Morgunblaðið - 07.05.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 07.05.1998, Síða 8
KNATTSPYRNA Landsliðsmaðurinn Guðni Bergsson í samstarf með helstu mótherjunum Stofnuðu trygginga miðlunarfýrirtæki Mótherjar verða samherjar ÞRÍR þekktir knatt- spyrnumenn í þremur lið- um ensku úrvalsdeildar- innar stofnuðu fyrir skömmu tryggingamiðl- unarfyrirtækið Profile með aðsetur i London. Mótherjarnir eru því orðnir samherjar og ekki ber á öðru en þeir séu ánægðir með samvinn- una. Á myndinni eru frá vinstri enski lands- liðsmiðherjinn lan Wright hjá Englandsmeisturum Arsenal með konu sinni Deborah Wright, enski landsliðsmiðherjlnn Les Ferdinand hjá Tottenham, Melanie Burns, fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins, og íslenski landsliðs- maðurinn Guðni Bergs- son, fyrirliði Bolton. FYRIR skömmu stofnuðu fjórir einstaklingar tryggingamiðlun- arfyrirtækið Profile með aðsetur í London á Englandi. Athygli vekur að í hópnum eru þrír þekktir lands- liðsmenn í knattspyrnu; enski markakóngurinn og landsliðsmaður- inn Ian Wright hjá nýkrýndum Eng- landsmeisturum Arsenal, enski landsliðsmiðherjinn Les Ferdinand hjá Tottenham og landsleikjahæsti leikmaður Islands, Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton. Miklir möguleikar Spurður um stofnun fyrirtækisins sagði Guðni að hugmyndin hefði fæðst hjá framkvæmdastjóra fyrir- tækisins en hann, Wright og Ferdin- and fallið fyrir henni. „Melanie Burns, framkvæmda- stjóri Profile, starfaði fyrir annað tryggingamiðlunarfyrirtæki, sem meðal annars þjónustaði knatt- spyrnumenn,“ sagði Guðni um að- dragandann. „Hún hafði séð um tryggingamál okkar til nokkurra ára og fékk þá hugmynd að stofna eigið fyrirtæki. Hún hefur unnið lengi á þessum vettvangi, sá ýmsa nýja möguleika, hvað betur mætti gera og orðaði hugmyndina við okkur. Málið þróaðist og svo fór að við þrír kom- um inn sem hluthafar með henni, fyrirtækið var stofnað og eigum við fjögur öll jafnan hlut.“ Gaman að vinna saman Vagga knattspyrnunnar er á Englandi og að flestra mati er bar- áttan í íþróttinni hvergi meiri en í ensku deildakeppninni. Hún hefur líka meira aðdráttarafl en keppni í öðrum löndum, veltan er gífurleg og liðin stjörnum prýdd. Mikið er í húfí og skiljanlega eru mótherjar ekki bestu vinir í leik, allra síst varnar- menn og sóknarmenn. Því er um- rædd samvinna sérstaklega athygli- verð. „Það er rétt, það er nokkuð skemmtilegt að vera kominn í við- skiptasamvinnu með þessum mönn- um sem ég hef leikið á móti undan- farin ár. Ferdinand er mjög öflugur og mikið þarf fyrir honum að hafa. Hann er geysilega fljótur, kröftugur og sterkur skallamaður. Ian Wright er heldur enginn aukvisi eins og menn vita, mikill markaskorari og erfíður andstæðingur eins og Ferdinand. Enginn er annars bróðir í leik og við höfum ekkert gefíð eftir í baráttunni en það er ágætt að við getum unnið saman í viðskiptunum." Lögfræðin að skila sér Guðni er lögfræðingur að mennt og einn fárra háskólamenntaðra leik- manna i ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að senn liði að því að hann kæmist á aldur í fótboltanum og þá mætti gera ráð fyrir að lögfræðistörf tækju við en þessi fyrirtækjarekstur væri góð undirstaða. „Það fer að styttast í að knatt- spymuferlinum ljúki og ég hef hugs- að mér að nýta lögfræðinámið. Eg á Atvinnumenn í íþróttum eru ekki þekktir fyrir að standa jafnframt í viðamiklum fyr- irtækjarekstri. Landsliðsmaðurinn Guðni Bergsson er undantekning og því ræddi Steinþór Guðbjartsson við hann í tilefni þess að hann hefur stofnað tryggingamiðl- unarfyrirtæki með tveimur enskum lands- liðsmönnum í knattspyrnu. von á að starfa sem lögfræðingur á íslandi þegar þar að kemur en þetta er byrjunin." Lokaritgerð Guðna, sem hann lagði fram fyrir ári, fjallaði um fé- lagaskiptareglur á íslandi og Englandi, hvort þær hafi staðist og standist íslenskar, enskar og evr- ópskar lagareglur, og sagði hann að hún ætti eftir að nýtast sér í starfi. „Til þessa hafa félögin átt rétt á gjaldi fyrir leikmenn eftir að samn- ingi þeirra hefur lokið. Auðvitað er þetta allt mun smærra í sniðum heima en engu að síður hafa félögin átt rétt á ákveðnu gjaldi fyrir leik- menn, sem skipta um félag innan- lands. Sama hefur átt við innan Eng- lands nema nú hefur reglunum verið breytt þannig að séu leikmenn orðn- ir 24 ára eiga þeir rétt á frjálsri sölu. Þegar ég skrifaði ritgerðina átti það ekki við en ég benti á að reglurnar stæðust hvorki ensk lög né evrópsk- an rétt. Ég velti þessum reglum fyr- ir mér og það er aldrei að vita nema vinnan nýtist í framtíðinni. Vel má vera að ég eigi eftir að standa í um- boðsmennsku fyrir leikmenn og þá getur þetta hjálpað.“ Guðni sagði að hann ætlaði að koma efni ritgerðarinnar til skila á Englandi í sumar. „Það hefur verið í bígerð að setja saman grein á ensku en í sumar eiga umræddar breytingar varðandi 24 ára leikmenn og eldri að koma til framkvæmda. Ég hef hugsað mér að velta þessum málum upp og benda á að þessi réttur eigi tvímæla- laust að ná líka til yngri leikmanna. Reglur á samkeppnissviði Evrópu- réttarins og enskar lagareglur benda tvímælalaust til þess að menn eiga rétt á því að vera lausir allra mála frá atvinnuveitanda eftir að samningi lýkur og annað viðgengst hvergi nema í íþróttaheiminum." Horft til íslands úr Tottenhamhverfi Profile er í Trafalgar House, Grenville Place, Miil Hill, sem er skammt frá æfingasvæði Tottenham í London. Það minnir á að Guðni hóf ferilinn á Englandi hjá Tottenham og ætla mætti að hann hefði hug á að fara þangað aftur en slíkt er ekki á döfinni enda Guðni nýbúinn að gera samning við Bolton til þriggja ára. „Fyrirtækið sem framkvæmda- stjórinn okkar starfaði hjá, var á þessum slóðum og þjónustaði þó nokkuð marga leikmenn Tottenham. Tottenham hefur mikið fylgi í þessu hverfi og Melanie Burns er þarna öllum hnútum kunnug en við þre- menningamir komum mest lítið ná- lægt rekstrinum - hún rekur fyrir- tækið ásamt nokkrum starfsmönn- um.“ Að sögn Guðna sérhæfir Profile sig í útvegun hagstæðra trygginga fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þar sem það hefur greiðan aðgang að víðtækum tryggingamarkaði Lund- úna er hugmyndin m.a. að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að bjóða íslenskum fyrirtækjum og ein- staklingum þjónustu fyrirtækisins. „Ég veit að fyrir eru fyrirtæki á þessu sviði og markaðurinn er lítill og sérhæfður en allt hefur opnast með Evrópska efnahagssvæðinu og við gerum okkur vonir um að hægt sé að finna flöt á starfsemi fyrirtæk- isins á íslandi. Framtak Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í bíla- tryggingum hefur sýnt að hvers kon- ar samkeppni er yfirleitt til góðs heima á litla markaðinum á Islandi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.