Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 46

Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 46
46 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ \SONOfL íÆOt, MAÐUr!) 5l/0 A1Ð £&3ýsr 1//Ð/&/>£//> )0 V/£ 3/ ENDU/ZGMIP/} HONUMI IWjlfcii Grettir ( ÉG VlL VITA H/EfC) / pö Par.ha! ... ^ {ME£> ÚTBRoriN / J Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk I can't BELIEVE l'M P0IN6THI5.. l'M WALKIN6 TOWARDTHE LITTLE REP- HAIRED 6IRL.. l'M 60IN6 TO ASK HERTO DANCEJ'M 6ETTIN6 CL05ER.. I'M ALM05TTHERE.. I'M... Ég trúi því ekki að ég sé að þessu... Ég er að ganga til litlu rauð- hærðu stelpunnar... Ég ætla að biðja hana um dans ... ég er að nálgast... ég er næstum kom- inn ... ég er... Kalli! Við höfum verið að leita að þér! Komdu, Kalli það er verið að spila Óla Skans. Ó, hjálpi mér allir heilagir! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Urelt vinnubrögð fulltrúar rétt til að greiða atkvæði í kosningunum þrátt fyrir að í upp- hafi þings hafi þeir sem mættu á þingið fengið með þinggögnum af- hentan seðil með nafni viðkomandi sem framvísa átti þegar kæmi að kosningu um formann. Það fólk sem kom á síðustu stundu var ekki þegar það kom í ljós á þinginu að enginn miðstjórn- arfundur hefði verið haldinn í tvö ár þrátt fyrir skýr ákvæði um að það beri að halda minnst tvo mið- stjómarfundi á ári í lögum SUF. Það fólk var ekki heldur þegar far- ið var yfir reikninga og upplýstist að aðeins hafði verið haldin ein fjáröflun allt kjörtímabilið og er hún enn þann dag í dag í mínus. A þinginu kom greinilega fram að sitjandi formaður var í andstöðu við flesta sem hann hafði starfað með á liðnu kjörtímabili og það fólk sem hefur verið virkt innan SUF studdi hann ekki. Þær aðferðir sem nýkjörinn for- maður beitti í þessu máli eru kross sem hann verður sjálfur að bera og taka afleiðingunum af. Þessar að- ferðir geta vel hafa tíðkast þegar Páll Pétursson var ungur maður en eru ekki þær aðferðir sem ungt fólk í dag getur sætt sig við. Til að Samband ungra framsóknarmanna geti risið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í undanfarin tvö ár og til að endurreisa trúnað á það meðal ungs fólks verður Ami Gunnarsson að segja af sér for- mennsku í SUF, sem hann var ólöglega kosinn til, og stjóm SUF að boða til nýs þings þar sem kos- inn verði nýr formaður SUF. HAFÞÓR PÁLSSON, stjórnarmaður í FUF í Reykjavík. Frá Haíþóri Pálssyni: SÍÐUSTU helgi var haldið 60 ára afmælisþing Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) og vom þar tveir menn í kjöri til for- manns samtak- anna. Gegn sitj- andi foiTnanni, Arna Gunnars- syni, aðstoðar- manni félags- málaráðherra, bauð sig formað- ur Félags ungra framsóknar- manna í Reykja- vík (FUF), Þorlákur Traustason. Allt þingið var ljóst að það yrði naumt á milli þeirra í kosningu um formann SUF og setti það vissu- lega svip á þingið. Þegar leið að því að kosning um formann færi fram á seinni degi þingsins og allar um- ræður höfðu farið fram um álykt- anir renndi í hlaðið rúta úr heima- sveit Ama Gunnarssonar. Það fólk sem kom í þeirri rútu var afrakstur smölunar á kjördag þegar sitjandi formaður var orðinn svo hræddur um framtíð sína að hann hefur haft samband við læriföður sinn og yfir- boðara, Pál Pétursson, til að redda málunum. Fyrir þetta fólk var allur kostnaður greiddur, enda þama einungis komið til að kjósa. Að lok- um renndi svo í hlaðið ríkisbifreið sem innihélt fyrsta borgarfulltrúa Framsóknarflokksins á Reykjavík- urlista í Reykjavík með eiginmann sinn sér við hlið og þrjú atvæði í viðbót í aftursætinu, til að leggja lokahönd á smölunina. Var þeim sem síðast komu laumað inn á síð- ustu stundu án þess að þeirra yrði vart og fengu eins og aðrir þing- Hafþór Pálsson Svar við athugasemd frá Meinatæknafélagi Islands Frá Guðfínnu Ólafsdóttur: ÁSTA Börg Bjömsdóttir formaður Meinatæknafélags íslands finnur sig knúna til þess að svara athuga- semd minni sem birtist í Mbl. 10. júní sl. Ásta telur að undirrituð vegi að meinatæknastéttinni þegar ég vitnaði í erindi varaformanns norskra læknaritara. Það sem Ásta telur vera fagleg vinnubrögð hér á landi þurfa ekki að vera ófagleg vinnubrögð í öðmm lönd- um. Norskir læknaritarar læra í sínu námi að gera einfaldar blóð- og þvagrannsóknir og það er síðan hluti af þeirra starfi. Þær læra einnig að skipta á sáram, taka sauma, mæla blóðþrýsting og fylla út lyfseðla svo eitthvað sé nefnt. Þessi störf era síðan hluti af dag- legum störfum læknaritara sem vinnur í heilsugæslustöð. Störf íslenskra læknaritara fel- ast aftur á móti eingöngu í því að skrá og halda utan um allar upp- lýsingar um sjúklinga sem sam- skipti eiga við sjúkrastofnanir. Læknaritarar vinna mjög fjöl- breytt störf fyrir lækna - mismun- andi eftir vinnustöðum. Við teljum okkur hvorki vera lækna, hjúkran- arfræðinga né meinatækna, enda miðast nám okkar ekki við það. Okkur er fullkomlega ljóst hvert hlutverk okkar er og gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess. GUÐFINNA ÓLAFSDÓTTIR, formaður Félags íslenskra læknaritara. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.