Morgunblaðið - 07.05.1998, Side 4

Morgunblaðið - 07.05.1998, Side 4
4 C FIMMTUDAGUR 7. .MAÍ 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Inter Evrópumeistari félagsliða í þriðja sinn Ronaldo Evrópu- meistari með tveim ur liðum á einu ári Brasilíski miðherjinn Ronaldo var maður leiksins þegar Inter vann Lazio 3:0 í úrslitaleik ítölsku liðanna í Evrópukeppni félagsliða á Parc des Princes- leikvanginum í París í gærkvöldi. Ronaldo innsiglaði sigurinn og góðan leik sinn með þriðja marki Inter og kappinn gat ekki annað en verið ánægður, enda annar Evróputitillinn í höfn á tólf mán- uðum. Hann varð Evrópumeist- ari bikarhafa með Barcelona á Spáni í fyrra og skoraði þá úr vítaspyrnu í l:0-sigri á PSG. Ivan Zamorano kom Inter á bragðið þegar á fimmtu mínútu, fékk sendingu frá Argentínu- manninum Diego Simeone inn fyrir vörn Lazio og sendi boltann af öryggi með hægri fæti framhjá markverðinum Luca Marchegi- ani. Ronaldo gat bætt öðru marki við um miðjan hálfleikinn en sláin bjargaði Lazio. Zamorano átti skot í stöng snemma í seinni hálf- leik en Javier Zanetti brást ekki bogalistin eftir klukkutíma leik, skaut upp í homið fjær eftir skallasendingu frá Zamorano. Lazio var meira með boltann í fyrri hálfleik en átti ekki skot að marki mótherjanna, sem skutu þrisvar að hinu markinu. Eftir hlé þyngdist sókn Lazio en Inter gat leyft sér að bakka og snúa síðan vörn í sókn með gagnsókn- um. Guerino Gottardi lék síðasta hálftímann með Lazio, var settur inn á í þeirri von að hann mundi jafna metin og fékk eitt færi en skallaði yfír slána. Tveir leikmenn voru reknir af velli undir lokin; varnarmaðurinn Taribo West frá Nígeríu fyrir brot á miðherjanum Pierluigi Casiraghi hjá Lazio sjö mínútum fyrir leikslok og á síðustu mínútu fór varamaðurinn Matias Al- meyda frá Argentínu sömu leið eftir brot á Ronaldo. Inter tapaði úrslitaleiknum í fyrra þegar þýska liðið Schalke vann í vítakeppni, en ítalska liðið fagnaði sigri í keppninni í þriðja sinn, varð einnig meistari 1991 og 1994. Þar með hefur Inter fimm sinnum orðið meistari í Evrópu- keppni, en liðið varð Evrópu- meistari 1964 og 1965. Shearer ákærður fýrir spark ENSKA knattspyrnusambandið kærði í gær Alan Shearer, fyrirliða enska lands- liðsins, fyrir óprúðmannlega framkomu í leik Newcastle og Leicester á miðviku- daginn var. Umdeilt atvik varð í leiknum, þegar Shearer vii'tist spai-ka viljandi í andlit eins leikmanna Leicester, Neil Lennon. Shcarer hefur verið boðaður á fund aganefndar knattspyrnusambandsins. Gi'aliam Kelly, framkvæmdastjóri þess, hefur skoðað sjónvarpsupptöku af atvik- inu, og segir það nauðsynlegt, með hags- muni íþróttarinnar í huga, að Shearer fái tækifæri til þess að gera grein fyrir sinni hlið málsins og kalla til vitni - telji hann nauðsyn á. Dagsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin. Shearer segist hafa sparkað óviljandi í andlit Lennons og atvikið líti mun verr út í sjónvarpi en það hafí verið í raun og veru. Hann hafí gert það til að losa fót sinn, sem flæktist í Lennon efth' að þeir lentu sam- an, og hafi óvart rekist í andlit Leicestei'- mannsins. Lennon fékk blóðnasir og auk þess skurð og skrámur í andlitið. Meistarar Arsenal steinlágu á Anfield Nýkrýndir Englandsmeistarar Arsenal voru kjöldregnir af Liv- erpool á Anfield í gærkvöldi en heimamenn unnu 4:0 og gulltryggðu sér þriðja sætið í ensku úrvalsdeild- inni. Áhangendur Liverpool höfðu engar áhyggjur en notuðu tækifærið og skutu á nágrannana í Everton, ekki síst formanninn, sem var einu sinni á bandi Liverpool. „Johnson, starfí þínu er lokið!“ stóð á einum borðanum. „Bolton, gangi ykkur vel!“ var yfirskriftin á öðrum en sem kunnugt er fellur annaðhvort Everton eða Bolton. Leikmenn Liverpool stilltu sér upp í heiðursvörð fyrir leikinn og sýndu meisturunum þannig tilhlýði- lega virðingu. Hins vegar hugsuðu heimamenn fyrst og fremst um að sigra þegar út í leikinn var komið og þurftu ekki að hafa mikið fyrir stig- unum. Dennis Bergkamp og Emmanuel Petit léku ekki með Ars- enal vegna meiðsla en David Sea- man, Tony Adams, Martin Keown, Nigel Winterburn og Marc Overmars fengu frí. Þá fór Ian Wright meiddur af velli eftir sam- stuð við Paul Ince í seinni hálfleik en Wright var síðast í byrjunarliði Ar- senal 14. janúar. Breiddin er greini- lega ekki eins mikil og af hefur verið látið því lið gestanna átti ekkert í mótherjana. Fyrirliðinn Paul Ince gerði tvö mörk á tveimur mínútum upp úr miðjum fyrri hálfleik og Michael Owen bætti þriðja markinu við fimm mínútum fyrir hlé. Þetta var 18. mark Owens í deildinni og fjórum mínútum síðar fékk hann tækifæri til að ná tveggja marka forystu í keppn- inni um markakóngstitilinn en Manninger, sem hafði leikið sex leiki í deildinni án þess að fá á sig mark, varði lausa vítaspyrnu miðherjans snjalla. Oyvind Leonhardsen gerði fjórða markið skömmu fyrir leikslok. Karlheinz Riedle fékk tvö góð mark- tækifæri í fyrri hálfleik og Ince gat náð þrennunni. Arsenal fékk líka færi, einkum eftir hlé, en þá bjargaði Brad Friedel í tvígang frá Wright. Haukur Ingi Guðnason var vara- maður hjá Liverpool en fékk ekki tækifæri. Reuters Ronaldo meö enn eitt gulliö RONALDO frá Brasilíu er sannkallaður gulldrengur í knattspyrnu og í gærkvöld bætti besti knatt- spyrnumaður heims enn einni rós í hnappagatið þegar Inter vann Lazio 3:0 í úrslitum Evrópukeppni félagsliða á Parc des Princes-leikvanginum f París. Ronaldo gerði þriðja markið og leyndi ekki gleði sinni þegar bikarinn var í höfn. HSÍ skrifaði í gær undir tvo samsta Myndin er tekin er skrifað var undi Fjórir Leikirnir fars Landslið Japana í handknattleik kemur til landsins á laugardaginn og mun leika hér fjóra leiki, tvo við A- landsliðið og tvo við 20 ára landsliðið, sem er að undirbúa sig fyrir und- ankeppni EM, sem fram fer í næsta mánuði. Leikimir fara allir fram utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti lands- leikurinn verður í Neskaupstað á laugardagskvöld. Japanska liðið er að undirbúa sig fyrir undankeppni HM 1999 og óskaði sérstaklega eftir að fá að koma í æfingaferð til Islands. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, sagði ákvörðun HSÍ um að leika utan höfuðborgarsvæðisins við Japan lið í útbreiðslu handknattleiksins hér á landi. Hann sagðist vonast til að þessir leikir yrðu félögum á landsbyggðinni frekari hvatning til að hefja iðkun handknattleiks innan sinna vébanda. Róbert Sighvatss< Aðeir w Ohætt er að segja að í þessum leik gegn Kiel höfum við komið okkur sjálfum á óvart með því að sýna hvað við getum, eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Róbert Sig- hvatsson, handknattleiksmaður með Bayer Dormagen. Liðið bjargaði sér frá falli í 1. deild, a.m.k. um sinn með því að leggja meistaralið Kiel, 25:20, í síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar um liðna helgi. „Þessi frammistaða er gott veganesti fyrir viðureignimar við Schutterwald," sagði Róbert. Með Dormagen leikur einnig Héðinn Gilsson. Róbert sagði ennfremur að rætt hefði verið um það í fjölmiðlum að dómgæslan hefði verið þeim hag- stæð á lokasprettinum gegn Kiel, en hann sagðist ekki vilja taka undir það. „Við voram tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur vom eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.