Morgunblaðið - 07.04.1998, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.1998, Page 1
5af 6 ybónus íslenslc' 1998 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL BLAÐ ELVA RUT NORÐURLANDAMEISTARI Á JAFNVÆGISSLÁ / B12 , ^ ^ Morgunblaðið/Golli SIGRIDUR B. Þorláksdóttir frá ísafirði varð þrefaldur íslandsmeistari á skíðum um helgina. Hér er ein einbeitt í svigkeppninni á sunnudag. „Ég sagði að ég myndi vinna þrefalt og það gekk eftir. Ég er ekki vön að segja eitthvað sem ég get ekki staðið við,“ sagði Sigríður. Krístinn og Flemmen best á al- þjóðamótinu KRISTINN Björnsson frá Ólafs- firði sigraði í alþjóðamótinu, Icelandair Cup, í svigi sem fram fór í Hlíðarfjalli í gær. Hann var með langbesta tímann í báðum umferð- um. Hermann Schiestl frá Austur- ríki, sem keppti einnig hér á al- þjóðamótunum í fyrra, varð annar, rúmlega tveimur sekúndum á eftir Kristni. Jóhann Gunnarsson frá Isafírði var þriðji, tæpum sjö sek- úndum á eftir. Styrkleika karlamótsins var 5,00 fis-stig sem er sterkasta mót sem hér hefur verið haldið. Reyndar koma um 10 refsistig ofan á þessi stig þannig að fyrsta sætið gefur um 15 fís-stig. Athygli vakti að að- eins 11 keppendur af 51 komust báðar umferðimar. Norska stúlkan Andrine Flemmen sigraði í kvennaflokki og Islandsmeistarinn Sigríður Þorláks- dóttir frá Isafirði varð önnur, rúm- lega sekúndu á eftir Flemmen. Ása K. Gunnlaugsdóttir frá Akureyri varð þriðja, tæpum tíu sekúndum á eftir norsku stúlkunni. Styrkleiki kvennakeppninnar var 28,3 fís-stig. Norsku stúlkurnar Trine Bakke og Andrine Flemmen voru með tvo bestu brautartímana í fyrri umferð og Sigríður þar á eftir. Bakka féll úr í síðari umferð og það sama gerði íslandsmeistarinn í risa- svigi, Brynja Þorsteinsdóttir, og Theódóra Mathiesen. Alþjóðlega mótaröðin heldur áfram í Hlíðarfjalli á morgun. Þá verður keppt í stórsvigi karla og kvenna. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 04.04.1998 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1.5af5 1 2.041.430 O 4 af 5 éL. plús L 304.160 3.43,5 51 9.940 4. 3af5 1.757 670 Samtals: 1.810 4.029.720 HEILC 1ARVINNING 4.029.7 SUPPHÆÐ: 20 L#T.T« | VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 01.04.1998 AÐALTOLUR BONUSTOLUR Fjöldi vinninga vinnings- upphæö Vinningar 42.878.000 2.005.380 154.080 5al S 175 2.800 4 af 6 456 460 634 46.109.026 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ 45.891.300 Á ISLANDI: 3.013.300 IINFALDUR 1. VIHNINQUR k MlftVIRUOAUINN • Lottómiöinn með 1. vinningi sl. laugardag var keyptur hjá Skeljungi við Þuríðar- braut í Bolungarvík, en miðarnir með bónusvinn- ingnum f Söluturninum Allra best við Stigahiíð 45 í Reykjavík. • Fyrsti vinningur í Víkinga- lottói sl. miðvikudag fór til Danmerkur. • 27. apríl hefst nýr leikur með Lottói 5/38. Fylgist með! SÍMAR: UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511 TEXTAVARP: 451 OG 453 SKIÐI ■ Landsmótið / B6 HANDKNATTLEIKUR Valur komst í úrslit Valsmenn komust í úrslit 1. deildar karla í handknattleik, með því að sigra KA-menn 23:20 í þriðja og síðasta leik félaganna í undanúrslitunum á Akureyri í gær- kvöldi. Jafntvar, 18:18, eftirvenju- legan leiktíma en Valsmenn gerðu fímm mörk gegn tveimur í fram- lengingu. „Þetta var rosalega erfiður leik- ur, en mikið var þetta gaman þegar upp var staðið“, sagði Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Vals brosmildur að leikslokum, en hann átti frábæran leik - varði alls 24 skot og var hetja Valsmanna. „Það er alltaf mikil spenna þegar þessi lið mætast; leikurinn í kvöld var undantekning frá því. Mikil tauga- spenna einkenndi leik okkar í fyrri hálfleik og við gerðum þá allt of mörg mistök í sókninni. Vörnin var aftur á móti mjög góð allan leikinn. Okkur gekk mjög illa framanaf að leysa það að Jón [Kristjánsson] væri tekinn úr umferð en í síðari hálfleik fór það að ganga betur. Við vorum ákveðnir í framlenginunni og sætur sigur var okkar,“ sagði Guðmundur. KA sigraði í fyrsta leik liðanna á Akureyi-i, Valur í þeim næsta að Hlíðarenda á laugardag og því þurfti oddaleikinn í gærkvöldi. í kvöld fæst úr því skorið hvort Fram eða FH mætir Val í úrslitun- um. Fram sigraði í þeim fyrsta og FH í öðrum leiknum á sunnudag. ■ Valsmenn / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.