Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 6

Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 6
6 B FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Það er óneitanlega einn af vorboðunum á Akureyri þegar Myndlistaskólinn í bænum heldur árlega -------------------- ------------------------------y------------------------ .— -------------------------- útskriftarsýningu sína. Hanna Katrín Friðriksen og Arni Sæberg, ljósmyndari, nutu vorsins á Norðurlandi með því að skoða fjölbreytt verk myndlistanema á öllum aldri og ræða við forsvarsmenn skólans og nemendur. ELSA MARIA GUÐMUNDSDÓTTIR 24 ÁRA útskrifuð úrfagurlistadeild Við njótum þess hve skólinn er lítill „Eg er alin upp við lykt af olíumáln- ingu,“ útskýrir Elsa María aðspurð af hveiju hún hafi valið að stunda nám -- við faguriistadeild Myndlistaskólans. Elsa María útskrifaðist nú í vor, en leið hennar lá í myndlistaskólann eftir að hún kláraði nám á myndlistabraut Menntaskólans á Akureyri á sínum tíma. „I fagurlistadeildinni er okkur í leiðinni boðið upp á að kynnast tölvu- tækninni. Þar njótum við þess að vera í fámennum skóla þar sem tölvukostur er góður,“ segir hún. Það er mikill kostur hve Myndlistaskólinn er fámennur, að sögn Elsu Maríu. „Þetta er mjög gefandi. Samgangurinn er mikill, við kynnumst öll vel og náum að miðla þekkingu og reynslu á milli. Ég var skiptinemi í Finn- landi í einn mánuð árið 1996 og þar var fyrirkomulagið allt öðru vísi og verra. Þar var hver nemandi að vinna í sínu herbergi og samskiptin voru eftir því.“ Elsa María segist alltaf hafa stefnt að því marki sem hún hefur nú náð, að útskrifast úr fagurlistadeild Myndlistaskólans. „Faðir minn, Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, er myndlistamaður og kennari hér við skólann. Það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér.“ - Náminu aldrei lokið Elsa María fór fyrst á myndlistanámskeið tólf ára gömul í gamla húsnæði skólans á Glerárgötu. Námskeiðin urðu fleiri og hún segir það nauðsynlegt að hafa undirbúið sig vel fyrir námið. „Maður læiir hins vegar aldrei nóg í þessu fagi. Þetta er líka erfitt að því leyti til að maður þarf að treysta svo mikið á sjálfan sig. Það er ekki hægt að leita í bækurnar til þess að leysa ein- hverjar formúlur. Þetta snýst um það að skapa eitthvað, búa eitthvað tU, og ef maður er ekki agaður, þá eru skilin efth- því. Svo er maður líka aldrei viss um það sem maður er að gera.“ Elsa María á von á barni í júlí nk. og ætlar því að taka sér frí frá frekara námi í eitt ár. Efth- það hefur hún hug á að nema uppeldis- og kennslufræði við Háskólann á Akureyri. „Ég hef mikinn áhuga á því að kenna bömum myndlist og vona að ég fái vinnu við það hér á Akureyri,“ segir hún. Penslar og tölvur til listsköpunar „ÞETTA er tuttugasta og fjórða skólaárið sem nú er að renna sitt skeið,“ segir Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlista- skólans á Akureyri, sem við stöndum og virðum fyrir okkur verkin á vorsýningu skólans í Listagilinu. I skólanum eru rúmlega 320 nemendur. Dag- skólanemendur eru þrjátíu og fjórir auk gestanema sem koma og fara. Aðrir nemendur skól- ans eru á kvöldnámskeiðum, börn, unglingar og fullorðnir. „Þessi skóli hefur þá sérstöðu að spanna allt skólasviðið," seg- ir Helgi. „Auk dagskólans erum við með námskeið fyrir alla ald- urshópa." Um tíu prósent nemenda í dagskólanum eru erlendir, auk þess sem nokkrir nærrænir gestanemendur, sem hafa hlotið Nordplus styrk, dvelja tímabundið á Akureyri og stunda nám í sérnámsdeildum skólans. Erlendir gestir við skólann eru ekki bara í hópi nemenda, gistikennarar koma HELGI Vilberg, skólastjóri, segir mikilvægt að opna Myndlistaskólann fyrir almenningi til þess að sýna hið mikla starf sem þar fer fram. HEIMSÓKN í MYNDLISTASKÓLANP FRÁ sýningu nema í fagurlistadeild, SÝNISHORN af verkum nema úr fornámsdeild, AÐSTAÐA nemenda er til fyrirmyndar. JOHANN HEIÐAR JONSSON 23 ARA búinn með 1 ár í listhönnunardeild Kreflandi en um leið ótrúlega skemmtilegt „ÞAÐ er alveg ferlegt að fyrsta árið skuli strax vera búið,“ segir Jóhann Heiðar. Hann hefur lokið fornámi við Myndlistaskólann og fyrsta árinu af þremur í sémámi í listhönnunardeild. „Ég tók mér frí frá námi í tvö ár eftir að ég kláraði stúdentinn frá MA og síðan fór ég á kvöldnámskeið hér áðui en ég sótti um inngöngu í skólann. Það er mjög algengt að fólk hiti sig upp þannig og eiginlega alveg nauðsynlegt." Jóhann var alltaf ákveðinn í því að velja listhönnunardeildina en segir tví- mælalaust þörf á fornáminu, burtséð frá því hvaða leið nemendur velji síðan. „Það er svo miklu meira í grafíska náminu en bara það að setjast fyrir framan tölvu. Við förum í mjög marga þætti í fornáminu. Þar má nefna formteiknun, vatnslitateiknun, leturhönnun, gerð veggspjalda, hönnun geisladiskaumbúða, skjaldarmerlqafræði, hönnun og fullvinnslu umbúða og ljósmyndun.“ Aðstaðan frábær Jóhann segir miklar kröfur gerðar til nemenda, en námið sé jafnframt mun skemmtilegra en hann átti von á. .Aðstaðan er frábær, hver nemandi hefur eigið skrifborð og tölvu og yfirleitt aðgang að öllu því sem þörf er á.“ Meðal þess sem Jóhann telur undirbúa nemendur vel fyrir vinnumarkað- inn, er sú staðreynd að fyrir utan nokkur bókleg fóg sem kennd eru í Háskól- anum á Akureyri, eins og markaðsfræði og listasaga, fer önnur kennsla þannig íram að efninu er skipt niður í áfanga sem lýkur með því að nemendur skila verkefnum. í Myndlistaskólanum eru ekki haldin hefðbundin próf og ekki farið í margar námsgreinar á hverjum degi. „Það er því mikil pressa á okkur og það er gott að hafa fengið smjörþefinn af þannig vinnubrögðum þeg- ar maður fer út á vinnumarkaðinn." víða að úr heiminum, flestir þó frá Bandaríkjunum eða Finnlandi. „Við njótum þess að fá bæði kennara og nemendur með ólíkan bakgrunn og ólíkar áherslur," segir Helgi. Árlega eru teknir inn fjórtán nemendur í fornámið sem tekur einn vetur. Þar er tilgangurinn að veita nemendum alhliða undirbún- ingsmenntun í myndlistum og fer þar fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir námið í sér- námsdeildum skólans. Þær eru tvær, listhönnunardeild, eða graf- ísk hönnun, og fagurlistadeild, svokölluð málunardeild. Fimm nemendur eru teknir á ári hverju inn í hvora deild. Málunardeild veitir starfsmennt- un í frjálsri myndlist og meðal kennslugreina eru efnisfræði, skissugerð, olíumálun, akrýlmálun, myndgreining, grafík, módelteikn- un, veggmyndagerð, tölvugrafk og tölvusamskipti. I grafískri hönnun er lögð áhersla á nýja tækni, tölvu- teiknun, án þess þó að missa sjónar á þeim grunni sem góð hönnun grundvallast á. Nemendur vinna sérhæfð verkefni undir handleiðslu listamanna og hönnuða og meðal helstu kennslugreina eru letur- fræði, prentferill, ljósmyndun, myndbygging, myndlæsi, merkja- fræði, umbúðahönnun, leturhönn- un, grafík, módelteiknun skrift, tölvusamskipti og markaðsfræði. Sémámið tekur þrjú ár. „Hér fer fram mjög sérhæfð starfsemi og við höfum byggt upp mikla sérþekkingu innan skólans. Á síðasta ári vorum við í samvinnu við fímm skóla, innlenda og erlenda um gagnkvæm skipti nemenda og kennara. Við eigum líka í samvinnu við Háskólann á Akureyri þar sem við önnumst faglegan þátt kennsl- unnar á myndlistabraut og sendum þangað nemendur í bóklegt nám í staðinn." Vaxandi aðsókn í grafísku deildina Meðalaldur nemenda sem hefja nám við Myndlistaskólann á Akur- eyri er 27,5 ár, enda er algengt að þeir hají áður lokið annars konar sémámiýý.JQkkur þykir gott að blanda/satíían hér nemendum með ólíkan. bpcgrunn og ólíka menntun. Hér erú 3ámankomnir margir til- finningaríkir listnemar og hlutverk kennara er fyrst og fremst að fá þá til sjálfsnáms." Aðsóknin í grafísku deildina er vaxandi og er það að sögn Helga í samræmi við þróunina annars staðar. Hann segir mjög mikið af ungu fólki hafa áhuga á þessu fagi þar sem mikið sé lagt upp úr tækninni. Aðspurður hvort ástæða sé til þess að fjölga í deildinni af þeim sökum segir hann að nem- endur séu sjálfir besti mælikvarð- inn. „Ef aðsóknin er mikil, þá er þörf á þessari kennslu. Menn verða hins vegar að meta aðstæð- ur, hvort hægt sé að veita fleirum þá góðu aðstöðu sem nemendur hafa nú hér.“ „Tæknin færir bara út landa- mæri listarinnar,“ segir Helgi sall- arólegur þegar blaðamaður freist- ast til að spyrja myndlistamanninn hvort honum sé ekki ógnað af tölvutækninni, hvort hann óttist ekki að tölvan leysi pensilinn af hólmi innan tíðar. Fjölbreytnin aukin Þau verkefni sem, að sögn Helga, bíða næsta skólaárs eru einkum þau að koma í framkvæmd áherslubreytingum í fornámsdeild og auka fjölbreytni í námsvali í fagurlistadeild. „Skipulag náms í fornámsdeild hefur lítið breyst á undanförnum árum eða áratugum. Nú hefur verið ákveðið að endur- skipuleggja deildina, skilgreina hvert verkefni fyrir sig og klæða í nýjan búning sem taki mið af þeim breytingum sem orðið hafa á um- hverfí okkar og listsköpun. Nám- inu verður skipt upp í styttri af- markaðri námskeið þar sem við- fangsefninu verða gerð ítarleg skil. Síðan verður vinna nemenda skipulögð með tilliti til markmiða námskeiðsins." Helgi segir ennfremur að við breytingarnar verði mikil áhersla lögð á hjálparmiðla og notkun nýj- ustu tækni til þekkingaröflunar og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.