Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur PRESTASTEFNAN kynnt. Sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslu- stjóri kirkjunnar, herra Karl Sigurbjörnsson biskup, sr. Þorvald- ur Karl Helgason biskupsritari og dr. Sigurður Árni Þórðarson verkefnissljóri. Margvísleg mál á prestastefnu en sr. Yrsa Þórðardóttir fjallar um jafnréttismál í ijósi jafnrétt- isþings. Að auki verður fjallað um kjör til Idrkjuþings og þing- sköp, starf og starfshætti sókn- amefnda, fíkniefnamál, ferming- ar og fjölmiðla- og upplýsinga- stefnu kirkjunnar. Miðnæturmessa Meðal nýjunga í ár er miðnæt- urmessa á Jónsmessunótt sem haldin verður í eða við Hall- grímskirkju eftir því hvernig veður skipast. Þar er almenningi boðið til kirkjuhátíðar með prest- um þjóðarinnar, tónlistarmann- inum KK og Mótettukómum og verður hún haldin þriðjudaginn 23. júní klukkan 23. Við skipulagningu stefnunnar var miðað við að umræður færu sem mest fram í hópum og mál- stofum tii að greiða fyrir opnum samræðum þátttakenda. Sér- stakt torg verður haft í miðjum salarkynnum þar sem kynntar verða niðurstöður umræðuhópa. Alls er reiknað með að um 150 prestar og djáknar sæki presta- stefnuna en í tengslum við hana er minnst 80 ára afmælis Presta- félags fslands. PRESTASTEFNA hefst með messu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan 10.30 á þriðjudag þar sem sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur á Ólafsfírði, predikar. Þetta er í fyrsta sinn sem núverandi biskup, herra Karl Sigurbjömsson, kallar til presta- stefnu og em efnistök og dagskrá í samræmi við breyttar aðstæður kirkjunnar og Stefnu hans. í fréttatiikynningu frá Bisk- upsstofu kemur fram að biskup hafi ákveðið að gera umhverfis- mál og ábyrgð manna gagnvart sköpun Guðs að sérstöku um- fjöllunarefni undir yfirskriftinni „Kristnitaka - Fögnum yfir sköp- un Guðs“. Setningarathöfn prestastefn- unnar verður í Hafnarfjarðar- kirkju og hefst hún kl. 14. Þar flytur herra Karl Sigurbjömsson biskup yfirlitsræðu sína. Stefnan fer fram í húsakynnum Hafnar- fjarðarkirkju og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Á stefnunni verða ýmis mál til umfjöllunar svo sem drög að starfsreglum og má helst ætla að þar verði mest umræða um regl- ur um val á prestum. Einnig verða jafnréttismál í brennidepli, Viðræður Norðuráls og Landsvirkjunar um lán á aukaorku Astæða endurgreiðslu þarf að vera rökstudd KENNETH Peterson, eigandi Ál- vers Norðuráls á Grundartanga, segir að ekki sé ágreiningur um það á milli síns fyrirtækis og Lands- virkjunar hvenær Landsvirkjun geti fengið til baka þá aukaorku sem Norðurál hefur falast eftir að láni til þess að auka álframleiðslu sína á þessu ári. Ósamkomulag fyr- irtækjanna komi samningi þeirra ekki heldur við á neinn hátt. I viðtali í Morgunblaðinu á sunnudaginn sagði Peterson að Landsvirkjun hefði hafnað lánsorkumöguleikanum vegna þess að hér sé um að ræða viðskipta- hætti sem ekki hafí tíðkast hér á landi áður. Því svarar Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkj- unar, í blaðinu á þriðjudag og segir þetta ekki rétt hvað varðar afstöðu Landsvirkjunar til málsins. Norð- urál hafi ekki getað tekið við orku frá Landsvirkjun fyri' en viku eftir að áætlað hafi verið og þessar tafir hafí vakið áhuga fyrirtækisins á að kaupa aukaorku í haust. Einnig seg- ir Halldór að Norðurál hafi ekki getað fallist á það ákvæði hjá Landsvirkjun að hún hafi það í hendi sér að ákveða upp á sitt ein- dæmi hvenær þurfi að koma til skila Norðuráls á lánsorkunni. Af þessum ástæðum segir Halldór að samning- ar um lán á orku hafi ekki tekist. Hefur ekkert með samninginn að gera „Þetta snýst ekki um samninginn nema einungis að því leyti að Landsvirkjun átti ekki nægt raf- magn handa okkur á þessu ári og því skiptir ekki máli hvort við hefð- um hafið framleiðslu 1. júní eða 1. júlí. Við höfum rætt um orkukaup í eitt og hálft ár og það stendur á Landsvirkjun núna að finna út hvernig þeir vilja standa að þessu orkuláni með sem bestum hætti. Við hlustum á þá og ég vona að þeir sjái okkar hlið á málinu og skoði uppá- stungur okkar, sem snúast um að við höfum fengið orku með þessum hætti í Bandaríkjunum í mörg ár og þekkjum þessa viðskiptahætti mun betur en þeir gera,“ sagði Kenneth Peterson í samtali við Morgunblað- ið. Norðurál hleypti fyrst straumi á ker sín til reynslu hinn 28. maí síð- astliðinn og hefur nú eftir nauðsyn- legar prufukeyrslur hafíð fram- leiðslu áls. „Við erum alls ekki á eft- ir áætlun og höfum vitað það í eitt og hálft ár hvenær við myndum byrja,“ segir Peterson og kveðst ekki skilja af hverju Landsvirkjun talar um seinkun í þessu samhengi. „Þetta er bara möguleiki fyrir þá að selja okkur meiri orku en kveður á um í samningi okkar og er í raun bara nýtt skammtímafyrirkomu- lag.“ Vilja nýta fleiri ker Landsvirkjun getur nú að sögn Petersons aðeins látið Norðuráli í té rétt rúmlega helming þeirrar orku sem hún þarf til að geta framleitt af fullum krafti og Norðurál vilji finna ieiðir til að knýja fleiri ker en áætl- að var í stað þess að bíða með þau ónýtt fram á næsta ár. Hann segir að ekki sé neitt ósam- komulag með að þeir borgi orkuna aftur til baka þegar Landsvirkjun þarf á henni að halda en segir að ástæðan verði að vera góð og rök- studd. „Það má ekki vera einhver skyndiákvörðun sem ekki er studd fullnægjandi rökum. Það verður að vera ástæða sem byggist þá á slæmri stöðu vatnsbúskaparins." Peterson fundaði með Lands- virkjun á föstudaginn í síðustu viku þar sem málin voru rædd áfram. Hann segir að verið sé að reyna að fínna leið í málinu. „Viðræður halda áfram. Ég held að Landsvirkjun vilji selja, og við viljum kaupa, enda græðir hvorugur ef samningar nást ekki. Það sem rætt er núna er þó ekki okkar tillaga um það sem við þekkjum af orkulánum og við eigum að venjast frá Bandaríkjunum.“ Dæmdur fyrir kynferðisbrot TÆPLEGA þrítugur maður var ný- lega dæmdur í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku. Stúlkan fékk far með manninum í bíl hans eftir dansleik á vegum Flensborgarskóla í Hafnarfirði á veitingastaðnum Astro í Reykjavík aðfaranótt 12. september 1997. Maðurinn átti samræði við stúlkuna í bíl sínum við verslunina Amar- hraun í Hafnarfírði. Manninum og stúlkunni ber ekki saman um að- dragandann að því. Stúlkan bar fyrir dómi, hjá lög- reglu og á neyðarmóttöku slysa- deildar að hún hefði sofnað í bílnum, enda hefði hún verið undir áhrifum áfengis auk þess að vera mjög vansvefta og þreytt. Hún hefði síðar vaknað við það að maðurinn var að hafa við hana samfarir, hún klæða- laus að neðan og búið að hneppa frá fötum hennar að ofan. Hún hefði hlaupið út úr bílnum og kallað á hjálp. Stúlkan fór á neyðarmóttöku slysadeildar og þóttu áverkar á henni styðja frásögn hennar. Maðurinn viðurkenndi að hafa sett lim sinn inn í leggöng stúlkunn- ar en það hefði verið með hennar samþykki og þegar hún hefði beðið hann að hastta þá hefði hann strax gert það. Ýmis atriði í framburði mannsins þóttu ótrúverðug og þótti dóminum fram komin lögfull sönn- un fyrir því að hann hefði notfært sér ölvun og svefndrunga stúlkunn- ar „til að hafa við hana samræði gegn viija hennar meðan hún var sofandi eða í svefnrofum, áður en hún hafði komist til þeirrar vitund- ar að hún gæti spornað við þeim,“ eins og segir orðrétt í dóminum. Refsing 10 mánaða fangelsi Maðurinn var dæmdur í 10 mán- aða fangelsi, þar af 7 mánuði skil- orðsbundna og fellur skilorðið niður að þremur árum liðnum. Hann var dæmdur til að greiða allan sakar- kostnað, þar með talin málsvarnar- laun til skipaðs verjanda síns, Bjarka Diego hdl., og saksóknar- laun í ríkissjóð. Sigríður Jósefsdótt- ir sótti málið fyrir hönd ákæru- valdsins. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða móður stúlkunnar fyrir hennar hönd 400 þús. krónur í miskabætur og 50 þús. krónur vegna lögmannsaðstoðar. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðs- dómari kvað upp dóminn og með- dómendumir Guðmundur L. Jó- hannesson og Hervör Þorvaldsdótt- ir héraðsdómarar. Tillögur starfshóps um sóknarfæri í landbúnaði Matvæli verði vottuð á trúverðugan hátt STARFSHÓPUR, sem skipaður var til að kanna tækifæri til sóknar í land- búnaði, leggur til að mikilvægt sé að íslensk matvæli verði vottuð á trú- verðugan hátt til þess að undirstrika sérstöðu íslands í matvælaframleiðslu og hvað varðar umhverfismengun, enda muni „vistvænt Isiand" gefa landinu einstæða samkeppnisstöðu. Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra skipaði starfshópinn í janúar 1997 til að móta afstöðu til þess hvemig gera mætti landbúnað- inum betur kleift að færa sér í nyt þau tækifæri til sóknar sem felast í opnara viðskiptaumhverfi og koma þannig í veg fyrir að hann verði und- ir í samkeppninni. Starfshópurinn kynnti sér umhverfi landbúnaðar hérlendis sem og á hinum Norður- löndunum en einnig kom Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins að mál- inu. Á blaðamannafundi á mánudag vora tillögur hópsins kynntar. Þar kom fram að mikilvægt væri talið að Island yrði fyrst allra landa til að lýsa því yfir að það væri „vist- vænt“. Það myndi vekja umtalsverða athygli víða um heim og stuðla að ódýrri umfjöllun um landið, kosti þess og gæði. Krafa erlendra neytenda Einnig telur hópurinn mikilvægt að gefa sérstakan gaum að þeirri sí- vaxandi kröfu erlendra neytenda um rekjanlegan uppruna matvæla sem stundum hefur verið nefnt frá „haga til maga“, enda séu þessir neytendur tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir vottuð matvæli. Nefnir hópurinn þar einkum þrjár ástæður, ótta fólks við sýkingarhættu, andúð á þröngbýli og lyfjagjöf dýra og mengun jarðvegs og grannvatns vegna óhóflegrar áburðarnotkunar sem víða er mikið vandamál erlendis. Þá kom einnig fram að Islendingar ættu að einbeita sér að því að keppa á matvælamörk- uðum á grandvelli gæða fyrir sann- gjarnt verð með vistvæna fram- leiðslu, enda talið að meginhluti ís- lensks landbúnaðar geti á skömmum tíma náð því marki að fá vistvæna vottun. Skilyrði bænda Til þess að bændur geti fengið vott- un á sínar afurðir þurfa þeir að upp- fylla ákveðin skilyrði. Þessi skilyrði snúa meðal annars að aðbúnaði og meðferð dýra, banni við notkun á hormónum, frárennsli og sorphirðu, takmörkun á notkun lyfja og hjálpar- efna, aðgang að heilnæmu og ómeng- uðu drykkjarvatni, banni við vatns- og jarðvegsmengun áburðar og að um- gengni og umhirða á býlum sé sam- kvæmt lögum. Jafnframt verði allt bú- fé einstaklingsmerkt og skýrslufært þannig að ávallt sé hægt að rekja af- urðina aftur til framleiðandans. Morgunblaðið/Jim Smart GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra var meðal þeirra sem kynntu tillögur starfshóps um „vistvænt ísland“. Að sögn Hákons Sigurgrímssonar, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu og formanns starfshópsins, þurfa nauðsynlegar úrbætur að koma til svo hægt verði að kynna ísland sem vistvænt land: „Þar er brýnast að koma frárennslismálum í lag en einnig þarf að skipuleggja sorphirðu betur, kanna ástand neysluvatns á öllum lögbýlum, gera hreinsunarátak í sveitum og gera áætlun um eflingu landgæða í heimalöndum jarða.“ Áætlað er að taka muni fimm ár að koma tillögunum í framkvæmd. Starfshópinn skipuðu auk Hákons Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, Haukur Halldórsson bóndi og Kjartan Ólafs- son ráðunautur. Með hópnum störf- uðu einnig Baldvin Jónsson verkefn- isstjóri Áforms átaksverkefnis og Álfhildur Ólafsdóttir forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.