Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 L AUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
A------------------------
MINNINGAR
KETILL HILMAR
SÍMONARSON
+ Ketill Hilmar
Símonarson var
fæddur á Kaðla-
stöðum á Stokks-
eyri 5. júlí 1919.
Hann andaðist í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 11. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Simon Sturlaugs-
son, f. 12. febrúar
1895, d. 26. sept.
1957, frá Starkað-
x arhúsum, og Vikt-
oría Kolfinna Ket-
ilsdóttir, f. 18. janúar 1898, d.
19. okt. 1993, frá Kaðlastöðum.
Systkini Ketils voru Sturla, f.
14. ágúst 1920, d. 5. sept. 1989,
og Bjarnfríður, f. 26. desember
1921, húsfreyja á Hafsteini,
Stokkseyri, gift Tómasi Karls-
syni.
Eiginkona Ketils er Klara
Isafold Jónatansdóttir frá
Málmey í Skagafirði, f. 21. júlí
1918. Þau eignuðust þrjú börn.
1) Viktoría Kolfinna, f. 10. júnf
1946, gift Guðjóni Þorlákssyni
frá Vík, Grindavík. 2) Hildur
Þyrí, f. 30. júlí 1947, gift Hall-
? dóri Þorlákssyni frá Vík,
Grindavík. Dætur þeirra eru:
Klara Sigrún, f. 20.
mars 1973, sambýl-
ismaður hennar er
Gísli Jóhann Sig-
urðsson, og Þuríð-
ur, f. 8. júní 1974.
Dóttir Halldórs og
stjúpdóttir Hildar
er Jóhanna Helga,
f. 19. febrúar 1968.
3) Baldur Símon, f.
15. september 1949,
en hann hefur verið
sjúklingur frá barn-
æsku.
Ketill og Klara
byggðu sér hús í Smáratúni 6 á
Selfossi og bjuggu þar, uns þau
og Baldur flylja til Grindavíkur
1981, en báðar dæturnar eru
búsettar í Grindavík. Ketill lauk
hefðbundnu námi frá Barna- og
unglingaskóla Stokkseyrar og
stundaði síðan ýmis störf til
lands og sjávar. 1940 lauk hann
minna mótorvélstjóraprófí og
vélgæsla varð síðan hans starfs-
vettvangur í um 40 ár, þar af
tæp 30 ár við Hraðfrystihús
Sláturfélags Suðurlands á Sel-
fossi.
Útför Ketils fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Tengdapabbi tilvonandi
tek ég ofan fyrir þér.
Þetta vísubrot segir margt um
hug okkar tengdasona Ketils H.
Símonarsonar á útfarardegi hans í
dag. Við erum að vísu varla búnir
að átta okkur á því að hann sé dá-
inn, svo snöggt bar andlát hans að.
Ketill, sem oftast var kallaður
^Kalli, var fæddur Stokkseyringur
og ólst upp við mikið ástríki í for-
eldrahúsum að Kaðlastöðum ásamt
tveimur systkinum sínum, aðeins
yngri, þeim Sturlu og Bjarnfríði.
Það er aðdáunarvert hve sterk og
kærleiksrík bönd hafa alltaf verið á
milli þessara systkina.
Uppvaxtarárin voru svipuð og
hjá flestum þeim sem fæddir eru á
öndverðri þessari öld. Ekki var
mikið svigrúm til þess að mennta
ungdóminn, heldur var hugsunin
t.d. hjá Katli að fara að vinna sem
fyrst til þess að hjálpa foreldrum
sínum. Ketill vann öll almenn störf
sem unglingur við bú foreldra
sinna, en snemma hneigðist hugur-
-. inn að sjónum. Hann var til sjós
bæði á vetrarvertíð og síldveiðum á
bátum frá Stokkseyri, Suðumesj-
um og Vestmannaeyjum.
Þegar Ketill og Klara fara að
búa á Selfossi ræður hann sig sem
vélgæslumann að Hraðfrystihúsi
SS á Selfossi. Það var hans starfs-
vettvangur í tæp þrjátíu ár, eða
þar til hann varð að hætta allri
vinnu vegna veikinda í baki. Það
var honum þungbært að þurfa að
ljúka starfsævi sinni um sextugt,
en KJara vann enn um sinn á skrif-
stofu KA á Selfossi. Síðan þvarr
hennar starfsþrek og fjölskyldan
flutti til Grindavíkur 1981.
Þótt Ketill hafí megnið af sinni
ævi búið í einu mesta landbúnaðar-
héraði Iandsins og haft mikil og
góð samskipti við flesta bændur í
Arnessýslu var hugurinn oft bund-
inn sjónum. Ef til vill þessvegna
var ekki svo erfitt að rífa sig upp á
fullorðinsaldrí og flytja til Grinda-
víkur. Við höfum verið að gera út
og róa á bát, Þorsteini Gíslasyni
GK 2, og ekki vantaði áhugann hjá
Katli. Hann fylgdist vel með gæft-
um og aflabrögðum. Við rákum
saltfiskverkun í nokkur ár og erum
með línubeitingu í landi. Ekki var
ónýtt að fá Ketil til að brýna hnífa
svo að biti almennilega. Fjölskyld-
an hefur lengi átt hross sér til
skemmtunar og heilsubótar. Oft
var nóg að gera hjá Katli að gera
við og lagfæra beislabúnað og stall-
múla. Kalli var mikill dýravinur og
átti nokkrar kindur í mörg ár í bíl-
skúmum sínum á Selfossi.
Kalli var „húmoristi". Hann
hafði gaman af að hitta og tala við
fólk og spurði þá gjarnan hverju
það spáði. Alltaf var glens og gam-
an þar efst á baugi og fólk yfirleitt
hressara og brosmildara er það
kvaddi. Hann var mjög léttur og
grínfullur maður þótt alls kyns erf-
iðleikar hrjáðu hann. Baldur einka-
sonur Ketils og Klöru veiktist af
heilahimnubólgu sem komabarn
og hefur þurft umönnun síðan.
Heilsu Klöra hrakaði stöðugt síð-
ustu árin, en aðdáunarvert var að
sjá, hve lengi og vel Kalli hjúkraði
henni, uns hún fór á Hjúkrunar-
heimili aldraðra í Víðihh'ð í Grinda-
vík þar sem hún nýtur mjög góðrar
umönnunar, en er svo veik að hún
getur ekki fylgt manni sínum til
grafar.
Eins og áður er sagt var Ketill
bakveikur áram saman, einnig oft
slæmur í maga og stutt er síðan
hann fékk liðagigt, fyrir utan hjart-
sláttartruflanir. En Kalli átti sér
mörg áhugamál, sem lyftu andan-
um upp úr erfiðleikunum. Það
helsta var ferskeytlan. Hann var
það sem kallast „vísnakarl“. Hann
las mikið og var fjölfróður en sér-
stakt yndi hafði hann af ferskeytl-
J/J. &rficfryÁÁj ur
i
VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3
M AKOGESHÚSIÐ sfmi 562-4822
| Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari
I Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðslómfrú 1 VEISLAN
i Á
m VEITINGAELDHÚS Frábærar veitingar Sími: 561 2031 Fyrirmyndar þjónusta
Sérfræðingar
í blómaskrev(in<tum
við (ill tækifæri
I T® blómaverkstæði I
I Binna J
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
um, vel kveðnum vísum. Hann
læddi oft fram einni og einni stöku,
en aldrei var neitt skrifað á blað.
Hann hafði mikið yndi af söng,
sérstaklega fallegum tenóiTÖddum,
kvartettum og karlakórum ekki
síst ef sungin vora íslensk ættjarð-
arlög. Okkur finnst að Kalla hafi
líkað vel í Grindavík, þó hann værí
mikill Arnesingur í sér.
Kalli hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á ýmsum málum, vildi hafa allt
sitt á hreinu og engum skulda
neitt. Hann hafði mjög gaman af að
grúska í ættfræði og las allar
minningargreinar í Morgunblað-
inu. Hann sagði oft, að ekki vildi
hann að skrifaðar yrðu um sig
langar lofrallur látinn og því síður
að haldnar yrðu langar lofræður
yfir sér.
Minningamar margan gleðja,
minningamar hugann seðja
og ein sú minning er um þig.
En Drottinn tekur allt og alla
til Himnaríkis fógru halla
og Drottinn tekur líka mig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðjón og Halldór.
Það var mikið áfall þegar við
fengum að vita morguninn 11. júní
að hann afi væri dáinn. Þetta var
svo snöggt og við fengum aldrei
tækifæri til að kveðja hann í hinsta
sinn. Hver dagur er svo sannarlega
einstakur og dýrmætur og ekki
skal taka hann sem sjálfsagðan
hlut. Við voram svo sannarlega
minntar á það þennan morgun.
Þegar við lítum til baka koma
fyrst upp í hugann þær stundir
sem við áttum í Smáratúninu á
meðan afi, amma og Baldur bjuggu
enn þar. Við voram ekki fyrr
komnar en afi fór að setja upp ról-
urnar í snúrastaurana fyrir okkur.
Og alltaf átti hann eitthvað gott
handa okkur. Hann var alltaf
áhugasamur um hvað við höfðum
fyrir stafni og þá sérstaklega í
sambandi við skólann. Hann var
óþreyttur að kenna okkur marg-
foldunartöfluna, eins og amma líka,
lesa yfir ritgerðir og hlýða okkur
yfir námsefni fyrir próf. Eftir að
þau fluttu til okkar á neðri hæðina
var stutt að hlaupa til þeirra og fá
aðstoð. Afa fannst gott að finna að
hann gæti gert gagn og það var
ekki ónýtt að hafa hann nálægt.
Hvort sem okkur vantaði hjálp við
lærdóminn eða eitthvað sem var
ekki í lagi, því hann var afar fjöl-
hæfur maður og laghentur.
Húmorinn var alltaf í lagi hjá afa,
kannski stundum dálítið háðskur
en ávallt á léttu nótunum. Og oftar
en ekki og án nokkurs sérstaks til-
efnis setti hann saman vísur og
flutti fyrir okkur, og kom þá alltaf
brosi á andlit viðstaddra.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuð í hjarta og þökkum fyrir að
hafa fengið að hafa þig hjá okkur.
Við vitum að þér líður vel þar sem
þú ert núna.
Hvíldu í friði.
Klara og Þuríður.
Okkur vai- bragðið snemma
morguns, 11. júní, þegar Halldór,
tengdasonur Ketils, hringdi og til-
kynnti að Ketill hefði látist þá um
nóttina.
Annar okkar talaði við Ketil í
síma kvöldið áður. Það var spjallað
góða stund, eins og svo oft áður nú
í seinni tíð. Ketill viðurkenndi,
aldrei slíku vant, að honum liði
ekki nógu vel og yrði sennilega að
leita læknis. Við töluðum stutta
stund, kvöddumst svo og óskuðum
hvor öðram alls góðs.
Þegar við kveðjum Ketil, sem við
höfum þekkt frá æskudögum, kem-
ur svo ótal margt upp í hugann.
Upp renna myndir frá löngu liðn-
um tíma. - Frá þorpinu okkar,
Stokkseyri. Kalastaðaheimilið var
sómaheimili og systkinin þrjú, Ket-
ill, Sturla og Benna vel gerð og
myndarleg svo eftir var tekið. I
bláma fjarlægðar eru minningar,
þegar foreldrar Ketils, Viktoría og
Símon, komu prúðbúin, labbandi
austur götuna á leið til kirkju eða
annarra mannfunda.
Önnur mynd skýst upp í hugann.
Vertíðardagur heima. - Sjómenn-
imir koma gangandi austur eða
vestur sandinn með bitakassann
undir hendinni, á leið í róður,
aflandi sjálfum sér og sínum og
raunar allri þjóðinni verðmæta.
Einn af þessum köppum var
Símon, faðir Ketils. Hann var mörg
ár formaður á Stokkseyri. Okkur
er mjög minnisstætt árið 1944,
þegar Ölfusárbrú hrandi. Þá var
Símon á Kalastöðum fenginn, með
lítinn bát frá Skokkseyri, til að
flytja mjólk, rjóma og fleira yfir
Ölfusá. Símon fékk með sér 4 menn
frá Stokkseyri til að róa bátnum.
Þá voram við ungir. Þetta var
spennandi og allt gekk vel. Símon
var góður stjórnandi, öraggur, ró-
legur og gamansamur.
Ketill var sjómaður í mörg ár.
Síðan lengi vélstjóri í slátur- og
frystihúsinu á Selfossi. Við sem
skrifúm þetta eigum kærar minn-
ingar um verana með Katli, bæði á
sjó og landi.
Hugstæð era góðu síldarsumrin
um og upp úr 1940, þegar við vor-
um saman með Sighvati Bjarna-
syni, skipstjóra í Vestmannaeyjum.
Foreldrar Sighvats voru Stokks-
eyringar. Það var gott að vera með
þessum góða skipstjóra og mikla
aflamanni. Sighvatur leyndi ekki
aðdáun sinni á Katli, enda var Ket-
ill bæði verklaginn og duglegur.
Þau verða lengri sum kvöldin,
þegar ekki er hægt að spjalla við
Ketil um ýmislegt, ekki síst gömlu,
góðu dagana. Við ætluðum að heim-
sækja hann fljótlega. Nú verður sú
ferð ekki farin nema í huganum.
Það var gott að vera vinnufélagi
Ketils. Það var skemmtilegt að
ræða við hann. Hann var spaug-
samur og glettinn.
Við sem áttum hann að vini mát-
um kosti hans og þekktum hans
góða innræti. Við söknum hans
mjög og kveðjum hann með virð-
ingu og þakklæti.
Klöra, eiginkonu Ketils, sem nú
á við veikindi að stríða, börnum
hans og fjölskyldum þein-a, Bennu,
systur hans og fjölskyldu, svo og
öðram vandamönnum og vinum,
sendum við samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Ketils
Hilmars Símonarsonar.
Gísli Guðjónsson og
Einar Jdsteinsson.
+ Gísli Ingólfsson
var fæddur í
Merkigarði í Skaga-
firði 12. september
1918. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki 5. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ingólfur Daníelsson
frá Steinsstöðum í
Skagafirði og kona
hans Jónina Einars-
dóttir úr sömu sveit.
Gísli var elstur
fimm bræðra. Hinir
eru Daníel, Eðvarð
(látinn 1979), Friðrik og Jón
Kristmann.
Gísli giftist fyrri konu sinni,
Sólborgu Sveinsdóttur, sem var
af skagfirskum ættum, árið
1939, en þau slitu samvistum ár-
ið 1949. Þeirra börn eru: Ingólf-
ur Dan, f. 11. janúar 1941, og
Axel Hólm, f. 23. júlí 1944.
Seinni kona Gísla er Ásgerður
Jóhannsdóttir frá Ósi í Hörgár-
dal. Þeirra börn: Hreinn Skag-
fjörð f. 2. september 1951, Sig-
urlaug Guðrún, f. 5. janúar
1963, og Gísli, f. 27. desember
1971.
Gísli fluttist ungur að árum
með foreldrum sínum að Efra-
koti í Tungiisveit og þaðan í
Bakkasel í Öxnadal árið 1929.
Árið 1939 hóf Gísli búskap í
Mig langar til að minnast Gísla
með stuttri kveðju, þakka vinátt-
una og samverastundirnar. Það
Brakanda í Hörgár-
dal með fyrri konu
sinni. Þar bjuggu
þau í eitt ár en flutt-
ust síðan að Engi-
mýri í Öxnadal. Ár-
ið 1942 fluttust þau
í Steinsstaði í
Tungusveit og
bjuggn þar ineðan
Gísli og bræður
hans þrír byggðu
húsið á Laugarbóli
við Steinsstaðalaug,
þar bjó Gísli til árs-
ins 1964 og keyrði
jafnframt mjólkur-
bíl til fjölda ára. Árið 1965 setti
Gísli upp matvöruverslun í
Garðabæ og nefndi hana Garða-
kjör, þá verslun seldi hann síð-
ar, setti upp verslun í Hafnar-
firði um stundarsakir en hóf
siðan aftur búskap f sinni
heimabyggð í Litla Dal í Dals-
plássi og bjó þar í allmörg ár.
Siðast fluttist hann til Eyja-
fjarðar. Þá var heilsu hans tek-
ið að hraka. Hann bjó þá lengst
af á Grenivík og stundaði þar
trilluútgerð um árabil þar til
heilsu og krafta þraut. Tæp tvö
síðustu ár ævi sinnar dvaldist
hann á Sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki.
títför Gisla fer fram frá
Reykjakirkju í Skagafirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
rifjast meðal annars upp minning-
ar frá samverastundum á hestum
við Héraðsvötn, frá stóðrekstram á
Eyvindarstaðaheiði með Gísla og
Sigmundi á Vindheimum, frá ferða-
lagi af Suðurlandi á haustdögum til
móts við skagfirska gangnamenn í
Áfangaflá og smalamennsku með
þeim að Stafnsrétt. Gísli gat verið
harður nokkuð og fylginn sér og
hefir sennilega valið sér hesta í
samræmi við það. Var oft vel ríð-
andi.
Sagt var um afa Gísla, Daníel
Sigurðsson landpóst, að hann hafi
verið örgeðja nokkuð og enginn
kyrrstöðumaður. Sennilega hafa
einhverjir þeir eðlisþættir erfst til
einhverra í ættinni. Margar nota-
legar stundir átti ég hjá Gísla og
Ásu í Litla Dal. Þá voru teknar upp
gamlar silfurdósir. Yngri dóttir
okkar vandist sveitastörfum í Litla
Dal, lærði að umgangast hross og
kynntist heiðunum með hestum.
Síðastliðið sumar sagði Gísli
okkur hjónunum frá smalastörfum
sínum sem ungur drengur, þegai-
hann sat yfir ánum austan í hlíðum
Sveinsstaðaborgarinnar, hvernig
kjörin vora í þá tíð og frá smala-
byrginu sem hann byggði sér til
skjóls í hlíðum Sveinsstaðaborgar-
innar. Ekki fundum við byrgið þó
leitað væri, enda tíminn, veður og
vindar búin að fara um það óblíðum
höndum. Nú þegar Gísli kveður
eftir löng veikindi vona ég að hann
sveifli sér léttilega á bak einhverj-
um góðhesti sínum og haldi þannig
til lands ljóssins.
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
(01. Jóh. Sig.)
Við Olöf sendum bömum Gísla og
öðram aðstandendum samúðar-
kveðjur.
Skúli Brynjólfur Steinþórsson.
GÍSLI
INGÓLFSSON