Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
HLUTI þess áfengis sem upp-
lýst hefur verið að var smyglað.
Rúmlega 4.000 lítrum af áfengi
var smyglað til landsins frá
Bandaríkjunum.
*
Afengissmygl
upplýst
EFTIRLITSDEILD embættis rík-
istollstjóra og fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík hafa upplýst
smygl á rúmlega 4.000 lítrum af
áfengi, aðallega vodka. Áfengið var
flutt til landsins í gámi með skipi frá
Bandaríkjunum.
í frétt frá lögreglunni í Reykjavík
segir að rannsóknin, sem staðið hafði
yfír í nokkum tíma í samvinnu ríkis-
tollstjóraembættisins og lögreglunn-
ar í Reykjavík, hafi leitt til handtöku
fjögurra manna 8. júní sl. Tveir
þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald í þágu rannsóknar málsins. Þeir
hafa nú báðir verið látnir lausir og er
rannsókn málsins á lokastigi. Þrír
menn hafa játað aðild að smyglinu.
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Reykjavfkur á fímmtudag
Um *
nefndir
KOSNINGAR í yfír 20 nefndir, ráð
og stjórnir á vegum Reykjavíkur-
borgar, svo og í embætti borgar-
stjórnar, voru fyrirferðarmiklar á
fyrsta fundi nýrrar borgarstjómar
á fímmtudag. Alls vom kringum 220
manns kjörnir til slíkra starfa en
nokkrir sitja í fleiri en einni nefnd
eða stjórn.
Sigrún Magnúsdóttir stýrði fundi
í upphafi sem aldursforseti borgar-
fulltrúa. Guðrún Ágústsdóttir var
kjörin forseti borgarstjómar með
átta atkvæðum en sjö atlwæðaseðlar
vora auðir. Guðrún Ágústsdóttir
kvaðst reyna að sinna skyldum sín-
um og leggja sérstaka áherslu á að
koma í framkvæmd þeim breyting-
um sem meirihluti og minnihluti
náðu góðri sátt um á síðasta kjör-
tímabili á samþykktum borgar-
stjómar. Hún kvaðst vissulega hefði
kosið að hafa aðeins lengri tíma en
nú blasti við til að ljúka þessum
verkum. Frestað var kjöri fyrsta
varaforseta til eins árs að tillögu
borgarstjóra en Steinunn V. Óskars-
dóttir var kjörin annar varaforseti.
Til setu í borgarráði, sömuleiðis
til eins árs, vora kjörin þau Helgi
Hjörvar, Sigrún Magnúsdóttir og
>20 í
og ráð
Steinunn V. Óskarsdóttir af R-lista
og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og
Inga Jóna Þórðardóttir úr hópi
sjálfstæðismanna. Varamenn í borg-
arráði voru kjörin þau Helgi Péturs-
son, Guðrún Ágústsdóttir, Alfreð
Þorsteinsson, Júlíus Vífíll Ingvars-
son og Jóna Gróa Sigurðardóttir.
Þá var komið að kjöri borgar-
stjóra og var Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir sjálfkjörin þar sem ekki komu
fram aðrar tillögur. Kjartan Magn-
ússon, varaborgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, kvaddi sér hljóðs og
sagðist ekki geta tekið þátt í að kjósa
Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra.
Hún hefði sem borgarstjóri á síðasta
kjörtímabili gefíð fjölmörg loforð,
t.d. að skattar yrðu ekki hækkaðir
og skuldir borgarinnar greiddar nið-
ur. Það hefði mistekist og loforðin
verið svikin. Sagði hann þessar stað-
reyndir einar og sér duga til að ekki
ætti að endurráða borgarstjórann.
í byggingarnefnd vora kjörin af
R-lista þau Óskar Bergsson, sem
verður formaður, Árni Þór Sigurðs-
son og Guðrún Ögmundsdóttir og af
hálfu sjálfstæðismanna þeir Hilmar
Guðlaugsson og Gunnar Gissurar-
son. í stjórn SVR vora kjörin Helgi
FYRSTI fundur nýrrar borgar-
stjórnar var haldinn á fimmtu-
dagskvöld. Þar var kosið í
nefndir og ráð borgarinnar og
fram fór fyrri umræða um árs-
reikning borgarinnar 1997.
Pétursson, Agnar Guðmundsson og
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir af R-lista
og Kjartan Magnússon og Kristján
Guðmundsson af D-lista; í stjóm
veitustofnana Alfreð Þorsteinsson,
Vilhjálmur Þorsteinsson og Stein-
unn V. Óskarsdóttir af R-lista og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna
Gróa Sigurðardóttir af D-lista og í
félagsmálaráð vora kjörin Helgi
Hjörvar, Páll R. Magnússon og
Sveinn Sveinsson af R-lista og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur
Magnússon af D-Iista.
í fræðsluráð voru kjörin Sigi'ún
Magnúsdóttir, Margrét S. Björns-
dóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir
af R-lista og Guðrún Pétursdóttir
og Eyþór Arnalds af D-lista og í
stjórn Dagvistar barna voru kjörin
af R-lista Kristín Blöndal, Aðalheið-
ur Sigursveinsdóttir og Stefanía
Traustadóttir og af D-lista Guðlaug-
ur Þór Þórðarson og Helga Jó-
hannsdóttir.
í almannavamanefnd voru kjörin
þau Garðar Mýrdal og Inga Jóna
Þórðardóttir; í barnaverndarnefnd
af R-lista þau Gréta Baldursdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir og Sigmund-
ur Stefánsson og af D-lista þau
Hanna Johannessen og Kristín Eð-
vald; í stjóm heilsugæslustöðva
voru kjörin Kolbeinn Proppé, Helgi
S. Guðmundsson og Ólafur Magnús-
son; í stjórn Lífeyrissjóðs starfs-
manna Reykjavíkurborgar vora
kjörnir aðalmenn þau Kristinn
Breiðfjörð og Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir; í samstarfsnefnd um lög-
gæslumálefni vora kjörin Steinunn
V. Óskarsdóttir og Kjartan Magn-
ússon; í stjórn Sorpeyðingar höfuð-
borgarsvæðisins voru kjörin Helgi
Pétursson, Þuríður Jónsdóttir og
Ragnhildur Helgadóttir af R-Iista
og af hálfu sjálfstæðismanna þau
Inga Jóna Þórðardóttir og Bryndís
Þórðardóttir og í hverfísnefnd Graf-
arvogs voru kjörin þau Guðrún
Ágústsdóttir, Anna Geirsdóttir og
Snorri Hjaltason.
Frestað var kjöri tveggja fulltiúa
í samstarfsráð Kjalarness.
MARKAÐSTORO^
fíUNNAR, GARÐTRÉ, SUMARBLÓM,
SKÓGARPLÖNTUR
VERÐDÆMI.
í SUMARHÚSALANDIÐ
SITKA- OG BLAGRENI
í HNAUS 75-100 CM
Áður kr. 3410- 4380-
BIRKI 40 PL. í BAKKA
Áður kr. 1350-___.
I SUMARHUSALANDIÐ
STAFAFURA 40 PL. I BAKKA
Áður kr. 1530- „
Nú aðeins
kr. 820-
ALASKAOSP I PK. 30-60 CM.
KEISARI, JÓRA, PINNI
Áður kr. 340-
Nú aðeins
kr. 199-
VERKFÆRI, GARÐÁHÖLD O.M.FL.
PLONTUSALAN l FOSSVOGI
Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspftaia) Opið ki. 10 -19. helgar kl. 10 -18.
Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin
LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
O
Dómur Hæstaréttar vegna dauða
tíkurinnar Lady Queen í Neðstaleiti
Nágranninn
greiði 200 þús.
króna. sekt
HÆSTIRÉTTUR dæmdi á
fimmtudag rúmlega sjötugan íbúa
Neðstaleitis 1 til að greiða 200 þús.
kr. í sekt fyrir að hafa drepið tíkina
Lady Queen, sem var í eigu
mæðgna, nágranna mannsins.
Maðurinn krafðist þess fyrir
Hæstarétti að dómur héraðsdóms
yrði ómerktur og lagt íyrir héraðs-
dómara að taka málið á ný til aðal-
meðferðar á þeirri forsendu að
byggt hefði verið á framburði dótt-
urinnar, sem hafi verið mjög ótrú-
verðugur. Til vara krafðist hann
sýknu af öllum kröfum ákæravalds;
ins eða einstökum ákæraliðum. I
dómi Hæstaréttar segir að í dómi
héraðsdóms komi nægilega skýrt
fram hvað héraðsdómari hafi talið
sannað og með hverjum hætti og er
því ekki fallist á aðalkröfu manns-
ins.
Drapst inni í
ibúð mannsins
Mæðgurnar héldu hundinn í
trássi við bann við hunda- og katta-
haldi í húsinu og bann við að koma
með hunda og ketti í húsið. Síðar
fengu þær tíkina reglulega í heim-
sókn. Áf þessu spruttu deilur milli
þeirra og ýmissa annarra íbúa
hússins. Föstudaginn 16. maí 1997
tók maðurinn hundinn af dóttur-
inni á stigagangi í húsinu.T kjölfar-
ið komst hundurinn sjálfur inn í
íbúð mannsins - eða var færður
þangað af manninum - og drapst
þar.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ráðist á dótturina og slegið
hana í handlegg með þeim afleið-
ingum að hún hafí hlotið mar og
eymsli. Hann viðurkenndi að hafa
slegið á hönd hennar til að losa úr
ól hundsins úr greip hennar en
neitaði að meiðsl gætu hafa hlotist
af. Konan er talin hafa getað hlotið
áverkana af öðram völdum og
ósannað að maðurinn hafí valdið
þeim.
Steig á hundinn
og batt hann
I síðari lið ákæru er maðurinn
borinn sökum um eignaspjöll og
brot á lögum um dýravernd með
því að veita hundinum áverka sem
leiddu hann til dauða. Hann sagðist
hafa ætlað að taka hundinn af kon-
unni og fara með hann út úr hús-
inu. Hundurinn hafi síðan hlaupið
inn í íbúð hans, hann farið þangað
einnig og lokað dyrunum. Hundur-
inn fannst síðar dauður, hangandi í
ól sinni, bundinni í hurðarhún.
Maðurinn lýsti því sjálfur hvernig
hann steig á hundinn og batt hann.
Talið er sannað að hundurinn hafi
drepist af völdum áverka sem mað-
urinn veitti honum. Honum átti
ekki að geta dulist að atlaga hans
að hundinum gæti leitt hann til
dauða.
200 þús. króna sekt
Við ákvörðun refsingar var höfð
hliðsjón af því að hundurinn var
hafður í húsinu í óleyfí og að
mæðgurnar höfðu ítrekað ögrað
manninum og öðram íbúum hússins
með brotum á banni við hundahaldi
þar. Sekt þykir hæfilega ákveðin
200 þús. krónur í ríkissjóð eða 35
daga varðhald ef sektin greiðist
ekki innan fjögurra vikna. Mannin-
um var gert að greiða helming sak-
arkostnaðar, þar með talin
málsvarnarlaun skipaðs verjanda
síns, Kjartans Ragnars hrl., sam-
tals 200 þús. krónur, og saksóknar-
laun, 100 þús. krónur.
Ragnheiður Harðardóttir, settur
saksóknari, sótti málið fyrir hönd
ákæruvaldsins. Málið dæmdu
hæstaréttardómararnir Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen og
Markús Sigurbjörnsson.
I
í
r
>
►
!
1
I
>
í
>