Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 25
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 25
MORGUNBLAÐIÐ
Pasta, olía
og Shiitake
SæT kerinn
HLUTSKIPTI
þeirra Islendinga
sem hafa gaman af
borða og elda góðan
mat hefur löngum
verið það að kvarta
sáran yfir skorti á
réttum hráefnum.
Þótt hratt hafi mið-
að í rétta átt með
auknu frelsi og auk-
inni áherslu á inn-
flutning gæðamat-
væla er enn langt í
land með að hægt sé
að bera úrvalið hér
saman við það sem
gerist í nágrannaríkjum, þó svo ekki
væri miðað við annað en Norðurlönd-
in.
Nýkomin frá Provence í Suður-
Frakklandi þar sem ilmur kryddjurt-
anna hangir í loftinu hvert sem komið
er og verslunarborð markaðanna
svigna undan litríku og bragðmiklu
grænmeti, sem einungis er hægt að
láta sig dreyma um hér á landi, væri
freistandi að skrifa enn einn nöldurp-
istilinn um það sem ekki er til.
Staðreyndin er hins vegar sú að
það er miklu auðveldara að nálgast
góð hráefni hér á landi en fyrir örfá-
um árum, ekki síst hvað varðar hrá-
efni þau sem nauðsynleg eru í matar-
gerð Suður-Evrópu og þá kannski
fyrst og fremst Italíu.
Góð og fjölbreytt
hráefni eru undir-
staða áhugaverðrar
matargerðar. Stein-
grímur Sigurgeirs-
son hefur að undan-
förnu rekist á áhuga-
verðar nýjungar í ís-
lenskum verslunum.
Neytendur,
eða að minnsta
kosti stór hópur
þeirra, eru
stöðugt að verða
meðvitaðri um
gæði þeirra af-
urða er þeir
kaupa og
velja frekar
gæði og
bragð held-
ur en að elta
tilboðsverð
á meðalaf-
urðum. Það
því gott
er að
er
að sjá að framboðið
aukast þannig að hægt er að
fá útrás fyrir þessar þarfir.
Delverde
Fyrir skömmu fóru til dæm-
is að sjást vörur í verslunum
frá hinu ítalska fyrirtæki Del-
verde, sem hefur höfuðstöðvar
sínar í Abruzzo-héraði. Eftir að
hafa reynt flestar þær pastaaf-
urðir Delverde, sem ég hef séð í
hillum hér verður að segjast
eins og er að þetta er kærkomin
viðbót á markaðinn. Það var
bylting þegar pasta frá stærstu
ítölsku framleiðendunum kom
hingað á markað. Nú er pasta-
markaðurinn vonandi orðinn það
E1\DF.
DE2LV
p\si \ i)! Slmdi.v diGrano Dlko
"
þroskaður að nægileg
efth’spum sé eftir ögn
dýrari en jafnframt
betri afurðum. Slík
pastaframleiðsla hef-
ur fengist um árabil í
Heilsuhúsinu og
ánægjulegt er að sjá
að nú eru stórmark-
aðir einnig að taka
við sér.
Sérstaklega voru
það lasagna-plötur,
Doppia Ricia, frá
Delverde sem vöktu
lukku en einnig þrí-
litar Tresapori-
skrúfur og dökkt
spaghettí. Þetta
pasta er bragðmeira
en hefðbundið pasta,
stökkara og minnir
þegar best lætur
meira á heimatilbúið
pasta. Hið síðast-
nefnda er auðvitað
ávallt besti kosturinn
en líklega er ég ekki sá eini með sam-
viskubit yfir því hve sjaldan pastavél
heimilisins er notuð.
Frá Delverde hafa einnig verið fá-
anlegar tvær tegundir af ólívuolíu.
Ein venjuleg, sem mér þótti ósköp
„venjuleg“ en jafnframt extra-vierge,
dökk, sæt og bragðmikil jómfrúrolía
framleidd úr handtíndum ólívum frá
Abruzzo. Einstaklega góð oh'a fyrir
verðið sem er ekki mikið hærra en á
hefðbundinni ohu. Ólívuolía sem er of
góð til að nota til steikingar (þar er sú
venjulega betri) en er tiivalin í salöt,
pestó eða í rétti þar sem
eldunin er á vægum hita.
Shiitake
Önnur „nýjung“ á mark-
aðnum eru ferskir Shiitake-
sveppir, sem nú eru famir
að fást með reglubundnum
hætti. Ræktun á Shiitake í
tilraunaskyni var á sínum
tíma hafin á Flateyri og
voru viðbrögð neytenda
jafnt sem veitingahúsa ínjög
góð. Ræktunin lagðist hins
vegar niður í kjölfar snjó-
flóðsins árið 1995. Nú hafa
sömu aðilar og stóðu að
ræktuninni á sínum tíma í
hyggju að reyna að byggja
upp markað að nýju með
innflutningi og hefja inn-
lenda framleiðslu ef stöðugt
framboð myndast. Svepp-
irnir hafa verið fluttir inn
frá Bandaríkjunum og
aðallega verið seldir í
Nóatúni.
Shiitake er einhver
vinsælasti matar-
sveppur veraldar.
Hann er mikið notaður
í asískri matargerð og
hefur notið geysilegra
vinsælda í Bandaríkjun-
um á síðustu árum. Shiita-
ke-unnendur eru jafnframt
sannfærðir um að sveppurinn sé
margra meina bót og geta vísað til
fjölmargra læknisrannsókna í því
sambandi. Þá er löng hefð fyrir því í
Japan að snæða Shiitake sér til
heilsubóta jafnt sem yndisauka.
Fyrir þá sem reyna reglulega við
asíska matargerð ætti Shiitake að
vera kunnuglegt nafn en einnig hefur
verið sett upp heimasíðu á slóðinni
www.snerpa.ii/shiitake, þar sem
hægt er að nálgast fjölbreyttar upp-
lýsingar og uppskriftir um þennan
merkilega svepp.
Hvað eru húðsepar?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spuming: Hér skrifar kona sem
komin er hátt í sextugt. Upp úr
fimmtugu fór ég að fá htla húðsepa
hér og þar á hálsinn, niður á bring-
una og út á axlir. Það angrar mig
að hafa þessa htlu spena og finnst
ég þurfi að vera sífeht í fótum sem
ná upp undir höku. Hvað er þetta
og hvað er til ráða?
Svar: Um er að ræða húðsepa
(skin tags á ensku) sem eru al-
gengir á fólki eftir miðjan aldur.
Húðsepar eru útvöxtur úr húð-
inni og eru algerlega meinlausir.
Þeir hafa oftast sama lit og húðin
en geta verið dekkri eða ljósari.
Algengasta staðsetning er andlit,
háls, bringa, handarkrikar, nári
og augnlok, en þeir geta verið
nánast hvar sem er. Ekki er vitað
um orsakir húðsepa en þeir eru
ættgengir. Yfirleitt er ekki
ástæða til að fjarlægja svona
Húðsepar
húðsepa nema þeir valdi óþæg-
indum vegna ertingar af fatnaði
eða að þeir séu til lýta. Einfalt og
hættulaust er að fjarlægja
húðsepa og þeir hanga iðulega á
mjóum stilk sem gerir brottnám
enn einfaldara. Oft er einfaldlega
hægt að klippa sepana af með
beittum skærum og stöðva blæð-
ingu með þrýstingi eða efnum
sem borin eru á sárið. Einnig er
hægt að brenna sundur stilkinn.
Og enn ein aðferð er að frysta
húðsepana sem visna upp og
detta af eftir nokkra daga. Fólk á
alls ekki að fikta við að gera þetta
sjálft heldur leita læknis. Eldd er
teljandi hætta á að fá aftur
húðsepa á sama stað og sepi hef-
ur verið fjarlægður af en búast
má við að nýir myndist annars
staðar og engin aðferð er þekkt
til að hindra slíkt.
Spurning: Mig langar til að vita
hvort langvarandi svefnleysi get-
ur haft áhrif á skammtímaminni.
Ég er 35 ára og á undanfömum
árum hef ég tapað mjög minni, en
hafði stálminni áður. Nú man ég
hins vegar ekkert stundinni leng-
ur. Síðastliðin 10 ár hef ég fengið
mjög lítinn nætursvefn, vegna
barnanna minna. Ekki það að ég
geti ekki sofið, heldur hafa börnin
mín þrjú orðið til þess að trufla
nætursvefninn. Er hugsanlegt að
þessi óreglulegi nætursvefn hafi
haft áhrif á minnið? Og ef svo er,
endurheimti ég skammtímaminn-
ið þegar um fer að hægjast og
bömin vaxa úr grasi?
s Svefn og
k minni
Svar: Skammtímaminni byggist
að nokkmm hluta á einbeitingu
og vitað er að góður nætursvefn
eykur hæfileikann til að einbeita
sér. Við vitum að svefn er nauð-
synlegur til að halda heilsu en við
vitum ekki hvers vegna. Svefn-
þörfin er mjög mismunandi, sum-
um nægja 4 tímar á sólarhring en
aðrir þurfa 9 tíma. Svefninn
skiptist í mismunandi stig sem
em misdjúp (stig 1—4) og inn á
milli kemur sérstök tegund af
svefni sem nefnist REM-svefn
(dregið af ensku orðunum rapid
eye movement). Okkur dreymir
aðallega í REM-svefni og á stigi 3
en tal upp úr svefni og svefn-
ganga á sér stað á stigi 3 og 4. Öll
þessi svefnstig em okkur nauð-
synleg og til þess að svefninn geti
gengið í gegnum þessi stig þurf-
um við að sofa samfellt í vissan
tíma. Ef við sofum stutt í einu og
emm alltaf að vakna, tmflast
þetta mynstur og svefninn verður
lélegur. Mikil tmflun á svefni get-
ur þannig valdið því að við fáum
ekki þá hvíld og endumæringu
sem eðlilegur svefn veitir okkur.
Slíkt getur lýst sér á ýmsan hátt,
m.a. sem minnisleysi. Engin
ástæða er til að ætla annað en að
þetta lagist þegar bréfritari getur
farið að sofa eðlilega á ný.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á bjarta.
Tekið er á móti spumingum á virkum
dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569
1100 og bréfum eða símbréfum merkt:
Vikulok, Fax 5691222.
QZON
í ALLA ÚTIVIST
miT R I T t X 5000
......... VATNSHELDNI 5000 mm
wmwu
mmmmm
UTONDUN 6000 gr/24 klst.
REYKJAVÍK: BOLTAMAÐURINN - SPORTKRINGLAN - MARKIÐ - EVREST - INTERSPORT - SPORTBÚÐ GRAFARVOGS - KÓPAVOGUR: SPORTBÚÐ KÓPAVOGS - HAFNARFJÖRÐUR: MÚSÍK & SPORT
KEFLAVÍK: SPORTBÚÐ ÓSKARS - GRINDAVÍK: VERSLUNIN MÓNAKÓ - AKRANES: 0Z0NE - BORGARNES: BORGARSPORT - ÍSAFJÖROUR: VERSLUNIN ÞJÓTUR - AKUREYRI: SPORTVER
SAUÐÁRKRÓKUR: SKAGFIRÐINGABÚÐ - HÚSAVÍK: SKÓBÚÐ HÚSAVÍKUR - EGILSSTAÐIR: VERSLUNIN SKÓGAR - ESKIFJÖRÐUR: HÁKON SÓFUSSON - NESKAUPSTAÐUR: VERSLUNIN SÚN /
SELFOSS: SPORTBÆR - SPORTLÍF - VESTMANNAEYJAR: AXEL Ó