Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veiðifélag Langár ber alla ábyrgð á fjármögnun Sýningum lýkur ^MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjóm Veiðifélags Langár: „Vegna fréttar DV og Ríkissjón- varpsins mánudaginn 15. júní sl., um að Búnaðarbanki Islands fjár- magni byggingu veiðihúss fjTÍr Ingva Hrafn Jónsson sem er leigu- taki að Langá á Mýrum næstu fimm ár. Skal eftirfarandi tekið fram: Veiðifélag Langár byggir umrætt veiðihús og sér um alla fjármögnun á byggingarfram- _ kvæmdum. Veiðifélagið hefur að sjálfsögðu leitað til lánastofnana til að fjár- magna undirbúning og fram- kvæmdir við bygginguna. Fram til dagsins í dag hafa framkvæmdir verið fjármagnaðar um það bil með eftirfarandi hætti: Landeigendur hafa lagt fram 14 hluta kostnaðar, Sparisjóður Mýrasýslu Í4, Lánasjóður landbún- aðarins 'A og Búnaðarbanki ís- lands í Borgamesi 'A. Veiðifélag Langár ber alla ábyrgð á fjár- mögnun og öllum lánum svo og á byggingarframkvæmdum og skilar leigutaki húsinu fullbúnu til notk- unar.“ Islenski kórinn í Gautaborg í Seljakirkju ÍSLENSKI kórinn í Gautaborg heldur tónleika í Seljakirkju laugardaginn 20. júní kl. 17. Á efnisski’ánni er blandað laga- val, aðallega norræn tónlist. Kórinn er búinn að vera á hringferð um landið og era þetta lokatónleikar kórsins hér á landi. Stjórnendur kórsins eru Kristinn Jóhannesson og Tuula Jóhannesson. Gerðarsafn Nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi sýning á verkum eftir Vigni Jóhannsson. Vignir sem ný- lega lauk verki fyrir Listahátíð í Reykjavík sýnir að þessu sinni hefðbundin málverk úr íslenskri náttúru. Petta er síðasta sýningarhelgi á sýningunni í Gerðarsafni. Listasafn fslands SÝNINGU á höggmyndum og frottage-verkum Max Emst í Listasafni Islands lýkur um næstu helgi. Sýning þessi hefur farið víða um lönd og gist nokkur helstu listasöfn Evrópu. Á sýningunni eru 60 bronsskúlp- túra frá tímabilinu 1930 - 74 og 32 „frottage" þrykkmyndir úr mynda- röðinni „Histoire naturelle“ frá 1926 og steinþrykk frá Dada-tíma- bilinu 1917. Þá era á sýningunni yfír 100 ljósmyndir eftir kunna og ókunna höfunda sem varpa ljósi á ævi og störf listamannsins. Einnig er sýnt myndband um æfi listamannsins í kjallara safns- ins um helgar. Safnaleiðasögn verður sunnu- daginn 28. júní kl. 15.00. ATVINNU- AUGLÝSINGAR Lausar stöður við Framhaldsskóla Vestfjarða Við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði eru frá 1. ágúst nk. lausar eftirtaldar stöður: Heilar kennarastöður í íslensku, stærðfræði, eðlis- fræði/tölvufræði, viðskiptagreinum, vélstjórn- argreinum og rafiðnaðargreinum. Hlutastöður í dönsku, sérkennslu, hjúkrunarfræði og félags- greinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 30. júní til Framhalds- skóla Vestfjarða, pósthólf 97,400 ísafjörður. Frekari vitneskju veitir undirritaður í síma 456 3599 eða 456 4540. Skólameistari. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni, 220 Hafnarfirði, sími 555 1490, fax 565 1494. Netfang: idnhafn@ismennt.is Heimasíða: http://www.ismennt.is/vefir/idnhafn Framhalds- skólakennarar ,Umsóknarfrestur um kennarastöðurfyrir næsta skólaár, sem auglýstar voru í Morgun- blaðinu 28. maí sl., er framlengdurtil 26. júní nk. Allar nánari upplýsingargefurskólameistari í síma 555 1490. Skólameistari. Héraðslögreglumaður Embættið óskar eftir héraðslögreglumanni til almennra löggæslustarfa og skal starf hefj- ast 6. júlí nk. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB. Skrifleg umsókn skal berast undirrituðum fyrir 4. júlí nk. Upplýsingar eru veittar í síma 478 1363 á skrif- stofutíma. Sýslumaðurinn á Höfn, Páll Björnsson. Bjarneyjar S. Guðmundsdóttur og Líkafróns Sigurgarðssonar verður haldið í Hótel Reyk- holti (s. 435 1260) dagana 10.-12. júlí nk. Upplýsingar í símum 567 1073, 551 7006, .562 6461. * NAUOUIMGARSALA II TIL SÖLU Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 8, Seyðisfirdi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Lóð úr landi Saurbæjar I, Skeggjast.hreppi, þingl. eig. Sigurjón Sig- urðsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, fimmtudaginn 25. júni 1998 kl. 14.00. IVIiðás 1-5 hl. 02-01 Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 25. júní 1998 kl. 14.00. Sumarbústaðalönd Til sölu sumarbústaðalönd í landi Úteyjar I við Laugarvatn. Gott land til ræktunar á góðum útsýnisstað. Kvöldsól. Stutt í veiði. Heitt og kalt vatn við lóðarmörk. Upplýsingar í síma 486 1194. SMÁAUGLÝSINGAR Sýslumadurinn á Seydisfirði, 12. júní 1998. FÉLAGSLÍF Uppboð Framhald uppboðs á neðangreindri fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Ægisgata 10, Ólafsfirði, Þinglýst eign Skúla Pálssonar, Soffiu Húnfjörð og Arnbjörns Arasonar, gerðarbeiðandi Sparisjóður Ólafs- fjarðar, fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 10.00. Ólafsfirði, 18. júní 1998. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. BÁTAR SKIP Til sölu Siqurborg HU 100 313 bt 2ja þilfara stálskip smíðað í Noregi árið 1966, gert út á togveiðar, búið 1014 ha Cater- pillar aðalvél frá 1981. Skipið hefurverið mikið endurnýjað og ástand þess er gott. Skipið selst með veiðileyfi og öllum aflahlutdeildum þess sem svara til eftirgreinds aflamarks fyrir yfir- standandi fiskveiðiár: þorskur 217,569 kg, ýsa 138,633 kg, ufsi 8,893 kg, karfi 92,726 kg, steinbítur 9,689 kg, grálúða 30 kg, skarkoli 39,372 kg, langlúra 327 kg, sandkoli 1,166 kg, skrápflúra 533 kg, úthafsrækja 458,653. Skipið er í einkasölu. Suðurlandsbraut 50-108 Rvk. Sími 588-2266 - Fax 588-2260 SKIPASALA ehf. Þorsteinn Guönason rek.hagfi. KENN5LA Vatnslitaskólinn Sumarskóli á vegum Listasafns Árnesinga á Selfossi 8, —19. júlí Skólinn er jafnt fyrir starfandi listafólk og þá sem ekki hafa reynslu af vatnslitun (akvarell). Unnið verður úti í náttúrunni eftir því sem veð- ur leyfir. Kennari: Torfi Jónsson. Komið saman á Selfossi miðvd. 8. júlí kl. 20. Unnið tvær helgar, 11,—12. og 18,—19. júlí frá kl. 10—16, einnig miðvd. 15. júlí frá kl. 20. Nám- skeiðsgjald kr. 12.500. Uppl. og skráning í safn- inu milli 14—17 í síma 482 2703 alla virka daga nema mánudaga eða í síma 482 2190. Dagsferðir sunnudaginn 21. júní. Kl. 8.30 frá BSÍ. Baula. Gengið frá Bröttubrekku á Baulu. Verð 2000/2200 Kl. 8.30 frá BSÍ. Árganga. Gengið niður með Bjarnardalsá. Verð 2000/2200. Jónsmessunæturganga þriðjudaginn 23. júní. Kl. 20.00 frá BSÍ. Hestfjall í Grímsnesi. Gengið frá Kiðja- bergi og hring á fjallinu með við- komu á Eyrunum. Frábært útsýni á Jónsmessunótt. Verð 1500/ 1700. Helgarferðir næstu helgi 26. -28. júní. Básar. Ekið í Bása á föstudagskvöldi. Varðeldur, gönguferðir o.fl. 27. -28. júní. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógarfossi á hádegi á laugardag, upp með Skógá í Fimmvörðuskála og gist. Gengið í Bása á sunnudag. 26.-28. júni. Skælingar við Eldgjá. Ekið i Eldgjá og gengið í Skælinga. Sérstætt ævintýraland í Skaftárhreppi. Gengið á Gjátind og Uxatinda. Kynningarverð kr. 6900. Kynnist einstökum nátt- úruperlum Skaftárhrepps. Smiðjuvegi 5, Kópáyogi. Samkomur dagana 19.-21. júní kl. 20.00. Carroll V. Thompson, ásamt 4 fyr- irbiðjendum, þjónusta til okkar. Carroll fjallar m.a. um afleiðingu synda feðranna, sektarkennd og höfnun. Þau munu biðja persónulega fýrir þeim sem þess óska. Ailir hjartanlega velkomnir. Heimasiða www.islandia.is/~vegur Opið hús fyrir nemendur mína á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapótek) mánudags- kvöldið 22. júni kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, sími 553 3934. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 21. júní (sumarsólstöður) Göngudagur FÍ og Spron Takið daginn frá og mætið í skemmtilega gönguferð um eitt fjölbreyttasta útivistarsvæði suð- Vesturlands og þó víðar væri leitað. Kl. 10.30 Nesjavellir - Marardalur — Draugatjörn. Spennandi gönguferð vestan undir Hengli. Kl. 13.00 Hellisheiði - Draugatjörn, gömul þjóðleið. Tilvalin fjölskylduganga. Gengið með vörðum. Heilukofinn skoðaður. Hóparnir hittast hjá rústum gamla sæluhússins við Draugatjörn þar sem í boði verða léttar veitingar. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Minnum á fjölskylduhelgi í Þórsmörk 26.-28. júní. Léttar göngur, ratleikur, kvöldvaka o.fl. skemmtilegt. Pantið timanlega. Gist i Skagfjörðsskála eða tjöld- um. Mjög hagstætt verð. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 20. júní kl. 18.00. Næturganga á Heklu. Hekluganga um sumarsólstöður og að næturlagi er ógleymanleg. Verð 2.800 kr. Sunnudagur 21. júní kl. 8.00. Þórsmörk, dagsferð. Farið i Langadal og stansað þar góða stund. Verð 2.800 kr. Brottför frá BSI, austanmegin. Kl. 20.00 Sólstöðuganga: Esja - Kerhólakambur. Árleg ferð á einn besta útsýnisstað þar sem sér yfir höfðuðborgar- svæðið. Verð 1000 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörk- inni 6. Hægt að koma á eigin bíl að Esjubergi. Jónsmessunæturganga um Svínaskarð á þriðjudags- kvöld kl. 20.00. Verð 1000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.