Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 16
^6 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 DÆGURTONLIST MORGUNBLAÐIÐ RAPP er ekki bara fyrir lita; bæði er að bleiknefjum hefur á stundum tekist bærilega upp og svo að aðrir minnihlutahópar, til að mynda spænskumælandi, hafa á köflum náð prýðilegum árangri á rappsviðinu. Þar í sveit skipar sér Big Punislier sem sendi frá sér fyrstu breið- skifuna fyrir skemmstu. Big Punisher er engin smá- smíði eins og nafnið gefur til kynna; á þriðja hundrað kíló að þyngd, en rappar eins og ballettdansari. Hann segist sjálfur ekki líta sig öðrum aug- um en þeldökka starfsbræður sína, enda hafí það verið fyrir tilstilli þeirra að hann sneri sér að rappinu; sérstaklega eftir að hafa heyrt í Rakim. „Það er ekkert mál að rímbinda alls kyns veigalítið kjaftæði, en þeg- ar menn vilja rím eins og Rakim er eins gott að standa sig,“ segir hann og bætir við að hann hafí komist á plast með því að leita uppi rappforingja í nágrenninu og fara í rímglímu við hann. „Þegar hann heyrði að ég gat tekið hann í nefið og alla þá sem han kallaði til bauð hann mér að vera með í einu lagi og þar með var ég kominn á kortið." Big Punisher er spænsku- mælandi eins og getið er, ætt- aður frá Puerto Rico. „Víst kynni ég að neta það að verða fyrstur spænskumælandi rapp- ara að ná gullsölu, enda myndi ég sanna fyrir öðrum spænsku- mælandi listamönnum að þeir standa engum á sporði ef þeir hafa trú á sjálfum sér. Minn helsti metnaður er þó að vera nefndur í sömu andrá og aðrir rapparar; að vera settur á stall með Rakim, 2Pac, Biggie Smalls...“ Radiohead-Airbag How Am I Driving BADIOHEAD airBAG / HOW AM 1 DRIVING? 1426148550 -mis nmi ALBUM is MMECIWTHEUSA the miCE finally find me. BíHa- bær BÍTLABÆRINN Keflavík heitir diskur sem Geimsteinn gefur út og hefur meðal ann- ars að geyma gamlar og óút- gefnar upptökur með Hljóm- um. Diskurinn er gefínn út í tengslum við Poppminjasafn- ið í Keflavík. Meðal laga á diskinum eru 34 ára gamlar upptökur með Hljómum á áður óútgefnum lögum eftir Gunnar Þórðar- son, Fleygðu ekki neinu í flýti frá þér og Húmið er hljótt. Þetta eru fyrstu lögin sem Gunnar samdi og fyrstu upptökurnar sem til eru með Hljómum. Lögin hafa aldrei áður verið gefin út en þau voru hljóðrituð í Ríkisút- varpinu árið 1964. Bítlabærinn Reykjavík er fyrsta útgáfa Poppminja- safnsins og á diskinum, sem er tvöfaldur, eru eingöngu flytjendur frá Suðurnesjum. Meðal söngvara eru Einar Júlíusson, Ellý Vilhjálms, Engilbert Jensen, Fmnbogi Kjartansson, Gunnar Þórð- arson, Hljómar, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Helga- son, Júdas, Karl Hermanns- son, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Sigmundsson, María Baldursdóttir, Ruth Reginalds, Rúnar Júlíusson, Savanna tríóið, Shady Owens, Trúbrot, Vignir Bergmann, Vilhjálmur Vil- hjálmsson, Þorsteinn Egg- ertsson og Þórir Baldursson. Fjöldi annarra listamanna kemur við sögu, til að mynda Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Björgvin Halldórs- son, Gunnar Jökull Hákonar- son, Gunnar Ormslev, Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar, Hljómsveit Svavars Gests, Karl Sig- hvatsson, Pétur Östlund, Rúnar Georgsson og Tryggvi Hiibner. Framleiðandi og yfirum- sjónarmaður disksins er Rúnar Júlíusson. NÝ EP PLATA - [6 NÝ LÖGl Ensími í litsterkum liósum i, A POPP í Reykjavík tónleikunum í Loftkastal- anum um næstu helgi stíga á stokk í fyrsta sinn ýmsar sveitir, þar á meðal ein, Ensími, sem heldur þá fyrstu eiginlegu tónleika sína, en þó er sveitin að ljúka við breiðskífu. Ensími skipa tónlistarmenn úr ýmsum áttum og liðs- menn mjög svo ólíkra sveita. Ensímingar hafa áður leikið með sveitum eins og Jet Black Joe, Strigaskóm #42 og Quicksand Jesus, svo fáeinna sé getið, en aðdragandi sveitarinnar er einmitt að tyeir forðum meðlimir Jet Black Joe, Hrafn og Jón Öm, fóru að fást við tónlist saman. Þeir segja svo frá að upphaflega hafí þeir fengist við tölvur og hljómborð og ætlað sér að gerast „tölvu- kallar“, en fóru svo að sakna æf- inganna og þess að vera að glamra saman. Þá fóru fleiri að bætast í hópinn, fyrst Franz og síðan komu liðsmenn og fóru, meðal annars kom Oddný og fór Eftir Árna Matthíasson og kom aftur, þar til í janúar að síðasti Ensímingur bættist við, Kjarri. A þessum tíma varð til nokkuð af lögum sem tóku breytingum þegar sveitin fór að spila saman í endanlegri mynd. Ensími byrjaði svo á að taka upp kynningarupptökur eftir að hafa unnið lagasafnið í hörgul heima í æfingaplássi og útgefanda leist svo vel á að hann dreif sveitina í hljóðver að taka upp. Eðlilega hefur því lítið verið um spilamennsku, en eins og getið er leikur Ensími á tónleikum í Popp í Reykjavík, en hefur reyndar rignt niður tvívegis í kosningaspiliríi og að auki stungið nefinu inn í Gaukinn. Eins og áður er getið fór sveitin í hljóðver með fastmótaðar skoðanir á því hvernig mál ættu að skipast þar, en þegar vinna hófst með Adda 800 upptökumeistara tók tónlistin óvænta stefnu. „Addi kom með fullt af skemmtilegum hugmynd- um og kynnti okkur fyrir tölvunni sinni þannig að við gerðum mikið af því að nota tölvuunnar takt- lykkjur og ýmislegt fleira,“ segja Ensími, „og það má segja að við séum búin að spila á allt í hljóðver- inu sem hægt er að spila á, taka upp og eiga við í tölvum til að gefa sem skemmtilegastan takt,“ segja þau, en einnig brugðu þau sér á nærliggj- andi lager til að fá rétta hryndýpt. Tóndæmi sem gefin eru við spjallið benda til þess að Ensími hyggist leika fjölbreytta tónlist; spanna frá glaðværu kraftapoppi í vellandi sýru. Þau segjast reyndar ekkert velta fyrir sér heildar- sýn eða svip; „Sjálf kunnum við best að meta plöt- ur sem eru fjölbreyttar og gerum því það sem okkur langar hverju sinni. Við völdum ekkert á væntanlega plötu eftir því hvernig lögin pössuðu saman eða ekki, heldur bara þau lög sem okkur þótti skemmtilegust." Hefur ef til vill sitt að segja að liðsmenn koma úr ólíkum áttum, léku á sinni tíð kraftmikla sýru, grenjandi dauðarokk, klassíska tónlist, djúprist popp og svo mætti telja. Hljóm- sveitin á þó skurðpunkt í Ensími og ekki síst vegna þess að allir hafa sitt að segja í tónlistinni, hver meðlimur hefur sitt atkvæði. „Það má segja að í hljóðverinu höfum við tekið stefnu í átt að raf- eindatónlist og eigum örugglega eftir að nota þannig hljóð og hljóðfæri í framtíðinni," segja liðs- menn, en bæta við að sökum þess að lítill tími hef- ur gefist til að fella saman ný stflbrigði verði skrefið varla stigið til fulls á tónleikunum í Héðis- húsinu. Það bíður þá bara betri tíma, en fyrsta tækifæri til að sjá Ensími á sviði í góðum hljóm og litsterkum Ijósum verður í Popp í Reykjavík um næstu helgi og ástæða til að hvetja sem flesta til að ljá liðsmönnum hennar eyra. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Lífhvatar Ensími; Jón Örn Jónsson, Franz Gunnarsson, Kjartan Róberts, Hrafn Thoroddsen og Oddný Sturludóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.