Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 B 11' Hún segist ekki neita því að hún hafi verið örlítið kvíðin þegar stutt var í keppni: „Ég óttaðist raest að ég mundi ekki muna neitt, vita neitt eða „skandalísera" raeð því að segja ekki neitt.“ Ekki var að sjá að Una Margrét ætti í vandræðum með að svara spyrjandanum í þættinum sem ís- lendingamir komu fyrst fram í. Þá var keppt við sjóaða Dani og Islend- ingarnir allir sem einn svöruðu sall- arólegir. Fóru svo leikar að Danir lágu í því. „Já, maður var alveg furðu róleg- ur. En líklega hef ég tekið út skrekk- inn á æfmgu sem var haldin fyrir upptöku. Við fengum tóndæmi eins og gengur og gerist í keppninni og ég hlustaði taugaóstyrk á fyrsta dæmið. Ég kannaðist strax við verkið. Þetta verk á ég að þekkja, hugsaði ég, Þetta er frægt verk, ég þekki það, hvernig stendur á því að ég man ekki hvað það heitir? Hvað er þetta!? spurði ég Ríkarð. Þetta er kynningarstef þáttarins, sagði Ríkarður. I annað sinn kom tóndæmi og það var sama sagan, ég þekkti verkið, vissi að það var vel þekkt, en allt kom fyrir ekíd, ég mundi ekki nafnið á því, sneri mér aftur að Ríkai-ði og spurði: Hvað er þetta nú!? Þetta er enn kynningarstef þáttar- ins, bara tekið af öðrum stað, ansaði hann.“ í þættinum er töluð jöfnum hönd- um danska, sænska og norska, það eru því aðeins Islendingarnir sem verða að tala annað tungumál en sitt eigið, og má ef til vill ætla að meira reyni á þá af þeim sökum. Una Mar- grét segist nota skóladönskuna sína. „Þetta er reyndar danska sem ég breytti í Unu Margi-étar sænsku. Spyrjandinn Sixten Nordström, sem er Svíi, talaði sænsku við mig og mér fannst svo óþægilegt að tala dönsku þegar ég var ávörpuð á sænsku. Mér finnst ungt fólk vera allt of hrætt við að tala dönskuna og ég er alls ekki sammála þegar það segir að það hafi enga þýðingu að læra það tungumál. Ef maður lærh- eitt Norð- urlandamálanna hefur maðm- aðgang að hinum. Ég hef reynt að halda þeirri kunnáttu við sem ég fékk í skóla, les skandinavísk blöð og tala dönsku á ferðalögum." Freyja milli jötna Þeir keppendur sem oftast hafa komið fram í Kontrapunkti eru að sjálfsögðu orðnir vel þekktir á Norð- urlöndum. Til gamans má nefna að fyrir nokki-um ámm vom íslensk hjón stödd á ferju milli Kaupmanna- hafnar og Málmeyjar og fannst kon- unni hún þá kannast alveg óskaplega vel við einn farþegann. Uss ekki tala hátt, hvíslaði hún að manni sínum, það er íslendingur hér fyrir framan okkur. Islendingur? hváði maðurinn, hann er í Kontrapunkti þessi! Vinsældir þáttarins byggjast ekki síst á því hvernig spurt er. Keppend- ur fikra sig hægt í átt til svars, leita að heimkynnum tónskálda með því að fara fyrst suður á bóginn, færa sig svo aðeins austar og ef til vill örlítið norður aftur og svo framvegis, og áhorfendur fá ráðrám til að spreyta sig líka heima í stofu. En hvemig var það fyrir Unu Margréti að hitta alla þessa frægu tónlistarspekinga? „Það var mjög sérstakt að hitta fólk sem maður hafði séð í sjónvarp- inu í mörg ár. Það tóku mér allir Ég fékk óp- erudellu þarna tólf ára gömul og ákvað að ger- ast leikkona og óperusöng- kona þegar ég yrði stór. Ef sagan er leiðinleg er óperan ekki í eins miklu uppáhaldi hjá mér. mjög vel og menn hvöttu mig óspart. Stjómandi þáttarins, Sixten Nordström, er eins og hann kemur fyrir í sjónvarpinu, ljúfur, glaðlegur og kurteis. Hann er mjög næmur og fljótur að átta sig á sterku hliðum hvers og eins. Það liggur við að hann lesi hugsanir manns. Það sama má segja um dómarana, þetta er mjög indælt fólk. Af keppendum kynntist ég best Finnum. Þeir era með ein- staklega skemmtilegt lið núna. Það var líka mjög gaman að vera í liði með þeim Ríkarði og Jóhannesi. Ríkarður er sérfræðingur í tónlist fyrri ára og ef leikin er tónlist sem hefur verið samin fyrir árið 1600, er Ríkarður ánægður. Hann veit líka það sem enginn veit um. Operar era þó kannski ekki hans sterka hiið, enda afhenti hann okkur Jóhannesi þann málaflokk. Kunnátta Jóhannes- ar er jafnari. Hann veit meira um óp- erar en ég og hann veit líka allt mögulegt sem snertir ekki tónlistina eingöngu. Það kom fyrst til tals að ég sæti á milli þem-a í keppninni og þá varð Jóhannesi að orði: Þú verður þá eins og Freyja milli jötnanna í Nifl- ungahringnum." Þú átt að vera þama Að sjálfsöðgu fá menn ekki að vita hvernig leikar fóru, úrslitin verða ljós í lok júlí, en það má líklega spyija hvort menn séu sáttir? „Ég er bara nokkuð sátt. Ég vissi ekki við hverju ég mátti búast. Þátt- takan hefur skilað mér skemmtilegri reynslu og ekki hefur hún skaðað sjálfstraustið nema síður sé. Ég hef öðlast meiri vitneskju um tónlist og kynnst mörgum verkum sem ég hef ekki hlustað á áður, til dæmis langar mig til að heyra meira eftir William Walton, svo ég nefni einhver nöfn. En tónlistarsmekkurinn hefur þó ekkert breyst." - Hvernig finnst svo foreldrum þínum og unnusta að sjá þig í þess- um fræga þætti? „Ég held þau séu bara ánægð með það. Ég hef horft á þennan þátt frá því að hann hóf göngu sína hér í sjónvarpinu, og ég man að eitt sinn sagði faðir minn þegar við horfðum á hann saman: Þú átt að vera þarna.“ Nú er tækifærið! Við erum að innrita í matartæknanám ♦ Um er að ræða námsbraut fyrir þá sem vilja læra að matreiða heilsufæði og sérfæði. ♦ Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitir matartæknum starfsréttindi. ♦ Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf, starfsreynsla og annað nám er metið. ♦ Námstími er þrjú ár, bæði í skóla og á starfsnámsstað. Mikil vöntun er á matartæknum til starfa á vinnumarkaðinum. Innritun virka daga frá kl. 8.00 til 16.00 Frekari upplýsingar veitir kennslustjóri. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg 200 Kópavogi. Sími 544 5530, fax 554 3961, netfang mk@ismennt.is Fosshótel Vatnajökull Nýtt og glæsilegt hótel við Vatnajökul (lOkm frá Höfn). 26 vönduð herbergi með baði. I hótelinu er mjög góóur veitingasalur með útsýni yfir jökulinn. Skemmtileg afþreying er í boði eins og t.d. jeppaferðir upp á jökul, sigling á Jökulsárlóni og gönguferðir í Skaftafelli. Fosshótel Hallormsstaður Sumarhótel meó 38 nýjum og glæsilegum herbergjum, í notalegu umhverfi Hallormsstaðarskógar. Veitingasalur opinn allan daginn, alla daga. Góð sundlaug er á staðnum, og hægt er að fara í skemmtilegar gönguferðir um skóginn. Verið velkomin ■ÍIMHHI Afþreying þin - okkar ánægja FOSSHÓTEL VATNAJÖKULL Simi: 178 2555 • Fax: 478 2444 F0SSHÓTEL HALLORMSSTAÐUR Simi: 471 1705 • Fax: 471 2197

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.