Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 B 5
Á NOKKRUM stöðum starfrækir fólk „bókahúðir" undir berum himni.
ÞESSI maður hefur líklega
ekki kíkt oft út um gluggann í
stríðinu. Kúlnagötin í veggnum
bera þess merki hver hættan
var þá, en nú er hún engin - að-
eins sól, ferskt loft og ferða-
menn, í mesta lagi vopnaðir
myndavél, fyrir utan.
MINJAGRIPAVERSLANIR bjóða ýmiskonar varning, sums staðar eru
t.d. seld skothylki úr stríðinu, útskorin, en í þessari búð voru þau ekki
á boðstólum. „Ég vil ekki hagnast á einhverju sem hefur orðið fólki að
fjörtjóni," sagði afgreiðslumaðurinn.
BEÐIÐ í röð til að borga rafmagnsreikninginn.
frá hjálparstofnunum. Hún, einsog
fleiri, var óánægð. „Sumir hafa
vinnu og þurfa lítið að kvarta en
fæstir hafa vinnu. Líf þein’a er
ömurlegt."
Athyglisvert er að bera saman
verð á hlutum, annars vegar á
markaðnum sem áður er nefndur,
hins vegar í verslunum í miðborg-
inni. Eg rakst til að mynda á háls-
bindi á markaðnum sem föl voru
fyrir 5 þýsk mörk, en samskonar
hálstau kostaði 45 mörk í
verslunarmiðstöð við
miðbæinn. I stórverslun
sem ég kom inn í fyrir
hálfum öðrum áratug í
gömlu Júgóslavíu, ekki
ýkja langt frá Sarajevo,
var boðið upp á lítið annað en risa-
stóra ísskápa sem stóðu í löngum
röðum. Og gúmmískó. Nú svigna
hillur i ákveðnum búðum í Sara-
jevo undan nýmóðins tækjum;
Philips, Moulinex, Siemens, Boss.
Alls kyns matarvinnsluvélar og
hvað þessar græjur heita. Verðið
sýndist mér reyndar ekki sérlega
hagstætt en úi'valið var mikið.
Levis’ gallabuxur kosta 130 mörk í
verslunarmiðstöðinni, sem eru um
5.400 krónur, en 90 mörk, um 3600
kr., i gamla bænum; tyrkneska
hlutanum einsog heimamenn kalla
hann, en Tyrkir réðu borginni fyr-
ir margt löngu.
Allt var fáanlegt -
á svarta markaðnum
Tungumálakunnátta er dýr-
mætasta eign unga fólksins; gulls
ígildi, einsog framar er getið.
„Svona var þetta líka í stríðinu því
allir útlendingarnir sem tengdust
því með einhverjum hætti þurftu
túlka. Fyrir þau störf var gríðar-
lega vel greitt og fólk naut jafn-
framt þeirra forréttinda að geta
keypt mat í sérstökum búðum sem
settar vora upp meðan á stríðinu
stóð. Besta vinkona mín
vann til dæmis fyrir
[bandarísku sjónvarps-
stöðina] NBC, hafði
mjög há laun og sömu-
leiðis aðgang að um-
i’æddum verslunum:
Þær voru ætlaðar starfsfólki Sam-
einuðu þjóðanna en fulltrúar fjöl-
miðla höfðu einnig aðgang. Gætu
menn sýnt skilríki á þeirra vegum
voru þeir á grænni grein; gátu
keypt allt sem hugurinn girntist.
Við fengum baunir, mjöl og hrís-
gi-jón en í þessum búðum átti her-
aflinn gnóttir alls. Heimsbyggðin
hélt að hingað væri stanslaust
flogið með mat í mannúðarskyni,
en málið var ekki svo einfalt; rétt
er að hingað kom gríðarlega mikill
matur en stór hluti hans var fyrir
herafla Sameinuðu þjóðanna.
Heimamönnum var þetta kunnugt
og öfunduðu þá sem nutu þeirra
forréttinda að komast í birgðirnar.
Mikið var um að hermenn á vegum
SÞ laumuðu varningi út og seldu á
svörtum markaði. Sömuleiðis
heimamenn sem höfðu aðgang að
búðunum og mögulegt var að þéna
vel á viðskiptunum. Dós af Coca
Cola, sem keypt var á
hálft eða eitt þýskt
mark, var til að mynda
seld á svarta markaðn-
um á 10 eða jafnvel 15
mörk. Sama var með
súkkulaði og sykur;
kílóið af sykri fékkst á 80 mörk,
kíló kaffis á 120 til 180, en braskar-
arnir höfðu jafnvel ekki keypt
þetta nema á 10 mörk.“ Eitt þýskt
mark er í dag andvirði 40 íslenskra
króna.
Og hún þekkti dæmi þess að fólk
eyddi öllu sparifé sínu til matar-
kaupa á svarta markaðnum.
„Já, það er hárrétt og það finnst
mér hi’eint ekki mannúðlegt! Eg
man að einu sinni skömmu fyrir
eina hátíð múslíma áttum við eng-
an sykur, en þá er hefð fyrir því að
búa til mikið af smákökum. Faðir
minn fór því með síðustu 150
mörkin sem við áttum [6.000 krón-
ur] og keypti tvö kíló af sykri. Við
fengum því smákökurnar einsog
við voram vön. Svona smáatriði
glöddu óskaplega mikið - og þau
gleymast seint.
En við reynum að gleyma því
slæma.“
Hún segir erfitt að meta hve
langur tími líði þar til fólk telur
ástandið orðið eðlilegt. „Fólk hefur
mikinn áhuga á þeim málum og
helsta umræðuefni hér um slóðir
eru stjórnmálin. Þegar vinir koma
saman hefjast samræður líklega á
spjalli um daginn og
veginn en enda alltaf í
pólítík, því enginn er
sáttur. Hlutirnir hafa
breyst og ég tel breyt-
ingar hafa orðið mjög
hratt miðað við hvernig
ástandið var fyrir aðeins tveimur
árum - en fólki finnst umbætur þó
ekki verða nægilega hratt. For-
eldrar mínir, sem eru um fimm-
tugt, telja sig til dæmis hafa glatað
öllu; telja sig ekki hafa nægan
tíma til að byrja algjörlega upp á
nýtt. Mér, aftur á móti, finnst ég
hafa nógan tíma. Þetta held ég sé
lýsandi fyrir ástandið; yngi-a fólk
er ánægt en þeir eldri svartsýnir.
Því miður.“
Tungumála-
kunnátta er
dýrmætasta
eignin
Þénar mánað-
arlaun beggja
foreldra á
fimm dögum
Samhjálp um hvítasurmu
Dorkassamkoma á hvítasunnudag í Þríbúðum kl. 16.00.
Samhjálparsamkoma í Fíladelfíu á annan í hvítasunnu kl. 11.00.
Hvítasunnudagur í Þríbúðum:
Dorkaskonur annast samkomuna með
fjölbreyttum söng og vitnisburðum.
Stjórnandi Ásta Jónsdóttir.
Annar í hvítasunnu í Fíladelfíu:
Fjölbreytt dagskrá með miklum söng.
Samhjálparkórinn syngur. Samhjálparvinir
segja frá reynslu sinni. Skírnarathöfn.
Ræðumaður Óli Ágústsson.
Samhjálp
ara
Allir em velkomnir.
Samkomunni í Ffladelfíu verður útvarpað hjá RUV, rás 1