Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógrækt- arferð í Hafnarfirði ÁRLEG ferð í gróðurreit Banda- lags kvenna í Hafnarfirði verður farin fimmtudaginn 4. júní. Mæt- ing er kl. 19. Reiturinn, sem er rétt við Kaldárselsveg, er merkt- ur. Farið er á eigin bílum. Að gróðursetningu lokinni verður í boði hressing. Háskóli íslands Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 4. til 6. júní 1998. Allt áhugafólk er vel- komið á fyrirlestra í boði Háskóla Is- lands. Dagbókin er uppfærð reglu- lega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Fimmtudagurinn 4. júm': Skólaþróun og listir. Ráðstefna haldin í Háskólabíói. 9.30-9.45 Setn- ing Björn Bjamason menntamála- ráðherra. 9.45-10.00 Opnun ráð- stefnustjóra, kynning á ráðstefnu- innihaldi og aðalfyrirlesara. 10.00-11.40 Fyrirlestur Dr. Elliot Eisner The Educational Uses of As- sessment and Evaluation. 11.00-12.00 Dr. Ingólfur Á. Jóhann- esson. Samantekt úr fyrirlestri Eisners. Fyrirspumir og umræður. 13.00-13.20 Guðrún Geirsdóttir. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. 13.20-13.40 Sigurjón Mýrdal. Ný sýn og ný tækni í menntun. 13.40-14.00 Guðríður Adda Ragnars- dóttir. Geta fallgreining og símat reynst skilvirk kennslu- og stjóm- tæki í skólum? 14.20-14.40 Dóra S. Bjamason. I spy with my en- ' lightened eye. Changes in Reykjavík preschools. 14.40-15.00 Anna Jeppesen og Lilja Jónsdóttir. Þema- nám er líka alvömnám. Námsmat í skapandi starfi. 15.20-15.40 Unnur G. Kristjánsdóttir. Mat á gildi mynd- mennta. 15.40-16.00 Guðrún Geirs- dóttir og Dr. Ingólfur Á. Jóhannes- son samantekt og umræður. Föstudagurinn 5. júní: Skólaþróun og listir. Ráðstefna haldin í Háskólabíói. 9.30-9.45 Blokkflautusveit Tónlistarskólans í Kópavogi. 9.45-10.00 Opnun ráð- stefnustjóra, kynning á ráðstefnu- innihaldi. 10.00-11.00 Fyrirlestur Dr. Elliot Eisners. What do the Arts teach? 11.00-12.00 Dr. Guðrún Helgadóttir. Samantekt úr fyrir- lestri Eisners. Fyrirspurnir og um- ræður. 13.00-13.20 Rósa Júlíusdótt- ir. Að vinna með kenningar Eisners. 13.20-13.40 Gréta Mjöll Bjarnadóttir og Sigfríður Bjömsdóttir. Ný öld - Norræn framtíðarsýn. 13.40-14.00 Soffía Vagnsdóttir. 14.20-14.40 Bryndís Gunnarsdóttir. Barnamenn- ing. 14.40-15.00 Ásta Vigdís Jóns- dóttir og Guðrún Halldóra Sigurðar- dóttir. Drög að námsefni og skipu- lagi fyrir tveggja eininga sjónlistaá- fanga í brautarkjarna framhalds- skóla. 15.00-15.20 Marteinn Sigur- geirsson og Anna Flosadóttir. Hvert liggur mín leið? 15.20-15.40 Dr. Guð- rún Helgadóttir og Rósa Júlíusdóttir samantekt og umræður. Laugardagurinn 6. júní: Málvísindastofnun Háskóla ís- lands hefur tekið að sér að halda The Tenth Conference of Nordic and General Linguistics í Reykjavík dag- ana 6.-8. júní 1998. Á dagskrá ráðstefnunnar í ár, sem fer fram í Odda, era þrír gestafyrir- lestrar. Anders Holmberg (Tromso), fjallar um setningafræði, Inge Lise Pedersen (Kaupmannahöfn) um fé- lagsleg málvísindi og Tomas Riad (Stokkhólmi) um hljóðkerfísfræði. Að auki verða haldnir 44 almennir fyrirlestrar og tvær smiðjur (works: hops) með um 15 erindum samtals. I annairi smiðjunni verður fjallað um „bestunarmálfræði" og hinni um merkingarfræði. Fyrirlestrahaldið stendur í 2 daga. Dagskrá ráðstefn- unnar er kynnt á heimasíðu hennar. Netfang ráðstefnunnar er nordcon- fErhi.hi.is og veffang http://www.rhi.hi.is/Inordconf Sýningar Stofnun Árna Magnússonar, Ámagarði við Suðurgötu Handrita- sýning „Þorlákstíðir og önnur Skál- holtshandrit" er opin daglega kl. 13-17 frá 1. júní til 31. ágúst 1998. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn Trú og tónlist í ís- lenskum handritum íyrri alda. 30. maí til 31. ágúst 1998. Sýningin tengist Listahátíð og verður opnuð með dagskrá um íslenska kirkju- og trúartónlist. Haraldur Sigurðsson og kortafræðin. 4. maí til 30. ágúst 1998. Sýning var opnuð á fæðingar- degi Haralds, en hann hefði þá orðið níræður. Orðabankar og gagnasöfn. Ollum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á veg- um Háskóla Islands og stofnana hans. Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Lands- bókasafn íslands - Háskólabóka- safn. Gegnir og Greinir. http:// www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http:/ /www.lexis.hi.is/ Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands vikuna 1.-5. júní: 4. júní kl. 8.45-16.15. Langvinnir verkir: Áhrif og afleiðingar lang- vinnra verkja og meðferðarmögu- leikar. * Sérstakir gestafyrirlesarar eru hjónin Basil og Birgitta Finer frá Uppsölum í Svíþjóð. Þau era læknir og hjúkrunarfræðingur að mennt og hafa sérhæft sig m.a. í notkun nálastungna, dáleiðslu og „psychodrama" við meðferð lang- vinnra verkja hjá einstaklingum og hópum í um tvo áratugi. Þau eru vel þekktir fyrirlesarar á sínu sviði og verður flutningur þeirra á ensku. Auk þeirra; Torfí Magnússon, lækn- ir, sérfræðingur í heila- og tauga- sjúkdómum, Sigurður Árnason læknir, sérfræðingur í krabbameins- sjúkdómum og Anna Kristín Krist- jánsdóttir, sjúkraþjálfari. 5. júní kl. 8.45-17.00. Langvinnir verkir: Vinnusmiðja Sálfræðileg meðferð langvinnra verkja og dá- leiðsla. Basil og Birgitta Finer frá Uppsölum í Svíþjóð. .4 Hrossaræktendur Toppur frá Eyjðlfsstöðum Litur ► 2500 Brúnn Núverandi eig. ► Snorri Rafn Snorrason, sími 555 4218 F. ► 802 Hrafn 68 frá Holtsmúla F.F. ► 663 Snæfaxi 63 frá Páfastöðum F.M. ► 3781 Jörp 54 frá Holtsmúla M. ► 5017 Sera 76 frá Eyjólfsstöðum M.F. ► 587 Neisti 59 frá Skollagróf M.M> 4886 Perla 71 frá Eyjólfsstöðum Hæsti dómur 1990 Mál: 145 155 30,0 19,0 Sköpulag: 8,5 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 = 8,53 Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,39 AðaL: 8,46 Kynbótamat: Hæð Prð 6r% Höf Hál Bak Sam Fót Rét HÓf Töl Brk Skð Stö Vil Geð Feg Aðe Fv Afk AfD 0.8 90 81% 124 115 128 133 110 111 107 125 122 111 119 118 124 127 127 0 222 21 Öry% 93% Notkunarstaðir Húsnotkun ►Gunnarsholt símar 482 1611 og 897 6247 Fyrra gangmál ► Hrossaræktarsamtök Suðurlands Hrunamannahreppur, sími 486 6596 og 482 1611 Seinna gangmál ► Ketilsstaðir, Austurland, sími 471 1769 og 471 1703 FRÁ opnun í Norðurá. Þar hefst veiði í fyrramálið og má búast við því að menn setji þar í ‘ann. Hjólin farin að snúast STAN GAVEIÐIFÉ L AG Reykja- víkur gengst fyrir árlegum barna- og unglingaveiðidegi sínum við El- liðavatn laugardaginn 6. júní næst- komandi. Gengur uppákoman undir nafninu „Veiðimót barna og ung- linga 16 ára og yngri“ og er þátt- taka ókeypis. Stefán Ágúst Magnússon, stjóm- armaður hjá SVFR og einn umsjón- armanna barna- og unglingastarfs- ins, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að dagar þessir hefðu ávallt verið vel sóttir og starfíð verið þakklátt. „Krakkarnir hafa skemmt sér vel og augljóst að í hópnum eru margir upprennandi veiðisnillingar,“ sagði Stefán. Skráning hefst klukkan 9 að morgni í þjónustuskálanum sem stendur skammt frá brúnni milli El- liðavatns og Helluvatns. Mótinu lýkur klukkan 12 og verður afli þátttakenda þá veginn, mældur og skráður. Keppt er til verðlauna í ýmsum flokkum og verða verðlaun afhent á uppskerahátíð þessa ald- urshóps hjá SVFR sem haldin verð- ur í vertíðarlok í haust. Sumarskilyrði Laxveiðiárnar era ekki opnar enn sem komið er, en eigi að síður era margir laxveiðimenn farnir að hafa áhyggjur af vatnsbúskap í ánum í sumar. Snjór er víðast lítill eða eng- inn og eigi árnar ekki að seytla „niðri í grjóti“, eins og stéttin kallar það, þá þarf að rigna vel og ræki- lega með jöfnu millibili. Annað eins hefur svo sem gerst. En til marks um ástandið í ánum, þá sagði Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki Langár, í samtali við blað- ið á fímmtudag, að á þriðjudags- kvöldið hefði áin verið 12 gráðu heit. „Hún er „hitch“-heit,“ sagði Ingvi og átti við að kjörhita fyrir gáru- hnút er náð. Er með ólíkindum að því sé að fagna svo snemma á ver- tíð, eða beinlínis áður en hún hefst. Þá sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós, að áin væri um þessar mundir í „venjulegu sumarvatni" sem væri veralega óvenjulegt svo snemma. Þó er það ekki án dæma. Laxinn sést nú víða Það hefur bæst í laxahópinn í Laxá í Kjós. Á föstudagskvöldið sáu menn til þó nokkurs af físki, en á fimmtudaginn hafði aðeins tekist að telja sjö. Aftur á móti virðist vera talsverð ferð á laxinum, því nokkru eftfr að 20-30 fiskar sáust í Kvíslafossi að sunnan voru þeir flestir á bak og burt. Áin er hlý og fiskurinn líklega þegar byi-jaður að dreifa sér. Sést hefur lax á Breiðunni í El- liðaánum og lax var að stökkva þar fyrir neðan á háflóði á föstudags- kvöld. Þá hefur lax orðið vart í Norðurá sem vonlegt er, enda geng- ur hann jafnan í hana upp úr miðj- um maí og þó ekki hafí sést lax í Þverá svo vitað sé þá má heita ör- uggt að hann sé einnig kominn í hana. Það eru Norðurá og Þverá sem eiga snemmgengustu laxa- stofna landsins. í engar aðrar ár á íslandi gengur lax í jafnmiklum mæli jafnsnemma. Lax hefur sést stökkva af og til í Straumunum, ármótum Norðurár og Hvítár og einhvers staðar í hér- aðinu nærri þeim stað missti sil- ungsveiðimaður agnið óvart upp í 10 punda hrygnu fyrir fáum dögum. 20% afsláttur af lego sumarjökkum þessa viku barnafatnaður í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.