sigra, en ég er ekki alltof hrifinn af því að hafa þessa yfirburði, þeir geta hjálp- að Haukunum við að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ sagði Gunnar Beinteinsson einn burðarása FH í leikslok. „Vöm- in hefur verið að batna hjá okk- ur í síðustu leikjum en í þessum leik breyttum við aðeins útaf vananum. Lékum 5-1 vöm í stað 6-0 og það gekk upp auk þess . sem Lee var að verja frábær- lega í markinu.“ Gunnar sagði ennfremur að sóknarleikurinn hefði verið góð- ur og mestu hefði munað um að Guðjón Árnason hefði náð sér vel á strik. „En leikurinn á föstudaginn verður á öðrum for- sendum og þá teljast úrslitin í kvöld ekki. Þá munu þeir mæta með öðm hugarfari til leiksins, en við ætlum ekki að gefa neitt eftir, en vitum jafnframt að við verðum að vera vel einbeittir frá upphafi til enda.“ Þeir voru betri „Þeir voru betri, það er ekkert annað um það að segja,“ sagði Sigurður Gunnarsson þjálfari Hauka, þurr á manninn í leiks- lok. „Við vorum ekki að leika eins og við best getum. Þeir vora einfaldlega betri, það er ekkert annað um það að segja,“ ítrekaði hann er hann var spurður nánar út í afhroð síns liðs. Stoltur af strákunum GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍBV. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku allir mjög vel í síðari hálfleik. í fyrri hálf- leik var taugaspenna í liðinu og það lék ekki vel. Við fóram yfir þetta í leikhléi og vorum sannfærðir um að við gætum gert mun betur og sýndum það. Við náðum að snúa leiknum okk- ur í hag strax í upphafi síðari hálfleiks og slógum þannig ÍBV út af laginu. Eyjamenn verða erfiðir heim að sækja, en ég hlakka til að fara þang- að. Stefnan er að vinna einnig í Eyj- um á föstudag og tryggja okkur sæti í undanúrslitum," sagði Guðmundur. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, sagðist ætla að mæta aftur í Safa- mýrina á sunnudaginn og til þess þyrfti lið hans að vinna í Eyjum. „Eg er ekki kominn í frí og mun mæta hér í Safa- mýrina á sunnudaginn til að leika odda- leik í þessari rimmu. Þetta var baráttu- leikur en við vorum of værukærir í upphafi síðari hálfleiks. Dómaramir gerðu einnig mistök á örlagaríku augnabliki þegar staðan var 24:23 fyrir Fram. Þeir dæmdu þá Fram vítí í stað þess að dæma ruðning á Guðmund Helga. Þetta var vendipunkturinn í leiknum. En við getum líka kennt sjálf- um okkur um hvemig fór. Það setti einnig leik okkar niður að Litháinn gengur ekki alveg heill tíl skógar og' náði sér ekki á ^rik,“ sagði Þorbergur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.