Morgunblaðið - 05.06.1998, Page 1
fe
<... ■
FAÐMLÖG HANDA STÓRUM OG SMÁUM/2 ■ VERÐLAUN OG BARN SAMA
PAGINN/3 ■ ÞJÓNAR RÉTTVÍSINNAR/4 ■ PENSLAR OG TÖLVUR TIL
LISTSKÖPUNAR/6 ■ UNGAR FYRIRSÆTUR/7 ■ ASTHANGA JÓGA/8 ■
GEIR, Vilhjálmur og Logi töldu sig löglega í
vaðlauginni og létu ekki á sig fá þótt krakka-
skarinn færi vaxandi í kringum þá.
sundhettur
EINN af þessum skínandi dögum á landi
sem stundum er kallað frostpinni. Æp-
andi sólskin og allir í lauginni sem vett-
lingi eða armkútum geta valdið. í Laugardals-
lauginni er alltaf fjör á slíkum dögum svo miða-
sölustúlkurnar komast varla í kaffi.
„Við erum miðsvæðis og njótum þess ríku-
lega,“ sagði Kristján Ögmundsson,
forstöðumaður Laugardalslaugar.
„Útlendingar skjótast hingað af
tjaldstæðinu sem er við hliðina, elli-
lífeyrisþegar af dvalarheimilum í
nágrenninu og svo eru náttúrlega
óteljandi fastagestir sem mæta
óháð veðrinu."
Kútar fyrir fullorðna
I vaðlauginni sátu þeir Logi
Unnarson Jónsson, Geir Brynjólfs-
son og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, úrvalsdeild-
armenn í knattspyrnu, en þessa dagana at-
vinnumenn í busli.
„Hér er tilvalið að flatmaga, spjalla og
ná sér í lit,“ sögðu þeir samtaka og and-
mæltu því að vaðlaugin væri einungis
fyrir börn. „Það er samt eiginlega vegna
Loga sem við erum héma, hann gæti
lent í ógöngum á meira dýpi,“ sögðu Geir og
Vilhjálmur glottandi en gátu þó tæplega státað
af sundafrekum sjálfir. „Okkur sýnist fæstir
koma í sundlaugarnar til þess að synda, að
minnsta kosti ekki á svona sólardögum".
Þegar grennslast var fyrir um sundfatastílinn
kom í ljós að Vilhjálmur var í Þróttarabuxum.
Iflegt
undir
sólinni
Fyrir það fékk
hann glósur frá
vinum sínum í þá
veru að þeir sem
mættu í síðum og
víðum stuttbuxum
hlytu að hafa eitt-
hvað að
fela... Geir
var í ljós-
blárri sund-
skýlu af
Morgunblaðið/Golli
gamla skólanum en Logi í tvílitri boxaraskýlu,
merkjavöru að sögn hinna. Hins vegar kváðust
þeir lítið spá í sundfatatísku, hægt væri að
kaupa sér fyrir lítið fé sundfatnað sem dygði
jafnvel og hvað annað.
En hvað með kútatískuna? „Það er bara
gamli góði björgunarhringurinn, sá áfasti,“
sagði Vilhjálmur hlæjandi. „Hann
svínvirkar!“
Best í frosti
í sundlauginni sjálíri voru stadd-
ar þær Aldís Asmundsdóttir og
Brynja Kristjánsdóttir. Þær skört-
uðu línhvítum sundhettum og
brostu breitt í sólinni. „Við mætum eiginlega
með sundhettumar af gömlum vana, þetta er
vetrarútbúnaður sem við höfum ekki ennþá
lagt.“ Aldís keypti pífusundhettuna í Þýska-
landi fyrir átta árum en Brynja fann sína í
snyrtivöruverslun á Laugaveginum.
„Við stoppum hér í svona hálfan annan tíma
flesta virka daga, syndum 2-300 metra og njót-
um nuddpottanna. Annars er albest í laugunum
í hörkufrosti, þá fyrst koma heitu pottamir að
réttu gagni,“ sögðu Aldís og Brynja, líflegar í
rósóttum sumarsundbolum.
Megin forsenda góðrar heilsu er góður svefn.
Markmið okkar er að tryggja viðskiptavinum okkar úrvals vörur þar sem menn njóta góðrar
hvíldar. Nú bjóðum við nýja vöruflokka og meira úrval en áður...sjón er sögu ríkari.
CHIROPRACTIC
Heilsudýnur
^ETRI DVa/4 - BETRAB^
Ný þjónusta:
opið alla daga vikunnar. Virka daga: kl. 10:00-18:00
laugardaga: kl. 11:00-14:00, sunnudag: kl. 13:00-16:00
I N U
I
X
9
ÍD