Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 10
10 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
„Jú jú, en ég þótti skrýtin að öllu
leyti hvort sem var!
Það var svo margt sem mig
dreymdi um að verða á þessum ár-
um. Eg hugsaði með mér að ef ég
yrði ekki söngkona og leikkona gæti
ég orðið myndlistarkona, og ef ég
yrði það ekki gæti ég orðið rithöfund-
ur, nú og ef það gengi ekki gæti ég
bara orðið hæfileikalaus listakona,
sem ég er líklega, svo að draumurinn
hefur ræst.“
í tíma lijá Frökkum
Una Margrét lét ekki sitja við orð-
in tóm, að minnsta kosti ekki framan
af, og fór sextán ára gömul í einka-
tíma til Guðrnundu Elíasdóttur til að
læra söng. Ari síðar komst hún inn í
Söngskólann og var í tvo vetur í und-
irbúningsdeild og tvo í almennri
deild. „Eg hafði gaman af náminu og
tók þriðja stig, en ákvað þá að hætta.
Eg hafði áhuga á svo mörgu og vissi
að ef ég héldi áfram mundi ég þurfa
að gefa allt í þetta, enda er söngnám
bæði dýrt og tímafrekt."
Eftir stúdentspróf úr MR, forn-
máladeild I, lá leiðin í Háskóla Is-
lands. Hún varð B.A í frönsku árið
1990 og hóf skömmu síðar störf á
tónlistardeild Ríkisútvarpsins. „Ég
kunni frá byrjun ákaflega vel við mig
þar, því auk tónlistarinnar koma bók-
menntir, mannkynssaga og tungumál
mikið við sögu í starfinu. Eg var búin
að vera í eitt ár á tónlistardeildinni
þegar ég fór til Parísar í nám. Faðir
minn hafði heillast af borginni þegar
hann bjó þar um tíma, svo ég ákvað
að fara þangað og rifja upp söng og
tónlistarsögu. Ég var hálft ár í
Schola Cantorum og lærði þar tón-
listarsögu, söng og tónheyi-n. Þegar
ég byrjaði var verið að fjalla um tón-
list Grikkja til foma, og mér skildist
að þeir ætluðu að komast allt fram til
ársins 1600 í tónlistinni á þessum
vetri, en þar sem kennarinn vildi
ræða öll atriði mjög vandlega var
hann rétt byrjaður að tala um tónlist
frumkristninnai’ þegar ég hætti.“
Það fór því kannski ekki mikið fyr-
ir óperuíræðslu í Frakklandi, en
hvaða óperur voru annars í uppá-
haldi?
„Mér þótti vænst um La Bohéme,
Carmen og svo auðvitað La Traviata.
Ég átti mér enga uppáhaldssöng-
konu, en þóttu aríurnar best sungnar
eins ég heyrði þær fyrst. Tónlistin og
sagan í ópemnum skipta mig mestu
máli. Ef sagan er leiðinleg er óperan
ekki í eins miklu uppáhaldi hjá mér.
Foreldrar mínir gáfu mér bók um óp-
erur þar sem sagan er rakin í þeim
mörgum og hana las ég með ánægju.
Ég hef alltaf haft svo gaman af sög-
um. Ljóðasöngur þótti mér ekki eins
dramatískur og aríur í fyrstu, en það
breyttist og nú hef ég mikla ánægju
af honum líka,“
Þegar hún er spurð hvaða tónskáld
og verk séu í mesta uppáhaldi núna
lendir hún í nokkrum vandræðum.
„Ég get ekki nefnt einstök tón-
skáld og verk. Það er til stórkostleg
tónlist frá öllum tímabilum. Ég er þó
dáh'tið gefin fyrir tónlist frá róman-
tíska tímabilinu, 19. öldin hefur alltaf
heillað mig. Oft þykir mér vænt um
píanóverk og einnig óperur 20. aldar,
eins og til að mynda eftir Benjamin
Britten. En svo er ég líka hrifin af
mörgum tónskáldum sem eru minna
þekkt."
Með skrekk á æfingu
I apríl fyrii- ári ákvað Una Mar-
grét að vera með í keppninni og þá
hófst undirbúningurinn. „Ég skrifaði
hjá mér tónskáld í tímaröð, æviatriði,
helstu verk og á hvaða tíma þau voru
samin. Það gengur ekki að hlusta á
allt sem samið hefur verið, en auðvii>
að hlustar maður á margt. Keppnin
byggist upp á því að reyna að rekja
sig fram, reyna að þekkja stíl höf-
undar og svo framvegis. Við Ríkarð-
ur og Jóhannes skiptum með okkur
Norðurlöndum og kom Svíþjóð í
minn hlut. Sum tónskáld Svía þekkti
ég áður, önnur ekki. Við komum þrjú
saman og æfðum okkui’ með því að
leggja tóndæmi hvert fyrir annað.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
lagði líka tóndæmi fyrir okkur. Þegar
nær dró keppninni fóru næstum allar
frístundii- mínar í undirbúning."
Fyrstu tíu þættii-nir voru teknir
upp á tíu dögum í óperuhúsinu í
Helsinki í janúar síðastliðnum, og í
apiál voru tveir síðustu þættirnir,
sem eru öllu lengri, teknir upp. Út-
sendingar hófust svo í maí.
UNA MARGRÉT á tónlistardeildinni: „Ég óttaðist mest að ég mundi ekki muna neitt, vita neitt eða
„skandalisera“ með því að segja ekki neitt.“
Morgunblaðið/Golli
KONTRAPUNKTI
KONUR hafa ekki verið
mjög áberandi í spurn-
ingaþáttum í sjónvarpi, og
síst af öllu í samnorrænum
þáttum eins og Kontrapunkti, þar
sem keppendur þurfa helst að
þekkja hvern einasta konsert, aríu
og sinfóníu sem samin hafa verið
síðustu aldirnar. En í þáttaröðinni
sem nú er nýhafin tefla íslendingar
fram ungri konu, Unu Margréti
Jónsdóttur, og það er ekki laust við
að menn fyllist stolti, einkum kven-
þjóðin eins og gefur að skilja, þegar
hún birtist á skjánum ásamt helstu
tónlistarvitringum Norðurlanda.
Una Margrét er þar í traustum fé-
lagsskap, þeirra Ríkarðs Arnar
Pálssonar tónlistargagnrýnanda og
Jóhannesar Jónassonar lögreglu-
manns, sem báðir eru landskunnir
fyrir tónlistarþekkingu sína. Ríkarð-
ur Örn tekur nú þátt í keppninni í
sjötta sinn, en Jóhannes mætir til
leiks í fyrsta sinn eins og Una Mar-
grét,
Kontrapunktur hóf göngu sína á
Norðurlöndum fyrir nær þremur
áratugum en Islendingar tóku fyrst
þátt í keppninni árið 1990. Keppend-
ur eru þrír frá hverju landi og af
þeim fímmtán keppendum sem nú
taka þátt eru fjórar konur, frá Is-
landi, Finnlandi, Svíþjóð og Dan-
mörku. Aðeins einu sinni áður hefur
íslensk kona tekið þátt í keppninni
en það var árið 1996 þegar Anna
Magnúsdóttir keppti ásamt löndum
sínum.
Halda uppi merkinu
Una Margrét hefur starfað sem
dagskrárgerðarmaður á tónhstar-
deild Ríkisútvarpsins í tæp átta ár og
er því enginn nýgræðingur í tónlist-
inni. Hún sér til að mynda um óperu-
kvöld Ríkisútvarpsins og einnig þátt>
inn Tónstigann ásamt öðrum.
En hver var aðdragandi þess að
hún tók þátt í keppninni?
„Það var víst Anna Magnúsdóttir
Með blóm í barmi
Sígild tónlist var leikin á heimili
Unu Margi-étar og hún á ekki langt
að sækja áhugann á því sviði. Faðir
hennar, Jón Oskar rithöfundur, var í
Tónlistarskólanum og vann fyrir sér
um tíma sem píanóleikari í dans-
hljómsveitum, og móðir hennar
Kristín Jónsdóttir myndlistarkona
frá Munkaþverá, leikur á gítar. Jón
Óskar tók að sér nemendur í píanó-
leik og var dóttirin sex ára þegar hún
hóf nám hjá honum.
„Ég hafði alltaf gaman af tónlist en
það má segja að heimur tónlistarinn-
ar hafi opnast fyrir mér þegar ég var
tólf ára. Og það gerðist fyrir tOviijun.
Eitt sinn þegar ég var ein heima fór
ég að spila plöturnar hans pabba,
sem ég hafði aldrei gert áður. Pabbi
lék gjarnan sömu plötumar með
Bach og Beethoven, en ég lét þær nú
eiga sig. Aftur á móti fann ég plötu
sem mér leist vel á því að á umslagi
hennar var mynd af konu í gamal-
dags kjól með blóm í barmi. Þetta
var óperan La Traviata eftir Verdi.
Ég hlustaði á skemmtilegan diykkju-
söng úr fyrsta þætti, en á eftir hon-
um komu svo aríuiyog dúettar sem
mér leist síður á. Ég fór að skoða
umslagið og reyna að stauta mig
áfram í enskunni og komst að þvi að
óperan fjallaði um einhverja Violettu.
Pabbi sagði mér svo að óperan væri
byggð á sögunni um Kamelíufrúna
eftir Dumas, sem ég þekkti vel, svo
ekki dró sú vitneskja úr áhuganum.
Ég hélt mig við þessa plötu næstu
daga og fór svo að finnast aríurnar
og dúettarnir fallegri en drykkju-
söngurinn. Ég uppgötvaði að góð
tónlist verður betri eftir því sem oftr
ar er hiustað á hana. Ég fékk óperu-
dellu þama tólf ára gömul og ákvað
að gerast leikkona og óperusöngkona
þegar ég yrði stór.“
- Óperuunnendur eru nú yfirleitt
eldri en tólf ára, fannst jafnöldrum
þínum þú ekkert vera skrýtin?
Una Margrét Jónsdóttir sem varð óperu-
punkti. Hún leiðir Kristínu Marju Baldurs-
dóttur inn í tónlistarlíf sitt og segir frá
veru sinni meðal vitringa á því sviði.
„ÞÚ verður þá eins og Freyja milli jötnanna í Niflungahringnum,"
sagði Jóhannes, þegar talað var um að ég sæti á milli hans og Ríkarðs.
sem stakk upp á því við Ríkarð að fá
mig í keppnina,“ segir Una Margrét.
„Hann var þá búinn að tala við
nokkrar konur, því nóg eigum við af
vel menntuðum konum á tónlistar-
sviði, en þær áttu annaðhvort ekki
heimangengt eða treystu sér ekki.
Ég sat svo inni á safni tónlistar-
deildarinnar þegar Ríkarður kom
aðvífandi og spurði hvort mér hefði
nokkuð dottið i hug að keppa í
Kontrapunkti?
„Kontrapunkti? Ertu frá þér!“
sagði ég og faldi mig svo á bak við
dagblað. Starfsfélagi minn kvenkyns
sem hafði heyrt á tal okkar, gat þá
ekki stillt sig og bað mig endilega að
taka nú þátt í keppninni til að halda
uppi merki íslenskra kvenna. Mér
fannst nú tilhugsunin ein alveg frá-
leit. Ríkarður bað mig ítrekað að
hugsa málið, en það var ekki fyrr en
ég fór að heyra að hann talaði um
mig sem væntanlegan keppanda að
ég ákvað að slá til. Mér fannst það
dálítið leiðinlegt ef engin kona tæki
þátt í keppninni fyrir Islands hönd.
Og ég hugsaði með mér: Jæja, í
versta falli geri ég mig að fífli á öil-
um Norðurlöndum.“
KONANI