Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 2

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Fj allko íðilfríð og föl Áhugi útlendinga á fegurð íslenskra kvenna hefur löngum vakið blendnar tilfinningar í brjósti landsmanna. Þorgerður H. Þor- valdsdóttir rannsakar nýlegan áhuga Bandaríkjamanna á fyrirbærinu í lokarit- gerð við bandarískan háskóla. Geir Svans- son kynnti sér efnið og ræddi við Þorgerði. GIFEGURÐ íslenskra kvenna hefur lengi verið digur þáttur í þjóðarstolti Frónbú- ans. Ekki síður og jafnvel meir en ógnarkraftar, vinnusemi og dugn- aður íslenskra karla: hún jafnast á við hrikalega fegurð íslenskrar náttúru. Ekki þykir okkur verra að fá staðfestingu útlendra gesta enda augu þeirra einkar glögg. Þannig hefur athygli Bandaríkjamanna undanfarin misseri hlýjað rætur þjóðarstoltsins eins og Golfstraum- urinn strendur landsins. Eru það ekki einmitt viðlíka straumar sem gera landið lífvænlegt? Slíkt mætti ætla af gestrisni landans gagnvart bandarískum fjölmiðlamönnum og fréttastöðv- um. Þjóðin stóð á öndinni þegar dægurmálaþátturinn „Good Mom- ing America", frá ABC sjónvarps- stöðinni, sýndi beint frá heimsókn sinni til landsins í fyrra og beindi lensunni ekki minnst að íðilfögrum ungmeyjarkroppum. Greg Donaldson var tekið með kostum og kynjum þegar hann kom að vestan í leit að íslenskri fegurð og einkum að þeim stað á gervöllu jarðríki þar sem flestar fegurðar- dísir væm samankomnar. Hann hafði erindi sem erfiði og skrifaði í kjölfarið kostulega lágkúru í karla- tímaritið „Men’s Journal". Goðgá Grein sína kallaði hann „Gyðju verkefnið“ („The Goddess Project") en á forsíðu blaðsins var hún kynnt með nafngiftinni „Babeland“, sem er varla ástæða til að þýða núorðið, en væri hægt að kalla „Skvísu- sker“. Sjónvarpsþátturinn „The Inside Edition" henti nafngiftina á lofti og fómaði þætti í íslenskar skvísur. Þá ku sjónvarpsstjaman Seinfeld hafa lagt Island undir fót til að sannreyna staðhæfingar Don- aldsons og sjö branaliðsmenn frá Brooklyn brugðu sér yfir ballarhaf í leit að fallegum konum með sjón- varpsteymi frá CBS í eftirdragi. Þó ofangreindar heimsóknir og umfjöllun hafi oft verið hæpin, svo vægt sé til orða tekið, hafa gagn- rýnisraddir varla heyrst á Islandi fram til þessa. „Landkynning" er lausnarorðið í dag: allt sem vekur athygli á sérstæði Islands hlýtur að vera af hinu góða. Eða hvað? Er hugmyndafræðin sem ----------- liggur að baki þessum áhuga og afstöðu Islend- inga tvíræð eða jafnvel hættuleg þegar nánar er gáð? Þorgerði H. Þorvaldsdóttur finnst ærin ástæða til að huga að því hvað hér sé á ferli. Hún hefur ekki farið varhluta af áhuga Bandaríkjamanna á íslenskri feg- urð en síðastliðin þrjú ár hefur hún dvalið vestra við nám í The New School for Social Research á Man- hattan í New York. Hún er rétt í þann mund að ljúka meistargráðu í „kyngervisrannsóknum og femíniskum fræðum" (gender stu- dies and feminist theories) en loka- „Landkynning“ er lausnar- orðið í dag ritgerðin hennar fjallar um is- lensku fegurðargoðsögnina og „ameríska glápið“, eins og hún nefnir áhuga Bandaríkjamanna. í fyrri hluta ritgerðarinnar skoð- ar hún fegurðarímynd íslenskra kvenna og veltir fyrir sér áhrifum hennar á íslenska þjóðarvitund. -------- Seinni hlutinn snýr að hinu ameríska glápi eins og það birtist í snöggauknum áhuga ________ bandarískra karlmanna á íslenskum fegurðardís- um og hvort og hvernig fjöl- miðlaumfjöllun hafi breytt hug- myndum íslendinga um sjálfa sig. Þorgerður segir að í rauninni hafi téð umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum orðið kveikjan að rit- gerð sinni. Ekki síst grein Gregs Donaldsons þar sem dýrkun á ljósu hári, bláum augum og fólbleikum hörandslit er sett fram á gagnrýn- islausan og ósvífin hátt. Hún telur þessa afstöðu „skilgetið afkvæmi hugmyndafræði sem lítur á hinn hvíta kynstofn sem hámark mann- legrar fullkomnunar". Persónugervingar hreinleikans Sú goðsögn að íslenskar konur séu þær fallegustu í heimi er, að mati Þorgerðar, veigamikill þáttur í íslenskri þjóðernisvitund og þjóð- emishyggju. I henni er kvenleg fegurð „náttúraauðlind, afsprengi ómengaðs lofts, vatns og sjávar- fangs“. Hreinleikinn er orðinn megin áhersluþáttur í íslenskri út- flutningsstefnu og því liggur beint við að fá Fegurðardrottningu ís- lands, og Sterkasta manninn með, til að fylgja íslenskum afurðum úr hlaði og kynna þær erlendis. í þessu sambandi finnst Þorgerði fegurðardrottningar vera, að ein- hverju leyti, „sögulegt framhald, eða arftakar fjallkonunnar sem hin- ar hreinu óspjölluð meyjar, tákn lands og þjóðar". En hvemig kemur hreinleikahug- myndin heim og saman við áhuga bandarískra karlmanna sem heim- Hver hefur ekki hrósað eigín hugmyndaauðgí eða formskyni við val á flík, húsgagni eða fylgihlut? Flestír kannast við það en færri leiða að því hugann að allra handa tískustraumar eru í raun kortlagðir á lærðum ráðstefnum úti í heimi. Sigur- björg Þrastardóttir spurðist fyrir um sjálfstæðan smekk og fleira í glænýju hönnunarstúdíói Kristínar Halldórsdóttur. • • OLL hönnun byggist á ákveðinni hugsun. Það er ástæða fyrir hverjum ein- asta buxnavasa rétt eins og hver einasti gluggi á húsi er meðvit- uð ákvörðun. Að baki útfærslunni liggur hugmynd um notagildi, útlit, hagkvæmni eða stíl - helst um allt í senn. Þetta eru orð Kristínar Hall- dórsdóttur en nýtt fyrirtæki hennar, Kristhal ehf., sérhæfir sig í fata- hönnun, hugvitsvinnu og ráðgjöf á sviði fataiðnaðar. Kristín er menntaður fatahönn- uður frá Columbine-skólanum í Danmörku og hefur auk þess lokið prófi í markaðs- og útflutningsfræð- um frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands. Undanfarin ár hef- ur hún starfað sem hönnuður hjá Sjóklæðagerðinni 66iN og kveðst því vel.í stakk búin til þess að reka hönnunarfyrirtæki á sínu sérsviði sem er útivistar- og vinnufatnaður. Hún segist sakna þess dálítið að fólk skuli ekki grennslast meira fyrir um forsendur hönnunar og tekur sem dæmi liðsbúning íslenska Ólympíuliðsins sem hún hannaði fyr- ir vetrarleikana í Nagano. „Ég lék mér þar svolítið með fánalitina og lét rauða litinn, eldinn, vera ríkjandi í stað þess bláa. Selskinnskragar minntu á villta náttúru og endur- skinsmiðseymin táknuðu jöklana, en í vissri birtu stirnir á endurskinið líkt og íslenska jökla í sólskini," út- skýrir Kristín. Hvaðan sprettur tfskan? Þurfa leiðbeiningarbæklingar kannski að fylgja sumum flíkum til þess að kenna fólki að meta hönnun þeirra? Kristín svarar þvi til að fótin rati til sinna. „Þú velur það sem þér finnst fallegt og finnst þægilegt að smekkur EITT herbergi nægir, því Kristín saumar ekki fatn- aðinn sem hún hannar, ekki frekar en arkitekt byggir húsið sem hann teiknar. Gamla saumavélin er einungis upp á punt enda fer öll starfsemi fyrir- tækisins fram í öflugri tölvu á nútímavísu. raun fyrirbæri ganga í. Það er meginkrafan og vei okkur hönnuðum ef við gleymum þvi,“ segir Kristín og hlær. „Svo verður flíkin auðvitað að duga, og þá meina ég duga í tvenns konar merk- ingu. Hún verður að vera slitsterk til að standast mikla notkun og sígild til að standast duttlunga tískunnar." Hér kemur upp lykilhugtakið tíska og Kristín er tekin á orðinu. Hvað er tíska? Getur útivistarfatn- er í flókið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.