Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 8

Morgunblaðið - 17.04.1998, Page 8
8 FÖSTUDÁGUR 17. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórtiðindi I islenska hankflhpimmum: NÆSTI banki, „minn tími er komin“ ... Kaupin á Samsölubakaríi * Urskurður um niánaða- mótin ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur nú til meðferðar áfrýj- un Myllunnar-Brauðs hf. vegna þess úrskurðar samkeppnisráðs að kaup fyrirtækisins á Samsölubakaríi hf. hafí verið óheimil og hefur áfrýjun- arnefndin frest til 1. maí næstkom- andi til að úrskurða í málinu. Ákvörðun samkeppnisráðs um að yfirtaka Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. hafi verið óheim- il var gefin út 19. febrúar síðastlið- inn og hafði Myllan-Brauð hf. fjórar vikur til að áfrýja úrskurðinum, en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur sex vikur til að fjalla um áfrýj- unina. Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf., sagðist ekki geta tjáð sig um það á þessu stigi hvort málinu yrði vísað til dómstóla ef áfrýjunamefndin staðfesti niðurstöðu samkeppnis- ráðs. Hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps Skilyrt samþykki við brúarsmíði HREPPSNEFND Reykholts- dalshrepps samþykkti á fundi í fyrrakvöld að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi á hluta Borg- arfjarðarbrautar samkvæmt þeim lagagreinum skipulagslaga sem heimila framkvæmdir utan óskipulagðs svæðis. Að sögn Gunnars Bjamasonar, oddvita Reykholtsdalshrepps, var einnig samþykkt að veita heimild til smíði brúar yfir Flóka- dalsá, enda verði sú veglína farin sem fram kemur á aðalskipulags- uppdrætti frá 1998-2010, sem sveitarstjómin hefur samþykkt að senda í auglýsingu. Par er um að ræða svokallaða sáttaleið, eða leið 3a, sem sveitarstjórnin hefur lagt áherslu á að farin verði. Svæðisskipulag norðan Skarðsheiðar var staðfest 19. febrúar síðastliðinn með þeirri undantekningu að frestað var staðfestingu á vegstæði Borgar- fiarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjámsreykja, og er því skipulag ekki fyrir hendi hvað varðar þann hluta brúarinnar yfir Flókadalsá sem er í Reykholts- dalshreppi. Vegagerðin sendi hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps bréf um síðustu mánaðamót þar sem þess var farið á leit að hreppsnefndin heimilaði Vegagerðinni byggingu brúar yfir Flókadalsá ásamt nauðsynlegum tengingum við nú- verandi veg, en sérstaklega er tekið fram í bréfinu að ráðgerð staðsetning og lega brúarinnar geti fallið að öllum þeim hug- myndum sem uppi hafa verið um legu Borgarfjarðarbrautar um Reykholtsdalshrepp, og því ætti umbeðin leyfisveiting ekki að hafa áhrif á frekari framgang málsins. NI HEIM • UM LAND ALLT Atvinnumiðstöðin formlega opnuð Tengsi náms- manna við at- vinnulífíð efld Ragnheiður Kristiansen Atvinnumiðstöðin verð- ur opnuð formiega í Félagsstofnun stúd- enta í dag klukkan 17. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra flytur ávarp og lýsir starfsemina hafna og þá verða flutt ýmis ávörp. Ragn- heiður Kristiansen er nýráð- inn rekstrarstjóri Atvinnu- miðstöðvarinnar. - Hvernig starfsemi verð- ur í Atvinnumiðstöðinni? „Atvinnumiðstöðin er ein rekstrareining undir Félags- stofnun stúdenta. Stúdenta- ráð hefur rekið Atvinnumiðl- un námsmanna síðastliðin 20 ár um það bil 4-5 mánuði á ári. Sú þjónusta hefur ekki fullnægt þörfum nemenda og atvinnulífs og staðið hefur til í nokkurn tíma að stofna at- vinnumiðstöð sem starfar allt árið.“ - Hvernig verður starfseminni háttað? „Við munum reyna að miðla störfum þannig að þau hæfi þekk- ingu og reynslu námsmanna og nýtist atvinnurekendum sem best og að þeir fái tækifæri til þess að þjálfa framtíðarstarfsfólk sitt. Miðstöðin opnar nú á sama tíma og Atvinnumiðlunin hefði tekið til starfa og því munum við koma til með að sinna miðlun sumarstarfa til þess að byrja með. Það sem við stefnum hins vegar á er að reyna að nýta þekkingu nemendanna betur þannig að þau fái að beita henni í starfi og öðlist starfs- reynslu í sínu fagi. Það vill brenna við að fólk í 3-4 ára námi vinni við það sama á sumrin, eitthvað óskylt því sem það er að læra, og útskrifist með fína gráðu og góðar einkunnir en enga starfsreynslu. Þessu viljum við breyta.“ - Hvað munið þið gera utan sumartíma þegar námsmenn eru í skólanum? „Við stefnum að því að setja á fót verkefna- eða gagnabanka þar sein við söfnum saman hugmynd- um að verkefnum, til dæmis frá nemendum. Síðan geta fyrirtæki sem vantar fólk í tiltekin verkefni leitað til okkar og við reynum þannig að tengja námsmenn við atvinnulífið. Þetta geta verið alls kyns rannsóknaverkefni, loka- verkefni, jafnvel verkefni í nokkra daga, litlar kannanir eða nokkurra mánaða vinna. Aðalatriðið er að þeir afli sér reynslu.“ - Mun þessi banki nýtast nem- endum í öllum námsgreinum að þínu mati, til dæmis í Háskólan- um? Já, ég sé það fyrir mér í flestum greinum." - Hversu margir starfsmenn verða hjá Atvinnumiðstöðinni og hvaða breytingar hafa verið gerð- ar? „Atvinnumiðlunin hafði tvo starfsmenn sem við munum gera líka en þrjá á sumrin. Atvinnumið- stövar af þessu tagi eru til við flesta háskóla í Banda- ríkjunum, á meginlandi Evrópu og eitthvað er um þær á Norðurlönd- unum. Þangað á ég eft- ir að fara til þess að skoða starfsemina og viða að mér þeim hugmyndum sem hægt er.“ - Hver borgar reksturinn? „Félagsstofnun rekur Atvinnu- miðstöðina í samstarfi við sex fyr- irtæki og nokkra styrktaraðila og síðan munum við koma til með að innheimta þjónustugjöld af fyrir- tækjunum. Stofnkostnaðurinn er ► Ragnheiður Kristiansen fæddist á Hvolsvelli árið 1952 þar sem hiín ólst upp til 12 ára aldurs. Hún hóf nám í Kvenna- skólanum í Reykjavik 13 ára gömul og lauk prófi þaðan árið 1970. Að því loknu stundaði hún nám í snyrtifræði í tvö ár og öldungadeild Menntaskólans við Hamrahh'ð. Hún fluttist til Sví- þjóðar árið 1976 og Iauk menntaskóla þar árið 1978. Þá lauk hún cand. phil. prófi í starfsmanna- og vinnumarkaðs- fræðum frá Háskólanum í Stokkhólmi árið 1986. Að námi loknu starfaði Ragnheiður í Sví- þjóð í sjö ár, við starfsmanna- hald og síðar sem starfsmanna- stjóri. Hún kom heim árið 1993 og starfaði sem rekstrarstjóri á Fjölskyldugarði til hausts árið 1996 þegar hún flutti sig til Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar. Ragnheiður hefur verið rekstrarstjóri Atvinnumiðstöðv- ar frá því í mars á þessu ári. auðvitað einhver en líklega mun starfsemin kosta um sex milljónir á ári. Við rennum hins vegar svo- lítið blint í sjóinn.“ - Hver verða þjónustugjöldin og hvernig verður þjónustunni háttað? „Þjónustunni má skipta í fjögur stig, allt frá því að afhenda fyrir- tækjum lista úr skrá yfir mögulega starfsmenn upp í það að taka viðtöl við þá og velja úr. Lágmarkskostn- aður er 4.000 krónur og hámarks- kostnaður 25.000 krónur." - Er þjónustan fyrir alla náms- menn og hvernig geta þeir komið sér á framfæri? „Nemendur geta skráð sig sjálf- ir á netinu ef þeir fara inn á heimasíðu Félagsstofnunar eftir slóðinni www.fs.is og við erum þegar komin með tæpa 500 á skrá. Einnig munum við setja inn upp- lýsingar um laus störf og stutta lýsingu." - Hvaða nemendur geta nýtt sér þjónustu Atvinnu- miðstöðvarinnar? „Aðild að miðstöðinni eiga Stúdentaráð, BISN, INSÍ og Félag framhaldsskólanema. Það eru því allir fram- haldsskólanemendur frá 17 ára aldri sem geta ski’áð sig.“ - Hver eru helstu markmið ykkar? „Við viljum vera þekkt fyrir fljóta og góða þjónustu og setja rétt fólk á réttan stað. Aðalatriðið er að auka tengsl námsmanna við atvinnulífið.“ Nemendur útskrifast gjarnan án starfsreynslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.