Morgunblaðið - 07.04.1998, Side 7

Morgunblaðið - 07.04.1998, Side 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1998 B SKÍÐAMÓT ÍSLANDS SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Krístinn endaði með gullið Kristinn vinsæll MARGIR áhorfendur fylgdust með svigkeppn- inni í Hlíðarfjalli á sunnu- dag enda veður frábært. Það er greinilegt að frammistaða Kristins Bjömssonar í heimsbikarn- um í vetur hefur vakið at- hygli landans. Fólk kom í fjallið sérstaklega til að berja hann augum. Þegar hann fór niður í síðari um- ferðinni í sviginu fögnuðu áhorfendur gríðarlega enda keyrði hann eins og meistara sæmir. Hann var síðan umsetinn af ungum aðdáendum sem vildu fá eiginhandaráritun. Unglinga- landsmótið á Akureyri? ALLT bendir til þess að unglingalandsmótið á skíð- um verði í Hlíðarfjalli. Samkvæmt mótaskrá SKI á mótið að fara fram í Blá- fjöllum í umsjón Breiða- bliks. Vegna þess hve Iítill snjór er í Bláfjöllum er ver- ið að skoða þann möguleika að halda mótið fyrir nor- aðn. Ákvörðun um þessa breytingu verður tekin í dag, þriðjudag. Það verður annasamt hjá starfsmönnum sem sjá um skíðamót í HlíðarQalli allan þennan mánuð. I gær lauk þar Skíðamóti íslands, en í dag og næstu tvo daga verða þar alþjóðleg mót, mót sem áttu upphaflega að fara fram á Olafsfirði og Dalvík. Helgina eftir páska verður unglingameistara- mót íslands og síðan helg- ina þar á eftir taka Andrés- ar andar-leikamir við. Það má því segja að Vetrarí- þróttamiðstöðin í Hlíðar- Qalli beri nafn með rentu. Bakke á slæmar minningar frá íslandi TRINE Bakke frá Noregi tekur þátt í alþjóðamótun- um í Hlíðarljalli í vikunni. Hún er ein besta skíðakona Norðmanna og varð m.a. í öðru sæti á síðasta heims- bikarmótinu í svigi í Crans Montana í síðasta mánuði. Hún á þóekki góðar minningar frá skíðakeppni á íslandi því hún fótbrotn- aði hér á landi fyrir tveim- ur árum þegar hún tók þátt í alþjóðamóti. Þessi meiðsli gerðu það að verk- um að hún gat ekki tekið þátt í heimsbikarnum í fyrra. Skíðamóti Islands lauk á Akureyri í gær. Yal- ur B. Jónatansson var í Hlíðarfjalli mótsdagana og fylgdist með spenn- andi keppni við bestu hugsanlegar aðstæður. KRISTINN Bjömsson frá Ólafs- firði sýndi og sannaði að hann er besti svigmaður landsins er hann tryggði sér íslandsmeistaratitilinn á Skíðalandsmótinu í Hlíðarfjalli í blíðskaparveðri á sunnudag. Hann varð að hafa mikið íyrir sigrinum því Isfirðingurinn Amór Gunnars- son veitti honum harða keppni. Kristinn varð einnig Islandsmeist- ari í alpatvíkeppni, en hreppti silf- urverðlaun bæði í risasvigi og stór- svigi. Arnór var með besta tímann eft- ir fyrri umferð svigsins, rúmlega hálfri sekúndu á undan Kristni. „Þetta er ein besta einstaka ferð í svigi á ferlinum. Það gekk allt upp,“ sagði Amór um fyrri umferð- ina. Haukur Amórsson úr Ar- manni, íslandsmeistari í stórsvigi, var með þriðja besta tímann og Jó- hann Haukur Hafstein fjórða. Þessir fjórir voru í nokkrum sér- flokki. Margir keppendur féllu í síðari umferð og komust aðeins 7 af fyrstu 15 í mark. Meðal þeirra sem fóra út úr vora Armenningarnir Haukur Amórsson og Jóhann Haukur. Kristinn fór síðari um- ferðina af miklum glæsibrag og var þá rúmlega sekúndu á undan Arn- óri og tryggði sér sigur. KR-ingur- inn Jóhann Friðrik Haraldsson varð þriðji, en hann var aðeins með 11. besta tímann eftir fyrri umferð. Hann var tæpum fimm sekúndum á eftir Kristni. „Það var sætt að fá gullið í svig- inu. Það var smápressa á mér eftir fyrri umferðina sem ég keyrði af nokkra öryggi. Ég vissi að ég átti meira inni og gaf því allt í botn í síðari umferðinni og það dugði. Amór átti góða fyrri umferð og ég bjóst við að hann gæti líka gert það sama í síðari umferðinni," sagði Kristinn. Hann sagði að svigbraut- irnar hefðu verið mjög skemmti- legar, hraðar og krefjandi. „Ég er mjög sáttur við uppskeruna hér á landsmótinu. Tveir íslandsmeist- aratitlar í safnið og tvenn silfur- verðlaun. Það var mjög gaman að taka þátt í landsmótinu enda veður og færi eins það gerist best. Eins var mikil og góð stemmning hér. Það var skemmtilegt að fá tæki- færi til að keppa í Stromp- brekkunni," sagði Kristinn. Sérðu einhverja efnilega sem gætu átt eftir að spjara sig í heims- bikarnum á næstu árum? „Já, ég hef trú á þvi. Það eru nokkrir ungir strákar sem hafa bætt sig veralega í vetur og er það mjög jákvætt fyrir skíðaíþróttina á íslandi. Því meiri breidd, því betra. en þeir era enn ungir og eiga tölu- vert eftir ólært. Ef þeir halda áfram af sama krafti og hingað til og fá góða æfingaaðstöðu og þjálf- ara geta þeir náð langt.“ Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég keppi á alþjóðamótunum hér heima í vikunni og síðan tek ég mér smáfrí í mánuð. Síðan byrjar undirbúningurinn fyrir næsta keppnistímabil. Ég byrja á skíða- æfingum með finnska lands- liðinu um miðjan júlí. Við verðum í Hintertux í Austur- ríki. Ég ætla mér að koma sterkur til leiks næsta vetur, ég á mikið inni hvað varðar líkamlegan styrk. Ég hef ekki getað æft þrekið eins og ég hefði kosið undanfarin ár vegna meiðsla. Nú í vetur hef ég hins vegar sloppið við meiðsli og því ætti ég að geta bætt þrekið til muna fyrir næsta tímabil.“ Viss vonbrigði Ai-nór sagði það auðvitað viss vonbrigði að hafa ekki náð eins góðri síðari umferð og sú fyrri var í sviginu. „Ég er þokkalega sáttur við ár- angurinn hér, en ég hefði auðvitað viljað vinna svigið. Ég náði mér ekki alveg nægilega vel á strik í efri hluta brautarinnar í síðari umferð. Ég var ekki taugaó- styrkur áður en ég fór niður, nema þá kannski aðeins innst inni. Ég vissi að ég yrði að keyra eins vel og ég mögulega gæti til að sigra. Kristinn fer mjög hratt í svigi eins og hann hefur sannað í heimsbikamum í vetur,“ sagði Amór. Amór meiddist aðeins í stórsvigskeppninni á laugar- dag. Hann fékk stöng fram- an á hnéð og það blæddi að- eins inn á það. „Ég fór tví- vegis til sjúkraþjálfara fyrir svigið og fann ekki fyrir eymslum þegar ég fór niður enda ekki mikið að hugsa um það.“ Hann sagðist reikna með að halda áfram að æfa næsta vetur og vonaðist til að komast með Kristni inn í finnska landsliðið. „Ég ætla að halda áfram ef ég fæ að æfa með finnska svigliðinu. Ég veit að það er verið að vinna í því að koma mér inn, en ef það verður ekki sam- þykkt legg ég skíðin á hill- una,“ sagði Amór. Þrjár bestu Morgunblaðið/Golli DANÍEL Jakobsson, sem gekk síðasta hluta boðgöngunnar fyrir Ólafsfirðinga, örmagna f markinu eftir árangurslausa tilraun til að ná Hauki Eiríkssyni. Það tókst ekki; Haukur kom fyrstur í mark og fyrir aftan Daníel fagna sigursveit Akureyringa. Sigrún fýrsti meistari Önfirdinga SIGRÚN S. Halldórsdóttir frá Önundarfirði varð íslandsmeistari í 7,5 km göngu kvenna með frjálsri aðferð á Skíðamóti Islands í Hh'ðarfjalli í gær. Hún varð um leið fyrsti Önfirðingurinn til að sigra á landsmóti. Svava Jónsdóttir frá Ólafsfirði, sem varð önnur í 5 km göngunni á föstudag, varð önn- ur og íslandsmeistarinn í 5 km göngunni, Hanna Dögg Maronsdóttir, þriðja. „Ég átti ekki von á sigri og því var þetta óvænt,“ sagði Sigrún, sem er 18 ára. „Ég hef æft skíðagöngu í fjögur ár og nú er árangur erfiðisins að koma í ljós. Þetta var gaman. Ég er staðráðin í að halda áfram af fullum krafti.“ Hún segist hlaupa mikið á sumrin til að halda sér í æfingu og hafi gert mikið af því síðasta sumar. Stóri bróðir hafði það Þóroddur Ingvarsson sigraði í 15 km göngu pilta 17-19 ára. Hann gekk á 40,02 mínútum, en yngri bróðir hans, Baldur Helgi, sem sigraði í 10 km göngunni á föstu- dag, var aðeins sjö sekúndum á eftir. Helgi Heiðar Jóhannesson varð þriðji. Þeir era all- ir frá Akureyri. T Varð þrefaldur íslandsmeistari eins og fyrir tveimur árum Þorsteinsdóttur frá Akureyr sem varð önnur. Theódóra Mathiesen úr KR, sem átti afmæli á sunnudag, varð þriðja. Sama röð var því á stúlkunum eins og í stórsvig- inu daginn áður. Þessar þrjár vora í nokkrum sérflokki. Það var aðeins Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri sem gat hugsanlega veitt þeim keppni, en hún féll úr keppni í fyrri umferð svigsins. „Það er gott að vera búin að endur- heimta titlana frá 1996,“ sagði Sigríður sem missti af landsmótinu í fyrra vegna þess að hún rifbeinsbrotnaði nokkrum dögum fyrir mótið. „Ég var ekki alveg nægilega ánægð með fyrri umferðina. Ég fékk stöng í andlitið og lenti í smá basli. En síðari umferðin var betri. Það var mjög gott skíðafæri og gaman að keppa hér.“ Spilar með Breiðabliki í sumar Hún sagðist ætla að fara utan í næstu viku og keppa á nokkrum jóðlegum mót- um áður en skíðin yrðu lögð til hliðar í sumar. „Ég mun taka knattspyrnuskóna fram í maí og spila með Breiðabliki í sum- ar. Ég var með Stjörnunni í fyrra en skipti yfir í Breiðablik síðastliðið vor. Næsta haust taka svo skíðin við aftur. Ég reikna með að vera í Lillehammer næsta vetur eins og í vetur við æfingar. Ég stefni að þátttöku í næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár. Ég er enn ung og á mörg ár eft- ir í þessu,“ sagði Sigríður. ÞRJÁR bestu skíðakonur landsins í alpagreinum. Frá vinstri: Sigríður Þor- láksdóttir, Theódóra Mathiesen og Brynja Þor- steinsdóttir. Morgunblaðið/Golli slóð orðin SIGRÍÐUR Þorláksdóttfr frá ísafirði sagði við Morgunblaðið eftir að hún sigr- aði í stórsviginu á laugardag, að hún ætl- aði sér að vinna svigið líka eins og hún gerði árið 1996. Hún stóð við stóra orðin og náði besta tímanum í báðum umferðum svigsins á sunnudag. Þar með var sigur í alpatvíkeppninni einnig í höfn. „Ég sagði að ég myndi vinna þrefalt og það gekk eft- ir. Eg er ekki vön að segja eitthvað sem ég get ekki staðið við,“ sagði Sigríður sigri hrósandi eftir svigið. Sigríður, sem er tvítug, var öryggið uppmálað í sviginu, sjálfstraustið í lagi. Hún sýndi svo ekki verður um villst að hún er besta skíðakona landsins. Hún var rúmlega hálfri sekúndu á undan Brynju Morgunblaðið/Golli KRISTINN Björnsson í svigbrautinni á sunnudag. Ólafsfirðingurinn undirstrikaði hversu frábær svigmaður hann er, eins og í Ijós kom í heimsbikarkeppninni í vetur. „Það var smápressa á mér eftir fyrri umferðina sem ég keyrði af nokkru öryggi. Ég vissi að ég átti meira inni og gaf þvf allt í botn í síðari umferðinni og það dugði.“ Rögnvaldur nældi í gullið RÖGNVALDUR Ingþórsson, sem keppir fyrir Fljótamenn, varð Islandsmeistari í 30 km göngu karla með hefðbundinni aðferð í gær. Hann gekk vegalengdina á 80,08 mín- útum og var 38 sekúndum á undan Daníel Jakobssyni, sem varð annar. Ólafur Björns- son frá Olafsfirði nældi síðan í bronsið eftir spennandi keppni við Hauk Eiríksson. „Það var frábært að ná í síðasta gullið sem í boði var,“ sagði Rögnvaldur Ingþórs- son sem náði sér ekki á strik í 15 km göng- unni á föstudag. „Ég var ekki með réttan áburð í 15 km göngunni og átti því aldrei möguleika þar. Hún olli mér miklum von- brigðum. Nú var hins vegar allt annað upp á teningnum. Ég náði mér vel á strik og var nokkuð öraggur með sigur eftir að ég náði Daníel,“ sagði hann. Rögnvaldur var ræstur út síðastur, næst- ur á eftir Daníel. Hann náði honum fljót- lega og þeir gengu saman nokkra kílómetra og ljóst að Daníel, sem hefur lítið sem ekk- ert æft í vetur, hafði ekki kraft til að fara framúr og gerði sér annað sætið að góðu. Rögnvaldur býr í Svíþjóð og segist hafa æft þokkalega í vetur. „Ég kom hingað til að sigra og er þvi sáttur við 30 kíló- metrana." Sigríður keppti ristar- brotin á ÓL í Nagano SIGRÍÐUR Þorláksdóttir, sem varð þrefaldur islandsmeistari ó Skíðamóti ís- lands um helgina, keppti ristarbrotin á Ólympíuleikunum í Nagano. „Ég missteig mig á opnunarhátíðinni með þeim afleiðingum að ég ristarbrotnaði. Ég átti erfitt með komast í skíðaskóinn, en mér var hjálpað í hann. Ég gat því lítið sem ekkert æft allan febrúar,“ sagði hún. Hún sagði að þessi meiðsli hefðu komið sér illa, en það hefði ekki mátt fara með þetta í fjölmiðla. „Þetta var leyndarmál, enda var búið að ganga á ýmsu hjá okkur í Nagano. Fréttir af frammistöðu okkar á leikunum voru ekki mjög jókvæðar og því var ákveðið að vera ekki að sverta ímynd skíðaíþróttarinnar enn frekar." Tólf íslands- meistaratitlar KRISTINN Björnsson nældi sér í tvo íslandsmeistaratitla, í svigi og alpatvíkeppni, á skíðalands- mótinu á Akureyri. Hann hefur nú unnið tólf titla á ferlinum, sigraði fyrst 1992 og þá í svigi. Hann er þar með orðinn sigur- sælasti skíðamaður Islands í alpagreinum karla á landsmóti. Ornólfur Valdimarsson úr Reykjavík kemur næstur með níu titla. Ornólfur keppti á Iandsmótinu um helgina eftir sjö ára íjarveru. Sigursælasta konan í alpa- greinum er Ásta S. Halldórs- dóttir frá Isafirði, en hún vann samtals 20 titla á árunum 1987- 1995. Æsispennandi boðganga SPENNANDI keppni var í boð- göngu karla á Skíðamóti Islands á laugardag milli Akureyrar og Ólafs- fjarðar. Haukur Eiríksson gekk síð- asta sprett fyrfr Akureyri og Daníel Jakobsson fyrir Ólafsfjörð. Haukur hafði 39 sekúndna forskot á Daníel við skiptinguna. Þegar þeir voru hálfnaðir með sinn sprett var Daníel búinn að minnka forskotið niður í 15 sekúndur. Þá sagði Haukur, hingað og ekki lengra, gaf allt sem hann átti og hélt Daníel vel fyrir aftan sig og var 10 sekúndum á undan í mark. Haukur var gjörsamlega búinn þegar hann kom yfir marklínuna enda ætlaði hann ekki að missa nið- ur það sem bræðurnir, Baldur og Þóroddur Ingvarssynir, höfðu unnið upp. „Ég var staðráðinn í að gefa allt sem ég átti. Það kom ekki til greina að tapa fyrfr Daníel og láta hann stela af okkur sigrinum,“ sagði Haukur. Sveit Ólafsfjarðar sigraði í boð- göngu kvenna, var rúmum tveimur mínútum á undan sveit Önundar- fjarðar. í sigursveit Ólafsfjarðai- voru Svava Jónsdóttir, Hanna Dögg Maronsdóttir og Lísebet Hauksdótt- ir. Níu sveitir tóku þátt í boðgöngu karla, þar af þrjár frá Ólafsfirði. í boðgöngu kvenna voru hins vegar aðeins tvær sveitir. Arnar og Lilja bikar- meistarar ARNAR G. Reynisson úr ÍR og Liija R. Kristjánsdóttir úr KR urðu bikarmeistarar SKÍ í alpa- greinum 1998. Þau fengu afhenta bikara frá SKÍ af því tilefni eftir skíðalandsmótið. Bikarmeistari SKÍ hlýtur sá er bestum árangri nær í punktamótum vetrarins. Sigvíður við stóru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.