Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 34
34 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ráð við
heimspeki
„íslendingar fundu snemma upp hið
öflugasta ráð til að sjá við heimspek-
inni, og pað var að vanrækja hana
með öllu. “
Ný félagsrit.
Vándinn við að þoka
af stað einhverri sið-
fræðilegri umræðu
um stjórnmál er
sennilega ekki síst
fólginn í skorti á orðum. Það er
ekki sterk hefð hér á landi fyrir
því að talað sé um siðferði í
stjórnmálum, og viðeigandi
hugtök manni því oft fjarri. Svo
má ekki gleyma því, að margir
líta svo á að stjórnmál og sið-
ferði séu í rauninni algerlega
ósamrýmanlegir heimar, eða að
minnsta kosti eigi stjórnmála-
menn á fá frið fyrir predikandi
siðfiræðingum. (Þetta síðasta er
líklega alveg rétt).
En umfram
VIÐHORF
Kristján G.
Amgrímsson
allt verður að
vera á hreinu,
að það er ekki
fyrirfram fá-
ránleg spurn-
ing hvort stjórnmál komi sið-
ferði yfirleitt eitthvað við. Jafn-
vel þótt svarið væri neikvætt
flyti ekki sjálfkrafa af því að
stjórnmál væru ósiðleg, því þau
gætu reynst vera þama mitt á
milli, vera siðferðilega hlutlaus,
ef svo má segja, samanber sið-
fræði þýska heimspekingsins
Immanuels Kants.
Þýski þjóðfélagsfræðingur-
inn Max Weber velti því fyrir
sér í fullri alvöru í ritgerðinni
Starf stjórnmálamannsins
hvort stjórnmál og siðferði séu
vandlega aðskilin. (Hann kemst
reyndar að því að svo sé ekki).
Nýverið kom út á ensku safn
erinda og ritgerða eftir Václav
Havel, forseta Tékklands, und-
ir heitinu List hins ómögulega,
stjórnmál sem siðferði í reynd,
og af skrifum hans má ráða að
ekki einungis séu stjórnmál og
siðferði nátengd, heldur sé allt
að því um að ræða sama hlut-
inn. Fullyrðingar nokkurra
manna (þótt frægir séu) eru
auðvitað ekki endanleg sönnun
þess að stjórnmál komi siðferði
eitthvað við. En látum þær
vera vísbendingu.
Enn eitt sem verður Þrándur
í Götu siðferðilegrar umræðu
um stjórnmál er það hversu
erfitt hefur reynst að þoka
stjórnmálaumræðu (hérlendis
að minnsta kosti) upp úr skot-
grafastílnum þar sem einn er
kallaður fífl og annar tíkarson-
ur og allt snýst um að „hafa
eitthvað á“ menn. Útsýnið úr
skotgröfunum er takmarkað og
þar verður hugsunin leiðinlega
smá.
Mann er farið að langa svo
fjarska mikið til að heyra ís-
lenskan stjórnmálamann tala á
íslensku um eitthvað annað en
það hvað allt sem hann og
flokkurinn hans hafi gert sé
frábært og gott en „andstæð-
ingurinn" sé mikið idjót. Það er
líkt og þessir menn haldi að ef
eitthvað er gert af flokknum
þeirra þá leiði af því að það
sem gert er sé gott. Að þama á
milli séu beinlínis orsakatengsl.
Þetta er barnalegur hugsunar-
háttur sem fólk sér auðveldlega
í gegnum; fáránlegur málflutn-
ingur sem allir eru orðnir
hundleiðir á, nema kannski þeir
sem eru fyrirfram blindaðir af
aðdáun á hinum mikla foringja.
En það er kannski mesti
vandinn við að hefja siðferði-
lega umræðu um stjórnmál, að
það er mikil hætta á að slík
umræða verði svolítið heim-
spekileg, og íslenskir karlmenn
láta fremur sjá til sín vatnandi
músum en ræðandi heimspeki.
(Að ekki sé minnst á vonir og
þrár). Æ, þetta verður svo leið-
inlegt; maður þarf að spurja
spurninga á borð við „af
hverju?“ og jafnvel gera grein-
armun á því sem „hefur alltaf
verið svona“ og hinu sem
kannski ætti að vera (eða - svo
maður taki nú ekki of djúpt í
árinni - hvað maður má leyfa
sér að vona).
Þetta eru spurningar sem
ekki eru til beinhörð svör við,
og það er löngu komið á hreint
að mönnum er ekki ver við
neitt en það að sitja opinber-
lega uppi með spurningu sem
ekki er til neitt svar við. (Það
væri eins og að vera skyndilega
allsber á almannafæri). Þess
vegna var á Islandi snemma
gripið til raunhæfra aðgerða
gegn hvers kyns heimspeki, svo
sem útlistað var fyrir margt
löngu og kemur fram í tilvitn-
uninni hér að ofan.
Enn má telja það til vand-
ræða við að hefja siðferðilega
umræðu um stjórnmál að þau
eru fyrir löngu orðin vettvang-
ur atvinnumanna sem vita að
stjórnmál snúast „í raun og
veru“ bara um völd og eru „í
sjálfu sér“ ekkert annað en
valdabarátta. Þeir vita að öllu
er á endanum fórnandi til að ná
völdum, og þá fara bæði hug-
sjónir og siðferðisgildi beina
leið á bálköst valdagræðginnar.
Vald, og rétturinn til að beita
því, er þarna orðið skilyrðis-
laust markmið allrar stjórn-
málaþátttöku, og restin er bara
spuming um tæknileg atriði.
Auðvitað neitar því enginn
að valdabarátta er snar þáttur í
stjórnmálum. En þetta tækni-
viðhorf leiðir til þess að brugð-
ist er við öllum vandamálum
með tæknilegum hætti. En til
þess að tæknilegar lausnir séu
viðeigandi þarf vandinn, sem
bregðast skal við, að vera
tæknilegur. Þess vegna verður
heimspekilegur vandi svo oft
pirrandi - hann er ekki tækni-
legur og því ekki hægt að leysa
hann á tæknilegan hátt. Og sið-
ferðilegar spumingar era ekki
tæknileg vandamál.
Þeir sem leggja stund á
heimspeki gera sér fljótlega
grein fyrir því að það á við um
hana eins og aðrar fræðigrein-
ar að hún er ekki líkleg til
stórra afreka í heiminum, og að
á endanum getur hún ekki gef-
ið stjórnmálamönnum, né yfir-
leitt nokkrum mönnum, fyrir-
mæli um hvernig þeir eigi að
haga sér. (Einn þekktasti heim-
spekingur samtímans, Richard
Rorty, gengur meira að segja
svo langt að segja að menn eigi
að hætta allri heimspekiiðkan -
enda hefur hann verið kallaður
„faglegt hneyksli“).
Almenningsíþróttir
- kvennahlaup
HIÐ árlega
kvennahlaup fer fram
sunnudaginn 21. júní
nk. um land allt. Sem
formaður almenn-
ingsíþróttadeildar í
Garðabæ fagna ég því
að við Garðbæingar
verðum enn á ný þess
aðnjótandi að undir-
búa og taka þátt í svo
merkum viðburði sem
kvennahlaupið er orð-
ið á meðal íslenskra
kvenna. Samstilltur
hópur sjálfboðaliða
sem staðið hefur að
undirbúningi hlaups-
ins hefur með dugn-
aði og eljusemi sýnt svo að ekki
verður um villst að kvennahlaupið
hefur fest sig í sessi og er stór
liður í að efla almenningsíþróttir
um allt land. Mikið starf undir
merkjum almenningsíþrótta fer
fram víða um land. Eins og nafnið
ber með sér gefa almenningsí-
þróttir þeim sem að jafnaði taka
ekki þátt í keppnisíþróttum,
möguleika á að efla
sál og líkama með
þátttöku í almennri
líkamsrækt. Almenn-
ingsíþróttir eru mið-
aðar við aldur og getu
hvers og eins sem vill
stunda holla og
heilsusamlega lík-
amsrækt í góðra vina
hópi eða einn og sér.
Það er mikilvægt fyr-
ir hvern og einn að
finna sinn takt og
njóta þess að styrkja
líkama og sál og vera
þannig betur í stakk
búinn til að takast á
við hið daglega amst-
ur. Félagsskapurinn skiptir miklu
máli í almenningsíþróttum því við
erum félagsverur að eðlisfari og
samvera við aðra gefur ástundun
íþróttarinnar meira gildi.
Kvennahlaupið fellur vel að skil-
greiningu almenningsíþrótta þar
sem konur á öllum aldri koma
saman á kvennahlaupsdaginn,
hvetja hver aðra og styrkja til
nauðsynlegrar hreyfingar í góð-
um félagsskap. Er nokkuð eins
skemmtilegt og að fá sér
göngutúr eða skokka með þús-
undum kynsystra um allt land á
góðum sumardegi? Aðalatriðið er
að vera með og njóta alls þess
Er nokkuð eins
skemmtilegt, spyr Ei-
ríkur Þorbjörnsson, og
að fá sér göngutúr eða
skokka með þúsundum
kynsystra?
sem útivera og holl hreyfing býð-
ur upp á. Eflum almenningsí-
þróttir með þátttöku kvenna á
öllu landinu í kvennahlaupinu 21.
júní og sýnum það og sönnum að
samstaða og samhugur kemur
mörgu til leiðar.
Höfundur er formaður almcnnings
íþróttndeihlnr Stjörnunnar.
Eiríkur
Þorbjörnsson
ISLENSKT MAL
NÝ-RÓMANTÍSKU skáldin á
Islandi um síðustu aldamót urðu
mörg hver ekki langlíf, sum til-
takanlega skammlíf. Þau vom
einhvem veginn útsett fyrir
drepsóttum, eins og berklum og
Spönsku veikinni. Ég ætla að
nefna hér fáein þeirra í stafrófs-
röð: Guðmundur Guðmundsson
skólaskáld, Jóhann Sigurjónsson,
Jóhann Jónsson, Jónas Guð-
laugsson, Sveinn Jónsson Fram-
tíðarskáld. Það skammlífi, sem
þau skynjuðu, gat ýmist brotist
út í lífsnautn, heift eða harmi. En
fágun og fullkomnunarþörf áttu
þau líka.
Ég veit ekki hvers vegna ég
kynntist skáldskap Jóhanns
Jónssonar svo seint. Kannski var
honum ekki haldið á loft. Eitt af
mörgu, sem ég á Halldóri Kiljan
Laxness að þakka, er kynningin á
Jóhanni Jónssyni, en þeir vom
æskuvinir.
Jóhann var einstakur listamað-
ur, hvar sem á er litið eða á var
hlýtt, fágað ljóðskáld, frábær
upplesari, listaskrifari. Halldór
hefur minnst hans ógleymanlega
bók eftir bók; í formála að ljóða-
og ritgerðasafni Jóhanns, sem er
miklu meira að gæðum en magni;
í Skáldatíma, í Úngur ég var og
Grikklandsárinu.
Sumir hafa trúað því og kennt
það, að Jóhann hafi verið eins
ljóðs maður, og er þá löngum
vitnað í Söknuð, „mesta“ ljóð
hans, en mér þykja sum
„smærri" ljóðin engu síðri.
Eftir langdvöl í Þýskalandi orti
Jóhann jöfnum höndum á ís-
lensku og þýsku, og ég ætla að
láta fylgja þessum fáu orðum
mínum ljóð á báðum tungunum.
Vögguvísa/Wiegenlied
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnipi er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Viðhöfumvakaðnóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Schlafe und ruh’.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
958. þáttur
Schweigen húllt alles ein.
Meer deckt die Sonne zu.
Schlafe in milder Ruh’.
Wir wachten lpg genug.
Schliesse die Áugeiein.
Schlafe und ruh’.
Schweigen hiillt alles ein.
★
Alltaf er gaman að fá bréf frá
Skilríkum mönnum, svo skorin-
orð og einbeitt sem þau era, og
nú segja þeir:
„Kæri vinur, Gísli.
Margt er það sem gremur geð
... kom mér í hug, þegar ég alls
óviðbúinn rak augun í auglýsingu
frá einhverjum sem flytja fólk á
hafið til þess að skoða hvalfiska í
stað þess að skjóta skepnurnar
og éta. Skemmst er af því að
segja, að auglýsingin var svo
vond, að verri gerast þær ekki.
Við héldum að hvalir lifðu í sjó,
en í auglýsingunni stendur að
hvergi á Islandi ... og enn ...
enginn staður á íslandi sé, þar
sem sjá megi svo mikið af hvöl-
um; auk þess 120 „mismunandi"
plöntutegundir (væri það ný teg-
und, ef hún væri ekki öðravísi en
hinar?).
Merkingarlaus orð til uppfyll-
ingar voru legio, en vísbending á
þann vonda miðil intemetið það
skásta. Líklega þarf að vanda sig
til þess að gera villu þar.
I þessari auglýsingu sannast
skoðun okkar, að erlend áhrif
drepi ekki íslenzkuna, heldur ís-
lenzkir bögubósar, sem allt þykj-
ast kunna, geta og vita.
Einhverstaðar segir íslands-
ferðalangurinn Ludwig Wittgen-
steín: „Allt sem sagt verður, seg-
ist skorinort. - Það er góð
regla.“„
Að þessu bréfi fengnu hringdu
Skilríldr menn og höfðu heyrt
viðmælanda H.G. á Bylgjunni
segja frá presti sem var „giftur
aðila“ (svo!) sem „sótti um sýslu-
manninn". Ég hélt að aðila-æðið
hefði minnkað, en það var þá al-
deilis ekki. Og hvað er að „sækja
um sýslumanninn“?
★
I skólum er reynt að kenna
börnum að rima og gengur mis-
jafnt. Um daginn var mér sýnt
dæmi þess að venjuleg heilbrigð
skynsemi kærði sig kollótta um
rímið. Börnin fengu fyrst sýn-
ingardæmi: Rósa er að moka.
Hér eru perur í poka. Síðan
kom:
Amma er með lopa.
Ari fær sér ... barnið setti
sokka.
Nína fer að sofa.
Hún býr ein í k ... og bamið setti
kjallara.
Kata á ber í fötu.
Jói er úti á g... og barnið setti
greni.
Már sá eina mús.
Hún var á bak við ... og barnið
setti ost.
Dísa á rauða rós.
Hún lætur hana í ... og bamið
setti blómapott (sem er auðvitað
betra en ,,dós“).
Búi er með bor.
Nú er að koma ... og barnið setti
rigning, sem vafalaust hefur ver-
ið „rétt“.
★
Inghildur austan kvað:
Þvílík ósköp sem Sigurjóni óð á,
er óþekktu kvitóndinu hann tróð á;
það var svart, eins og sviðið,
og sigið í miðið,
og selhárt eins og dýrsrófan á Fróðá.
Og Hlymrekur handan bætti
við:
Séra Herbert sig lagði í líma
við langdregið bónorð í síma,
uns Sigríði ungri
varðsvarfallafhungri
eftirsamtalíl8tíma.
★
Bók heitir Lykillinn að íslandi
(álitin gefin út 1997, segir Gegn-
ir). Þar segir um Hrísey: „í eyj-
unni er rekin einangrunarstöð
þar sem ræktað er upp naut-
gripakyn af Gallowaykyni. Öll
önnur umferð er því bönnuð um
eyjuna.“ (Leturbr. hér.)
En Morgunblaðið fær stig fyr-
ir að fara rétt með orðtakið að
berast á banaspjót (sunnud. 14.
júní).