Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 21

Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 21 ÚR VERINU ERLENT Niðurstaða áfrýjunarréttar í Sigurðarmálinu Hægl að áfrýja til Hæstaréttar SÁ möguleiki er fyrir hendi að niðurstöðu lögmannsréttar Hálogalands vegna Sigurðarmáls- ins svonefnda verði áfrýjað til Hæstaréttar í Noregi. Málið fer nú til umsagnar lögregluyfirvalda og þegar þau hafa gefið umsögn sína fer það til saksóknara. Hann hefur þá hálfan mánuð til að Loðnu- samning- ur undir- ritaður FULLTRÚAR íslands, Grænlands og Noregs undir- rituðu í Reykjavík á fimmtu- dag samning um stjóm veiða úr loðnustofninum á hafsvæð- inu milli Grænlands, Islands og Jan Mayen. Samkomulag náðist um samninginn á fundi hinn 20. maí síðastliðinn en hann felur í sér að ísland fær 81% há- marksafla, Grænland 11% og Noregur 8%. Ef í ljós kemur að hlutur Grænlands eða Nor- egs veiðist ekki skal Islandi heimilt að veiða það magn sem óveitt er. Samkomulag um hámarks- afla fyrir hveija vertíð Samningurinn, sem tekur gildi til bráðabirgða 20. júní og gildir til 30. apríl 2001, ger- ir ráð fyrir að aðilar skuli leit- ast við að ná samkomulagi um leyfilegan hámarksafla á loðnu fyrir hverja vertíð. Hann verð- ur lagður fyrir Alþingi til sam- þykktar í haust. 1 Jóhann Sigurjónsson, for- maður íslensku samninga- nefndarinnar, undirritaði samningana ásamt Knut Elias Taraldset, sendiherra Noregs á íslandi, og Klaus Otto Kapp- el, sendiherra Dana á Islandi. Þeir undimtuðu jafnframt tví- hliða samninga landanna þriggja um gagnkvæmar veið- ar í fiskveiðilandhelgi tii nán- ari útfærslu á loðnusamningn- um. áfrýja því til hæstaréttar í Noregi ef honum þykir ástæða til. Ekki er sjálfgefið að málið komi fyrir rétt- inn þó því sé áfrýjað, því hæsti- réttur tekur sjálfstæða ákvörðun um það hvort málið kemur fyrir réttinn eða ekki. Talsmaður norska sjávarútvegs- ráðuneytisins sagðist í gær ekld hafa haft tækifæri til þess að kynna sér niðurstöður og forsend- ur dómsins. Hann hefði einungis heyrt af honum í fjölmiðlum og væri því ekki tilbúinn að tjá sig um hann fyrr en eftir helgi. Ekki auðvelt að skilja uppbyggingu kerfísins I dómi áfrýjunarréttarins er far- ið yfir efnisatriði málsins og skip- stjóri og útgerð sýknuð af því að hafa brotið tilkynningaskyldu varðandi komu og brottfarir í og úr lögsögunni við Jan Mayen og einnig hvað varðar færslur í afla- dagbækur. ítarlega er farið yfir hvernig tilkynningum var háttað um svonefnt Inmarsat C kerfi. Kemst rétturinn að þeirri niður- stöðu að ekki sé auðvelt að skilja uppbyggingu kerfisins né heldur þær tilkynningar sem berist til baka um það hvort tilkynning hafi borist til viðtakanda eða ekki. Seg- ir rétturinn að hann sjái ekki að skipstjórinn Kristbjörn Árnason hafi haft ástæðu til að gera ítar- legri athuganir en gerðar voru á því hvort tilkynningar til norsku fiskistofunnar hefðu borist eða ÁRLEGUM vorleiðangri á rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk 16. júní sl. en þá var kannað ástand sjávar, næringarefni, gróður og áta á íslenskum hafsvæðum. At- huganir voru gerðar á alls 104 stöðvum í hafinu umhverfis landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Reyndist sjávarhiti í selturíka hlýsjónum fyrir Suður- og Vestur- landi vera vel yfir meðallagi og seltan há eins og í fyrra. eftir margra ára lága seltu. Átumagn við landið var líka meh-a en í meðallagi. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá Hafrannsóknastofnun. ekki. Hann hefði átt að geta verið rólegur varðandi það eins og í pottinn var búið. Rétturinn víkur síðan að meintu broti vegna færslu afladagbókar, en þar var ekki innfært hvenær til- kynningar vora sendar fiskistofu, og segir að sýkna beri skipstjóra Sigurðar vegna þess að hann hafi ekki vitað betur en færslurnar væra í samræmi við reglur og þær skyldur sem hann hafði og honum verði ekki kennt um vanþekkingu sína í þessum efnum. Upplýsingar þar um hafi verið í leyfinu og þar sé einungis tiltekið að skipstjórar skuli færa afla í smáatriðum í afla- dagbækur og þar skuli koma greinilega fram hvar aflinn hafi fengist. Aðrar kröfur séu ekki gerðar þar. Rétturinn sýknaði því bæði skipstjóra og útgerð af að hafa gerst brotleg við viðkomandi regl- ur og sneri þannig við dómi undir- réttar. Útgerðin þarf því ekki að greiða 375.000 kr. norskar, né málskostnað upp á um 10.000 kr. norskar, samtals tæplega fjórar milljónir ísl. kr. sem hún var dæmd til í undirrétti. Þá þarf skip- stjóri Sigurðar ekki að greiða 45.000 kr. norskar, um 400.000 kr. ísl. í sekt og málskostnað til norska ríkisins. Auk þess dæmdi rétturinn bæði Kristbirni og ísfé- laginu 27.412 norskar krónur hvor- um aðila um sig í kostnað vegna málsins eða samanlagt rúmar 500 þúsund krónur. Auk hinna hefðbundnu rann- sókna voru á völdum stöðvum gerðar athuganir á koltvísýringi í sjó, safnað sýnum til efnarann- sókna við neðansjávarhveri og hugað að straummælingalögnum og svokölluðum setgildram. Þá var og safnað gögnum í tengslum við tvö alþjóðleg verkefni á sviðum hafeðlisfræði og efnafræði Norð- urhafa sem Hafrannsóknastofnun- in er aðili að og styrkt era af Evr- ópusambandinu. Loks var könnuð útbreiðsla síldar úti fyrir Norð- austur-, Austur- og Suðaustur- landi. Góð skilyrði fyrir ungviði nytjafíska Hugmyndir Egypta um friðarumleit- anir fyrir botni Miðjarðarhafs Bindum vonir við alþjóðlega friðarráðstefnu MAGDY A. Hefny, sendiherra Egypta- lands með aðsetur í Ósló, kynnti fyrir ís- lenzkum ráðamönn- um í vikunni hug- myndir egypzkra stjórnvalda um að- gerðir til bjargar friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs, sem Hefny sagði í samtali við Morgun- blaðið mikilvægt að Island tæki þátt í að styðja. „I viðræðum mín- um hér var ég að ræða nýjustu þróun friðarumleitananna fyrir botni Miðjarð- arhafs, einkum sameiginlegar til- lögur Frakklands og Egyptalands um að efna til alþjóðlegrar ráð- stefnu í því skyni að koma aftur gangi í friðarumleitanir í Miðaust- urlöndum. Þessi ráðstefna er hugsuð sem tilraun til að bjarga friðarferlinu í heild sinni. Eins og kunnugt er hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum Israelsstjómar og Palestínumanna í eitt og hálft ár. Annar hluti Óslóar-samkomu- lagsins svokallaða hefur ekki kom- izt til framkvæmda." Hugmyndin er sú, segir Hefny, að á ráðstefnunni verði tillögur Bandaríkjastjórnar, sem undan- farnar vikur hafa legið á borði ísrael- skra stjómvalda og heimastjórn Palest- ínumanna hefur þeg- ar samþykkt, lagðar til grundvallar nýju samkomulagi. „Isra- elsstjórn hefur enn sem komið er ekki getað komizt að nið- urstöðu um viðbrögð við bandarísku til- lögunum, og á meðan fór Mubarak, forseti Egyptalands, á fund Chiracs Frakklands- forseta í París og þeir komust að sam- komulagi um að tæk- ist ekki að finna lausn á grundvelli bandarísku til- lagnanna þá yrði gripið til ann- arra ráða. Eitt þeirra væri að kalla saman alþjóðlega friðan'áð- stefnu, til að bjarga friðarferlinu. Grundvöllur þessarar björgunar- tilraunar yrðu bandarísku tiliög- urnar, en þær styrktar með sam- ráði allra sem málið varðar,“ sagði Hefny. „Það er hins vegar rétt að taka fram, að hugmyndin er ekki að þessi ráðstefna komi í stað eða verði beint framhald Madríd-ráð- stefnunnar [frá 1992, þar sem tókst að hrinda friðaramleitunun- um af stað eftir Iangt hlé].“ MAGDY A. Hefny, sendiherra Egyptalands. Rafsanjani hvetur til samstöðu í Iran Teheran. Reuters. AKBAR Hashemi Rafsanjani, fyrr- verandi forseti írans, hvatti landa sína í gær til að sýna samstöðu á tímum vaxandi sundurlyndis. Nýtti hann tækifærið á vikulegum bæna- fundi í Teheran til að vara írani við því að flokkadrættir í stjórnmálum gætu auðveldlega farið úr böndun- um ef svo héldi fram sem horfði. Að undanfómu hefur skorist nokkuð í odda með hófsömum og íhaldsmönnum í íran en Rafsanjani sagði í gær að einungis óvinir íslams- ríkisins myndu hagnast á innbyrðis deilum Irana. Rafsanjani, sem gegndi forsetaembættinu 1989-1997 og hefur enn nokkur áhrif í stjórn- málum landsins, leiddi hins vegar í ræðu sinni hjá sér ummæli Bills Clintons Bandaríkjaforseta sem sagðist á fimmtudag vilja sættast við írani. Hann minntist ekki heldui' á leik Irana og Bandaríkjamanna, sem fram fer á morgun, á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu. Öllu stjórnmálasambandi írans og Bandaríkjanna var slitið 1979 í kjölfar gíslatöku á starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Teheran sem lauk ekki fyrr en að ári liðnu. Hafa íranir gjarnan líkt Bandaríkj- unum við holdgerving Satans. KAUPLEIGA kemur hreqfingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.