Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aukin viðskipti á hlutabréfamarkaði í kjölfar aðgerða Búnaðarbankans Mörg verðbréfafyrirtæki boða gjaldskrárbreytingar MÖRG verðbréfafyrirtæki sendu í gær frá sér yfirlýsingar um breyt- ingar á gjaldskrám vegna hluta- bréfaviðskipta. Þessi alda tilkynn- inga kom í kjölfar breytinga Bún- aðarbankans sem tilkynntar voru á fimmtudag, um lækkun á söluþókn- un úr 3% í 1% vegna viðskipta með hlutabréf á Aðallista Verðbréfa- þings íslands. Enginn þingaðilanna hefur hins vegar ákveðið að feta í fótspor Búnaðarbankans með við- skiptavakt. Mörg fyrirtækjanna lækkuðu söluþóknun í 1% og tóku upp 1% kaupþóknun líkt og Búnaðarbank- inn, en almennt tóku þær breyting- ar til allra innlendra hlutabréfavið- skipta; á Aðallista, Vaxtarlista og Opna tilboðsmarkaðnum. Hjá Bún- aðarbankanum var ákveðið að sölu- og kaupþóknun vegna annarra hlutabréfa en á Aðallista myndi framvegis nema 1,5%. Einnig voru breytingarnar almennt frábrugðn- ar breytingum Búnaðarbankans að því leyti að lágmarksþóknun nemur nú hjá flestum fyrirtækjum 2.500-3.000 krónum, á móti 5.000 krónum hjá Búnaðarbankanum. Þá hafa margir þingaðilar lýst yf- ir að þeir taki ekki lengur þátt í því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur fram að þessu að sá þingaðili sem kaupi hlutabréf af öðrum hljóti 0,75% hlutdeild í söluþóknun. Kjör Búnaðarbankans ekki betri fyrir minni íjárfesta Landsbréf hafa ekki brugðist við aðgerðum Búnaðarbankans með lækkun á þóknunum. Gunnar Helgi Hálfdanarson forstjóri Lándsbréfa segir ekki ástæðu til þess, enda séu viðskiptakjör Landsbréfa betri fyr- ir hinn almenna fjárfesti en hin nýju kjör Búnaðarbankans. „Auð- vitað er það hið besta mál að fleiri aðilar séu virkir á markaðnum, en að okkar mati er langt frá því að Búnaðarbankamenn séu að kynna betri kjör en tíðkast hafa,“ segir hann. Landsbréf reka Kauphöllina, sem Gunnar Helgi segir að sé sniðin að þörfum minni fjárfesta. „Söluþókn- unin þar er 2% og kaupþóknunin er engin. Ef við tökum dæmigerðan skattaskammt, hlutabréfakaup fyrir 130.000 krónur, sem er mjög algeng viðskiptastærð, er borguð 5.000 króna söluþóknun og 5.000 króna kaupþóknun til Búnaðarbankans samkvæmt nýja fyrirkomulaginu; samtals 10.000. í Kauphöllinni hjá okkur væru tekin 2% í söluþóknun og engin kaupþóknun, eða samtals 2.600 krónur. Ef um er að ræða hjón með tvo skattaskammta verð- ur þóknunin 5.200 hjá okkur á móti 10.000 hjá Búnaðarbankanum. I fyrra tilfellinu er munurinn rúm 284% og hinu 92%.“ Gunnar Helgi segir að breyting- ar Búnaðarbankans miði greinilega að því að liðka fyrir viðskiptum með hærri fjárhæðir. „Þó er það þannig að stórir fjárfestar hafa venjulega fengið sérkjör, hjá okkur að minnsta kosti.“ Stóraukin viðskipti Viðskipti með hlutabréf á Verð- bréfaþingi tóku mikinn kipp í gær, í kjölfar frétta af breytingum Búnað- arbankans og námu rúmlega 108 milljónum króna. í fyrradag námu þau 33 milljónum. Fundastaður Profumo og Keeler Gates og félagar festa fé sitt í Cliveden hótelinu Morgunblaðið/Arnaldur Hálfrar aldar samstarfi fagnað London. Reuters. BILL GATES tekur þátt í tilboði bandarískra fyrirtækja, sem hafa samþykkt að kaupa Cliveden setr- ið, sögufrægan stað fyrir vestan London. Fyrirtækið Destination Europe Ltd., sem er deild í bandaríska fasteignafyrirtækinu Lowe Enter- prises, og fleiri fjárfestar buðust til að kaupa Cliveden Plc. fyrir 42,8 milljónir punda. Það er 19,5% hærra verð en verðmæti hluta- bréfa í fyrirtækinu 1. maí, skömmu áður en Cliveden tilkynnti að við- ræður um hugsanlegt tilboð færu fram. Þátttaka Gates stafar af því að fjárfestingarfyrirtæki hans, Cascade, á 10% í Destination Europe. Lowe á 25%, en afganginn á LF Strategic Realty Investors. Cliveden á Cliveden-hótelið og sveitaklúbb við ána Thames og dýr hótel í London og Bath, Vestur- Englandi. Aðsetur Astor-ættarinnar Cliveden setrið var byggt um miðja síðustu öld fyrir hertogann af Sutherland af sama arkitekt og reisti brezka þinghúsið. Það varð heimili Astor fjölskyldunnar og miðdepill samkvæmisÚfs á Játvarð- artímanum. Á árunum fyrir seinni heimsstyijöldina var byggingin samkomustaður friðkaupasinna. Á árunum eftir 1960 hittust John Profumo hermálaráðherra og símavændiskonan Christine Keeler í Cliveden húsinu. Hún átti einnig vingott við rússneskan njósnara. Málið varð til þess að Profumo sagði af sér þegar í ljós kom að hann sagði þinginu ósatt. FIMMTÍU ár eru liðin frá því að heildsalan Eggert Kristjánsson hf. hóf að flytja inn vörur frá hol- lenska matvælafyrirtækinu Honig foods. Geer van der Weijden, for- stjóri útflutningssviðs Honig, kom hingað til lands í síðustu viku í til- efni af 50 ára óslitinni samvinnu fyrirtækjanna sem hófst í júní árið 1948 og hefur, að sögn Aðalsteins Eggertssonar forstjóra, lifað af og dafnað, þrátt fyrir haftatíma, verðbólgu og aðra óáran. Á myndinni má sjá Aðalstein, t.h., taka við viðurkenningu frá Van der Weijden. Tekist á um fram- tíð General Motors Detroit. Morgunblaðið. VERKFALL rúmlega 9.000 starfs- manna í tveimur verksmiðjum General Motors í bænum Flint í Michigan ríki hefur nú valdið því að mestur hluti framleiðslukerfis GM er i lamasessi. Fyrra verkfallið hófst 5. júní, þegar 2.400 verkamenn lögðu niður vinnu í verksmiðju sem meðal annars mótar stuðara og vél- arhlífar fyrir margar af mest seldu bifreiðategundum GM. Síðara verkfallið, sem hófst rúmri viku síðar, hefur hins vegar verið öllu afdrifaríkara, þar sem sú verk- smiðja framleiðir hluti eins og kveikikerti og parta í mælaborð fyr- ir næstum allar bifreiðategundir fyrirtækisins. Þar sem birgðir af bifreiðapörtum eru alla jafna hafðar litlar í verksmiðjum fyrirtækisins, leið þess vegna ekki á löngu þar til samsetningarverksmiðjum og öðr- um verksmiðjum GM var lokað, einni af öðrum. Nú er talið að um 90 prósent af framleiðslukerfi fyrir- tækisins séu í lamasessi og lausn vinnudeilnanna er ekki í sjónmáli. Á meðan er talið að GM tapi 30 til 40 milljónum dollara á dag. Verkalýðsfélögin sem standa fyr- ir verkfallinu eru bæði deildir í landssamtökum verkamanna í bíla- iðnaðinum (United Auto Workers), sem standa í raun á bak við þá ákvörðun að fara í verkfall. Það sem deilt er um í báðum verksmiðjun- um, eru málefni á borð við öryggis- og heilsuverndarkröfur, starfs- mannafjölda og ásakanir verkalýðs- félaganna á hendur GM um að fyrir- tækið hafi ekki staðið við áætlanir um að endurbæta tækjabúnað í verksmiðjunum. Utflutningur starfa Rótina að þessum vinnudeilum, eins og svo mörgum í bílaiðnaðinum á undanfömum árum, er hins vegar að finna í þeim áhyggjum sem verkalýðssamtökin hafa af fækkun bandarískra starfsmanna í iðnaðin- um, fjölgun starfsmanna í löndum eins og Mexíkó, þar sem vinnuafl er mun ódýrara, og þeim framleiðslu- háttum bílafyrirtækjanna að kaupa æ meira af tilbúnum og samsettum hlutum í bifreiðar, oftast frá fyrir- tækjum þar sem UAW hefur lítil sem engin ítök. Allt þetta vekur óhug hjá UAW, sem sér fram á sí- fellt meiri fækkun starfa og þar með fækkun félaga í samtökunum, en á undanfomum áratug hefur sú þeim fækkað með ári hverju. Störf í verksmiðjum bifreiða- framleiðenda hafa alltaf þótt ein besta vinna sem í boði var fyrir lítið menntað verkafólk; meðaltímakaup verkamanns á framleiðslulínum GM er um 20 dollarar, auk þess sem fyr- irtækið borgar heilsutryggingar og eftirlaun starfsmanna. Þetta þýðir að með sex og sjö daga vinnuviku hefur verkamaður getað haft allt að sextíu þúsundum dollara í árslaun; vel yfir meðallaunum Bandaríkja- manna. Minnkandi markaðshlutdeild Hinir tveir risarnir í bandarísk- um bílaiðnaði, Ford og Chrysler, búa einnig við sömu aðstæður hvað vinnuafl varðar. Hins vegar hefur þeim tekist mun betur að hagræða í rekstri og fækka störfum, en halda á sama tíma góðu sambandi við verkalýðshreyfinguna. Á meðan General Motors hefur mátt þola 16 verkföll á undanfómum fimm árum, eru 12 ár síðan vinna var síðast lögð niður hjá Ford. Forráðamenn GM segja hins veg- ar að þessi barátta sé nauðsynleg, eigi fyrirtækinu að takast að þreyta framleiðsluháttum sínum. Miðað við Ford og Chrysler, þá hafa þeir nokkuð til síns máls. Þrátt fyrir að GM sé stærst þessara þriggja fyrir- tækja og selji rúmlega 30 prósent af öllum nýjum bflum í Bandaríkjun- um á hverju ári, þá er framleiðni fyrirtækisins talsvert verri en hjá Ford og Chrysler. Ástæðurnar má Auglýst á netinu fyrir milljarð dala á ári San Francisco. Reuters. AUGLÝST var fyrir 351,3 milljónir Bandaríkjadala á al- netinu á fyrsta ársfjórðungi og með sama áframhaldi verður auglýst fyrir meira en einn milljarð dollara á árinu í heild að sögn Alþjóðlegu auglýsinga- skrifstofunnar, IAB. Tölurnar byggðust á upplýs- ingum frá meira en 200 seljend- um auglýsinga á netinu, þar á meðal vefsetrum og beinlínu- þjónustum, sem New Media Group of Coopers & Lybrand tók saman fyrir IAB. „Utkoman undirstrikar að netið er óaðskiljanlegur hluti af fjölmiðlageiranum," sagði for- stjóri IAB, Rich LeFurgy, í til- kynningu. Flestar auglýsingar á netinu, 25%, fjölluðu um tölvur. Aðrir helztu flokkar auglýsinga voru fjarskiptabúnaður (14%), fjár- málaþjónusta (13%) og nýir fjölmiðlar (10%). Um 5% hærri upphæð var varið til auglýsinga á netinu en á fjórða ársfjórðungi 1997 og 272% hærri en á fyrsta árs- fjórðungi í fyrra. Lífiðn Fram- kvæmda- stjóri lætur af störfum ÞORSTEINN Húnbogason hefur látið af störfum fram- kvæmdastjóra hjá lífeyris- sjóðnum Lífiðn. Ekki er ljóst hver verður ráðinn í hans stað. Að sögn Þóris Hermannsson- ar, stjómarformanns Lífiðnar, má rekja uppsögnina tfl ágrein- ings sem upp kom á milli Þor- steins og stjómar félagsins. Þorsteinn vildi lítið um málið segja annað en að hann hefði sagt upp af persónulegum ástæðum. Hann hafði sinnt starfinu frá stofnun félagsins fyrir einu og hálfu ári, er lífeyr- issjóðir rafiðnaðarmanna, sem Þorsteinn starfaði hjá um ára- bil, matreiðslu- og framreiðslu- manna sameinuðust í Lífiðn. rekja til þess tíma þegar GM réð yf- ir helmingi markaðarins á fimmta og sjötta áratugnum, og hafði efni á óhagkvæmum rekstri, meðal annars því að framleiða næstum alla hluti í bflana innanhúss. Síðan þá hefur markaðshlutdeild GM minnkað verulega og hagnaðurinn með; á síð- asta ári nam hann 2,3 prósentum af veltu. Fyrirtækið hefur hins vegar verið seint til að bregðast við breytt> um aðstæðum - mun seinna en Ford og Chiysler, og hefur undanfarin ár verið að taka afleiðingunum. Táknrænn bardagi Hvað UAW varðar, þá snúast verkföllin í Flint ekki aðeins um General Motors og fjölda starfa hjá því fyrirtæki, heldur einnig um framtíð bandarísks iðnaðarverka- fólks á þeim tíma sem æ fleiri fyrir- tæki í landinu færa verksmiðjur sín- ar til landa þar sem verkalýðsfélög þekkjast oft ekki og vinnuafl er mun ódýrara. Það spillir heldur ekki fyrir að vettvangur núverandi vinnudeilna, bærinn Flint, á sinn sess í sögu bandarískrar verkalýðs- hreyfingar; þar hlaut UAW eldskírn sína á þriðja áratugnum í sögufræg- um verkföllum gegn ungu fyrirtæki í bílaiðnaðinum sem reist hafði sína fyrstu verksmiðju í Flint - General Motors. \ >. ' i I I ► í \ > f i \ \ I > \ I \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.