Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1998 C 3 Hollendingur- inn fljúgandi Reuters Wenger. Milan vill Wenger AC MILAN hefur áhuga á að fá Arsene Wenger og er talið reiðubúið að greiða honum um 120 milljónii- í laun á áii. Wenger á eitt ár eftir af samningi sín- um við Arsenal og víst er að Englandsmeistararnir eru ekki tilbúnir að láta hann fara, hvorki í vor né eftir ár. Ekki er heldur talið að Wenger hafi áhuga á að skipta um vettvang enda hefur hann skilað góðu starfi á stuttum tíma. Til þess að koma í veg fyrir að Wenger leiði hugann að tilboði AC Milan hefur stjórn Arsenal ákveðið að gera honum tilboð um nýjan samning til vors 2004, þar sem m.a. gert ráð fýrir að hann fái um 120 milljónir í árslaun. Dennis Bergkamp var kjörinn knattspyrnumaður ársins á Englandi, bæði í kjöri leikmanna °g eins hjá knatt- Steinþór spymublaðamönnum. Guðbjartsson Pessi hollenski fram- skrifar herji átti stóran þátt í meistaratitli Arsenal en í viðtali við The Daily Telegraph fyrir skömmu þakkar hann árang- urinn uppbyggingunni hjá Ajax í Hollandi. Margt hefur breyst hjá Ajax síð- an Bergkamp var hjá félaginu, m.a. æfingasvæðið og leikvangurinn, en aðferðimar era þær sömu. Strákar frá átta ára aldri ganga í gegnum ákveðinn skóla, leiðina til framtíð- ar, og njóta leiðsagnar fæmstu manna rétt eins og Bergkamp var nemandi hjá Johan Cruyff. Minn- ingar úr fortíðinni hvetja menn til dáða og í safni félagsins má sjá myndir af Bergkamp á unglingsár- unum, ljóshærðum og ákveðnum 14 til lö ára pilti. „Táningurinn Dennis Bergkamp sýnir ótrúlega boltameðferð" stendur undir einni myndinni. Við aðra stendur að meðfæddir sóknarhæfileikar þessa fyrrverandi leikmanns Ajax hafi ekki farið saman við vamarleikinn sem einkennir itölsku knattspym- una. Hann hafi fengið nóg eftir tvö ár og farið til Arsenal 1995. Ensku liðin hafa fengið að finna íyrir umræddum meðfæddum sóknarhæfileikum. í knattspymu- skóla Ajax er m.a. lögð áhersla á að senda boltann fyrir framan sam- herja til að ýta undir sóknarhraða, útsjónarsemi, nákvæmni og stöðu- breytingar. Allt atriði sem mótherjar Hollendingsins fljúg- andi hafa þurft að glíma við aftur og aftur. „Hollenskir ieikmenn era ekki mjög harðir en það mikilvæg- asta sem við lærðum í skóla Ajax var tækni og leikkerfi,“ sagði Bergkamp í fyrmefiidu viðtali spurður um unghngsárin hjá Ajax. „Við æfðum og lékum í mismun- andi stöðum í leikjum. Hægri fótar maður spilaði til dæmis vinstra megin þar sem hann varð að sparka með vinstri fæti. Öll upp- byggingin snerist um tækni og spil. Stöðugt var áréttað að menn yrðu að hafa ákveðið hvert ætti að senda boltann áður en þeir fengu hann, að lesa leikinn, hugsa og spila hratt. Og umfram allt að senda boltann fyrir íraman samherjann til að halda hraðanum." Þessi hugsun og framkvæmd átti ekki við hjá Inter. „Ég lenti í vand- ræðum því þar gefa menn beint í fætuma á samherjanum en ég sendi boltann fyrir framan hann. Viðkomandi stóð kyrr, sóknin rann út í sandinn og við misstum bolt- ann. Mistökin vom mörg.“ Ómögu- legt var fyrir hann að koma mönn- um í skilning um ágæti sóknarað- ferðarinnar sem hann vandist hjá Ajax og hann átti í erfiðleikum með að aðlagast ríkjandi vamarhugsun. „Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þegar Johan Cruyff var þjálfari var alltaf lögð áhersla á sendingamar, á hverri æfingu. Þetta var órjúfanlegur hluti og gaman var að sjá útfærslumar í hverjum leik.“ Bergkamp þakkar Cmyff árang- ur sinn og Arsenal en Cmyff tók hann úr unglingaliði Ajax og setti í aðalliðið. 17 ára var hann í bún- ingsherberginu með mönnum eins og Van Basten, Rijkaard, Muhren og Wouters. „Ég var taugaóstyrk- ari fyrir leiki en í leikjum - þegar Action Images VARNARMENN eiga yfirleitt í mestu erfiðleikum með Dennis Bergkamp hjá Arsenal og fáum hefur tekist að eiga við kappann en Her- mann Hreiðarsson og Valerien Ismael hjá Crystal Palace náðu að stöðva miðherjann í bikarleik liðanna í vetur. Reuters DENNIS Bergkamp með Eng- landsmeistarabikarinn. ég var kominn út á völl var allt í lagi. Ekki var erfitt fyrir mig að spila í liðinu því ég gerði nákvæm- lega það sama og með unglingalið- inu. Við lékum kerfið 4-3-3 og ég var á hægri kanti. Það hentaði mér vel en ég gerði mér grein fyrir því að þegar ég færi til erlends liðs yrði ég að venjast öðm leikkerfi vegna þess að það em ekki mörg lið í Evrópu sem leika með kant- menn.“ Orð að sönnu og fjölhæfnin, sem hann treysti í sessi á unglings- ámnum, hefur ekki skemmt fyrir honum. Bergkamp var ánægður þegar hann fór til Englands frá Italíu. „Ég hef alltaf litið á mig sem leik- mann heildarinnar og því átti ég erfitt uppdráttar á Ítalíu þar sem hver leikmaður gegndi ákveðnu hlutverki. Vamarmenn senda á framherja og þeir eiga að skora. A Englandi og í Hollandi leika allir íyrir einn og einn íyrir alla; varn- armenn geta sótt og sóknarmenn verða að verjast. Eftir að ég kom til Englands hef ég orðið æ meðvit- aðri um vamarskyldur mínar sem framherji. í því felst styrkleiki liðs- ins. Það virðist ekki skipta miklu máli en með því að stöðva varnar- mann er hugsanlega verið að koma í veg fyrir mark.“ Hann sagði að alþjóðlegt yfir- bragð hjá Arsenal hefði heppnast vel, allir stefndu saman að sama marki. „Við eram mjög samrýndir, ekki aðeins leikmennirnir í byrjun- arliðinu heldur allur hópurinn. Ensku leikmennimir hjálpuðu Frökkunum að aðlagast rétt eins og þeir studdu mig fyrsta tímabilið. En svona em Englendingar - nyög vingjamlegir. Þeir tala við mann, vilja að maður sé hluti af hópnum, gera grín að manni. Allt er þetta jákvætt en á Italíu er hugarfarið annað. Þar eru menn vanir því að erlendir leikmenn séu aðeins hjá félaginu í eitt eða tvö ár og þess vegna taki því ekki að kynnast. Akveðin fjarlægð er á milli manna, kuldi.“ Bergkamp gerði 11 mörk í 52 leikjum með Inter en hefur gert 22 mörk í 40 deildar- og bikarleikjum Arsenal á líðandi tímabili. Hann sagðist hafa haldið að ensku liðin léku með fjóra menn í beinni línu í öftustu vörn og auðvelt væri að komast í gegn en hefði komist að öðra. Sérstaklega hefði hann hrif- ist af varnarleik Arsenal. „Stund- um horfi ég bara á þá og dáist að þeim. Þeir vita til dæmis nákvæm- lega hvenær þeir eiga að stíga fram á við til að veiða mótherja S rangstöðugildra. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að og þeir hafa kennt mér mikið. A æfingum þýðir ekki að vera nálægt þeim þvi þá fær maður aldrei boltann - þeir eru svo ákveðnir. Og ekkert er hægt að gera með boltann á móti þeim.“ Hann hefur stundum haft á til- finningunni að dómarar leggi sig í einelti en hefur vanist hörkunni. „Tækninnar vegna get ég varið sjálfan mig í um það bil klukku- stund en það er erfitt þegar þreyt- an segir til sín. Þá verður jafnvel að nota líkamann og vera á undan mótherjanum en ekki er upp- örvandi að fá alltaf gult spjald. Mér hefur af og til fundist eins og dóm- uranum þyki eðlilegt að ég fái spjald.“ Leggja þeir þig í einelti? „Stundum hef ég haft það á tilfinn- ingunni." ísland með í Davis Cup ÍSLENSKA karlalandsliðið í tennis er um þessar mundii' í Sambíu þar sem keppni í einum riðla Davis-Cup keppninnai', sem er óopinber heimsmeistara- keppni landsliða, er að hefjast Með íslandi í riðli era Eþíópía, Liechtenstein og Alsír auk heimamanna. íslenska landslið- ið er skipað Arnari Gunnai-s- syni, Gunnari Einarssyni, Davíð Halldórssyni og Raj Bonifacius, sem nýlega öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt. Kvennalandsliðið er einnig á faraldsfæti um þessar mundir því það hefur þátttöku í Fed- Cup-mótinu í Tyrklandi á morg- un, en ekki lá fyrir í gær hverjir yrðu andstæðingai- þess í riðla- keppni mótsins, en á því keppna 28 þjóðir. Liðið er skipað Stef- aníu Stefánsdóttur, Rakel Pét- ursdóttur og Stellu Rún Ki-ist- jánsdóttur. Tvær sterkustu tenniskonur landsins, Hrafn- hildur Hannesdóttir og íris Staub, gátu ekki gefið kost á sér til þessarar farar, Hrafnhildur vegna anna við nám í Banda- ríkjunum og íris vegna meiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.