Morgunblaðið - 05.06.1998, Page 8

Morgunblaðið - 05.06.1998, Page 8
8 B FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ David Swenson ASTHANGA JÓGA Samspil sálar og líkama ÞAÐ VAR fallegt sumar- kvöld í Reykjavík þegar blaðamaður gekk til fund- ar við jógakennarann Dav- id Swenson. David er kom- inn hingað frá Bandaríkj- unum til að kenna Islend- ingum asthanga jóga. Hann mun halda tvö nám- skeið á vegum líkamsrækt- arstöðvarinnar Planet Pulse, og byrjar hið fyrra seinnipartinn í dag en hitt verður haldið um næstu helgi. David hefur stundað jóga í hartnær þrjátíu ár og er einn af þekktustu Eftir að hafa varið kvöldstund í spjall við David Swenson, jóga- kennara, sann- færðist Dóra Qsk Halldórs- dóttir um að snigillinn kemst þangað líka. náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum og vilja sumir meina að það sé nýjasta æðið í líkamsrækt þar vestra. Frægt fólk og þekktir íþróttamenn hafa stuðlað að því að kynna þessa tegund jóga og má þar m.a. nefna Madonnu, Sting og körfuboltakapp- ann Kareem Abdul-Jabb- ar. Hinn mikli áhugi Bandaríkjamanna á öllu er lýtur að heilsu og upp- gangur hinna svokölluðu nýaldarfræða geta einnig skýrt hina miklu aðsókn í jóga vestanhafs. leika á að verða sveigjan- legri, sterkari og hæfari og það skiptir ekki máli hvað næsti maður er að gera í jóga heldur hvort hver og einn sé að reyna og gera sitt besta. Alltaf verða ein- hverjir til sem era betri en maður sjálfur, hæfari og líti betur út. Aðalatriðið sé því að gera hlutina á sínum eigin forsendum og vinna með þann efnivið sem maður hefur. Til að undirstrika mikil- vægi andlega viðhorfsins í jóga tekur David dæmi um tvo einstaklinga í jóga- Morgunblaðið/Jón Svavarsson DAVID í jógastellingu fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur. kennuram asthanga jóga í heiminum í dag. Upphafs- maður asthanga jóga er Indverjinn K. Pattabhi Jois og David var læri- sveinn hans um árabil. Síð- ustu ár hefur hann ferðast um allan heim og haldið námskeið og eru námskeið- in hans héma þau fyrstu sem haldin era á íslandi. En hvað er asthanga jóga? „Asthanga er jógakerfí sem byggist á samhæfíngu hreyfingar og öndunar. Við ástundun þess öðlast mað- ur bæði kraft og sveigjan- leika. Öndunin er lykilat- riði í æfíngunum og ef þær eru rétt gerðar myndast mikill hiti í líkamanum." David útskýrir ferlið sem á sér stað við æfingamar með þessari líkingu: Ef maður hugsar sér að í lík- ama mannsins sé lítið kerti þá eykst eldurinn við aukið súrefni og við það myndast hiti og kraftur. Þessi kraft- ur er eitt birtingarform lífsorkunnar og ástæða þeirrar mikiu vellíðunar sem fólk upplifir við ástundun jóga. Ekki bara fyrir fáa útvalda Margir telja að asth- anga jóga sé eingöngu fyr- ir þá sem eru í mjög góðu formi og hafa kannski ver- ið í líkamsrækt áram sam- an. Myndir af iðkendum í ótrúlegum stellingum, sem virðast ekki gera ráð fyrir neinum liðamótum, ýta undir þessa skoðun. Þvi hafa margir karlmenn flykkst í hóp þeirra sem stunda æfingarnar og telja sumir að það sé vegna hinna erfíðu æfínga sem ögri hinu „karlmannlega" eðli. Að auki hefur ast- hanga jóga oft verið kallað kraftjóga sem gæti líka átt sinn þátt í að viðhalda þeirri hugmynd að iðkun þess sé aðeins fyrir örfáa útvalda, og þá helst þá sem hafa krafta í köggl- um. En David segir þetta vera mikinn misskilning því að hver sem er geti stundað kraftjóga án til- lits til líkamlegr- ar fæmi. Eina skilyrðið fyrir þátttöku sé að fólk sé tilbúið að prófa nýja hluti og leggja sig allt fram. I kennsl- unni fær einstaklingurinn mikla athygli og fólk getur verið að læra saman þrátt fyrir að það sé í mjög mis- jöfnu líkamlegu ástandi. En auðvitað sé það ástund- unin sem komi fólki í gott líkamlegt form. Hann vís- ar því alfarið á bug að námskeiðið sé eingöngu fyrir þjálfaða íþróttakenn- ara eða fólk sem hefur gert líkamsþjálfun að sínu aðaláhugamáli. Asthanga jóga hefur David segir að margir sem hafí einbeitt sér und- anfarin ár að líkamsþjálf- un, eins og þolfími, lyfting- um eða öðrum íþróttum, séu famir að snúa sér að heildrænni lausnum í sinni líkamsrækt. A sama tíma og menn era orðnir mjög meðvitaðir um heiisu sína og líkamlega vellíðan fylgi aukin þörf fyrir andlegt jafnvægi og sátt. Jóga er fyrst og fremst lífsviðhorf þar sem aðalatriðið sé samspil líkama og sálar. Með því að einbeita sér að því að draga andann djúpt og teygja á öllum vöðvum sé fólk að byggja upp and- legan og líkam- legan styrk sem hjálpi því að takast á við amstur dagsins. Fólk sem er hrætt, reitt eða vamarstöðu andar oft ótt og títt og gamla orðtakið að draga djúpt andann er í raun í sama anda og heimspeki jógans. Á eigin forsendum Orðið jóga þýðir samein- ing og David leggur mikla áherslu á að það sé engin samkeppni í jóga. Hver og einn stundar æfingarnar samkvæmt sinni getu og aðalatriðið er að allir geri eins vel og þeir geti. Allir eiga óendanlega mögu- tíma. Önnur er vel þjálfuð líkamlega og getur gert erfiðar æfingar eins og ekkert sé, en á sama tíma er hún að hugsa um dag- legt amstur og einbeitir sér ekki að líðandi stundu. Hin manneskjan getur verið í svo slæmu líkam- legu ástandi að hin minnsta æfíng veitist henni erfið, en hún reynir eins og hún getur og ein- beitir sér af heilum hug að því sem hún er að gera. David segir að sú síðar- nefnda sé í raun og veru sú sem er að stunda jóga vegna þess að hugarfarið sé það sem skiptir öllu máli. Hvers vegna jóga? Mismunandi ástæður geta legið að baki þeirri ákvörðun fólks að kynna sér Asthanga jóga. Marg- ir koma til að ná valdi á líkama sínum og koma sér í enn betra form, á meðan aðrir hugsa meira um andlegu hliðina á æfing- unum. David telur að mik- il ásókn í jóga sé andsvar manna við stressi nútím- ans. „Um leið og þú lærir að stjórna andardrætti þínum lærir þú að stjórna lífi þínu,“ segir David. Jóga er aðferð sem hjálp- ar fólki að verða hæfara til að takast á við amstur lífsins. „Jóga snýst um að hafa gaman af og njóta augnabliksins." Gamla heimil- isráðið að draga djúpt andann er í raun í sama anda og heim- í speki jógans. P jJ Sf-g 'ííj c5T 13s%| /Mmp . .. \ w.y"'-yf* Morgunblaðið/Halldór ÁHEYRANDI grípur slökkvitæki og slekkur í en fyrirlesarinn kveikir jafnskjótt í aftur. Sumarandlitin á bensínstöðvunum SLÖKKVILIÐSMAÐUR stend- ur við logandi eldinn og heldur fyrirlestur undir berum himni. Aheyrandi grípur slökkvitæki og slekkur í en fyrirlesarinn kveikir jafnskjótt í aftur og annar áheyrandi rýkur til og drepur eldinn. „Þetta veitir mér öryggistilfínningu,“ segir einn. Þrjátíu manna hópur hlýðir á fagmann um brunavarnir en hópurinn er að búa sig undir að vera andlit Olís í Reykjavík í sumar. Fastir starfsmenn eru nefnilega á leið í frfið. Nýju starfsfólki er ekki bara kennt á dælurnar heldur fer það á námskeið sem hefst með fræðslu um fyrirtækið sjálft. Flestir í hópnum stunda nám á vetrum í framhalds- og háskól- um landsins en munu í sumar skipta sér niður á 11 Oh'sstöðv- ar á höfuðborgarsvæðinu. Efla framlínuna á stöðvunum Á námskeiðinu fræðast starfskraftarnir, sem kallast útimenn, um réttindi sín og skyldur og hver þjónustustað- allinn í fyrirtækinu er. Aðrar leiðbeiningar eru um bfla og umhverfismál, og svo er um verklega kennslu að ræða eins og að slökkva eld og ýmislegt sem þarf að kunna á bensín- stöðvum. Og útimenn þurfa að sjálf- sögðu að sýna kurteisi ef ætlun- in er að viðskiptavinurinn láti sjá sig aftur. „Þetta er framlínan okkar og hana þurfum við að rækta. Þessi hópur þarf að sinna mörgum og íjölbreyttum verk- efnum,“ segir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, for- stöðumaður smásöludeildar Olís. Keppt um titilinn Stöð mánaðarins „Viðhorfið gagnvart starfs- mönnum á bensínstöðvum hefur verið að breytast og væntingar viðskiptavina til þjónustunnar vaxið,“ segir hún og segir að OIís hafí í samvinnu við Hag- vang gert viðamikla könnun á óskum viðskiptavina og búið til þjónustustaðal í framhaldi af því. „Reglulega fara svo starfs- menn Hagvangs á vettvang og kanna þjónustuna á hverri stöð,“ segir Ragnheiður, „hver vakt fær svo einkunn og launabónus í samræmi við ár- angur.“ Markmiðið með þessu er að skapa góðar liðsheildir og fær sú stöð sem flestum stigum nær sæmdarheitið Stöð mánaðarins. Hingað til hefur þjónustustöðin við Langartanga í Mosfellsbæ oftast fengið þennan titil. Núna er sumarfólkið mætt á stöðvarnar og hefur allar nauð- synlegar upplýsingar á hrað- bergi. gh Draumavél heimilanna! Vegleg bruðargjöfl ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 ára frábœr reynsla. fífí Einar KM Farestveit&Cohf. Borgartúnl 28 TT 562 2901 og 562 290Ó urtaLlull hársnyrtivörur Veldu það besta Fjársjóður fyrir hárið úr náttúru íslands Úsölustaðin Apótek, heilsuvöruverslanir og hórsnyrtistofur um allt land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.