Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR V erslunarháskólinn 720 um- sóknir bárust UM 720 umsóknir bárust um inn- göngu í Verslunarháskóla Reykja- víkur, en fyrsta kennsluár er við skólann í haust. Frestur til að sækja um skólavist lauk á mánudag. Þorlákur Karlsson, sem hefur unnið að skipulagningu náms við skólann, sagði að fjöldi umsókna hefði komið sér á óvart, en hann hefði átt von á um 600. Innan við 200 nemendum verður hleypt inn í haust, eða tæplega 30% þeirra sem sóttu um inngöngu. „Við ættum því að ná góðum hópi fólks til náms við skólann," sagði Þorlákur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. í Verslunarháskólanum verður annars vegar kennd viðskiptafræði og hins vegar tölvufræði. Þorlákur sagði að hátt í 300 umsóknir hefðu borist um inngöngu í viðskipta- fræðideildina, en afgangurinn var í tölvufræðideild. Skólagjöld við nýja Verslunarhá- skólann eru 49 þúsund krónur á önn. Morgunblaðið/Amaldur Sumargaldrar KRAKKARNIR voru frísklega málaðir er þeir fylgdust með galdrakörlum á leikjanámskeiði ITR í Safamýri. Fimm ára skýrsla réttargeðdeildarinnar á Sogni Fjölga þarf úrræðunum vegna eftirmeðferðar MINNI fordómar almennings í garð ósakhæfs fólks og útskriftir sjúk- hnga er það tvennt sem helst hefur áunnist í fimm ára starfí réttargeð- deildarinnar á Sogni í Ölfusi. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni af út- komu skýrslu um starfið þar síðast- liðin fimm ár. Alls hafa 7 sjúklingar, þar af 3 af geðdeild fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, verið útskrifaðir síðan deildin tók til starfa en það er nokk- uð sem ekki var búist við að myndi gerast þegar starfsemi hófst á deild- inni. Þessir sjúklingar eru nú í eftir- meðferð og á fundinum kom fram að sú meðferð hafi gengið vel. Fjölga þarf fagfólki og koma á fót göngudeild Á fundinum skýrðu landlæknir, Ólafur Ólafsson, og höfundar skýrsl- unnar, þau Ragnheiður Hergeirs- dóttir yfirfélagsráðgjafi á Sogni og Magnús Skúlason yfirlæknir á Sogni, frá innihaldi hennar. I skýrslunni kemur fram að brýn nauðsyn er á að fjölga fagmenntuðu starfsfólki á Sogni en hvergi á Norð- urlöndunum er jafn fátt starfsfólk á hvern sjúkling og hér á landi. 23 stöðugildi eru við deildina. Einnig var bent á nauðsyn þess að hefja göngudeildarþjónustu í Reykjavík á vegum réttargeðdeildar- innar á Sogni og leggja þarf áherslu á fleiri úrræði í eftirmeðferð en það er forsenda fyrir því að hægt sé að útskrifa fólk af deildinni svo vel sé. Undanfarin ár hefur starfsfólk á Sogni haft með höndum eftirmeðferð þriggja sjúklinga sem losaðir hafa verið unadn öryggisgæsludómi. „Helstu vandamál við útskrift sjúk- linga er skortur á búsetuúrræðum við hæfi,“ segir orðrétt í skýrslunni. Síðan deildin tók til starfa hafa alls 16 einstaklingar verið vistaðir þar. Pláss er íyrir sjö vistmenn á hverjum tíma og er deildin full- mönnuð í dag. Vistmenn á Sogni eru fólk sem hefur verið úrskurðað ósakhæft vegna geðsjúkdóms og er ekki ábyrgt gerða sinna. Afbrotamenn eru því dæmdir í meðferð og eru sýknaðir af glæp sínum. Þó er mun- urinn sá að dómurinn er ótímabund- inn og því gætu menn verið vistaðir alla ævi inni á deildinni ef þörf þykir en dómsúrskurð þarf til að leysa fólk af deildinni. „Mér finnst mikið hafa áunnist í sambandi við fordóma. Bæði hefur fólk séð að þetta er ekki eins stór- hættulegt og gefið var í skyn í upp- hafi og við höfum ekki orðið vör við fordóma," sagði Ragnheiður Her- geirsdóttir. Ekki óskabörn þjóðarinnar Magnús Skúlason yfirlæknir sagði á fundinum að mesta vinnan nú sem fyrr væri að berjast gegn fordómum. „Það fólk sem hér er vistað hefur í gegnum árin ekki ver- ið óskabörn þjóðarinnar og fordóm- ar hafa verið miklir," sagði Magnús. „í upphafi bjuggust menn við því að þetta yrði geymslustaður þar sem óæskilegt fólk yrði geymt um alla ævi en það sem gerðist var að deildin fór að útskrifa sjúklinga og voru það helst Grétar Sigurbergs- son og fleiri sem beittu sér fyrir því,“ sagði Magnús. Hann sagði að aukinn skilning þyrfti á starfseminni og aukið fjár- magn tíl að geta rekið hana sem skyldi. Áætluð rekstrargjöld á síðasta ári námu 73.600.000 krónum og varð rekstrartap um 1.300.000 krónur. Mikilvægt er að vilji sé úti í samfé- laginu til að taka við sjúklingunum, að sögn Magnúsar, og í skýrslunni er bent á þörfina á sambýlum þar sem sjúklingar í eftirmeðferð gætu dvalið í vemduðu umhverfi. „Það hefur sýnt sig að þar sem gott kerfi er á eftír- meðferð verður góður árangur." Magnús telur fslendinga aftar- lega á merinni í meðhöndlun ósak- hæfra einstaklinga. Á Norðurlönd- unum séu menn komnir mun lengra á þessu sviði og bjóði upp á mörg þrep í eftirmeðferð íyrir sjúklinga. Einnig er þörf á því að fjölga fag- fólki inni á fangelsum en á Litla- Hrauni eru að sögn Magnúsar tugir fanga sem þyrftu á sálfræðiþjónustu að halda. Hertar að- gerðir vegna hraðaksturs GEORG Lárusson, lögreglustjóri í Reykjavík, segir að það sem liggi að baki hertum aðgerðum lögreglu vegna hraðaksturs sé ný reglugerð dómsmálaráðherra um sektarmörk og sektarviðmiðanir sem tók gildi 14. maí. „Það er hún sem gerir það að verkum að vinnubrögð hafa breyst og svo kemur einnig til aukin skilvirkni og vinna lögreglumanna," segir Georg. Hann segir að tekjur ríkissjóðs vegna fjölgunar sekta hafi aukist verulega. Það sem af er ári hafa 850 manns verið stöðvaðir íyrir of hraðan akstur en á sama tíma í fyrra voru þeir um 200. Hann segir að þessar nýju starfs- aðferðir séu mjög þarfar. Umferð- arslys á íslandi séu alltof tíð og al- varleg og tíðari og alvarlegri en gengur og gerist í öðrum löndum. „Eg held að það sé nauðsynlegt að taka á þessum málum og það veldur náttúrlega reiði og gremju meðan á því stendur. Satt best að segja er þetta nákvæmlega sama upplifunin og þegar ég fór sem sýslumaður til Búðardals íyrir nokkrum árum og síðar til Vest- mannaeyja. Fyrstu vikurnar voru allir reiðir en síðan glöddust menn þegar þessi mál voru komin í lag,“ segir Georg sem segir að lögreglan eigi ekkert val um hvemig reglu- gerðum er framfylgt. Þeim verði að framfylgja samkvæmt orðanna hljóðan. Nokkur dæmi eru um að öku- menn hafi verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í Þingholtunum og hlotið þungar sektir fyrir. „Borgar- og lögregluyfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að þama sé hættulegt að aka á meiri hraða en 30 km á klst. Götumar þar em ekki hannaðar fyrir mikinn hraða og þann umferðarþunga sem þar er,“ segir Georg. Hann segir að lögreglan verði mjög vör við að það hafi dregið úr umferðarhraða eftir að hinar hertu aðgerðir hófust og lögreglan þarf að hafa mun minni afsldpti af öku- mönnum en fyrir um tíu dögum. „Við lítum því svo á að þessar að- gerðir skili árangri," segir Georg. Hann segir það ríkjandi misskiln- ing að um umferðarátak sé að ræða. Eftirlitinu verði áfram svona háttað meðan þessar reglur em í gildi. Ge- org segir það sína skoðun að um- ferðarhraðamörkin í borginni séu ekki of há en ökumenn hafi almennt ekki virt hraðamörkin nægilega vel. „Mín skoðun er sú að á stöku stað mætti athuga þann möguleika að hækka hámarkshraðann. Þá hef ég sérstaklega í huga svæðið frá Skeið- arvogi og austur í Mosfellsbæ," seg- ir Georg. Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt •Jafntfyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. I • 550 blaðsíður í I stóru broti. I • 3.000 litmyndirog ■ skýringarteikningar. FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Hundrað ára afmæli í Grjótaþorpi ALDARAFMÆLI húsa í Gijóta- þorpinu í miðbæ Reykjavíkur eru fagnaðarefni. Sú er a.m.k skoðun íbúa hverfisins en sú venja hefúr skapast að bjóða til veislu við slík tækifæri. íbúar hússins við Mjóstræti 10 héidu hefðinni við og slógu upp hátíð í tilefni afmæl- is hússins sem reist var þegar Há- konarbær var rifinn fyrir öld. Tilefnið var reyndar tvöfalt því húsbóndinn á heimilinu, Snorri Öm Snorrason lútuleik- ari, var fimmtugur á dögunum. Húsfreyjan á staðnum, Camilla Söderberg blokkflautuleikari, kom honum á óvart með því að bjóða Rússíbönum að koma og spila í veislunni sem haldin var utandyra í blíðskaparveðri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson CAMILLA Söderberg ásamt Elínu Eddu Árnadóttur búningahönnuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.