Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 6

Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 6
6 FÖSTÚDitéÚ'R í 7.; ÁÚÉ'ffl I9ðé MÓRGUNBLAÐIÐ ______________________________FRÉTTIR_____________ Sverrir Hermannsson fyrrverandi bankastjóri Landsbanka íslands Bankaleynd Landsbanka verði létt 30 ár aftur í tímann Iðnaðar- og viðskdptaráðuneyti Amarhvoli 150 REYKJAVÍK Vér hðfum móttddö bréf yöar dag*. 12. þ.m. Landsbanld íslands hf. mun láU i það reyna i viðeigandi vettvangi hvort pcrsónuleg njósnastarfsemi af þvi Ugi, sem fyrirspum þingmanityns Jóhönnu Sigurðardóttur felur I sér. stcnzt lög og þann upplýsingarétt, sem hið hia alþmgi i rett i að bcita. Bankastjóm Landsbankans hlýtur að bera ábyrgð 1 svörum fyrirtadcsins. Fyrir þau veróur hiö háa ráöuneyti öcplega sótt til saka. Bankastjóm bankans fcr cindregið fram á að á viðbrögð alþingis við svari hennar verði láúð reyna. VexÖi þar hafin framhaldssókn á hendur bankanum, mun hann taka til viðeigandi vima. Þá vekur það athygli bankastjómarinnar aö hið hía ráðuneyti talpnarkar upplýsingabeiðoi fyrirspumarinnar vegna liðar 2 cins og 1 ? lengra cr haldið cr þess allra vixðingarfyllst &rið á leit aö hið hia raöuneyti úiskurö hvað í fyrirspuminni tcljist ópersónubundið og hvað ckld. Viröingarfyllit, LANDSBANKIÍSLANDS H/F - Bankastjóm - —-----—< .. LJÓSRIT af bréfinu sem Sverrir minnist á í samtalinu með athugasemdum hans sjálfs efst og athugasemdum Halldórs Guðbjarnasonar neðst. SVERRIR Hermannsson segist ekki ætla að una því lengur að vera sagður hafa brotið reglur um risnu í Landsbankanum, af ríkisendurskoð- anda, bankaráði Landsbankans og ákveðnum al- þingismönnum. Hann hefur því ákveðið að óska eftir því við Alþingi, að það svipti bankaleynd af Landsbanka, að því er varðar laxveiðar, risnu og ferðalög á vegum Landsbanka Islands síðastlið- in 30 ár. Þetta sagði Sverrir þegar Morgunblaðið leit- aði viðbragða hans við því að Halldór Guð- bjarnason kvaðst í Morgunblaðinu í gær ekki kannast við að Sverrir hefði neitað að skrifa undir svarbréf Landsbankans um laxveiðar, sem Halldór og Björgvin Vilmundarson undirrituðu 3. mars sl. Orðrétt sagði Halldór í Morgunblað- inu í gær: „Segir hann það blessaður? Ég veit ekki hvers vegna hann skrifar ekki undir. Ég kannast ekki við neitt af þessu svari Sverris." „Halldór er prýðismaður og ég vil alls ekki hnotabítast við hann. En í þessum efnum mis- minnir hann blessaðan, því ég vildi hafa allt aðra málsmeðferð á þessu máli en varð,“ sagði Sverr- ir. „Hitt er mér þó hulin ráðgáta, hvemig Hall- dór gat undirritað það svar, sem á endanum varð svar bankans, undirritað af honum og Björgvin Vilmundarsyni, því í því svari eru ekki taldar upp árnar sem Halldór veiddi í á vegum Landsbankans, Straumfjarðará og Stóra-Laxá í Hreppum. „Við berum auðvitað allir ábyrgð á þessu máli, þótt mitt nafn sé ekki undir þessu bréfi sem um er rætt. Aðdragandi þessa svar- bréfs var hins vegar þessi: Það hafði dregist úr hömlu hjá okkur í Lands- bankanum að svara viðskiptaráðherra sem 4. desember sl. bað bankann um svör vegna fyrir- spumar Jóhönnu Sigurðardóttur. Við fengum áminningarbréf frá ráðuneytinu þar sem sagt var að beðið væri eftir svari hinn 16. janúar. Hinn 22. janúar svömðum við Halldór stuttlega með upplýsingum um kostnað vegna laxveiða fyrir árið 1997. Við töldum það nægjanlegt og ætluðum að láta þar við sitja. Ráðuneytið taldi þetta svar ekki fullnægjandi og skrifaði bankan- um á ný hinn 12. febrúar, þar sem þess var kraf- ist mjög alvarlega, að við svöraðum fyrirspum- um þingmannsins, en í því bréfi var sérstaklega tekið fram að Landsbankinn þyrfti í svari sínu ekki að gefa upp hverjir vom boðsgestir Lands- banka Islands í laxveiðiánum, af hvaða sökum sem það nú skyldi vera. Okkm- var svo gefinn frestur til 20. febrúar að svara þessari fyrir- spum.“ Sverrir segir að þegar þetta bréf hafi borist Landsbankanum 12. febrúar, hafi hann enn farið þess á leit að málið yrði tekið öðram tökum af hálfu bankans. Hann hafi gert tillögu að svar- bréfi bankans til iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- is, sem aldrei hafi verið sent. „Ég vildi svara á þann veg að bankinn tæki fram að hann vildi láta á það reyna á viðeigandi vettvangi, hvort persónuleg njósnastarfsemi af því tagi, sem fyrirspum þingmannsins Jóhönnu Sigurðardóttur fæli í sér, stæðist lög og þann upplýsingarétt sem Alþingi ætti rétt á. Þessa tillögu mína sendi ég Halldóri Guðbjamasyni sem svaraði mér á eftirfarandi hátt, neðanmáls á bréfinu sem ég sendi honum: „Sverrir. Ég held að best sé að gefa þær upp- lýsingar eins og óskað er. Seðlabanki og Búnaðarbanki hafa svarað skv. ósk. Svona svar kallar aðeins á Ríkis- endurskoðun og athygli gagnvart okkur og er okkur ekki til góðs. HG“ Um hæl svaraði ég honum svo með einni setningu efst á sama bréf: „Ég mun þá hvergi koma að þessu máli frekar. Sv.H.“ Þessum afskiptum mínum af svömm bankans lauk þar tæpum tveimur vikum áður en Hall- dór og Björgvin undirrituðu svo hið þekkta svarbréf sitt.“ Líkið verði krufið 30 ár aftur í tfmann Sverrir segir að hann muni eindreg- ið fara fram á það við Alþingi að það létti bankaleynd af Landsbanka Is- lands hvað varðar risnu, ferðalög og laxveiðar þrjátíu ár aftur í tímann. „Ástæður þessarar óskar minnar era þær, að samkvæmt áliti ríkisend- urskoðanda, sem hefur nú tilkynnt um einhverja staðla, sem okkur vom með öllu ókunnugir og höfðum aldrei heyrt um, þá er það hans skoðun að við höfum farið út fyrir þá staðla. Ég vil að það verði upplýst hvaða reglur hafa gilt um laxveiðar, risnu og ferðalög síðustu þrjátíu árin og hvemig hefur verið með þær far- ið. Enginn getur létt þessari leynd af Lands- bankanum nema Alþingi sjálft. Nú er það ein- dregin krafa mín að líkið verði grafið upp og það krufið þrjátíu ár aftur í tímann. Þannig munu menn sjá hvað tíðkast hefur um laxveiði, risnu og ferðalög í áratugi og sjá þar með inn í hvaða bú ég gekk,“ sagði Sverrir Hermannsson. Horft frá vestri : Cr Morgunblaðið fí Tillaga að nýbyggingu við Hús verslunarinnar K b .■ n e ■- uM Ý R ‘ Sjóvá- Almennar Sjóvá- Almennar L- Nýbygging ■K R i N Q L A N ■- Við Sigríður Böðvarsdóttir, Fijótshiíð, r: vann ferð að eigin vali ry, með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 120.000 kr. drögum í hverjum mánuði. 0|iufélaB|# hf Nýbygging yið Kringl- una 9 kynnt í borgarráði LÖGÐ hefur verið fram til kynn- ingar í borgarráði tillaga að ný- byggingu við Kringluna 9, Hús verslunarinnar. Gert er ráð fyr- ir 3.600 fermetra byggingu á sex og hálfri hæð. I kjallara verða tæknirými, geymslur og bflastæði fyrir 76 bfla. Að sögn Stefáns Stefánssonar, forstöðumanns Húss verslunar- innar, verður tillagan kynnt á stjórnarfundi í næstu viku. „Við höfum haft vilyrði fyrir þessum byggingarétti í yfir 20 ár og vilj- um fá formlegt leyfi fyrir þess- um framkvæmdum, sem hugsan- lega verður ráðist í á næstunni,“ sagði hann. í erindinu til borgarráðs kem- ur fram að þegar Hús verslunar- innar var hannað hafí verið mið- að við að seinni áfangi hússins yrði byggður síðar vestan við núverandi byggingu og að við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins hafi ailtaf verið miðað við allt að sex hæða byggingu á þessum stað. Þá segir að við formun hússins hafi verið leitast við að fella það sem best að því sem fyrir er og styrkja jafn- framt rýmis- og torgmyndun sunnan við Hús verslunarinnar. Aukin út- breiðsla GSM- kerfísins LANDSSÍMINN eykur stöðugt útbreiðslu GSM-kerfis- ins innan lands sem utan. Yfir 45 þúsund manns eru nú áskrif- endur að kerfinu á íslandi, og svæðum erlendis og innanlands fjölgar stöðugt þar sem við- skiptavinir Landssímans geta notað GSM-kortin sín, segir í fréttatilkynningu frá Landssím- anum. Unnið er nú að þvi að koma upp þjónustu í Bandaríkjunum og er verið að semja við fyrir- tækið Omnipoint sem er með þjónustu á austurströnd Banda- ríkjanna. Þaðan verður hægt að hringja með íslensku korti með því að nota sérstaka tegund GSM-síma sem Landssíminn mun hafa til leigu, en önnur tíðni er notuð fyrir GSM-síma í Bandaríkjunum en í Evrópu. í fréttatilkynningunni segir að með reikniaðgerðakerfi Landssímans, sem tekið verði í notkun í sumar, verði boðið upp á fjölbreyttara úrval af áskrift í GSM-kerfinu. Fyrirhugað er m.a. að gefa kost á þjónustu sem nefnd hefur verið vinir og vandaménn og velja viðskipta- vinir þá nokkur númer sem þeir geta hringt í gegn lægra gjaldi en annars gildir. Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum * Atta um- sóknir EMBÆTTI sýslumannsins í Vest- mannaeyjum hefur verið auglýst til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 14. apríl. Umsækjendur, sem em átta, eru þessir: Áslaug Þórarinsdóttir, deildarstjóri, Bjami Stefánsson, sýslumaður, Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, Jóhann Pét- ursson, héraðsdómslögmaður, Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi sýslu- manns, Oskar Thorarensen, hér- aðsdómslögmaður, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, skattstjóri og Sig- urður Gunnarsson, sýslumaður. Ámi Þorkelsson Lést í bflslysi við Ólafsvík MAÐURINN , sem lést í bílslysi undir Ólafsvíkurenni á mánudagsmorgun hét Árni Þorkelsson og var á þrítugasta og þriðja aldursári. Ami fæddist 26. maí árið 1965. Hann var til heimilis að Skólabraut 6 á Hellissandi. Ámi lætur eftir sig tvö böm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.