Morgunblaðið - 07.04.1998, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 B 5
KÖRFUKNATTLEIKUR
Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur,
eftir tap í fjórða leik fyrir Keflavík
Meirí
breidd
„VIÐ þurftum svo sannarlega
að hafa fyrir sigrinum, sér-
staklega í vöminni. Við vorum
ákveðnir í að sigra og losna
þar með við fimmta leikinn,"
sagði Jón Sigurðsson, þjálfari
KR, eftir leikinn. „Það var
kominn tími til að við næðum
að sigra á útivelli í úrslita-
keppninni. Við höfum meiri
breidd og getum keyrt á öllum
tíu leikmönnunum og ég held
að þar hafi skilið á milii í kvöld.
Þeir voru orðnir þreyttir undir
lokin en við náðum að leika á
fullu allan tímann, alveg eins
og í síðasta leik okkar.“
Hann sagði mikilvægt fyrir
körfuknattleikinn í Reykjavík
að lið úr höfuðstaðnum kæm-
ist í úrslit. „Nú vil ég bara fá
húsfylli á Seltjamamesinu og
mér er alveg sama hvort við
fáum Keflavík eða Njarðvík,"
sagði Jón og vildi ekkert segja
um hvort liðið hann teldi að
hentaði KR-ingum betur að
leika við.
Okkur skorti trúna
„Því miður emm við komnir
í sumarfrí, það hefði verð
virkilega gaman að komast
áfram og mæta Keflvíking-
um,“ sagði Damon Johnson,
besti maður Skagamanna eftir
að hafa tapað fyrir KR. „Ég
held að okkur hafi skort trúna
á að við gætum sigrað. Ég hef
sagt það áður að við erum með
nógu gott lið til að komast
langt og því kom það mér ekki
á óvart hversu langt við
komumst þótt sumum öðrum
hafi komið það á óvart.
KR-ingar hafa fleiri leik-
menn sem þeir geta notað og
því fengu menn þar að hvíla
sig en við vorum orðnir
þreyttir undir lokin og gerð-
um þá mikið af mistökum sem
KR-ingar refsuðu okkur fyr-
ir,“ sagði Johnson.
Morgunblaðið/Einar Falur
MAURICE Spillers, bandarískur leikmaður Keflavíkur, treður hér
í fyrri hálfleik viðureignarinnar við Njarðvík. Örlygur Sturluson
og Kristinn Einarsson geta lítið að gert.
KEFLVÍKINGAR unnu lífsnauð-
synlegan sigur á Njarðvíkingum
á sunnudagskvöld, 92:81, og
knúðu þannig fram oddaleik við
þá grænklæddu í undanúrslit-
um íslandsmótsins. Hann fer
fram í Njarðvík í kvöld og mun
sigurvegari hans kljást við KR-
inga um íslandsmeistaratitilinn.
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar
Góð hittni Keflvíkinga á heima-
velli gerði gæfumuninn í þessum
fjórða leik Suðumesjaliðanna í 4-liða
úrslitum. Upphafskafli
„Keflavíkurhraðlestar-
innar“ í síðari hálfleik
var með eindæmum.
Staðan var 45:43,
heimamönnum í hag, eftir að Njarð-
víkingar höfðu gert fyrstu körfuna
eftir hlé. Þá gerði Falur Harðarson
þriggja stiga körfu og þeir Gunnar
Einarsson og Guðjón Skúlason gerðu
slíkt hið sama í næstu tveimur sókn-
um - án þess að gestimir næðu að
svara. Ekki bætti úr skák fyrir
Njarðvíkinga að Guðjón fékk þijú
vítaskot í næstu sókn á eftir og hitti
úr þeim öllum. Þannig gerðu Keflvík-
ingar tólf stig í röð og gerbreyttu
gangi leiksins - tóku skyndilega fjórt-
án stiga forskot. Það var bil sem gest>
unum reyndist ómögulegt að brúa.
Urslitakeppnin
körfuknattleik 1998
Fjórði leikur liðanna i undanúrslitum,
leikinn í Keflavík 5. apríl 1998
KEFLAVÍK NJARÐVÍK
92 Skoruð stig 81
21/25 Vítahittni 14/17
9/17 3ja stiga skot 3/9
22/34 2ja stiga skot 29/52
22 Varnarfráköst 20
11 Sóknarfráköst 7
15 Bolta náð 13
21 Boita tapað 16
17 Stoðsendingar 17
20 Villur 19
Þegar tólf mínútur lifðu leiks
misstu Njarðvíkingar góðan mann er
Páll Kristinsson fékk fimmtu villu
sína og varð því að yfirgefa völlinn.
Það blés því ekki byrlega fyrir gest-
unum, en þeir sýndu mikinn vilja-
styrk er þeir náðu boltanum af
heimamönnum hvað eftir annað.
Þegar tæpar fjórar mínútur voru eft-
ir hafði Njarðvíkingum tekist að
minnka muninn í sex stig, en nær
komust þeir ekki. Ef til vill þurftu
þeir að eyða of miklum kröftum í að
minnka forskot meistaranna um átta
stig, því þeir virtust hikandi. T.d.
rann skotldukkan út án þess að þeir
beindu sjónum sínum að körfunni.
Njarðvíkingar reyndu pressuvöm
síðustu tvær mínúturnar, sem gekk
þolanlega til að byrja með, en skotin
heppnuðust ekki að þessu sinni.
„Mikið rosalega er ég þreyttur,“
sagði Falur Harðarson, sem lék allan
leiktímann - fjörutíu mínútur. „Við
vorum staðráðnir í því að láta ekki
staðar numið hér og nú. Við vorum á
æfingu [á laugardag] og þá sagði
Sigurður [Ingimundarson, þjálfari]:
„Þetta er ekki í síðasta skiptið sem
við hittumst í vetur!“ Við ætlum okk-
ur lengra. Nú er kominn tími til að
spila góðan leik í Njarðvík, en þar
höfum við átt tvo slæma leiki í röð,“
sagði Falur, sem gerði þrjár glæsi-
legar þriggja stiga körfur í síðari
hálfleik - alls fimm í öllum leiknum.
Maurice Spillers lék einnig mjög
vel fyrir heimamenn, gerði 24 stig og
tók 18 fráköst. Guðjón Skúlason
hafði hægt um sig, ef frammistaða
hans á góðum leikkafla Keflvíkinga
er frátalin. Hann hitti þó úr öllum
níu vítaskotum sínum.
„Við sigrum í oddaleiknum. Ég er
alveg sannfærður um það,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Njarðvíkur. „Við vitum alveg hvað
fór úrskeiðis í þessum leik hjá okkur.
Við lékum nokkuð vel langtímum
saman, en þriggja stiga körfur
þeirra gerðu okkur erfitt fyrir. Skot-
in rötuðu rétta leið í þetta skiptið og
það reyndist munurinn á liðunum í
þessum leik,“ sagði Friðrik.
Enginn leikmanna Njarðvíkinga
skar sig úr í þessum leik. Petey
Sessoms hefur oft skorað meira og
Teitur Örlygsson fékk ekki mörg op-
in skotfæri. Hann virtist þó hafa
fundið taktinn í blálokin.
Dagur KR
KR-INGAR fögnuðu 82:70-sigri
á sunnudaginn í fjórða leik
sínum við Skagamenn í undan-
úrslitum úrvalsdeildarinnar i
körfuknattleik. Segja má með
sanni að sunnudagurinn hafi
verið KR-dagur því vesturbæj-
arliðið komst í úrslitarimmuna
og fjórir yngri flokkar félagsins
urðu íslandsmeistarar.
Fyrri hálfleikur var eldfjörugur
og skemmtilegur. Bæði lið léku
stífa maður á mann vöm en þrátt
fyrir það var skorað
Skúli Unnar mikið framan af hálf-
Sveinsson leiknum enda leikur-
skrifar inn nijög hraður.
Gestimir byrjuðu bet-
ur en síðan voru það heimamenn
sem náðu yfirhöndinni og náðu átta
stiga foyrstu, 24:16, þegar 11 mínút-
ur voru eftir. Þá tóku KR-ingar
leikhlé og það virkaði vel því næstu
átta stig voru þeirra og auk þess
misfórust tvö skot frá Damon John-
son, en hann hafði farið á kostum í
liði Skagans. Leikurinn var í jám-
um eftir þetta, allt þar til sex mínút-
ur voru til leiksloka. Staðan var
61:60 fyrir Skagamenn en þá var
eins og heimamenn hættu hreinlega
að hitta um tíma og KR-ingar gerðu
13 stig gegn þremur heimamanna og
þar með varð Ijóst að það yrðu vest-
urbæingar sem kæmust í úrslitin.
Það var greinilegt strax í byrjun
leiks að KR-ingar vildu ekki fá
fimmta leikinn. Hver einasti maður
barðist af miklum krafti og Jón Sig-
urðsson þjálfari skipti ótt og títt
inná. Gott dæmi um það er að þegar
leikurinn hafði staðið í rétt rúmar
átta mínútur höfðu allir leikmenn
KR fengið að reyna sig. Þrátt fyrir
að leikurinn væri hraður og vel tek-
ið á í vöminni höfðu dómararnir
mjög góð tök á honum. Þeir leyfðu
leikmönnum að takast aðeins á og
leyfðu talsvert meiri snertingu en
oft áður og var það vel. Sem dæmi
um þetta má nefna að þegar leikið
hafði verið í níu mínútur hafði hvort
liðið aðeins fengið á sig tvær villur.
Heldur róaðist leikurinn síðari
hluta fyrri hálfleiks og eftir hlé
hertu menn enn á í vöminni og urðu
sóknirnar þá enn lengri. Vamar-
leikur Skagans var frábær framan
af hálfleiknum og tóku KR-ingar
sér það til fyrirmyndar og léku fína
■inga
vörn ef undan eru skildar fyrstu
mínútumar í síðari hálfleik.
Fyrstu stig KR eftir hlé komu
ekki fyrr en eftir 2 mínútur og 40
sekúndur og Skagamenn náðu átta
stiga forystu sem þó var fljót að
fara og svo var eins og slökkt hefði
verið á þeim gulklæddu því síðustu
mínútumar hittu þeir bókstaflega
ekki neitt. Vöm KR var mjög góð á
þessum kafla og miklu munaði að
Keith Vassel lék vel á móti Damon
Johnson sem varð að taka erfið skot
sem rötuðu ekki rétta leið.
Johnson var frábær í fyrri hálf-
leik og gerði þá 21 stig og þegar ÍA
hafði gert 31 stig var hann með 19
þeirra. Dagur Þórisson átti ágætan
leik en aðrir náðu sér ekki vel á
strik. Þegar liðin voru að hita upp
hittu Skagamenn ótrúlega vel úr
þriggja stiga skotum sínum, en er í
leikinn kom gekk ekki eins vel.
Skagamenn em komnir í sumarfrí
og geta verið ánægðir með árangur-
inn í vetur þó að leikmenn og stuðn-
ingsmenn liðsins hefðu ekkert haft
á móti því að komast alla leið. Það
verður að bíða betri tíma.
Nökkvi Már jónsson var bestur í
annars jöfnu liði KR. Hann tók fjöl-
Úrslitakeppnin
í körfuknattleik 1998
Fjórði leikur liðanna i undanúrslitum,
leikinn á Akranesi 5. apríl 1998
ÍA KR
70 Skoruð stig 82
14/20 Vítahittni 19/22
4/18 3ja stiga skot 7/16
22/53 2ja stiga skot 21/37
21 Varnarfráköst 24
12 Sóknarfráköst 5
10 Bolta náð 14
10 Bolta tapað 22
17 Stoðsendingar 10
19 Viilur 20
mörg fráköst og var grimmur, bæði
í vörn og sókn. Keith Vassel leyndi
á sér því manni fannst hann ekki
áberandi í fyrri hálfleiknum en þó
gerði hann 13 stig og átti fínan leik í
vörninni, sem þó átti eftir að batna
til muna eftir hlé. KR-liðið var ann-
ars jafnt og það er aðal þess því þar
á bæ eru allir með og allir tilbúnir
að leggja sig fram.