Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 3

Morgunblaðið - 12.06.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 B 3 sækja íslands í ævintýra- leit? „Það verður grein- legur árekstur hugmynda þegar ameríska glápið skeliur á: íslenskar konur eru ekki lengur bara of- boðslega faliegar, heldur einnig ofboðslega „sexí“. Þorgerður segir „One Nigh Stand“ auglýsingar Flugleiða í ársbyrjun hafa afhjúpað þennan árekstur. Með því að selja ferðir undir for- merkjum „einnar nætur gamans" sé greinilega verið að gefa í skyn góða möguleika á því að lenda í kynlífsævintýri. Þorgerð- ur telur viðbrögð við aug- lýsingunni og fjölmiðla- umræðunni hafa einkum verið þrenns konar: í fyrsta lagi hafí komið upp gamla þjóðernisstoltíð; hvað íslenskar stúlkur séu ótrúlega fallegar og glæði áhuga á landi og þjóð. I öðru lagi, gerðu sumir samanburð við kynlífsferðir til Tælands; ætlum við sömu leið? Eru „perramir“ kannski þeg- ar famir að streyma til landsins? í þriðja lagi var vísað tíl „ástandsins“. Umræðan í því sambandi var skipt: Konur vom ásak- aðar um lauslæti; yfírvöld um linkind, að þau væm ekki að verja konumar eins og í ástandinu á her- námsámnum, heldur beinlínis að bjóða þær fram. I fjórða lagi var rætt um að þama væri hugsanlega verið að gera aðfór að ákvörðunarrétti konunnar yfir eigin kynferði og líkama. Þorgerður telur þó ekki að auglýsingar í ferðamannaþjónustu gangi almennt út á að gefa í skyn að íslenskar konui’ séu lauslátar kynlífsgyðjur, slíkt sé undantekning. Fegurðin er afstæð Þorgerður telur fulla ástæðu til að staldra við ofuráherslu á „hreinleika", þeirrar ímynd- ar sem flestir virðist sammála um að setja fram um land og þjóð. Þannig telur hún að það sem einkum heilli bandaríska karlmenn við ís lenskar konur sé „Ijósa hárið, bláu augun og föla litaraftíð. Þama er því á ferðinni ákveðin orðræða kynþáttafor- „GLÁP þitt skellur á vanga mínum“. Ljósmynd Barböm Kmger. dóma“. Frá hugmyndinni um hina hreinu, Ijósu, norrænu fegurð sé ekki svo langt yfir í hugmyndir um hinn hreina kynstofn. Þessi fegurð- ardýrkim „gengur út frá þeirri fólsku forsendu að mannleg fegurð sé eins konar föst stærð sem hægt sé að mæla og finna í sinni hrein- ustu mynd en ekld samfélagslegt atriði sem mótast í augum þess sem horfir og þess samfélags sem hann kemur úr.“ Sama gildir auð- vitað um hinn blessaða „hreina" norræna kynstofn. Gagnrýni Þorgerðar minnir á að framsetning á ímynd lands og þjóðar verður að vera ígrunduð; það tjóir ekki að blindast af hugsunar- lausri sölmnennsku. Fal- ar ímyndir fjallkonunnar og hins ljósa mans fölna fyir en varir. Þörf gagnrýni MILLI áttatíu og m'utíu manns sóttu fyrir- lestur Þorgerðar H. Þorvaidsdóttur í Þjóðarbókhlöðunni þann 9. júní síðastlið- inn. Ahugi viðstaddra á málflutningi Þor- gerðar sýnir að greining hennar og gagn- rýni er tímabær. Að loknum fyrirlestri komu fram margar athyglisverðar spurn- ingar, athugasemdir og hugleiðingar en hér verður stiklað á stóru. Fundarstjóri, Sigurður Gylf! Magnús- son, hóf umræður á því að spyija nánar út í fegurðargoðsögnina og tengls hennar við Qallkonuminnið. Þorgerður vísaði í Ingu Dóru Björnsdóttur og benti á að goðsögnin um fjallkonuna sé tvískipt: annars vegar tákni hún „móðurina", hins vegar „brúðina ungu“. Hvorug ímyndin sé kynferðisleg. Fegurðardrottningar falli að þeirri síðarnefndu; þær séu hreinir og glæstir fúlltrúar fslands: „Ileimurinn all- ur sér glæsilegustu konu fslands á hverj- um túna i búningi fjallkonunnar", eins og Þorgerður komst að orði. Fegurðarflan Sigríður Þorgeirsdóttir taldi að útlit stúlkna í nýlegum módelkeppnum félli ekki allsendis að hugmyndinni um hina heilbrigðu konu. Stúlkurnar sem sigruðu væru óþroskaðar, umkomulausar, nánast með eins konar „dópistaútlit". Þorgerður tók undir að „anorexíuútlit“ væri í nokk- urri tísku en ætti hins vegar alls ekki heima í Fegurðarsamkeppni íslands. Sigríður Matthíasdóttir benti á að vin- sældir fegurðasamkeppna væri hvergi meira en í löndum austur-Evrópu og ann- ars staðar þar sem fátækt og upplausn ríkir. Hún velti því fyrir sér hvort ástæð- unnar væri að leita í sjálfri þjóðfélags- gerðinni. Hvort þetta væri „eina leiðin út“ fyrir margar konur þessara landa. Þor- gerður svaraði því til að þarna væri um að ræða ákveðna leið h'tilla samfélaga: fs- lendingar stykkju á öll tækifæri til að auglýsa sig. En hins vegar mætti íhuga hversu góð auglýsing stúlka i baðfötum á sviði er fyrir íslenska „menningu“. Gísli Gunnarsson vildi vekja athygli á þætti íslensku útflutningsskrifstofunnar, í Bandaríkjunum, í auglýsingum sem blanda saman „erótík, umhverfismálum og rasisma, allt í einni bendu“. Þorgerður var treg til að bendla ákveðna aðila við þá auglýsingastefhu sem væri í gangi, heldur benti á að ísland væri í tísku um þessar mundir og umíjöllun um kvenfólk væri aðeins lítið brot af þeirri athygli sem landið fengi. Ingibjörg undraðist um þá ímynd af ís- lenskum konum sem Vigdís forseti og Kvennalistinn hefðu endurspeglað; að þær væru sterkar, sjáifstæðar og klárar. Nú virtist allt annað uppi á teningnum. Þorgerður svaraði því til að hin náttúru- lega og „sexí“ ljóska væri að vísu líka sjálfstæð, að karlmenn réðu ekki yfir henni en tengsl milli ímyndanna tveggja væri annars óljós. Margrét Jónsdóttir lagði til að fróðlegt yrði að gera samanburð á rannsóknarefni Þorgerðar og fslenskum konum fyrri tíma. Einnig á konum annarra samfélaga sem hefðu svikið þjóð sína með því að sofa hjá óvininum, s.s. Indíánakonur í Mexíkó sem þýddust Spánveija og var sfðan kennt um sjálfstæðismissi landsins. Þjóðemíshyggja Ahyggjur fólks af kynþáttafordómum (rasisma) voru ofarlega á baugi. Sigurður Gylfi velti fyrir sér andstæðum þjóðemis- hyggju og alþjóðahyggju í afstöðu íslend- inga og þeir sem tjáðu sig um efnið vom á því, eins og fyrirlesari, að hættulega stutt væri frá ofuráherslu á hreinleika yfir í kynþáttahroka og -hatur. Stungið var upp á að sókn Bandaríkjamanna til íslands væri að hluta þrá í einsleitt þjóðfélag, í eins konar hvfld frá því að sýna þjóðar- brotum heima fyrir tillitssemi, en á ís- landi hugsum við líkt og skoðanamunur i pólitík hverfandi. Fróðlegt yrði að fylgj- ast með því hvernig og hvort rasismi myndi vakna nú þegar fyrstu innflylj- endabömin væm að fæðast. Þorgerður sagðist hafa atliugað hjá Þjóðskrá skiptingu Islendinga eftir fæð- ingarlandi. I ljós kom að 734 væm fæddir í Asíu. Það fólk væri eini sjáanlegi minni- hlutahópurinn og fordómar í þeirra garð býsna augljósir. Aldrei væri minnst á Pól- veija en þeir væm nærri jafn margir, eða 690. Þeir falli afturámóti inn í og veki ekki athygli. Fleiri tjáðu sig um þennan þátt en síð- asta athugasemdin út úr sal átti vel við en þar var „landkynningin" Björk Guðmunds- dóttir kölluð til sögunnar. Þorgerður sam- þykkti að þó fáir geri jafnmikið til að kynna landið og opna möguleika fyrir aðra Islendinga erlendis og Björk, bryti hún gersamlega í bága við hreinleikahugmynd- ina um fslenska fegurð og veitti ekki af. Ein tölva, eitt vinnuborð og ein göm- ul saumavél sem er ekki einu sinni í notkun. Kristín brosir stolt og segist í fararbroddi fatahönnuða sem ein- göngu vinna á tölvur. „Auðvitað skissa ég alltaf á pappír fyrst en út- færslan fer fram á tölvuskjánum. Og þar sem ég sníð hvorki sjálf né sauma, þarf ég ekki meira pláss en þetta. Ég sel hugvit og það býr hér,“ segir Kristín og bendir kankvíslega á kollinn á sér. Nýstárlegar jólaúlpur Meðal verkefna sem Kristín vinn- ur að er hönnun útívistarúlpu sem tíltekdð fyrirtæki hyggst gefa starfs- mönnum sínum. „Þeir vildu fá eitt- hvað nýtt handa sínu fólki, skiljan- lega þreyttir á gömlu úlpunum sem ganga aftur í hverju einasta fyrir- tæki með mismunandi áletrun á bak- inu. En ég má ekki gefa nafn fyrir- tækisins upp því úlpan verður í jóla- pökkunum!" Um þessar mundir vinnur Kristín að hönnun flíslínu fyrir Hexa sem kemur á markað í haust og einnig er hún að stílisera starfsmannafatnað fyrir Nóatún. „I síðarnefnda tilfell- inu hanna ég ekki flíkurnar heldur vel ég saman fatalínu út frá ákveðn- um forsendum. Svo bendi ég við- skiptavini mínum á viðeigandi birgja, þ.e. framleiðendur eða umboðsmenn sem eiga þann fatnað sem um ræð- ir.“ Þegar Kristín er spurð út í eigin stíl hugsar hún sig um andartak. „Ætli ég sé ekki frekar norræn," svarar hún og kryddar svarið með hugtökum eins og „fúnksjónalisma" og „minimalisma“. Ha? „Eg á við að fatnaðurinn þarf að vera nothæfur til síns brúks en helst laus við óþarfa útflúr og skraut. Norræn hönnun er stílhrein og slíkt á vel við mig,“ segir Kristín Halldórsdóttir sem hyggur á landvinninga á sviði hönnunar í nán- ustu framtíð. /fJW' <’? ar fyrir útlit allra skapaðra hluta, allt frá húsgögnum tíl hátísku,“ segir Kristín sem er einmitt á leið á eitt slíkt í Danmörku í haust. „Þar koma saman mannfræðingar, sálfræðingar og listamenn ásamt öðrum og halda fyrirlestra um ung- lingatónlist, stöðu konunnar, viðhorf til dreifbýlis og guð má vita hvað annað. I kjölfarið er reynt að spá í þróun næstu ára og mótaðir þeir straumar sem líklegt er að muni samrýmast lífsstíl almennings." Stefnumótunin hefur með að gera liti, efnisval, áferð, stíl og jafhvel andrúmsloft. Eitt árið er allt gróft, gamaldags og jarðarlitað en næsta ár kann að vera blátt, kalt og sanser- Starfsmannafatnaöor HLUTI af starfsmannafatnaði sem Kristín valdi saman fyrir Nóatún. Fh'speysuna hannaði hún sjálf. að. Smekk fólks er þannig fjarstýrt, efirspurn ræður ekki bara framboði heldur getur það verið öfugt. Hönnun er hugvit Kristín kveðst munu bera út tísku- boðskapinn þegar hún kemur heim af stefnuþinginu í haust. „Ef ég væri fataframleiðandi myndi ég eflaust halda upplýsingunum fyrir mig, en þar sem ég vinn við hönnun og ráð- gjöf þá er það starf mitt að nýta vit- neskjuna í þágu viðskiptavina minna. Auðvitað vel ég úr það sem mér finnst merkilegast í straumnum en ég verð þó helst að skilja minn eigin smekk eftir heima. Ég get til dæmis ekki eingöngu treyst á þá liti sem mér finnst „flottir", liturinn verður að hæfa verkefninu og tilefninu, að öðrum kosti færi fagmennskan fyrir lítið." Lítíð, vel á minnst. Það vekur at- hygli blaðamanns hversu hönnunar- stúdíó Kristínar er lítíð og látlaust. aðim ekki fallið úr tísku eins og ann- að? Eru fatahönnuðir tískudrósir? Hvernig komast fot í tísku? Kristín lætur spumingaregnið ekki á sig fá og svarar mun skipulegar en spurt er. „Sko, við hættum aldrei að ganga úti í náttúrunni og þess vegna verður alltaf þörf á tilheyrandi klæðnaði. Hann tekur hins vegar breytíngum í samræmi við lífsstfl á hverjum tíma og framfarir í framleiðslu hentugra efna.“ Lífsstíll er hér annað mikilvægt hugtak, enda tekur tískan mið af hegðun fólks og hugmyndum á hverjum tíma. „Reglulega eru haldin úti í heimi lærð tískuþing, svokölluð „trendshow" þar sem línur eru lagð- f/tffi-ysa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.