Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞINGHÚS Bosníu stendur uppi en er nánast í rúst, einsog sjá má. Endurbygging stendur yfir á vegum Evrópusambandsins og langt mun komið að
gera við neðstu hæðina! Húsið stendur við Leyniskyttutröð - Sniper Alley - en þarna var skotið á íbúa Sarajevo fyrsta sinni, 6. aprfl 1992. Fólkið
safnaðist saman til að mótmæla átökum í landinu, en leyniskyttur höfðu komið sér fyrir á þaki Holiday Inn hótelsins handan við götuna.
IBÚAR Sarajevo voru í aðal-
hlutverkum harmleiksins
sem heimsbyggðinni var
boðið upp á í sjónvarpi miss-
erum saman þar til fyrir
tveimur árum, en hefðu helst af
öllu viljað sleppa við þá athygli.
Fjöllin æptu en fólkið vildi síst af
öllu heyra þann söng. Allir hafa
heyrt uppsetningar verksins getið,
flestir fylgdust með en ég hygg
fæstir átti sig á hvað gerðist inni á
sviðinu og hvers vegna stykkið var
sett upp. Leikritið var nefnilega
ekki aðeins í sjónvarpinu; hrylling-
urinn var raunverulegur, en hann
skynjar varla nokkur maður nema
sá sem var á staðnum.
Sarajevo er falleg borg, liggur í
dalverpi, umlukt fjöllum eða hæð-
um á alla vegu og er því ákjósan-
leg sviðsmiðja í umsátri. Miljacka
áin rennur gegnum borgina og á
kafla lá víglínan alveg niður að
henni; Serbar hertóku sem sagt
hluta borgarinnar þaðan sem auð-
velt var fyrir leyniskyttur að at-
hafna sig í yfirgefnum húsum. Að
öðru leyti lá víglínan utan byggðar
og hávaðinn barst úr öllum áttum;
öskur úr alls kyns stríðstólum,
stórum og smáum. Enginn var
óhultur og ýmsir bera merki hlut-
verkanna.
Hersveitir Serba sátu um borg-
ina, sprengjum rigndi
dag hvem og leyniskytt-
ur myrtu fjölda fólks.
Fyrsta árásin var gerð 5.
apríl 1992 og tæpum
mánuði síðar, 2. maí,
höfðu hersveitir Serba
umlukt borgina. Umsátrið stóð í
tæp fjögur ár; 26. febrúar 1996 var
borgin „opnuð“ og 19. mars fékk
ríkisstjórn Bosníu-Herzegovínu
afhentan síðasta hluta borgarinn-
ar, Grbavica, skv. Dayton sam-
komulaginu. 10.615 höfðu verið
drepnir í Sarajevo, þar af 1.601
bam. Umsátrið hafði staðið yfir í
1.395 daga sem er hið lengsta í
sögu nútímamannsins.
Astandið er að sumu leyti orðið
gott. Hafi menn handbært fé
skortir þá ekkert. Sú sorglega
staðreynd blasir hins vegar víða
við að margir borgarbúa hafa nán-
ast ekkert handa á milli. Margar
verksmiðjur vom starfræktar í
borginni fyrir stríð en engin er
komin í gang á ný. Fjöldinn missti
vinnuna og veit varla sjálfur
hvemig hann fer að því að draga
fram lífið. Fólk ypptir öxlum þegar
spurt er. Einhverjir fá enn aðstoð
frá alþjóðlegum hjálparsamtökum
en ekki í miklum mæli, að sögn.
Hljóðið í eldra fólki er mun
verra en þeim sem yngri em.
Roskið fólk virðist einungis sjá
svartnætti framundan. Segir lífið
ömurlegt þar sem það geti ekki
framfleytt sér með vinnu. Unga
fólkið, sérstaklega það sem vald
hefur á erlendum tungumálum, lít-
ur hins vegar björtum augum fram
á veginn. Tungumálakunnátta er
gulls ígildi. Enska reyndist mörg-
um vel í stríðinu; erlendir blaða-
og fréttamenn sem dvöldu í Bosm'u
meðan á stríðinu stóð þurftu á
túlkum að halda og greiddu vel
fyrir. Sömu sögu er að segja af
stjórnmálamönnum og fulltrúum
alþjóðlegra samtaka og stofnana.
Þeir sem mæla einnig á frönsku og
jafnvel þýsku eða spænsku eru á
grænni grein.
Allir höfðu nóg
„Fyrir stríð höfðu allir nóg og
voru ánægðir," segir Sabina, skrif-
stofustúlka um þrítugt, sem
starfar fyrii- erlent fyrirtæki. Hún
er frá Svartfjallalandi en hefur
bróðurpart ævinnar búið í þeim
hluta fyri-verandi Júgóslavíu sem
nú er Bosnía. „Flestir áttu hús-
næði, bíl, nóg að borða, höfðu
vinnu og áttu nóga peninga. Fóru í
frí, bæði sumar og vetur og margir
áttu sumarhús. Líf fólksins hér í
Sarajevo, einsog annars staðar í
Bosníu, var sem sagt
mjög gott. Nú er hins
vegar allt breytt. Fáir
hafa efni á því að fara
neitt en fólk reynir þó
að vera hamingjusamt
þó það sé erfitt.“
Hún staðfestir að mikil upp-
bygging hafi átt sér stað á síðustu
tveimur árum, síðan stríðinu lauk,
„þó líklega sé erfitt fyrir mann
sem er að koma hingað í fyrsta
skipti, einsog þú, að trúa því, eyði-
leggingin er svo mikil. En gífur-
lega mikið hefur verið byggt upp.
Ástandið verður betra á endanum
og ég held fólk átti sig á þvi að
þetta tekur tíma. En „stríðinu" -
tímabilinu sem fólk talar um sem
stríð - lýkur að mínu mati ekki
fyrr en flóttafólkið kemur heim
aftur. Talað er um að 200 þúsund
hafi farið í burtu, langflestir til
Þýskalands, og ómögulegt er að
koma strax aftur. Fólkið hefur
ekkert hingað að gera.“
Þrátt fyrir mikla uppbyggingu
er gríðarlegt starf óunnið. „Verk-
smiðjur, vegir, rafveita, vatnsveita,
íbúðarhúsnæði - allt er þetta
meira og minna í ólagi," segir einn
viðmælandi minn. „Rafmagnið er
reyndar komið í lag, við fáum notið
þess allan sólarhringinn en vatn er
Hljóðið í eldra
fólki er mun
verra en þeim
sem yngri eru
ÁHRIFAMIKIÐ var að koma í þennan kirkjuarð í grennd Ólympíu-
mannvirkjanna frá vetrarleikunum 1984. Þetta var knattspyrnuvöllur,
sem breytt var í kirkjuarð í striðinu. í baksýn er skautahöllin frá vetr-
arleikunum, sem er í rúst. Á myndinni eru íslenskir landsliðsmenn
í körfuknattleik, Helgi Jónas Guðfinnsson og Teitur Örlygsson.
EIN nokkurra glæsilegra verslana þar sem nýjasta tískan er í boði.
Fatnaðurinn er dýr og flestir láta sér nægja að kíkja í gluggana.
MEÐAL þess sem bannað er að koma með inn í Skenderija-verslana-
miðstöðina, sem er neðanjarðar, eru skammbyssur; slíkt þykir líklega
sjálfsagt víðast hvar, en rétt að taka það fram í Sarajevo!
skammtað; við höfum rennandi
vatn í tvær klukkustundir tvisvar á
dag. Vatnsveitukerfið skemmdist
skiljanlega ákaflega mikið í
sprengjuárásunum, og afar kostn-
aðarsamt verður að koma því í
samt lag á ný.“
Ánægð og bjartsýn
Emina er hálfþrítug háskóla-
stúlka. Ekki er annað að heyra en
hún sé bæði ánægð og bjartsýn.
Fullyrðir það raunar. Emina, sem
er múslimi, starfar sem túlkur
samhliða námi. Hún getur unnið
að vild og launin eru 200 þýsk
mörk á dag. Um 8.000 krónur. „Ég
vinn yfirleitt 5 daga í mánuði og
hef því 1.000 mörk í laun [um 40
þúsund krónur]. Pabbi er fram-
kvæmdastjóri í fyrirtæki hér í
borginni og fær 600 mörk í mánað-
arlaun en mamma vinnur í háskól-
anum og hefur 400 mörk.“ Stúlkan
fær sem sagt jafnmikið fyrii- fimm
daga vinnu og foreldrarnir samtals
fyrir fulla vinnu hvort. „Mér finnst
þetta fínt; ég vinn í fimm daga en
annars get ég haft það huggulegt,
verið í skólanum og svoleiðis.
Besta starfið hér er að vera túlkur.
Mestu máli skiptir að kunna er-
lend tungumál og ég er mjög
ánægð með að ég skyldi læra
ensku á sínum tíma. Ég tók það
upp hjá sjálfri mér fyrir nokkrum
árum.“
Þegar hún hugsar til baka segir
Emina fyrstu mánuði stríðsins
hafa verið skelfilega. „Þá voru allir
mjög hræddir. Fólk hírðist niðri í
kjallara meðan fallbyssuskotunum
rigndi yfir borgina. En ekki var
allt neikvætt. Allar máltíðir voru
sameiginlegar; fólk var reyndar
meira og minna saman og tengslin
urðu gríðarlega sterk. Þetta var
hið jákvæða og það reyni ég ætíð
að tala um þegar stríðið ber á
góma. Það er mjög sérstakt að
vera svona saman öllum stundum
og fólk hafði í sjálfu sér gaman af
því að fá tækifæri til þess, þó
kringumstæðurnar væru auðvitað
skelfilegar.
Að nokkrum mánuðum liðnum
verða menn hins vegar hundleiðir
á því að hanga ofan í kjallara, fara
því bara út og hugsa sem svo að
engu máli skipti hvort þeir verði
drepnir eða ekki. Við veltum því
ekki lengur fyrir okkur; það hljóm-
ar ef til vill undarlega en við vönd-
umst því að lifa við stríðsástandið.
Ekkert skipti máli; erfitt var að
vera óhultur fyrir leyniskyttum,
fólk sem hafði orðið fyrir skoti lá á
víðavangi, en við gengum bara
framhjá, eða hlupum; en höfðum
engar áhyggjur. í sannleika sagt
skipti ekkert máli lengur. Svona
var þetta öll fjögur árin.
Sprengjuhríðin stóð stundum
lengi yfir og á meðan fór auðvitað
enginn út, en þegar fjöldamorðin
áttu sér stað hafði hríðinni slotað
og allt var með kyrrum kjörum. Þá
fór fólk vitaskuld út, til að ná sér í
mat eða í öðrum erindagjörðum,
jafnvel einungis að viðra sig því
menn verða brjálaðir á því að
hanga lengi í kjallaranum. Þegar
fólkið hafði verið úti góða stund og
átti sér einskis ills von hófst
sprengjuhríðin skyndilega aftur.“
Henni var orðið sama um líf sitt,
einsog að framan er getið, „en
mamma var mjög hrædd þegar ég
fór út að heimsækja vini mína.
Þeir sem urðu eftir inni voru miklu
hræddari en ég sjálf, en stað-
reyndin er sú að þó ég væri ein-
hvers staðar inni gat ég alveg eins
átt von á að verða drepin; félli
sprengja á húsið einsog algengt
var.“
Móðirin skipaði svo fyrir að
börnin tvö, Emina og bróðir henn-
ar, væru aldrei saman á ferð ut-
andyra; „ætti það fyrir okkur að
liggja að deyja ættum við ekki að
vera saman svo hún missti okkur
ekki bæði.“
Ég sem var nýbúin að
þvo mér um hárið...
Vert er að velta því fyrir sér
hvort sinnuleysi um eigið líf sé
eðlilegt við aðstæður einsog fólkið
í Sarajevo bjó við. Það var í