Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ á 36 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 KÆRLEIKSÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR Sr. Guðlaug Helga Asgeirsdóttir, sr. Guðný Hallgrímsdóttir og sr. Miyako Þórðarson um sérþjónustupresta Fleiri stöður nauðsynlegar * I öðrum hluta umfjöllunar um starf Þjóð- kirkjunnar er greint frá starfí meðal ým- issa hópa sem minna mega sín og þarfnast ' sérstakrar umönnunar. Þeir eru til dæmis aldraðir, fatlaðir og heyrnarlausir og sagt er einnig frá starfí meðal innflytjenda. Á SÍÐUSTU árum hefur fjölgað stöðum presta sem sinna annars konai- þjónustu en hinni hefðbundnu sóknarprestsþjónustu. Þjónustan er nefnd sérþjónusta vegna þess að prestarnir hafa sérhæft sig með ákveðinni reynslu og aukinni mennt- un. Prestar starfa nú á ýmsum svið- um þjóðfélagsins s.s. innan stofnana, meðal sjúkra, aldraðra, innflytjenda, fatlaðra, heymarlausra, fanga og þeirra sem þurfa á slíkri sértækri þjónustu að halda. Þjónustan hefur vaxið vegna mis- munandi þarfa fólks og breyttra þjóðfélagshátta. Kirkja sem er öllum opin er kölluð til að þjóna fólki í þeim aðstæðum sem það býr við hverju sinni. Aðaláherslan í sérþjónustunni er kristin sálgæsla. Hún felur í sér að presturinn mætir hverjum ein- staklingi þar sem hann er á vegi staddur með orð og verk Jesú Krists að leiðarljósi. Hér verður kynnt þjónusta presta meðal heyrnar- lausra, aldraðra og fatlaðra. Kirkja heyrnarlausra Kirkja heyrnarlausra er söfnuður heymarlausra og heyrnarskertra. í söfnuðinum er fólk sem á það sam- eiginlegt að hafa íslenskt táknmál að móðurmáli. Táknmál er ekki alþjóð- legt mál. Islenska táknmálið er ólíkt táknmálum annarra þjóða á sama hátt og raddmál heimsins. Fólkið sem hefur íslenska táknmálið að móðurmáli er um það bil 250 manns. I Kirkju heyrnarlausra fer allt fram á táknmáh hvort sem það er messan, helgistundin, samveran með öldruðum eða unglingum, bæna- stundin eða bamastarfið. Beðið er á táknmáli, Guð er lofsunginn og hlýtt á orð hans. í söfnuðinum er starfandi táknmálskór. Hann syngur sálma á táknmáli í hverri messu undir stjórn kórstjóra. Starfsemi Kirkju heyrnar- lausra hefur farið fram í nokkrum kirkjum frá stofnun hennar og er nú í Grensáskirkju. Prestur Kirkju heyrnarlausra var vígður í desember 1981. Hann er heyrandi og er því eins og kristniboði í eigin landi þar sem hann þarf að læra mál og menn- ingu þeirra sem hann starfar meðal. Það er von og bæn prests í Kirkju heymarlausra að heyrnarlaus eða heymarskertur einstaklingur fái í framtíðinni köllun til þess að þjóna söfnuði sínum. Öldrunarþjónusta hófst 1991 Prestur kom til starfa hjá öldmn- arþjónustudeild Félagsmálastofnun- FERMINGARFRÆÐSLA meðal þroskaheftra er mikilvægur þáttur í þjónustu prests við fatlaða. ar Reykjavíkurborgar árið 1991. Þjónusta prests við deildina hefur verið frumkvöðlastarf þar sem um algera nýjung var að ræða í starf- semi Félagsmálastofnunar. Prestsembættið hefur verið þróað og mótað í náinni samvinnu við aldr- aða og starfsfólk öldmnarþjónustu- deildar. Megináhersla hefur verið lögð á sálgæslu og helgihald en jafn- framt hefur markvisst fræðslustarf verið innt af hendi. Við helgihaldið aðstoða aldraðir sjálfboðaliðar sem lesa ritningarlestra, leiða sálmasöng og annast undirleik. Aldraðir sem enn njóta góðrar starfsorku taka þannig þátt í starfinu og leggja sitt af mörkum til þeirra sem verr eru settir. Sálgæslan byggir á trúnaði og trausti, þar sem aldraðir geta komið og deilt áhyggjum sínum eða kvíða sem og vonum og væntingum. Prestur hefur reglulega viðvem á starfsstöðum öldmnarþjónustudeild- ar þar sem fólki gefst kostur á að nálgast prestinn og ræða mál sín. Fjölskyldur aldraðra era þeim ofar- lega í huga og iðulega er beðið um fyrirbænir þeim til handa. Fyrir- bænaþjónustan er mikilvægur þáttur í starfinu, þar sem hver og einn fær svigrúm og tíma til að koma fram fyrir Guð. Þjónusta prests deildar- innar stendur bæði öldruðum og að- standendum þeirra til boða. Jafn- framt er aðgangur að presti opinn fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Skrif- stofan er til húsa á aðalskrifstofu Fé- lagsmálastofnunar Síðumúla 39 og er viðtalstími eftir samkomulagi. Efla þarf þjónustu við fatlaðra Prestur í þjónustu við fatlaða var vígður árið 1990. Á sama hátt og þjónusta prests á öldrunarþjónustu- deild Félagsmálastofnunar var þetta nýbreytni í starfi kirkjunnar. Að ráðningunni stóðu Þjóðkirkjan og samtök fatlaðra, þ.e. Oryrkjabanda- lag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. Embættið var lagt niður árið 1993 vegna fjárskorts. Var það mjög stórt skref aftur á bak en með tilkomu embættisins höfðu verið bundnar miklar vonir og væntingar. Ljóst er að mjög brýnt er að ráða hér bót á og endurvekja þetta embætti á ný. Reynslan af prestsþjónustunni sýndi að nauðsynlegt er að þessi mála- flokkur hafi sérstakan talsmann á vettvangi kirkjulegs starfs. Þjónustunni hefur þó verið fram- haldið en með breyttu sniði og er styrkt af Reykjavíkur- og Kjalames- prófastsdæmum. Eins og hjá öðrum sérþjónustuprestum situr sálgæslan í fyrirrúmi. Mikið er leitað eftir slíkri þjónustu og gefa þarf mjög góðan tíma til að leyfa fólki að koma fram með það sem því liggur á hjarta. Sér- staklega má nefna foreldra fatlaðra bama. Fermingarfræðsla þroskaheftra er mjög snar þáttur í starfi prests- ins. Ár hvert em haldnar fermingar- guðsþjónustur á sumardaginn fyrsta fyrir þroskaheft fermingarböm og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sóknarprestum boðin aðstoð í þeim málum sem lúta að málefnum fatl- aðra. Presturinn er til viðtals á Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunn- ar. Þörfin fyrir þjónustu kirkjunnar er mikil og fyrirsjáanlegt er að enn þurfi fleiri presta til starfa á vett- vangi sérþjónustunnar. Jesús Krist- ur benti á að ekkert svið mannlegrar tilvem sé okkur óviðkomandi. Toshiki Toma um starf kirkjunnar meðal innflytjenda Dýpkar skilning okkar á minni- hlutahópum MIKILVÆGT er að kynnast þeim útlending- um sem gerast innflytjendur á íslandi, segir Toshiki Toma. STARF meðal innflytjenda er ekki gamalt í hettunni innan íslensku þjóðkirkjunnar en hún hófst í Há- teigssókn árið 1993. Fyrir tveimur áram tók Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar að sér verkefnið en það er séra Toshiki Toma, japanskur prestur, sem sinnt hefur þjónustunni frá upphafi. „Þjónustan er enn að mótast en helmingur kostnaðar er greiddur af Rauða krossi Islands og Reykjavík- urborg á móti framlagi Þjóðkirkj- unnar. Eg er mjög þakklátur þess- um aðilum fyrir fjárstuðninginn en mér finnst samt að kirkjan eigi að bera ábyrgð á þessu starfi í framtíð- inni. Við eigum samvinnu við Mið- stöð nýbúa sem borgin rekur og þar fæ ég bæði andlega og hagnýta hjálp,“ segir Toshiki Toma. Margs konar aðstoð Hver er tilgangur starfs meðal innflytjenda? „Aðaltilgangurinn er að veita margs konar aðstoð því fólki sem ílendist hér, að skapa skilning á mis- munandi trúarbrögðum og að draga úr fordómum Islendinga gegn inn- flytjendum. Menn standa á krossgöt- um þegar þeir flytjast í framandi land og þegar menn gerast innflytj- endur tapa þeir á vissan hátt tungu- máli sínu, missa samskipti við fjöl- skylduna og vini heima fyrir og geta jafnvel ekki notað menntun sína. I slíkri stöðu geta menn auðveldlega týnt sjálfsmynd sinni og fallið í eins konar hættuástand. Þetta á líka við þegar maki innflytjandans er Islend- ingur. Kirkjan á að vera þessu fólki til- tæk á þessum krossgötum í lífinu og hjálpa því við að fara yfir þær. Þess vegna miðast ýmis þjónusta við inn- flytjendur við það að leysa vandamál sem upp koma en alls ekki að skilja þá frá Islendingum,“ segir Toshiki Toma ennfremur. Hann segir einnig að um leið verðum við að kynnast trúarbrögðum innflytjenda og ná góðu samkomulagi og sambúð við þá. En nánar um helstu verkefni: „Þau eru einkum tvenns konar ef ég lýsi því á einfaldan hátt. Annars vegar er um að ræða viðtöl og fræðslu. Þá langar mig einnig til að messa reglulega á ensku. Síðustu þrjá mánuði hef ég verið með um 20 manns af 16 þjóðemum. Það virðist kannski ekki mikið en hver og einn á oft við margs konar vanda að stríða og þess vegna fer mikill tími og mikil starfsorka í að sinna hverjum og ein- um. Ég fer oft með fólkinu á ýmsa staði, til dæmis vinnumiðlun eða spítala og þess vegna er oft erfitt að sinna meira en fjóram eða fimm til- fellum í senn.“ Allt byggist á íslenskunni Toshiki bendir á einkenni sem hann segist hafa tekið eftir í viðtöl- um sínum við innflytjendur: „Fyrir útlending, og ég er sjálfur einn af þeim, eru öll mál tengd. Til dæmis getur innflytjandi varla feng- ið vinnu meðan hann tal- ar ekki íslensku. Það þýðir að hann getur ver- ið í fjárhagsvanda sem kemur niður á öllum í fjölskyldunni. Hins vegar veita fé- lagsmálayfirvöld oft að- eins aðstoð á einu til- teknu sviði, eins og til dæmis við íslensku- kennslu eða í atvinnu- málum. Þannig er bara kerfið í nútímasamfélagi og þess vegna skortir oft á að menn horfi á heildarvanda innflytj- andans. Ég reyni að gera það í þjónustu minni og reyni að horfa á annað og meira en bara vandamálin. Síðast en ekki síst minnist ég þessa fólks í bænum mínum en mér finnst það mjög nauð- synleg þjónusta, ef svo má að orði komast, að fela Guði fólkið sem ég hitti. Það geri ég á hverjum degi.“ Að lokum minnir Tos- hiki Toma á að samskipti kirkjunnar við innflytjendur eru í báðar áttir: „Með því að veita þeim þjónustu þiggur kirkjan líka ákveðna umbun. Hún getur dýpkað skilning sinn á minnihlutahópum og mismunandi trúarbrögðum og það hjálpar okkur til að staðfesta eigin sjálfsmynd okk- ar sem kristin kirkja. Kirkjan stend- ur ekki undir nafni nema að hún þjóni náunganum í nafni Jesú. Við megum ekki gleyma okkur í áherslu á það að byggja hús, við eigum fyrst og fremst að þjóna fólki í fjölbreyti- legum aðstæðum þess í samfélag- inu,“ sagði Toshiki Toma að lokum. Ráðgjafar- og fjölskyldu- þjónusta KIRKJAN á aðild að nokkram sér- hæfðum stofnunum sem annast margs konar ráðgjafar- og fjöl- skylduþjónustu. Starfið er breytilegt og breytist og mótast af þörfinni á hverjum tíma. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er fyrir þá sem finnast þeir vera í ein- hvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og finna sjálfir ekki lausn. Það getur verið óánægja í sambúð eða hjónabandi, skilnaður, áhyggjur af bömum, ósætti um um- gengni við barn/börn eftir skilnað. Þá koma margir af því að þeim finnst erfitt að vera foreldri, bam eða ung- lingur í fjölskyldunni. Fjölskyldu- þjónustan er rekin af kirkjunni og hún er til húsa á Klapparstíg 25-27. Víðtækt samstarf margra aðila leiddi til stofnunar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna 1996. Þjóð- kirkjan tók þátt í þessu starfi og ger- ir enn. Mörg heimili voru að sligast undan mikilli greiðslubyrði. Það gleðilega er að þetta starf hefur borið mikinn ár- angur og margar fjölskyldur hafa fengið fræðslu og ráðgjöf til að kom- ast yfir greiðsluerfiðleikana. Jafn- framt hefur verið reynt að koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun. Ráðgjaf- arstofan er til húsa í Lækjargötu 4. Aðilar vinnumarkaðarins og kirkj- an hafa unnið saman og boðið at- vinnulausum í Miðstöð fólks í at- vinnuleit. Tilgangurinn er að hvetja atvinnulausa til að hitta aðra og finna sér verkefni ef seint gengur að fá vinnu. Miðstöðin hefur aðsetur við Ægisgötu 7 og er opið 9-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.