Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 29

Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 29 1GHz örgjörvi TÖLVUNOTENDUR dreymir um sífellt hraðvirkari tölvur og mæla þá aflið oft í tiftíðni, MHz. Það er reyndar ekki óbrigðull mælikvarði og gengur ekki í samanburði á milli ólíkra örgjörvagerða, CISC eða > RISC. Þannig er 300 MHz RISC örgjörvi öflugri en CISC í flestri vinnslu og reyndar auðveldara að ná meiri hraða í RISC eins og sannaðist í rannsóknum vísinda- manna hjá IBM fyrir stuttu. Algengustu örgjörvar keyra yf- irleitt á tiftíðni sem er í kringum 300 MHz, en einnig eru dæmi um örgjörva sem keyra á mun meiri hraða. í maíhefti RS/6000 fréttarits . IBM segir svo frá því að rannsókn- armenn hjá IBM hafi sett saman 1 GHz örgjörva og á vefsetri IBM kemur fram að tilraunagerðir ör- gjörvans hafi keyrt á um 1.100 MHz hraða. I örgjörvanum er milljón smára, en hann byggir á 0,25 míkrona PowerPC ör- gjörvagrunni. Samkvæmt fréttum frá IBM verður tæknin sem notuð var við gerð örgjörvanna notuð í nýrri gerð örgjörva frá IBM sem | nota munu koparþræði í stað áls og ná þannig talsvert betri leiðni og orkunýtingu. Fleiri hyggjast vinna markaðs- hlutdeild á þessu sviði, til að mynda Digital sem framleiðiir 64 bita Alphaörgjörva. I febrúar sl. kynnti Digital nýja gerð Alpha ör- gjörvans, svonefnda þriðju kynslóð hans, 21264-gerðina. Fyrstu slíkir örgjörvarnir koma á markað í sum- ar og Digital-menn segjast munu ná 1.000 MHz hraða, eða einu GHz, árið 2000. ------------ Fimmfold djúpblá ÞAÐ þótti frétt til næsta bæjar * þegar stórtölva IBM, kölluð djúp- blá, sigraði heimsmeistarann í skák, Garry Kasparov. Fyrir skemmstu kynnti IBM enn öflugri tölvu. Djúpblá var RS/6000 tölva og gat reiknað úr 200 milljón leiki á skákborðinu á hveri sekúndu, en í nýrri gerð RS/6000 SP er 332 MHz PowerPC 604e örgjörvi og fyrir vikið er ný gerð fímm sinnum öfl- I ugri og getur reiknað út um milljað leikja á sekúndu. Tölvan er reynd- ar ekki ætluð fyrir skákæfingar, heldur til að líkja eftir kjarna- sundrun og kemur þannig að góð- um notum í kjamorkutilraunum án sprenginga, en helsta rannsóknar- stöð Bandaríkjanna á því sviði hef- ur sett sér að ná þriggja milljarða reikniaðgerða hraða á sekúndu með RS/6000 SP tölvum á árinu. ) laugardag og sunnudag Skrautjarðaher þekjuplaiíta 'Peiímía kr 220 ISirkíkm&tur kr 299 ifaiMaréö ) ► ) > ) ) Ericson 628 83 klst. rafhlaða. • 3.5 klst. í tali • Sendir og móttekur SWIS • Vegur 215 gr. 30 bita. Les 1.07 milljarð lita. 4.800 pát upplausn. Styður OCR. Prentara-ports-tengdur. m ■ GrafixStar 450 Pro 4 MB skjákort ■ Apocalypse 3DX þrívíddarhraðall ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar ■ 33.6 bás mótald m/ faxi & símsvara ■ 4 mánaða frí Internetáskrift ■ Win '95 uppsett, Win '95 lyklaborð & mús Leikurinn sem allir eru að biða eftir. Ótrúlega flottur leikur i alla staði. Þar sem þú gengur um ogdrepurallt og alla. " Styður 4 Ím 3Dfx ■ 266 Mhz Pentium II ■ Góður turn kassi ■ 15" Targa skjár ■ 64MBSDRAM ■ Maxtor Diamond 4.3 MB Ultra-DMA diskur ■ 32x hraða geisladrif Pentium I 266 Mhz '■H GSM tilboð Color Page Live skanner. BT • SKEIFAN 11 • SIIVII 550-4444 • POSTKROFUSIIVIINN 550-4400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.