Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 18

Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kanadagæs í Eyjum Vestmannaeyjum - Kanadagæs hefur sést í Eyjun undanfarna daga. Kristján Egilsson, for- stöðumaður Náttúrugripasafns- ins í Eyjum, sem fylgst hefur með gæsinni sagði að fólk sem var á göngu á Breiðabakka hefði veitt gæsinni athygli og hefði lát- ið sig vita. Hann sagði að fuglinn væri afar sjaldséður í Eyjum og hefði síðast sést þar fyrir mörg- um árum. Kristján segir að Kanadagæsin hafí verið flutt inn til Evrópu og lif! þar nú orðið villt. Stundum kæmi fyrir að ein og ein þvældist með gæsahópn- um sem kemur til landsins á vor- in en það væri þó frekar lítið um þær hér á landi. Kristján sagði að það væri mjög óvenjuiegt að ein Kanada- ægs væri á ferð, eins og nú í Eyj- um, því þessir fuglar væru vanir að vera í hópum. Þá væri það einnig óveiyulegt að sjá þennan fugl í Eyjum þegar komið væri fram á sumar. Hann sagðist halda að eitthvað amaði að gæs- inni því hún hafi virst hölt þegar hún vappaði um og beit grasið á Breiðabakka og eins hafi hún einungis tekið stutt flug þegar hún fældist en komið síðan aftur og sest skömmu síðar. im Morgunblaðið/Sigurgeir KANADAGÆSIN er sjaldséður fúgl í Eyjum. Hvolsvelli - Það má með sanni segja að götuleikhúsið sem sett var upp í tilefni 17. júní hafí stolið senunni á þjóðhátíðardag- inn. Hópur krakka og fullorð- inna, félagar í leikfélagi Rangæ- inga, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga við að útbúa hina skrautlegustu búinga til að skarta á 17. júní. Má segja að sköpunargleðinni hafi engin tak- mörk verið sett önnur en þau að efnisval í búningana var það sem sumir kalla „drasl sem á að fara á haugana". Ur pylsugörnum, umbúðum af ýmsu tagi, akrfldúk- um, gömlum gardínum, hænsna- Götuleik- húsið stal senunni neti og húlahringjum voru út- búnir búningar sem framkölluðu sannkallaða karnivalstemmningu í skrúðgöngunni. Þar mátti sjá orm einn mikinn og mjög sér- kennileg brúðhjón sem létu aka um með sig á gömlum heyvagni, eldspúandi akróbata og ýmsar aðrar furðuverur. Það skemmti- Iegasta við götuleikhúsið er að þar vinna saman böm, unglingar og fullorðnir. Sljórnandi götu- leikhússins var Guðjón Sigvalda- son. Fjallkonan var Berglind Há- konardóttir menntaskólanemi en þjóðhátíðarræðuna flutti Gils Jó- hannsson lögregluþjónn. Ýmiss konar önnur skemmtun var í boði á þjóðhátfðardaginn, s.s. diskótek, sundlaugarpartí og kaffihús, þar sem öllum var fijálst að sýna tónlistarhæfileika sfna. Morgunblaðið/Steinunn Á 17. júní-skemmtun á Hvolsvelli mátti m.a. sjá brúðhjón sem létu aka sér um götur bæjarins. Ert þú tilbúin(n) að ganga langt? SIERRA HIKER SALOMON AUTH.7 Léttir gönguskór úr leðri. Sterkur gúmmísóli með grófum botni. Vandaðir alhliða önguskór úr leðri. JHentugir til bæði ) styttri og lengri hmiffiWla feroa. 2.970: 15.5 V^MERR^L^ WILDRIVER GTX Haglöfs TO-GO Lettir skor ur leðri og rúskinni. Vatnsvarðir með Core Tex. Sterkir skór ur vönduðu leðri. Henta í allar lönguferðir. MONTAFON Léttir alhliða ^ gönguskór. Vatns- varðir með Aquamax öndunarfilmu. MclNLEY PEAK Lettir og liprir göngu- >kór úr leðri oa nvlon. r ur leori oq nyion. Vatnsvarðir með amax. Góðir skór á góðu verði. Hl a m sem þáap sem 7.780: 'DQíFKSn SALOMOM Haglöfs Göngu£erði.n byrjar hjá okkur VINTERSPORT ÞÍN FRISTUND - OKKAR FAG BlLDSHÖFÐA - Bfldshöfða 20 - Slmi: 510 8020 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SÁR eftir brunann í Berserkjahrauni er áberandi. Á myndinni er nokkrir slökkviliðsmannanna eftir að slökkvistarfi lauk. Eldur í Ber- serkjahrauni Stykkishólmi-Vegfarandi sem var á leið frá Grundarfirði til Stykkis- hölms um kl. 8 að morgni 17. júnl tók eftir miklum reyk sem lagði upp af Berserkjahrauni. Hann hafði samband við lögregluna í Stykkis- hólmi og var slökkvilið Stykkis- hólms kvatt út kl. 8.40. Þegar að var komið logaði eldur í mosa á allstóru svæði og mikinn reyk lagði upp. Erfitt var að koma slökkvitækjum við þar sem eldurinn var inni í miðju hinu úfna Berserkjahrauni 500 metra frá Selvallavatni og heldur lengra frá gamla þjóðveginum sem liggur í gegnum hraunið. Þurfti að kalla út björgunarsveitina Berserki sem kom með gúmmíbát að Selvalla- vatni og voru slöngur og dælur flutt- ar með honum yfir vatnið. Berserkjahraun er þakið þykkum mosa, 30-40 cm þykkum og eftir þurrkana að undanförnu er allur gróður mjög þurr og góður elds- matur. Á meðan slökkvibúnaðurinn var tengdur afmörkuðu slökkviliðs- menn og björgunarsveitarmenn svæðið með því að rjúfa mosaþekj- una á kafla og var það mikil vinna. Undirbúningurinn tók talsverðan tíma, en þegar slökkvistarf hófst gekk vel að ráða niðurlögum eldsins og lauk slökkvistarfi um kl. 13. Að sögn slökkviliðsmanna fór þetta betur en leit út í fyrstu og er það að þakka hagstæðu veðri. Um tíma hvessti örlítið. Þá stóðu eldtungum- ar marga metra upp í loftið. Við slíkar aðstæður hefði verið erfitt að ráða við eldinn, því erfitt'er að at- hafna sig í hrauninu og langt að sækja vatn. Stórt sár myndaðist í hrauninu sem verður marga áratugi að gróa upp aftur. Eldsupptök eru ekki kunn, en eldurinn hefur getað kraumað þarna í einhvern tíma áður en hann magnaðist upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.