Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Blönduós
Undirbúningi að komu
23 flóttamanna lokið
Klönduósi. Morgunblaðið.
PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra
undirritaði á fimmtudag á Blönduósi
samning annars vegar við Blönduós-
bæ og hins vegar framkvæmdaáætl-
un við Rauða Kross Islands (RKI) um
móttöku 23 flóttamanna frá ríkjum
fyirverandi Júgóslavíu. Samningana
undirrituðu auk Félagsmálaráðherra
þeir Skúli Þórðarson bæjarstjóri fyrir
hönd Blönduósbæjar og Kristján
Sturluson fyrir hönd RKI. Á blaða-
mannafundi við sama tækifæri kom
fram að undirbúningi fyrir komu
flóttamanna væri svo til lokið og voru
Koma til landsins
í kvöld
fulltrúar RKI og félagsmálaráðherra
mjög ánægðir með hvemig til hefði
tekist.
Von er á flóttamönnunum 23 til
landsins í kvöld og til Blönduóss er
áætlað að þeir komi um kvöldmatai-
leytið á sunnudag og verður boðið til
kvöldverðar í Félagsheimilinu. Eins
og fyiT greinir er undirbúningi nán-
ast lokið og Blönduósingar og A-Hún-
vetningar allir bíða komu flóttamanna
með eftirvæntingu. Fjölskyldumar
sex, sem koma, munu búa í húsnæði
Blönduósbæjar viðsvegar um bæinn
og söfnun húsgagna og fata hefur
gengið mjög vel. Fjöldi sjálfboðaliða
kemur að þessu verkefni og má geta
þess að þrjár stuðningsfjölskyldur
em um hverja flóttamannafjölskyldu.
Sem dæmi um ítarlegan undirbúning
má geta þess að konur í kvenfélaginu
Vöku á Blönduósi hafa sett niðrn-
kartöflur í gai'ðlandi Blönduósinga í
Selvík og er uppskera þeirra ætluð
hinum nýju íbúum á Blönduósi.
Ráðning bæjarritara Isafjarðarbæjar
Jafnréttislög brotin
KÆRUNEFND jafnréttismála hef-
ur komist að þeirri niðurstöðu að
við ráðningu í starf bæjarritara ísa-
fjarðarbæjar í desember 1997 hafi
verið brotið gegn jafnréttislögum.
Þrír umsækjendur voru um starf-
ið, tveir karlmenn og ein kona. Ann-
ar karlmaðurinn var ráðinn í starf-
ið. Kvenkyns umsækjandinn óskaði
eftir því að kæmnefnd jafnréttis-
mála tæki afstöðu til þess hvort
ráðningin bryti gegn ákvæðum um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla í jafnréttislögum.
Kæranefnd óskaði eftir upplýs-
ingum frá bæjarstjóra ísafjarðar-
bæjar um hvernig staðið hefði verið
að ráðningunni og var fyrirspurnin í
9 liðum. Meðal annars var beðið um
upplýsingar um menntun og starfs-
reynslu umsækjenda, skýringar á
því hvað hefði ráðið vali milli um-
sækjenda og yfirlit yfir æðstu emb-
ætti bæjarins og hvort kona eða
karl gegni þeim embættum.
í svari ísafjarðarbæjar kom fram
að ekki hefði verið krafist neinnar
sérstakrar menntunar til starfans
og að stjórnendur bæjarins telji
menntun umsækjenda vera aukaat-
riði. Fyrst og fremst hafi verið litið
til víðtækrar stjórnunarreynslu
þess sem ráðinn var og samskipta-
hæfni. í svarinu kom einnig fram að
bæjarstjóri sé karl sem og yfirmenn
annarra sviða en stjórnsýslusviðs.
I niðurstöðu kærunefndar kemur
fram það mat að kærandi sé hæfari
til að gegna starfinu og gögn vanti
til að styðja huglægt mat við ráðn-
inguna. Jafnframt segir kærunefnd
það skyldu Isafjarðarbæjar, skv. 5.
gr. jafnréttislaga að reyna af
fremsta megni að fjölga konum í
stjórnunarstöðum.
Niðurstöður könnunar
um kynlíf kvenna
Konur yfir-
leitt ánægð-
ar í sam-
böndum
Sameiginleg
skrifstofa opnuð
vegna hátíða-
halda árið 2000
REYKJAVÍK-Menningarborg
Evrópu árið 2000, kristnihátíðar-
nefnd og landafundanefnd opn-
uðu nýlega sameiginlega skrif-
stofu. Hafa nefndirnar þrjár
hver sína aðstöðu á 2. hæð Aðal-
strætis 6 undir yfirskriftinni ís-
land árið 2000.
Þómnn Sigurðardóttir, sem
stýrir menningarborgarverkefn-
inu, segir hugmyndina með þess-
ari tilhögun að samræma starf-
semi nefndanna. Jafnframt geti
erlendir og innlendir aðilar nú
nálgast nauðsynlegar upplýsing-
ar á sama stað, en verkefni sem
tengjast nefndunum eru unnin
hér á landi, í Evrópu og í Banda-
ríkjunum. Á skrifstofunni em nú
þrír starfsmenn á vegum menn-
ingarborgarinnar, tveir hjá
landafundanefnd og einn hjá
kristnihátíðarnefnd. Auk þeirra
situr starfsmaður í sameiginlegri
móttöku, en í vetur var húsnæð-
inu breytt með þarfir starfsem-
innar í huga.
Menning um land allt
Allar nefndirnar hafa auglýst
eftir tillögum að útfærslu hátíða-
haldanna árið 2000. Frestur til
að skila inn hugmyndum vegna
menningarborgarinnar rennur út
1. júlí en nefndinni haía þegar
borist á annað hundrað hug-
myndir. Verkefnið spannar að
sögn Þórunnar allt tímamótaárið
og nær yfir landið allt. „Við verð-
um með allt mögulegt á okkar
könnu; íþróttir, félagslíf, sögu og
listir svo eitthvað sé nefnt. Það
hefur verið hefð fyrir því að
rækja þetta hlutverk á landsvísu
frá því að Kaupmannahöfn var
menningarborg Evrópu, þótt
höfuðborgin sé vissulega mið-
punktur."
Júlíus Hafstein, formaður
kristnihátíðarnefndar, segir
starfsemi nefndanna þriggja í
senn ólíka og líka. Allar miði þær
starf sitt við hátíðahöld árið 2000
þótt áherslan sé ýmist á menn-
ingu, sögu eða trú, en settur hef-
ur verið á laggirnar sérstakur
starfshópur til þess að samræma
vinnu nefndanna þriggja. Kristi-
hátíðin verður haldin í samvinnu
prófastsdæmanna 16 og er
stærsti einstaki viðburður ársins,
að sögn Júlíusar. Þá munu 60-
100 smærri viðburðir tengjast
kristnihátíð.
Að störfuin
vestan hafs
Fyrir landafundanefnd fer
Einar Benediktsson, en nefndin
starfar á vegum forsætisráð-
herra. Samstarfshópur er jafn-
framt að störfum vestan hafs en
innan tíðar mun landafunda-
nefnd formlega kynna þau verk-
efni sem á döfinni era fyrir tíma-
mótaárið 2000.
Morgunblaðið/Arnaldur
JÚLÍUS Hafstein, Þórunn Sigurðardóttir og Einar Benediktsson
stýra nefndunum sem starfa undir yfirskriftinni ísland árið 2000.
88,7% kvenna sem era í sambandi
eða hjónabandi segjast vera ánægð-
ar í þeim. 23% kvenna hafa haldið
framhjá maka sínum. Þetta kemur
fram í niðurstöðum könnunar sem
framkvæmd var af Markaðssam-
skiptum ehf. fyiár ritstjórn tímarits-
ins Sterkai' saman.
Könnunin bh-tist í tímaritinu
Sterkar saman sem kom út í gær og
var m.a. spurt hversu oft að meðal-
tali konur hefðu samfarir. Stærst
hlutfall kvenna segist hafa samfarir
fjórum til sjö sinnum á mánuði, eða
35,4% og 30,1% segist hafa samfarir
átta sinnum í mánuði eða oftar.
96,1% þeirra sem svöraðu könnun-
inni segjast hafa fengið fullnægingu
og 54% kvennanna segjast oftast fá
fullnægingu þegar þær hafi samfar-
h'. 23% kvenna segjast alltaf fá full-
nægingu og einungis 3% segjast
aldrei fá fullnægingu. Aðspurðar um
limastærð karlmanna sögðu 42,8%
kvenna að stærðin skipti ekki máli.
Spumingar voru sendar til 800
kvenna á aldrinum 25 til 65 ára. Úr-
takið var valið af handahófi úr þjóð-
skrá. Könnunin var send út mánu-
daginn 25. maí sl. og var unnið úr
svörum sem bárast dagana 27. maí
til 5. júní. Alls bárust 342 svör, sem
er 42,8% svarhlutfall, og ber að taka
tillit til þegar niðurstöður könnunar-
innar era skoðaðar.
Að sögn Þorláks Karlssonar, dós-
ents í aðferðafræði hjá Háskóla ís-
lands, er 42,8% svarhlutfall í könnun
óviðunandi. Eðlilegt sé að miða við
70% svarhlutfall en það sé erfitt að
ná því í póstkönnunum. Hann segir
að brottfallið sé hugsanlega tengt
efni könnunarinnar og ef svo er, séu
niðurstöðurnar skekktar. Af þeim
sökum sé varasamt að alhæfa um að
niðurstöður könnunarinnar eigi við
þýðið, þ.e. íslenskar konur á tiltekn-
um aldri.
Hjólað á móti vindi
SLÖKKVILIÐSMENNIRNIR
sem hjóluðu hringinn í kring-
um landið til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum fóru
hringinn, rúmlega 1.400 kíló-
metra, á ellefu dögum. Þeir
komu til Reykjavíkur 16. júní
en lagt var af stað 5. júní.
Áheitasöfnun stendur yfir til
25. júní.
Fyrstu níu dagana hjóluðu
þeir á móti vindi en á tíunda
degi snérist vindurinn þeim í
vil og lögðu þeir undir sig 180
km á rúmum fimm tímum eða
leiðina frá Skaftafelli að Skóg-
um. Hjólreiðarnar voru þó ekki
tóm sæla og lentu þeir m.a. í
snjókomu á Möðrudalsöræfum
og hagléli á Breiðdalsheiði, en
þar eru að auki malarvegir svo
þar var ekki farið sérlega
hratt yfir að sögn slökkviliðs-
mannanna. Meðalhraðinn í
ferðinni var um 20 km/klst.
Einungis einn þeirra hefur
stundað hjólreiðar og viður-
kenna hinir að strengir og
eymsli hafi hrjáð þá fyrstu
dagana. Aldursforsetinn, Lúð-
vík Lúðvíksson, er þó undan-
skilinn og sýndi aldrei þreytu-
merki, að sögn yngri mann-
anna.
Þeir segja að alls staðar hafi
verið tekið vel á móti þeim og
þeir minnist þess með þakk-
læti. Sérstaklega sé þó minnis-
stæð gistingin á Höfn í Horna-
firði. „Þar fengum við nudd og
humar í öll mál, enda humar-
hátíð framundan,“ segja þeir
og þakka fyrir að ekki var grá-
sleppuvertíð.
Hjólreiðakapparnir segja
það eftirminnilega reynslu að
hafa hjólað um landið, þeir
hafí upplifað umhverfíð og
fjarlægðir á nýjan hátt. Þeir
hafi líka kynnst mörgu góðu
fólki, bæði þar sem þeir höfðu
viðdvöl og eins hafi þeir fengið
kveðjur frá vegfarendum sem
óku hjá.
Morgunblaðið/Arnaldur
SEXMENNINGARNIR Árni Ómar Árnason, Erling Þór Júlíusson, Jón Viðar Matthiasson, Ólafur Sigurþórsson, Óli Ragnar Gunnarsson og Lúðvfk
Lúðvíksson, og félagar þeirra Björn Hermannsson og hundurinn Patti sem fylgdu þeim eftir í sjúkrabfl, hvetja fólk til að skila inn áheitablöðum og
minna á að þau er hægt að nálgast á slökkvistöðvum og hjá Landssambandi slökkviliðsmanna.
Slökkviliðsmennirnir hjólandi