Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 31

Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 31
30 LAUGAKDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 31 fMrogtsflMjifrtfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LIÐSMAÐUR TUNGUNNAR HALLDÓR Halldórsson málfræðingur hlaut sérstaka viðurkenningu Lýðveldissjóðs 17. júní fyrir ævistarf sitt sem er nær eingöngu helgað íslenskri tungu. Er það fagnaðarefni enda hefur Halldór verið einn ötulasti liðsmað- ur tungunnar á öldinni. I starfi sínu hefur Halldór lagt áherslu á málvernd og málvöndun sem hann sagði í þakkarræðu sinni á miðviku- daginn að gæti verið bæði íhaldssöm og róttæk. íhaldssemin miðaði að því að vernda málið fyrir breytingum, vernda það sem gamalt er og rýma burt erlendum slettum. Róttæki þátturinn væri málræktin, það að auðga málið á einhvern hátt. Halldór vitnaði til íslenskrar þjóðernisstefnu í þessu samhengi og kvaðst vona að Islendingar héldu áfram að vernda gamlar hefðir og gamla siði. Halldór telur margt horfa til betri vegar í málverndar- málum en bendir á að kappkosta þurfi að þýða orð sem fyrst þegar þau koma inn í málið því ef þau nái fótfestu sé erfitt að útrýma þeim. Best er að orðin komi um leið og hluturinn sjálfur, sagði Halldór, en hann hefur verið afkastamikill ný- yrðasmiður sjálfur. Sömuleiðis minnti Halldór á að mál- ræktin fælist ekki bara í nýyrðasmíði heldur einnig beyg- ingum orða enda væru þær sérkenni á íslenskunni. Kennur- um ráðlagði Halldór svo að lesa ritgerðir rækilegar með hliðsjón af máli þeirra og benda nemendum á það sem betur má fara. RÉTTLÆTIÐ SIGRAÐI FAGNA ber farsælum endi á leiðindamáli, er norska strandgæzlan tók togarann Sigurð YE fyrir meintar ólöglegar veiðar við Jan Mayen fyrir rúmu ári. Bæði skip- stjóri Sigurðar og útgerðin, Isfélag Vestmannaeyja, voru í fyrradag sýknuð fyrir dómstóli í Bodp af ákæru um ólögleg- ar veiðar, auk þess sem þeim voru dæmdar greiðslur vegna málskostnaðar. íslendingar hafa sem sagt haft fullnaðarsigur í þessu máli og norska strandgæzlan hefur orðið að lúta því að hafa farið offari gegn Sigurði VE. Málatilbúnaðar strandgæzlunnar stóðst ekki lög. I ritstjórnargrein í Morgunblaðinu sagði hinn 10. júní 1997, en fyrirsögn hennar var „Norðmenn gengu of langt“: „Framferði Norðmanna síðustu sólarhringa, eftir að loðnu- skipið Sigurður var tekið og fært til hafnar í Noregi er þeim til minnkunar. Strax í upphafi var ljóst að viðbrögð þeirra voru í engu samræmi við tilefnið... Pað er auðvitað engin vitglóra í því að taka skip vegna meints brots af þessu tagi án þess að kanna málavexti fyrst til fulls ... Jafnframt fer ekki á milli mála, að með viðbrögðum sínum um helgina eða öllu heldur skorti á viðbrögðum hafa norsk stjórnvöld sýnt íslenzkum stjórnvöldum virðingarleysi." Réttlætið hefur sigrað. Vonandi láta menn þetta mál sér að kenningu verða og vonandi verður í kjölfar þess unnt að bæta það andrúm, sem verið hefur milli þjóðanna. ÍSLENZKUR TORFÆRUBÍLL FYRSTI íslenzki torfærubíllinn, XTREMER, hannaður með framleiðslu og almenna notkun í huga, hefur verið frumkynntur. Það er Bílabúð Benna, í eigu Benedikts Eyj- ólfssonar, sem fyrir smíðinni stendur, en fleiri hafa að verk- inu komið, þar á meðal Iðntæknistofnun og Háskóli íslands. Hönnuður bílsins er Steinn Sigurðsson, sem segir í viðtali við Morgunblaðið á þjóðhátíðardaginn að fyrir sér hafi vak- að að „nýta þá þróun sem hefur orðið í jeppamennsku hér- lendis, sem er séríslenzkt fyrirbrigði, og búa til skemmtileg- an ofurjeppa“. Um margra ára skeið hafa menn með áhuga á torfærubíl- um unnið að endurbótum á fjórhjóladrifsbílum hér á landi. Nýi bíllinn er afsprengi þeirrar séríslenzku þróunar, sem áður getur og byggð er á hugviti og framtaki nokkurra manna. Næstu skref eru að kynna þennan „ofurjeppa“ er- lendis - og koma á fót framleiðsluferli í samvinnu við leið- andi aðila á sviði fjárfestinga og tækni. Fyrsti íslenzki torfærubíllinn er gott dæmi um árangur íslenzks hugvits og framtaks. Hagkaup selt Kaupþingi og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins Morgunblaðið/Þorkell KAUP Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Kaupþings kynnt í gær. Frá vinstri: Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, Oskar Magnússon, forsljóri Hagkaups, Sigurður Gísli Pálmason og Jón Pálmason, fyrri eigendur, og Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA. Fjölskyldan hættir afskiptum af rekstrinum Kaupþing og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hafa keypt Hagkaup og skuldbundið sig til að kaupa hlut eigenda Hagkaups í Bónusi. Fyrirtækin verða í framhaldi af þessu sameinuð og sameinað fyrir- tæki selt á almennum markaði. Elmar Gíslason og Jóhannes Tómas- son fræddust um þessa mestu fyrirtækjasölu hérlendis. EIGENDUR Hagkaups hf. undirrituðu í gærmorgun samning um sölu á öllum eignarhlut sínum í fyrir- tækinu. Kaupendur eru Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins og Kaup- þing. Fjármálafyrirtækin hafa skuldbundið sig til að endurselja hlutina almenningi, jafnvel þegar á þessu ári. Kaupverð fékkst ekki upp- gefið né heldur hvemig yrði staðið að fjármögnun. Fjölskylda Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, hættir þar með afskiptum sínum af rekstri fyrirtækisins. Greint var frá sölunni á blaða- mannafundi í gær en hér er aðeins um að ræða sölu á verslunarrekstr- inum en ekki fasteignum. Verða þær leigðar nýjum eigendum. Á fundin- um voru viðstaddir fulltrúar fjöl- skyldu Pálma Jónssonar, þeir Sig- urður Gísli og Jón Pálmasynir og frá kaupendum voru Bjarni Armanns- son, forstjóri Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins og Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings. Einnig var Ósk- ar Magnússon forstjóri Hagkaups viðstaddur. Jafnframt var gengið frá samning- um um kauprétt fjármálafyrirtækj- anna á eignarhlut fjölskyldunnar í Bónusi og er það ásetningur kaup- enda að nýta sér kaupréttinn og sameina Hagkaup og Bónus í eitt verslunarfélag sem verður eigandi að verslunum Hagkaups og Bónuss, Nýkaupsverslununum svo og tengd- um fyrirtækjum eins og Baugi. Eignarhlutfóll í því nýja félagi verða þannig að Fjárfestingabankinn eign- ast 37,5% hlut, Kaupþing það sama og Gaumur 25% en það er félag með- eigenda Hagkaupsfjölskyldunnar í Bónusi. Kaupverð ekki gefið upp Aðilar kváðust hafa bundist samkomulagi um að kaupverð yrði ekki gefið upp en fyrirhugað er að skrá fyrirtækið á Verð- bréfaþingi. Það var hald manna á fundinum að hér væri um stærstu fyrir- tækjasölu að ræða sem fram hefði farið hérlendis. Sigurður Gísli Pálmason sagði að fjölskyldan hefði tekið um það ákvörðun að selja allan eignarhlut sinn og hætta afskiptum af verslunarrekstrinum. Hann útskýrði afstöðu hennar þannig: „Það varð niðurstaða okkar að réttara væri að stíga skrefið til fulls og gefa öðrum tækifæri til að fara með eignarhald í félaginu í stað þess að eiga áfram einhvern hlut og taka þátt í rekstrinum að takmörkuðu leyti. Ekki er víst að vel hefði farið að við gegndum aukahlutverki í Hagkaupi þegar til þess er horft hversu ríkir þátttak- endur við höfum verið og einnig ef litið er til þess hversu miklum til- finningum við höfum verið tengd þessu starfi öllu.“ Sigurður sagði þó aðspurður að áhugi væri á því að eiga hlut í fyrirtækinu til mála- mynda til að komast á aðalfund, eins og hann orðaði það. „Við höfum starfað við þetta alla ævi en við erum sátt við þessa ákvörðun. Við erum búin að gera það sem við höfum að gera í þessari at- vinnugrein," sagði Sigurður Gísli og sagði fjölskylduna vera búna að skila af sér því sem hún hefði fram að færa í þessum efnum. „Núna opnast alls konar víddir og möguleikar sem við höfum ekki haft áður og það verður að koma í ljós hvemig unnið verður úr þeim,“ sagði hann enn- fremur. Ákvörðun systkinanna og móður þeirra um sölu hefur átt sér langan aðdraganda og um það sagði Sig- urður Gísli: „Aður en Pálmi Jóns- son, faðir okkar og stofnandi Hag- kaups, féll frá árið 1991 hafði hann í nokkur ár haft þá skoðun að rétt væri þegar fram liðu stundir og hentugar aðstæður sköpuðust, að gera Hagkaup að almenningshluta- félagi. Hugsun Pálma var ætíð sú að ef vel tækist til mundi slík eignarað- ild styrkja félagið mjög. Margir smáir hluthafar sem jafnframt væra viðskiptavinir Hagkaups yrðu kjöl- festa sem félaginu væri nauðsynleg til að vaxa og dafna. Jafnframt var það sjónarmið hans, og einnig okkar nú í dag, að með þessum hætti mundi almenningur í landinu njóta góðs af góðri afkomu Hagkaups. Við teljum eðlilegt og sanngjarnt að einstaklingar, starfsfólk og við- skiptavinir Hagkaups eigi þennan möguleika.“ Tryggl að eignarhald verði á höndum margra Sigurður kvaðst telja að með söl- unni til FBA og Kaupþings væri tryggt að eignarhaldið kæmist á hendur margra einstaklinga og fjár- festa en ekki í meirihlutaumráð eins eða fáraa aðila og sagði það lykilat- riði í áframhaldandi velgengni. Hann sagði þau reiðubúin að vinna með nýjum eigendum eins og þörf þætti til að tryggja að eigendaskiptin gengju greiðlega og að hvergi yrðu þar hnökrar á. Engar breytingar yrðu hjá starfsfólki, það mundi áfram geta starfað hjá stóram og traustum vinnuveitanda og þakkaði hann trúmennsku þess. „Við munum nú snúa okkur að öðrum verkefnum af meiri þrótti en við höfum haft tækifæri til fram til þessa. Við óskum nýjum eigendum og væntanlegum fjölda nýrra eig- enda td hamingju og óskum þeim gæfu og mikils gengis í framtíðinni,“ voru lokaorð Sigurðar. Hann sagði nánar aðspurður að boðuð koma nýrra og stórra aðila í verslunarrekstur væri ekki ástæða þess að fjölskyldan hefði tekið ákvörðun um að selja. „Ef við lítum til baka og skoðum til dæmis mat- vöraverslunina þá er hún nánast eins og blóðugur vígvöllur í 25 ár, það er nánast enginn eftir af þeim sem þá voru í þeim grein. Þess vegna hafa óljósar fyrirætlanir manna um einhvers konar verslun- arrekstur ekki ráðið neinu um þessa ákvörðun okkar.“ Eins og fyrr segir hafa Kaupþing og FBA skuld- bundið sig til að selja hluti sína á ný almenningi og hefst undirbúningur nú þegar. Fulltrúi Kaupþings sagðist aðspurður ekki geta gi-eint hvort einhverjir er- lendir aðilar kæmu þar við sögu og sögðu báðir fulltrú- ar kaupenda að hugsanlegt væri að bæði innlendir og erlendir aðilar hefðu áhuga á kaupum þegar fyrirtækið yrði sett á markað. Viðræð- ur um kaupin hafa staðið undanfarna þrjá mánuði og komu FBA og Kaupþing þar mjög fljótlega til skjal- anna. HAGKAUP var stofnað af Pálma Jónssyni árið 1959 og var fyrirtækið í upphafi rekið sem póstverslun - með bækistöð í fjósi við Mikla- torg. Fjórum árum síðar var opnuð fata- og vefnaðarvöru- verslun í Lækjargötu 4 og matvörudeild Hagkaups hóf starfsemi við Miklatorg haustið 1967. Haustið 1970 fluttist verslunin svo frá Miklatorgi í stóra skemmu í Skeif- unni 15 og úr varð fyrsti stórmarkaðurinn á íslandi. Verslunum Hagkaups fjölgaði og umsvifin jukust með ár- unum. M.a. hóf Hagkaup að selja vörur frá sænska hús- gagnaframleiðandanum Ikea árið 1981 og árið 1986 var opnuð sérstök Ikea-verslun á jarðhæð í Húsi verslunarinnar. Þá stóðu Hagkaupsmenn með öðrum að stofnun Domino’s pizzustaðanna á Islandi og í Danmörku, auk þess sem Hag- kaup blandaði sér í samkeppnina á lyfjamarkaði, eftir að frelsi þar var aukið fyrir rúmum tveimur árum, með stofnun Hagkaups lyfjabúðar. A árunum 1984 til 1987 reis verslunarmiðstöðin Kringlan að frumkvæði Pálma Jónssonar og opnaði Hagkaup stórmarkað þar þegar Kringlan var opnuð ár- ið 1987. í júníbyrjun sl. var opnað- ur nýr stórmarkaður við Smáratorg í Kópavogi, sá stærsti sinnar tegundar á landinu. Við sama tækifæri var til- kynnt um breytt fyrirkomulag á rekstri Hagkaupsverslan- anna, sem héðan í frá eru reknar undir tveimur nöfnum, Hagkaup og Nýkaup. Nýkaupsverslanirnar munu sérhæfa sig í sölu á matvöru en Hagkaupsverslanirnar bjóða bæði matvöru og sérvöru. Hagkaup/Nýkaup er nú stærsta matvöruverslanakeðja landsins, með þrettán verslanir, þar af tíu á höfuðborgar- svæðinu. Starfsmenn eru um 1380 talsins og ársveltan er um ellefu milljarðar kj'óna. I Byrjaði sem póstverslun í fjósi við Miklatorg Nýir eig;endur Hagkaups Morgunblaðið/Þorkell JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri, og Óskar Magnússon, stjórnarformað- ur, munu stjórna ferðinni hjá nýjum eigendum Hagkaups. Telja félagið vænlegan kost fyrir fjárfesta NÝIR eigendur Hagkaups telja samþykki Samkeppnisstofnunar á kaupunum, góða reynslu af sam- starfi Bónus og Hagkaups undan- farin ár og fyrirliugaða skráningu fyrirtækisins á verðbréfaþing, skýr skilaboð um að það sé allra hagur að verslanirnar Bónus, Hagkaup og Nýkaup muni áfram eiga í samkeppni á matvörumark- aði hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýir stjórn- endur fyrirtækisins stóðu að í húsakynnum Baugs í Garðabæ í gær. Jóhannes Jónsson í Bónus er eini eigandi hins nýja félags sem jafn- framt á sæti í stjórn þess. Óskar Magnússon, fyrrum forstjóri Hag- kaups, verður stjórnarformaður en aðrir meðstjórnendur eru Guðfínna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptahá- skólans í Reyjavík, Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður, og Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðj- unnar Odda. Jón Ásgeir Jóhannesson mun gegna stöðu forstjóra og aðstoðar- forstjóri verður Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi, en þeir mynda framkvæmdastjórn félagsins ásamt Óskari Magnússyni, stjórnar- formanni. Óskar mun m.a. sjá um almenna stefnumótun fyrirtækisins og er- lend samskipti, auk þess sem hann mun vinna að undirbúningi fyrir skráningu félagsins á aimennan hlutabréfamarkað. Ábyrgð á rekstrinum fellur undir starfssvið forstjóra en Tryggvi Jónsson kemur til með að hafa yfírumsjón með dag- legum rekstri, vöruöflun, fjármál- um og starfsmannaþróun. Banda- ríkjamaðurinn Jim Schafer hefur verið ráðinn til að veita almenna rekstrarráðgjöf. Samkeppni mun ríkja áfram Jón Ásgeir sagði að neytendur kæmu ekki til með að sjá neinar frekari breytingar á rekstri fyrir- tækjanna umfram það sem varð á verslunum Hagkaups nýverið með stofnun Nýkaups. Hann kvaðst ekki óttast viðbrögð almennings við þessum breytingum og þær raddir sem teldu samkeppni mat- vörurisanna hafa runnið sitt skeið samhliða hækkandi vöruverði. Þar vísaði hann m.a. til þess er Bónus og Hagkaup hófu samstarf fyrir sex árum sem hann taldi fyrst og fremst hafa skilað sér til neytenda. „Fyrirtækin héldu áfram að eiga í samkeppni án þess að það hafi leitt til hærra vöruverðs." Fram kom að félagið muni leggja áherslu á að sinna viðskiptavinum sínum sem best með því að bjóða upp á mismunandi tegundir versl- ana sem henta þörfum hvers og eins. Hver verslunarkeðja verður sjálfstæð rekstrareining og hverri keðju verður veitt sjálfstæði til inn- byrðis samkeppni án íhlutunar æðstu stórnenda. Þannig telja for- svarsmenn félagsins að samkeppni á milli verslananna viðhaldist og hluthafar fái viðunandi arð af fjár- festingu sinni. Stefnt að skráningu á Verðbréfaþing fyrir áramót Allir málsaðilar héldu stíft í það samkomulag að gefa ekki upp kaupverð fyrirtækisins. Þá fékkst ekki heldur uppgefið hvernig Fjár- festingarbanki atvinnulífsins og Kaupþing, sem keyptu 37,5% hlut hvort um sig, fjármagna kaupin né heldur hvort einhveijir erlendir eða innlendir aðilar hafi hug á Qárfesta í félaginu. Bjarni Ármannsson, for- stjóri FBA, sagðist álíta að verð- matið hafi verið unnið á faglegum grunni miðað við þann rekstrar- hagnað sem talið er að fyrirtækið muni skapa í framtíðinni. Stefnan væri að skrá fyrirtækið á aðallista Verðbréfaþings fyrir næstu áramót. Nú færi í hönd mikil undirbúnings- vinna fyrir skráninguna og menn yrðu einfaidlega að bíða og sjá hver framvinda málsins verður. Fellur ekki undir samruna- ákvæði samkeppnislaga SAMKEPPNISSTOFNUN sendi í gær frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Eigendur verslunarfyrirtækjanna Hagkaups og Bónuss leituðu álits samkeppnisráðs á fyrirhugaðri breyttri eignaraðild að fyrirtækjunum tveimur og fyrirhugaðri sameiningu fyrirtækjanna tveggja. Beiðni um álit beindist að því hvort framanritað brjóti gegn ákvæðum samkeppn- islaga, sem heimila samkeppnisráði íhlutun vegna samruna fyrirtækja eða yfirtöku fyrirtækis á öðra fyrirtæki. Samkeppnisráð birti málsaðilum álit sitt 3. júní sl. Þeir óskuðu þess að álitið yrði ekki birt öðrum fyrr en samning- ar hefðu tekist um breytt eignarhald á Hagkaupi og Bónusi. Þeir samningar hafa nú verið undirritaðir. í áliti samkeppnisráðs kemur m.a. eftirfarandi fram: Samkeppnislögin tóku gildi 1. mars 1993. Áður en þau gengu í gildi, eða á árinu 1992, eignaðist Fjárfestingarfé- lagið Þor sem var og er í eigu sömu aðila og eiga Hagkaup 50% hlut í Bónusi. Með því og í kjölfar sam- þykkta sem gerðar voru af eigendum í Bónusi öðluðust eigendur Hagkaups virk yfirráð í Bónusi og urðu fyrir- tækin tvö þá að samkeppnislegri ein- ingu. Kaup eigenda Hagkaups á 50% hlut í Bónusi fólu í sér slíka sam- þjöppun á matvöramarkaðnum, að þau hefðu verið tekin til athugunar sem eftir atvikum kynni að hafa leitt til íhlutunar á grundvelli 18. gr. sam- keppnislaga, ef þau hefðu átt sér stað eftir gildistöku samkeppnislaga. Samrunaákvæði vora hins vegar ekki í þeim lögum sem giltu þegar kaupin fóru fram þannig að yfirvöld höfðust ekki að vegna þeirrar samþjöppunar sem kaupin leiddu til. Þær breytingar sem nú hafa orðið á eignarhaldi í Hagkaupi og Bónusi og sameining fyrirtækjanna tveggja ■ leiðir að mati samkeppnisráðs ekki til frekari samþjöppunar á markaðnum, sem fyrirtækin starfa á, en þegar var orðin er samkeppnislög tóku gildi í mars 1993. Þess vegna geta samning- ar um breytt eignarhald og samein- ingu Hagkaups og Bónuss ekki komið til athugunar á grundvelli 18. greinar . samkeppnislaga."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.