Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.06.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 39 1 1 1 I I I i 3 3 1 1 1 J J I I 1 J J ? 1 I J INGIRÍÐUR GUNNLA UGSDÓTTIR + Ingiríður Gunn- laugsdóttir fæddist í Selárdal í Hörðudal í Dala- sýslu 28. febrúar 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 10. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Krisljana Ingiríður Krisljánsdóttir hús- móðir, f. 6.5. 1879, d. 13.8. 1977, og Gunnlaugur Gunn- laugsson búfræð- ingur og kennari, f. 22.6. 1875, d. 7.11. 1932. Fóstur- foreldrar hennar frá sex ára aldri voru hjónin Málfríður Hansdóttir og Ogmundur Hjart- arson í Fremri-Vífílsdal. Synir þeirra voru Hjörtur, bóndi í Álfatröðum, og Vilhjálmur, bóndi á Narfeyri. Systkini Ingiríðar voru Björg, f. 12. jan- úar 1904, húsfreyja á Mógilsá, nú búsett í Reykjavík, og Agnar Hjörtur, f. 17. febrúar 1906, d. 27. október 1909. Hinn 7. júlí 1923 giftist Ingiríður Daníel Björnssyni, trésmiði í Borgarnesi, ættuðum frá Brautarholti í Dölum, f. 10. júlí 1898, d. 16. janúar 1950. Þau hófu búskap í Reykjavik hjá foreldrum Ingiríðar, en fluttust árið 1926 í Borgarnes og byggðu sér þar hús við Beru- götu 4 og áttu þar ætíð heima. Böm Ingiríðar og Daníels eru: 1) Hulda Alda, húsfreyja í Kópavogi, f. 19. nóvember 1926, maki Guðmundur Sigurðsson verk- stjóri, f. 1926, d. 1996. Böm þeirra: Anna Heiðrún, hjúkmnarfræðing- ur, f. 1949, sonur hennar er Hans Eirik Dyrlie, Sig- urður Andrés, rennismiður, f. 1953. 2) Erla Björk, kaupmaður í Borg- arnesi, f. 2. október 1928, maki Þórleif- ur Grönfeldt, kaupmaður, f. 1922, d. 1986. Dætur þeirra: íris Inga, íþróttafræðingur, f. 1963, maki Gunnar Þór Þorsteinsson, bóndi. Þeirra sonur er Bjarki Þór. Svafa, lektor við HÍ og framkvstj. Starfsmannaráðgjaf- ar Gallup, f. 1965, maki Stein- þór Jónasson, grafískur hönn- uður. Þeirra sonur er Viktor Þór. Sljúpdóttir Erlu er Þóra Guðrún Grönfeldt, hjúkrunar- fræðingur, f. 1944, maki Gylfi Konráðsson, blikksmíðameist- ari. Þeirra börn eru Guðrún Ingibjörg, Konráð og Þóra. 3) Heimir, trésmiður í Reykjavík, f. 15. ágúst 1938, maki Olga Jónasdóttir kennari, f. 1944. Böm þeirra em Friðný lækna- nemi, f. 1975, Jónas nemi, f. 1979, og Ingi nemi, f. 1982. Útför Ingiríðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Inga amma. Það er erfítt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur í Borgarnesi. Þú ert mér mjög kær og alltaf höfum við getað rætt sam- an um heima og geima. Börnin okk- ar segja enn í dag: „Hún amma, hún er hreint frábær.“ Þú settir þig líka inn í alla hluti sem þau voru að fást við, enda varstu svo ung í anda þrátt fyrir háan aldur. Þú fæddist inni í afdal vestur í Dölum, í afskaplega fallegum og grónum dal. Þangað var yndislegt að koma og dvelja við fuglasöng og nið frá ánni Skraumu. Barnung varstu flutt í fóstur til góðra hjóna, þeirra Ögmundar og Málfríðar í Fremri-Vífilsdal, og það var eins og birti oft yfhr þér er þú minntist þeirra. Þar fékkst þú tíma til að lesa að vild og ef tækifærin hefðu verið til staðar hefðirðu áreiðanlega lært eins og til dæmis náttúrufræði. Þú varst mjög víðlesin í þjóðlegum fróð- leik og ljóðum aldamótaskáldanna. Þá kunnir þú margar sögurnar eins og til dæmis úr þjóðsögunum. Þær hafðir þú alltaf við höndina og varst að blaða í þeim fram á síðasta dag. Þú varst afar sjálfbjarga og þitt mottó var að á meðan ég get gert allt sjálf, geri ég það. Ef ekki þá læt ég það bara vera. Þannig hefur það verið og því voru það mikil vonbrigði þegar máttur þinn þvarr á síðasta ári til að lesa og vinna handavinnu. Ég minnist margra heimsókna á Berugötuna. I fyrstu vorum við Heimir tvö og síðan með börnum okkar þar sem þau fengu virkilega að njóta sín. Þar varst þú á heima- velli, á þínu heimili, og þar var alltaf gott að vera. í huga mínum geymi ég ótal minningar um frásagnir þínar frá þínum fyrstu árum vestur í Vífilsdal og er þú varst ung kona í formid- dagsvist og kvöldskóla í Reykjavík. Ættfræðispjallið okkar um ættingja hér og í Kanada, því þú varst svo glögg og minnug. Blómarækt þína og ömmurósina sem Guðmundi tengdasyni þínum tókst að fjölga svo hún er komin víða í garðana hjá okk- ur. Allar útprjónuðu flíkurnar á barnabörnin og dúkana sem þú prjónaðir upp úr dönsku og þýsku blöðunum. Þína fyrstu flugferð með okkur, alla leið til Danmerkur, þá 79 ára gömul. Kolásdvölina 1982 er þú lést Jónas hafa þig út í fótbolta, svo hann hefði félaga. Hin ógleyman- legu haust er þú kenndir mér að taka slátur í kjallaranum hjá þér og síðast ekki síst ferðirnar sem við fórum vestur í Dali og fórum um sveitina þína og alla leið inn í Vífils- dal og fengum okkur nestið í gömlu fjárréttinni. Þá var nú margt spjall- að og gaman var að hlusta á þig segja frá fólki þar eins og frændfólki þínu og fermingarsystkinum. Elsku amma, það var mér mikil gæfa að kynnast þér og eignast vin- áttu þína. Þú varst svo nægjusöm, hljóðlát og trygg að það er mér dýr- mætt að hafa átt þig sem tengda- móður. Guð blessi minningu þína. Olga Jónasdóttir. Elsku Inga amma. Nú hefur þú kvatt þennan heim og haldið fór þinni áfram. Ég veit að þú munt fá hlýjar móttökur og góðir endurfund- ir munu eiga sér stað, en eftir skilur þú stórt skarð sem allar góðu minn- ingarnar munu fylla og vel það. Þú áttir svo sannarlega langa og far- sæla ævi sem lítil hnáta, ung metn- aðarfull kona, ástrík eiginkona, trygg móðir, og yndisleg amma og langamma. Lífíð lék ekki alltaf við þig en þú hélst ótrauð áfram og lifð- ir fyrir börn þín og afkomendur. Sú væntumþykja og hlýja sem þú sýnd- ir okkur öllum mun ávallt fylgja okkur. Alltaf var hlýtt og notalegt að koma til þín í húsið við Berugötuna. Ég gleymi aldrei þeim tíma sem ég var hjá þér á sumrin. Þú varst alltaf að stússast í kringum mig og sást til þess að við tvær hefðum ávallt nóg fyrir stafni. Mér fannst háaloftið alltaf svo forvitnilegt, enda hægt að finna þar marga áhugaverða gamla hluti. Þú hafðir svo einstaklega gott lag á okkur krökkunum og varst ávallt jafnoki okkar í leik, hvort sem um var að ræða bflaleik eða fótbolta. Eitt er mér þó minnisstæðast og það voru öll ógrynnin af sögum sem þú kunnir. Ég held að við höfum öll lært heilmikið af þeim og metum mikils þann boðskap sem þær höfðu að geyma. Þú gast sagt mér sömu sögurnar oft en samt var eins og þú værir að segja mér þær í fyrsta skiptið eins og til dæmis söguna Galdrakrúsin. Ég gleymi aldrei síða hárinu þínu, það var eins konar athöfn að fylgjast með þér þegar þú sleist hnútinn af fléttunni á kvöldin og greiddir það fyrir svefninn, en því miður missti ég alltaf af því þegar þú fléttaðir það aftur morguninn eftir, enda varstu komin á fætur langt á undan mér. Elsku amma, þú varst gáfaðasta konan sem ég hef kynnst. Þú varst nútímakona sem fylgdist með því sem var að gerast í umheiminum og hafðir sterkar skoðanir sem skinu í gegn en ekki langt undan var skop- skynið þitt sem fékk mann oft til að hlæja. Þú varst svo ung í anda að oft gleymdi maður að þú værir orðin 96 ára gömul og búin að upplifa margt. Þú hefur gengið í gegnum flestar þær breytingar sem orðið hafa á Is- landi allt frá landnámi. Þú lifðir tvær heimsstyrjaldir, fæddist í torf- bæ og gekkst í sauðskinnsskóm, eitthvað sem maður les um í sögu- bókum, en með því að spjalla við þig um æskuár þín náðir þú að færa þann tíma nær manni. Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið há í loftinu þegar þú komst með okkur til Danmerkur eru minning- arnar sterkar. Þú náðir að sjá brot af heiminum sem þú hafðir lesið þér til um og jafnvel láta reyna á tungu- málakunnáttuna sem þú aflaðir þér sjálf. Ég spurði þig eitt sinn hvað þú hefðir viljað læra ef þú hefðir haft tækifæri til þess og þú varst fljót að svara að ef til vill hefðir þú farið í náttúrufræði. Þú fylgdist vel með því sem við unga kynslóðin vorum að gera allt fram að lokastund. Þú hvattir okkur ávallt áfram í námi og hafðir trú á okkur. Ég veit að það gaf mér styrk. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Guð geymi þig, þín Friðný. „Þú leitar að leyndardómi dauð- ans. En hvernig ætlar þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æða- slögum lífsins? Leitaðu að sál dauð- ans í líkama lífsins, því að líf og dauði eru eitt eins og fljótið og sær- inn. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst lík- ama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Spámaðurinn) Hún amma er dáin, 96 ára að aldri, og við leitum að leyndardómi dauðans. Það sem hryggir okkur nú er brotthvarf þess sem gladdi okkur áður. En við leitum að leyndardómi dauðans í líkama lífs. í líkama og sál okkar sjálfra leynist dýrmætt vega- nesti frá uppeldisárum okkar með ömmu sem mótað hefur hverjar við erum og hvert við stefnum í lífinu. Amma, þú bjóst yfir hafsjó af fróðleik sem þú miðlaðir af hógværð og lítillæti. Þú gafst okkur ást þína en reyndir ekki að stjórna hugsun- um okkar. Þú veittir okkur ávallt skjól og stuðning en heftir ekki sál okkar. Þú skildir því betur en flestir aðrir að lffið fer ekki afturábak. Þú varst hins vegar farvegur þekkingar fyrir nýja kynslóð. Fyrir það þökk- um við og metum meira en orð fá lýst. Við leitum að leyndardómi dauð- ans þótt fljótið hafi loks mætt sænum. Þú hefur náð ævitindinum en býrð enn innra með okkur og set- ur mark þitt á líf okkar um ókomna tíð. Andlegur styi-kur þinn vai- alla tíð mikill og oft óskuðum við þess að við hefðum tærnar þar sem þú hafð- ir hælana. Líkaminn var farinn að gefa sig síðustu árin og oft áttir þú erfitt með að sætta sig við hvað lú- inn líkaminn hefti viljugan andann. Lúinn líkamann dreymdi um hvfld- ina en í Spámanninum stendur að við séum frjáls þegar dagar okkar eru ekki áhyggjulausir og nætur okkar án saknaðar og trega. Jörðin hefur krafist líkama þíns en andinn er loksins frjáls. Þú hefur hafið fjall- gönguna en lifir áfram í lffi okkar, og amma, við vitum að þú dansar loks á himnum. Far þú! friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú h(jóta skalt. (V. Briem.) íris og Svafa Grönfeldt. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS GÍSLASON rafvirki, áður til heimiiis að Bústaðavegi 67, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. júnf sl. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Sverrir Tómasson, Sigríður D. Þorvaidsdóttir, Magnús Tómasson, Erla Norðfjörð, Þóranna Tómasdóttir Gröndal, Gylfi Gröndal, Sigurður G. Tómasson, Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigríður Tómasdóttir, Robert Christie, Gerður Tómasdóttir, Ævar Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐLÍN í. JÓNSDÓTTIR, Lindarbrekku, til heimilis að Aflagranda 40, andaðist að kvöldi 18. júní á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Ingibjörg Theodórs, Arndís Gná Theodórs, Elín Þrúður Theodórs, Ásgeir Theodórs. 0 t Útför eiginmanns mins, KETILS ÞORSTEINS PÉTURSSONAR húsasmiðs, Vesturbergi 42, Reykjavík, fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 22. júní kl. 10.30. Blóm eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Nína Þórdis Þórisdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN JÓHANNSSON tæknifræðingur, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 22. júní 1998 kl. 15.00. Hulda Óskarsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, Eggert Jónsson, Auður María Aðalsteinsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, Kotströnd, Ölfusi, lést 16. júní á Landspítalanum. Fyrir hönd barna og tengdabarna, systra og annarra vandamanna. Gunnar Gestsson. Til höfunda greina TOLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgunblað- inu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjót- ar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki 6.000 tölvuslög- um. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disk- lingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.