Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 1 /IKII MORGUNBLAÐIÐ lllVU M Lull EGGERT FELDSKERI BLÆS TIL SÓKNAR í UMHVERFISMÁLUM J afnvægi í lífríki hafs og j arðar SÝNINGIN hefst með því að tríó Ólafs Stephensen leikur nokkur djasslög af fingrum fram og síðan kemur sýning- aifólkið hvert af öðru í selskinnsflík- um og loðfeldum, sem Eggert Jó- hannsson feldskeri hefur hannað. En í stað þess að sýna flíkurnar á þar til gerðum palli, eins og venja er á tískusýningum, gengur sýningar- fólkið um á meðal gestanna, sem fá að snerta, skoða og jafnvel máta flíkurnar: „Þetta sýningarform höfum við Ólafur Stephensen verið að þróa slð- astliðin þrjú ár í samvinnu við Módelsamtökin," segir Eggert að- spurður um þessa nýstárlegu tísku- sýningu. „Hljómsveitin er hluti af sýningunni og með því að leyfa gest- um að skoða, snerta og máta færum við vöruna nær fólkinu. A málverka- sýningum horfa gestir á málverkin, því þau eru til að horfa á. Flíkur eru hins vegar ekki bara til að horfa á, heldur fyrst og fremst til að vera í og þess vegna finnst okkur eðlilegt að gefa fólki kost á að finna hvernig tilfinning það er að klæðast skinnum og loðfeldum,“ segir feldskerinn og bætir við að þetta sýningarform hafi fallið í afar góðan jarðveg, ekki síst erlendis, þar sem það hefur verið reynt nokkrum sinnum með góðum árangri. -Eggert er spurður nánar út í feldskurðinn: Er þetta iðn eða list- grein og hvemig datt honum í hug að fara að læra þetta á sínum tíma? „Þetta er iðn og ég lít á mig sem feldskera, en ekki listamann eða hönnuð. Og það var vissulega óvenju- legt að fara út í að læra þessa iðn á sínum tíma, ekki síst í ljósi þess að ég var sjómaður á togara þegar mér datt þetta fyrst í hug. Ég var að vísu bara 16 ára og togarinn var í viðgerð í Bremerhaven þegar ég rakst fyrir tilviljun inn í loðskinnsverslun þar í borg og varð ákaflega hrifinn af því sem ég sá þar. í fyrstu hafði ég hugs- að mér að verða ldæðskeri, en fór svo út í þetta fyrir tilstuðlan Rolf Jo- hannsen. Hann þekkti til úti í hinum stóra heimi og kom mér að í London hjá mjög virtum feldskera þar. Og auðvitað í Bond-street, það dugði ekkert minna. Ég var þarna á gamla meistara- kerfinu og fékk fimm pund í laun á viku og þurfti þar af leiðandi at- vinnuleyfi, sem rann út eftir tveggja ára dvöl á Englandi. Þá fór ég á skóla í Svíþjóð þar sem ég lauk nám- inu.“ - Var ekki erfítt að hasla sér völl í þessari grein hér á landi á þessum tíma? „Ég byrjaði í mokka-skinnum og hóf útflutning á íslenskum gærum, svokölluðum „mokka-jökkum“. Til hliðar við það fór ég að þreifa mig áfram með loðfeldina og smám sam- an tók það yfir er fram liðu stundir. En fram til þessa hefur ekki verið um eiginlegan útflutning að ræða á því sviði nema í gegnum erlenda ferðamenn. Núna er ég hins vegar kominn í samband við dýra og virta verslun í Toronto, sem ætlar með haustinu að taka flíkur frá mér í sölu og það er fyrsti alvarlegi vísirinn að útflutningi á selskinnsfatnaði.“ Eðlilegt jafnvægi Eggert kvaðst á umliðnum árum hafa fundið fyrir þeim andróðri sem friðunarsamtök hafa haft í frammi gegn skinnavöru, en sagði að svo virtist sem viðhorf væru að breytast í þeim efnum. Og þar erum við ef til Nýlega birtist grein eftir Eggert Jóhanns- son feldskera í tímaritinu „Leaders“, en lesendur þess eru auðugustu og valda- mestu menn heims. Sveinn Guðjónsson kynnti sér efni greinarinnar og ræddi við Eggert um hugmyndir hans um jafnvægis- stefnu í umhverfísmálum. , Mormnblaðið/Jón Svavareson EGGERT Jóhannsson: „Ég lít á mig sem feldskera, en ekki listamann eða hönnuð.“ Blásið til sóknar vill komnir að kjama málsins, sem er grein eftir Eggert, sem birtist í allsérstæðu tímariti sem ber heitið „Leaders“: „Greinin fjallar um ákveðna hug- myndafræði, sem ég hef barist fyrir í um það bil sex ár, sem kalla má ,jafnvægisstefnu í umhverfismál- um“. Hún byggir á þeirri staðreynd, að maðurinn er hluti náttúrunnar og þess vegna ber honum að stuðla að eðlilegu jafnvægi með því að grisja þar sem þess gerist þörf, og reyna þar með að finna skynsamlega nýt- ingu þeirra stofna sem ekki eru rétt nýttir." Eggert sagði að margir hefðu tek- ið undir þessa hugmjmdafræði og greinin í „Leaders“ væri þannig til komin að hann hefði flutt erindi um þetta efni á ráðstefnu NAMCO, (Norður-Atlantshafs sjávai-spen- dýraráðið), í St. Johns á Nýfundna- landi í október síðastliðnum. I fram- haldi af því hefði hann sent efnisút- drátt af fyrirlestrinum til eins af eig- endum tímaritsins, sem hann hafði verið í viðskiptum við, og sá hefði ákveðið að birta grein um þetta í blaðinu. „Þetta tímarit, „Leaders", er sérstakt að því leyti að það er ekki selt í áskrift heldur sent valdamestu og auðugustu mönnum heims, en talið er að einkafjárfestingarfé þess- ara manna sé um 44 milljarðar doll- ara, sem er svo stjamfræðileg tala að manni hrýs hugur við að um- reikna hana í íslenskar krónur," sagði Eggert aðspurður um tímarit- ið. „En það gefur auðvitað augaleið að birting svona greinar í þessu tímariti er mikill akkur fyrir mál- staðinn," bætir hann við. ANNA Kristín í svörtum minkafeldi með fóðri og trefli úr kínversku silki. Á bak við er Trfó Ólafs Stephensen, sem er hluti af sýningunni. Grein Eggerts ber yfirskriftina „Calling for a fight“ sem þýða má „blásið til sóknar", en þar veltir Eggert meðal annars fyrir sér stöðu mannsins í náttúrunni, réttindum hans og skyldum. „Umræða um náttúruvernd hefur verið dálítið öf- ugsnúin um nokkurt skeið,“ segir hann aðspurður um þessi mál. „Samkvæmt hugmyndum ýmissa friðunarsamtaka er eins og maður- inn tilheyri ekki náttúrunni. Og ég fór að velta fyrir mér hvaða rétt maðurinn hefði í náttúrunni. Hefur hann kannski engan rétt? Ef svo er þá ber hann heldur engar skyldur að mínum mati. En auðvitað er það ekki svo. Maðurinn er vitaskuld hluti af náttúrunni, með þeim rétt- ESTHER í jakka úr íslenskum mink. FELDSKERINN í hópi sýningarfólksins: Hilmar, María, Sigrún Edda, Esther, Anna Kristín og fremst fyrir miðju er dóttirin Nína Dröfn Eggertsdóttir. SIGRÚN í kanadiskum bjórfeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.