Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 14

Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 14
<14 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Kristján Magnússon ÁRNI Scheving við víbrafóninn sem telst hans aðalhljóðfæri. Hlj óðfæraleikari í nær hálfa öld Arni Scheving er einstaklega fjölhæfur tónlistarmaður og spilar á fjölda hljóðfæra, en víbrafónninn verður að teljast höfuðhljóð- færi hans. Hann hefur í rúma fjóra áratugi verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hefur leikið með ýmsum helstu dans- hljómsveitum landsins allt frá því um miðjan sjötta áratug aldar- innar. Ólafur Ormsson ræddi við Arna um tónlistarferil hans ogþaðsemhann er að fást við í dag og næstu verkefni EGAR ég steig út úr bif- reið við glæsilegt einbýlis- hús númer 6 við Gljúfrasel í Seljahverfi í Reykjavík veitti ég því athygli að þar er óvenju gróðursælt. Stórar aspir og greni- tré prýða umhverfið og þaðan af i hæðinni er útsýni yfir í Kópavoginn, Fossvoginn og út á hafið í fjarska. Þetta er nýlegt hverfi og þar eru áberandi einbýlishús og raðhús og þar er allt ákaflega snyrtilegt og hver reitur skipulagður. Seljakirkja er í næsta nágrenni og Öldusels- skóli. Þama er fjölskrúðugt mannlíf og ekki fjarri að ætla að þar hafi sú kynslóð kosið að mynda sér framtíð- arheimili, sem var að alast upp á sjöunda áratug aldarinnar með Bítalatónlistina í eyrum. Bílskúrsdyr stóðu opnar við Gljúfrasel 6. I farangursgeymslu, ' aftur í jeppabifreið var vinalegur, ljósbrúnn hundur, Kátur, í eigu Arna Scheving og hundurinn eins og kinkaði til mín kolli og með annarri framlöppinni líkt og benti mér á tröppumar upp að útidyra- hurðinni þar sem Árni kom til dyra. Ami er af annarri kynslóð en Bítla- kynslóðin. Kynslóð Arna Scheving hlustaði á djasstónlist. Arni Schev- ing verður sextugur 8. júní næst- komandi. Hann er meðalmaður á hæð, kvikur í hreyfingum og gæti þess vegna stundað líkamsrækt án þess að væri getið um það sérstak- lega í fjölmiðlum. Hann ber aldur- inn vel. Hárið er svolítið farið að grána. Mörg undanfarin ár hefur ' hann starfað með yngri og eldri djassleikurum og tónlistarmönnum að skapandi tónlist. Hann hefur ver- ið atvinnutónlistarmaður í rúm fjöratíu ár með mörgum helstu danshljómsveitum landsins. Eg tók af mér yfirhöfnina og kom henni fyrir í gömlum og lúnum fata- skáp, á heimili Áma og konu hans, Valgerðar Þorsteinsdóttur. Heimili þeirra Áma og Völu er einstaklega skemmtilegt og sannkallað menn- ingarheimili, í Ijósum og björtum - litum. í stofu er glæsilegt píanó og þar era málverk og teikningar áber- andi eftir ýmsa þjóðkunna lista- menn. I eldhúsi, yfir rjúkandi kaffi- bolla rifjaði Ámi Scheving upp eitt og annað á löngum ferli. Upphafið - mótunarárin „Ég er fæddur í Reykjavík árið 1938. Foreldrar mínir era Þóranna Friðriksdóttir húsmóðir og Einar Scheving húsasmiður. Þau voru bæði af Fljótdalshéraði og aðfluttir Reykvíkingar. Ég ólst upp í Laug- arneshverfinu, sem var í útjaðri Reykjavíkur á þeim árum, en skemmtilegt hverfi og auðvitað gósenland fyrir okkur strákana. Breski herinn hafði haft þarna bækistöðvar á stríðsáranum og þar var heilt þorp af hermannabrögg- um. Þama var fiskvinnslustöð og það fyrsta sem maður gerði þegar skóla lauk á vorin var að breiða salt- fisk á grjótið niður við fjöruna og þar fengum við strákarnir vinnu. Sundlaugamar við Sundlaugaveg- inn vora auðvitað mjög vinsæll stað- ur hjá unga fólkinu. Ég átti ósköp venjulega æsku. Ég fór í Laugamesskólann sem var góður skóli og þótti af mörgum framarlega í kennsluháttum og þar kynntist ég fyrst tónlistinni. Þar sat ég í stórri blokkflautusveit sem var sldpuð fjöratíu krökkum. I Laugar- pesskólanum man ég vel eftir Pálma Péturssyni, sem var kennari minn að mestu í gegnum allan barnaskólann, góður maður, sem er látinn fyrir nokkrum árum. I Laug- amesskóla lauk ég þessu svokallaða unglingaprófi og þá var ég að að huga að því að verða vélstjóri. Ég sá að góð leið til að fara þá leiðina var að fara í Gagnfræðaskóla verknáms, sem þá var til húsa við Hringbraut- ina. Ég tók þar gagnfræðaskólapróf en var þá kominn á kaf í spila- mennsku.“ Er það þá þegar á bamsaldri að þú færð áhuga á tónlist? „Já, ég lá fyrir framan útvarps- tækið, fimm, sex ára og hlustaði mikið á tónlist. Foreldrar mínir sögðu að ég hefði legið yfir tónlist sem var flutt í útvarpinu." Varstu alinn upp í stóram systk- inahópi? „Við eram þrjú alsystkinin. Faðir ^ninn var giftur áður og átti einn son fyrir, Öm. Ég er elstur af okkur alsystkinunum. Ég á yngri bróðir, Birgi, og yngst er Sigurlín. Birgir fetaði í fótspor föður okkar og er húsasmíðameistari en Sigurlín er flugfreyja.“ Hvaða tónlist heyrðir þú fyrst í útvarpi? „Það var tónlist með útvarps- hljómsveitinni og hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Síðan fór ég að hlusta á Tchaikovsky. Ég man að ég hlustaði mikið á verk eins og Hnetubrjótinn. Ég var átta ára þeg- ar ég byrjaði í þessari flautusveit í Laugamesskólanum og þá á blokk- flautu. Við sátum þarna hlið við hlið, ég og Ragnar Arnalds alþingismað- ur. Mig langaði alltaf í harmoníku. Ég ætlaði reyndar að læra á píanó og gekk yfir í næsta hús til Aage Lorange og sótti einhverja tíma hjá honum, en við áttum ekkert hljóð- færi heima. Tímarnir vora öðravísi þá og erfitt að eignast hljóðfæri á þeim árum. Við bræðurnir höfðum sérherbergi og voram í kojum. Ég svaf í efri koju og Birgir í neðri koju. Svo var það eitt kvöldið þegar ég var tíu ára og ætlaði að fara að sofa, að þá var harmoníka undir sænginni, sem faðir minn hafði keypt. Ég svaf ekkert þá nótt, ég sat og spilaði allt sem ég kunni og æfði mig og gat spilað töluvert mik- ið um morguninn. Þetta var eigin- lega byrjunin. Síðan var stofnuð hljómsveit í Laugamesskólanum. Við nutum tilsagnar góðra manna. Þetta var einvala lið sem vann þarna við Laugarnesskólann." Varstu byrjaður að spila í hljóm- sveit í Gagnfræðaskóla verknáms? „Já, þá var ég byrjaður að spila. Ég byrjaði að sækja tíma hjá Bjarna Böðvarssyni á harmoníku um 1952 og var hjá honum tvo vet- ur. Hann var þá með tónlistar- kennslu í kjallaranum í Einholti, þar sem hann bjó. Stundum þurfti hann taka sér frí og þá sendi hann son sinn, Ragnar Bjarnason, til að kenna í staðinn. Raggi er oft vitna í það að hann hafi verið kennari minn á harmoníku. Árin 1953-54 vorum við með tríó, ég á harmoníku, Jón Páll Bjarnason á gitar og Guðmund- ur Steinsson á trommur. Við voram þarna eftirsótt tríó og það var mjög spennandi tími og við spiluðum fyrir hina og þessa skóla. Við hlustuðum allir mikið á djass. Við fengum menn eins og Gunnar Ormslev og Sigurbjöm Ingþórsson og fleiri góða menn reyndar til að hitta okk- ur í Austurbæjarskólanum um eftir- miðdag og spila með okkur. Fyrsta kennsla á víbrafón hjá Svavari Gests Árni rifjaði upp aðdraganda þess að hann lærði á víbrafón. „Hrafn Pálsson bað mig að koma með sér til Akureyrar að spila á Hótel KEA og þar vorum við með tríó, Hrafn á píanó, ég á harmoníku og víbrafón og Sigurður Jó- hannssson spilaði á trommur. Hann varð síðar bæjarfulltrúi á Akureyri. Við vorum þarna vetur- inn 55-56.“ Var það í fyrsta skipti sem þú spilaðir á yíbrafón í danshljómsveit? „Nei. Ég var reyndar búinn að vera með víbrafón heima. Svavar Gests kenndi mér á víbrafón og leyfði mér að spila með hljómsveit sinni á laugardögum um nokkurra mánaða skeið í Breiðfirðingabúð. Það voru búin að vera mikil heila- brot hjá okkur Jóni Páli með harm- oníkuna. Báðir ætluðum við að spila djass. Það vora ekki margir harm- oníkuleikarar í þá daga. Þar var þó Art van dam, sem ég hlustaði mikið á. Þá hélt Jón Páll að víbrafónninn lægi betur fyrir mér ef ég vildi skipta um hljóðfæri. Þeir voru með búð í Hafnarstræti, Kristján Krist- jánsson og Svavar Gests og þeir fluttu inn fyrir mig víbrafón. Svavar átti þá heima við Sund- laugaveginn og hann kom reglulega til mín og lét mig spila. Ég spilaði þarna eftir alls konar kennslubók- um sem hann lét mig hafa og ég afl- aði mér. Svavar hlýddi mér alltaf yfir, hann var mjög nákvæmur og hafði lært á sílófón og víbrafón á Juliard. Þannig að hann gaf mér ekki færi á að svíkjast undan. Þetta var grunnurinn að því ég gerðist ví- brafónleikari. Ég fór að hlusta mik- ið á þessa gömlu meistara, ví- brafónsins." Atvinnutónlistarmaður Áríðandi símtal norður til Akur- eyrar breytti áformum Árna Schev- ing. Skyndilega fékk hann tilboð sem hann gat auðvitað ekki hafnað. „I marsmánuði 1956 hringdi Kri- stján Kristjánsson í mig norður og spurði hvort ég vildi koma í KK sextettinn í maí. Ég þurfti að fá mig lausan til að fara suður. Ég hafði ráðið mig fram í júní. Það er kannski dálítið spaugileg saga með þennan víbrafón sem ég fór með norður. Hann hélt illa stillingu og hann var falskur. Ég fékk píanó- stillingarmann til að hjálpa mér við að stilla hann. Það er bæði hægt að hækka og lækka nóturnar. Við vor- um þama einn til tvo daga að stilla víbrafóninn, búnir að ná honum nokkuð hreinum. Ég setti hann í kassa og upp á vöruflutingabifreið. Þegar hann kom svo norður var hann hálfu verri. Þannig að ég spil- aði meira á hannoníkuna en ví- brafóninn, ég var mjög pirraður á hljóðfærinu. Ég fór síðan suður, sautján ára, og byrjaði í KK sextettinum. Þar kynntist ég öguðum vinnubrögðum. Það voru æfingar nokkrum sinum í viku, á ákveðnum tímum dagsins. Það var spilað, fimm til sex kvöld í viku. Ólafur Gaukur og Jón Sig- urðsson voru útsetjarar í hljóm- sveitinni, fyrir utan að við fengum útsetningar erlendis frá; Söngkona var Sigrún Jónsdóttir. Ég var með KK þar til hljómsveitin hætti 1. jan- úar 1962. Við spiluðum síðast á gamlársdag ‘61. Árið 1957 var Kristján ekki á landinu, þurfti að skreppa frá og Jón „bassi“ var þá hljómsveitar- stjóri á meðan. Einmitt þá vorum við að fara suður á Keflavíkurflug- völl, að spila sem við gerðum einu sinni í viku, þegar Sigrún veiktist, og þá voru góð ráð dýr. Hvaða söngvara áttum við að fá með okk- ur? Ég hafði heyrt Ragnar Bjama- son syngja í Breiðfirðingabúð og fannst hann góður og spurði Jón. - Viltu ekki prófa Ragnar!? Okkur leist einhvem veginn ekki á að fara með karlsöngvara suður á Keflavík- urfiugvöll, það hafði ekki þekkst áð- ur. En það varð úr að Ragnar fór með okkur og það gekk ágætlega. Músíkin sem við spiluðum áður en rokkið kom var djass og suður- amerísk músík. Þetta var mjög skemmtilegt tímabil. Dansleikirnir í Þórskaffi byrjuðu þannig að áhorf- endur komu strax klukkan níu og sátu til tíu og hlustuðu á tónleika. Síðan fór fólk að streyma inn á dansleikinn. Vinnubrögðin voru gíf- urlega markviss. Við vorum með möppur og það voru í kringum 500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.