Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 40

Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 40
40 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR + Björg Þdrðardóttir fæddist á Ytri-Haga, Barðaströnd, 10. oktdber 1916. Hún lést 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steinunn Björg Júlíusddttir og Þdrður Ólafsson, síðar bænd- ur í Innri-Múla, Barðaströnd. Systkini Bjargar: Ólafur Kr., kennari í Reykjavík, maki Helga Vigfúsddttir, Jdna Jdhanna, hús- mdðir á Patreksfirði, maki Ámi Bæringsson, látinn, Júlíus Ósk- ar, bdndi, Skorrastað, maki Jdnína Ármann, Björgvin, bif- ' reiðarsljóri í Hafnarfírði, látinn, maki Anna Þorláksddttir, Karl, sjdmaður í Reykjavík, látinn, fyrri maki Jökulrds Magnúsddtt- ir, látin, seinni maki Helga Sæ- mundsddttir, látin, Steinþór, bdndi í Skuggahlíð, Norðfirði, látinn, maki Herdís Guðjónsddtt- ir, Krislján Pétur, bóndi, Breiða- læk, Barðaströnd, maki Val- gerður Kristjánsddttir, og Sveinn Jdhann, bdndi í Innri- Múla, Barðaströnd, maki Kristín Hauksddttir. Björg giftist 12. september 1937 Böðvari Guðjónssyni. Þau hófu búskap í Tungumúla á Nú ertu farin í ferðina miklu að loknu löngu og afkastamiklu dags- verki. Björg Þórðardóttir, bóndi í Tungumúla, eins og hún orðaði sig sjálfa, er ein minnisstæðasta og skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst í lífinu og alltaf andaði ferskum blæ frá henni svo og stjórn- Barðaströnd 26. júní 1943. Böðvar lést 4. febrúar 1990. Böm þeirra eru: 1) Laufey, hús- mdðir á Patreksfirði, gift Trausta Aðalsteinssyni, þau eiga Skúla, hann á þijú börn, og Haliddr, hann á einn son. 2) Brí- et, gift Einari Guðmundssyni, þau era bændur á Seltjörn, Barðaströnd, þau eiga átta böm, Ragnhildi Kristínu, hún á þrjú börn og tvo ddttursyni, Amdísi Hörpu, hún á fjögur börn, Guðmund, hann á tvær dætur, Elvu Björgu, hún á tvær dætur, Einar, hann á tvær dæt- ur, Laufeyju, Guðiaugu, hún á eina ddttur, og Sdleyju Jökul- rds. 3) Unnar Þdr, skdlastjdri á Hvolsvelli, maki Ragnheiður Jdnasdóttir, þau slitu samvistir, þau eiga þijú böm, Böðvar, Jdnas og Guðrúnu. 4) Jdna Júlía, pdstmaður á Patreksfírði, maki Gunnar Óli Björnsson, þau eiga þijár dætur, Lilju Rut, Stein- unni Björgu og Ingibjörgu Freyju. Utför Bjargar fer fram frá Hagakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. andi hæfileiki hennar sem voru hennar aðalsmerki, einnig var trúin á guð henni hjartfólgin og fáa hef ég hitt sem eru eins trúræknir og hún var. Það var gaman þegar við hittum hana í Tungumúla og þáðum hennar gestrisni og einnig að vera þátttak- endur í sveitasælunni. Þá vai- hún hafsjór fróðleiks um gamla tíma og ótrúlega minnisgóð á allt og alla. Þá hlakkaði ég jafnan til er hún kom í heimsókn til okkar og þá var margt gert og spjallað. En vágestur sótti hana heim fyrir nokkrum árum, sem vann sigur að lokum, en það er víst að vel er tekið á móti henni fyrir handan. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Blessuð sé minning þín. Sigurður og Dóra. Nú þegar amma í Tungumúla er dáin, rifjast upp fyrir þeim sem hana þekktu minningar um allar þær stundir sem þeir áttu með þessari einstöku konu. Þó ekki væri hún há í loftinu var hún stór kona á allan hátt, lét engan vaða yfir sig og var langt á undan sinni samtíð í jafnrétt- isbaráttunni. Lengst af var hún bóndi í Tungumúla og háði marga orrustuna í löngu stríði við að halda jörðinni sem var henni allt og svo ná- tengt er þetta tvennt, amma og Tungumúli í huga hennar nánustu að annað verður ekki nefnt án hins, enda er Tungumúli ekkert án ömmu og hún var ekki heil manneskja ann- arstaðar en þar. Fólk þarf heldur ekki að efast um hvar hún er nú stödd, í sínu Himnaríki, Tungumúla. Bernskuminningar um þungar fiður- sængur, þykka kodda, tifið í klukk- unni í endaherberginu, sápustykki með flöskutappa, ketti sem hjúfra sig á hitatúpunni og fullan garð af rabarbara og kartöflum, fylgja okk- ur ævilangt sem dvöldum hjá ömmu og afa í Tungumúla. Kærar þakkir fyrir dýrmætar minningar elsku amma, þín Guðlaug. f t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, TRYGGVI ÓLAFSSON fyrrverandi skrifstofustjóri, Gullsmára 7, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 14. júní síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 22. júní kl. 13.30. Aðalheiður Svavarsdóttir, Ólafur Tryggvason, Halla Stefánsdóttir, Svavar Tryggvason, Aðalbjörg J. Jóhannesdóttir, Sigrún Tryggvadóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Víðilundi 14F, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 22. júní kl. 13.30. Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, Svala Gunnarsdóttir, Einar Gunnarsson, María Jóhannsdóttir, Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför ástkærs eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, ÓLAFS MEYVANTS JÓAKIMSSONAR sklpstjóra, Gunnólfsgötu 10, Ólafsflrði. Fjóla Baldvinsdóttir, Guðni Ó. Ólafsson, Ásdís Pálmadóttir, Ægir Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Jóakim F. Ólafsson, Guðný Ágústsdóttir, Áslaug Grétarsdóttir, Sæbjörg Ágústsdóttir, Marfa Jóakimsdóttlr, barnabörn og barnabarnabarn. Okkur systkinin á Innri-Múla langar að minnast í fáum orðum Böggu frænku okkar. Síðustu árin hefur verið tómlegt að líta heim að Tungumúla og rita af engum þar. Þó Bagga væri fyrir fáum árum hætt að vera í Tungumúla allt árið var hún þar á sumrin þar til heilsan þvarr og hún hætti alveg að geta komið þang- að. Hún vildi geta verið í Tungumúla svo lengi sem hún gæti. Þó hún væri komin hátt á áttræðisaldur. Alltaf var gott að koma til Böggu því hún tók svo vel á móti fólki og kunni frá svo mörgu að segja. Frásagnir fyrir tíð okkar unga fólks- ins urðu lifandi í hugum okkar og gaman hefði verið að skrifa niður þann fróðleik um liðna tíð er hún miðlaði til okkar. Margt er þó til á prenti eftir hana. Smáfólkinu gleymdi Bagga ekki. Það gat dundað sér með leikföngin úr dótakössunum sem hún átti alltaf hjá sér. Tvær litlar frænkur hennar, tveggja og sex ára, voru hjá henni sumarið 1995. Stór steinn var heima við bæinn er hentaði vel til að hafa bú við. Var drifið í að safna alls kon- ar dóti í búið og hafði Bagga gaman af að sjá stelpurnar leika sér þar. Oft minnist sú eldri búsins í Tungumúla. Sú stutta kallaði Böggu alltaf „Böggu sína“ og myndaðist milli þeirra tveggja vinskapur sem hélst síðan. Enda sakna bömin Böggu frænku sinnar. Við huggum okkur við að nú er Bagga hjá fólkinu sínu fyrir handan, Böðvari, foreldrum og bræðrum. Um leið og við þökkum Böggu fyrir allar góðu stundirnar sendum við að- standendum samúðarkveðjur. Frændsystkinin, Innri-Múla. •BUIMBÁVEmR Austurveri, sími 588 2017 GUÐRÚN ÁSGRÍMSDÓTTIR + Guðrún Ás- grímsdóttir _ fæddist í Efra-Ási í Hjaltadal 14. ágúst 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðár- króks hinn 10. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ásgrímur Stefáns- son (f. 11.8. 1873, d. 28.4. 1926) og Sig- munda Skúladóttir (f. 12.9. 1880, d. 19.1. 1954) búendur þar. Systkini henn- ar voru Hólmfríður, kona Guðmundar Jónssonar skipstjóra á Akranesi, Helga, gift Petri Runólfssyni bónda í Efra-Ási, og Stefán Bessi er lést á fyrsta ári. Þau vom öll eldri en Guðrún. Hinn 28.8. 1943 giftist Guð- ,Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ Hún Gunna er búin að kveðja. Síðasti fulltrúi þess fólks, sem ég kynntist fyrir 43 árum, er ég kom fyrst að Efra-Ási. Þær bjuggu þar systurnar Helga og Gunna með mönnum sínum Pétri og Ferdinant. Allt fólk á góðum aldri að ala upp börnin sín, og nú eru þau öll búin að kveðja. Við, sem eftir erum, stönsum þegar síðasti fulltrúi eldri kynslóðar- innar kveður, og við erum sjálf orðin elsta fólkið í fjölskyldunni. Guðrún Ásgrímsdóttir var yngsta barn for- eldra sinna, Ásgríms og Sigmundu og í heiminn borin í Efra-Ási á síðsumri 1917 og bar nafn föðursyst- ur sinnar, er lést um sama leyti 39 ára gömul. Eldri voru systumar Hólmfríður og Helga en bróðirinn Stefán dó á fyrsta ári. Þama voru líka afi og amma, Stefán og Helga, sem flutt höfðu í Efra-Ás 1883 utan úr Fljótum, en síðan hefur ættin búið í Ási. Á heimilinu var einnig sonur þeirra Páll, mikil gæðasál og list- rænn. Gunna var aðeins átta ára er faðir hennar lést eftir löng og erfið veikindi, og ekki löngu seinna flytm- Sigmunda til Siglufjarðar með yngri systurnar, og þar átti Gunna sína barnæsku, gekk þar í barna- og ung- lingaskóla. Seinna stundaði hún nám við héraðsskólann á Laugarvatni og húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyja- fírði, einnig lærði hún fatasaum, m.a. hjá systrunum Þómnni og Áslaugu á Ákri á Akranesi. Þessi granna, ljós- hærða stúlka var því álitlegur kven- kostur og í ágúst 1943 giftist hún ungum bóndasyni úr Hjaltadalnum, Ferdinant Rósmundssyni frá Kjar- valsstöðum. Árið 1944 heíja þau bú- skap í Efra-Ási, á móti Helgu og Pétri, sem þá höfðu búið þar í rúman áratug. Bömin þeirra, Alda og Skúli, fæddust á þessum áram. Gunna sá um búskapinn með góðri aðstoð venslafólksins, en maður hennar vann við vörabílaakstur. Þau búa í Efra-Ási til 1964 að þau flytja að Lóni í Viðvíkursveit og búa þar í sambýli við dóttur sína og tengdason næstu áratugi. Barnabörnin alast þar upp í skjóli ömmu og afa. En 1973 fær Ferdinant heilablæðingu og lamast, náði hann aldrei fullri heilsu, hægri hönd og fótur bára merki löm- unarinnar. Mikið reyndi nú á Gunnu, en hún stóð sem hetja við hlið hans meðan stætt var og lengur þó. Frá 1991 dvaldi hann á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, en lést á síðasta hausti. Gunna flutti á Krókinn og bjó þar í skjóli barna sinna, síðast með dóttur- dóttur sinni Eddu á Skógargötu 19a. Maðurinn minn, Sævar, sonur Hólm- fríðar, var uppfóstraður hjá Pétri og Helgu og því var alltaf mikið og gott samband við Gunnu og hennar fjöl- skyldu. Eftir að Pétur féll frá á besta aldri og Helga hætti búskap æxlaðist það svo að heimsóknir í Lón urðu fastur liður í sumarferðum í Skaga- fjörð og ekki þótti Sævari verra að komast i veiði í Héraðsvatnaósnum. Stundum fauk tjaldið, því bærinn stendur hátt fyrir botni fjarðarins, en þá var bara flúið í skjól hjá Gunnu og þar voram við sannarlega velkom- in. Á síðasta ári deildum við með rún Ferdinant Rós- mundssyni (f. 22.1. 1918, d. 14.10. 1997) frá Kjarvals- stöðum í Hjaltadal, bónda og bifreiða- stjóra. Börn þeirra eru 1) Sigurbjörg Alda, f. 11.3. 1944. Maki Bent Behrent, þeirra börn eru Ás- geir Þröstur (lát- inn), Þyn' Edda, Guðrún Elísabet og Gústav Ferdinant. 2) Skúli Reynir, f. 11.9. 1945. Maki Erla Lámsdóttir. Þeirra börn era, Guðlaug Hafdís og Sig- inundur Birkir. Langömmu- börnin eru sex. Guðrún verður kvödd frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. henni bæði gleði og sorg. Við heim- sóttum hana á áttæðisafmælinu. Einnig fór hún með okkur í skoðun- arferðir þar sem við heimsóttum Vesturfarasafnið, Glaumbæ, Víði- mýri og Reyki í Tungusveit í sumar- veðri eins og best getur orðið á Norðuriandi. Síðast hittum við hana í haust er Ferdinant var kvaddur frá Sauðárkrókskirkju. Gunna var prýðilega greind, fróð og vel lesin með mikinn áhuga á öllu þjóðlegu og áttum við þar sameigin- legt áhugamál. Síðustu árin var heilsan farin að bila, en andlegir kraftar óbugaðir og stutt í glettni á góðum stundum. Hinn 4. þ.m. veikt- ist hún snögglega og sex dögum seinna var hún öll. Að leiðarlokum þökkum við Sævar samfylgdina sem aldrei hefur borið skugga á. Horfi ég hátt í norður um heiðar og fjallaskörðin í blámóðu sé ég blika á blessaðan Skagafjörðinn. (S.M.S.) Þar var hennar starfsvettvangur langa ævi og þar átti hún og hennar forfeður djúpar rætur. Elsku Alda, Skúli og fjölskyldur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning Guðrúnar frá Efra-Ási. Gréta Gunnarsdóttir. Mikið finnst okkur vanta þegar amma er farin, því alltaf var hún nærtæk í blíðu og stríðu hjá okkur systkinunum á Lóni. Hún lagaði „báttin“ okkar og greiddi úr margs kyns ágreiningi sem upp kom og svo var svo gott að fá að sofa hjá ömmu ef afi var ekki heima. Eins kenndi amma okkur svo margt um náttúruna, hvað blómin og fuglarnir hétu, í göngutúrunum okkar, en amma átti kindur og rölti mikið í kringum þær og ekki var óalgengt að ömmu fylgdu ekki bara börnin heldur líka heimilishundurinn og kettirnir. Seinna þegar við stækkuðum þá fræddi hún okkur um margt sem hún þekkti frá gamalli tíð og var okkur framandi. Allt reyndi hún að gera sem henni var framast unnt til það rétta okkur systkinunum hjálparhönd ef við leituðum til hennar. Minningin um ömmu verður alltaf sterk því hún skipaði svo stóran sess í lífi okkar. Amma hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum þar á meðal að það væri líf eftir þetta líf og hafði hún stundum orð á því að hún hlakkaði til þegar hún dæi og það yrði tekið á móti henni af móður hennar Sigmundu, eiginmanni Ferdinand og dóttursyni Ásgeiri og bara öllu þvi fólki sem henni væri kærast. Við vonum að amma skipi góðan sess í sínu hlutverki, hér eftir sem hingað til. Þakka þér, amma, fyrir þann tíma sem við við fengum að vera þér samferða. Hann var bæði ljúfur og lærdómsríkur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Guðrún, Gústav og Edda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.