Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
dSb ÞJÓÐLEÍKHÚSIÐ sími 551 1200
Sýnt i Loftkastalanum kt. 21:
LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza
f kvöld lau. 20/6, síðasta sýning.
********
Miðasalan er opin i dag frá kl. 13—20.
Lokað verður í sumar frá 21/6 til 27/8.
Opnað aftur með venjulegum hætti 28. ágúst.
Annað fólk
lau 20/6 kl. 21.00 laus sæti
Ath. þetta eru síðustu
sýningar nú í sumar.
Sumarmatseðill
Sjávarréttafantasía úr róðri
dagsins.
Hunangshjúpaðir ávextir & ís
Grand Marnier.
^ Grænmetisréttir einnig í boði. ^
Miðasalan opin alla virka daga
kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn
í s. 551 9055.
Netfang: kaffileik@isholf.is
©
Óperukvöld Utvarpsins
á Rás 1 kl. 19.40 í kvöld
Giacomo Puccini
Madama Meidy
Bein útsending
frá Grand Théatre í Genf.
í aðalhlutverkum:
Sue Chen og Marcus Haddock.
Grand Théatre-kórinn og Suisse
Romande-hljómsveitin.
Armin Jordan stjórnar.
Söguþráður á síðu 228 í Textavarpi og á
vefsíðum Útvarpsins: http://www/ruv.is
LEIKSKÓLINN sýnir ÞÆTTI ÚR
SUMARGESTUM
e. Maxím Gorkí
FYRIRHUGAÐAR SÝNINGAR:
20. júní.... 22. júní
23.júní
25. júní 26. júní
28. júní 30. júní
l.julí
2.júií 10. sýning
Sýningar hefjast kl. 20:00
Sýnterí LEIKHÚSINU Ægisgötu 7.
Miðaverflkr. 500,-
Miflapantanir í síma: 561-6677 & 898-0207
milli kl. 16-19.
LEIKSKÓLINN
Menningar-
miðstöðin
Gerðuberg
sími 567 4070
Ljósmyndasýningar
í samstarfi við Listahátíð.
— „Odella — Að lifa af.“
— „Sópaðu aldrei síðdegis."
— „Daglegt líf unglinga.“
Síðasti sýningardagur.
Allir velkomnir
- aðgangur ókeypis
LISTAVERKIÐ
lau. 20. júní kl. 21.
Allra allra síðasta sýning.
Miðasala opnar kl. 13.00
Loftkastalinn, Seljavegi 2.
Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775,
opin frá 10-18 og fram að sýn. sýn.daga.
Ekki er hleypt inr f 'Sal eftir að sýn. er hafin.
LEIKHÚSSPORT
mán. 22/6 kl. 20.30.
SÖNLEIKIR, LEIKRIT
OG KABARETTAR
Ingveldur Ýr og Gerrit
Þri. 23/6 kl. 20.30.
Miðasalan opin 12—18.
Sími I miðasölu 530 30 30
I kvöld uppselt lau. 27. júnl kl. 20 uppselt sunnudag 28. júní
fimmtud. 25. júnt uppselt lau. 27. júni ki. 23 laus sæti
föstudag 26. júnf uppselt laus sæti fimmtudag 2. júll
Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miðasala sími 551 1475.
Opin alla daga ki. 15-19. Simopantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
www. mbl.is
FÓLK í FRÉTTUM
KYIKMYNDIR/Regnboginn og Sambíóin Álfabakka sýna
spennutryllinn Hard Rain með Morgan Freeman, Christian
Slater, Randy Quaid og Minnie Driver í aðalhlutverkum
Á flótta um flóðasvæðið
ÍBÚARNIR í smábænum Hunting-
burg neyðast til að yfirgefa heimili sín
þegar úrhellisrigning veldur flóðum,
en þetta er ekki í fyrsta skipti sem
vatnavextir valda bæjarbúum vand-
ræðum. Lögreglustjórinn á staðnum
(Randy Quaid) veit því vel að þegar
íbúamir hafa yfirgefið bæinn verður
mikið um innbrot í auð húsin og
krökkt af þjófum sem láta greipar
sópa. Hins vegar veit hvorki lögreglu-
stjórinn né aðrir íbúar í Huntingburg
að skipulagt hefur verið rán á bryn-
vörðum flutningabíl sem flytja á þrjár
milljónir dollara úr bönkunum í bæn-
um. Spennan byrjar þegar flutninga-
bíllinn bilar og ökumennimir, Tom
(Christian Slater) og Charlie frændi
hans (Ed Asner), em skyndilega
orðnir strandaglópar. Allar tilraunir
þeirra til að kalla á hjálp í gegnum tal-
stöðina i bílnum mistakast þar sem
sendingar þeirra hafa verið ruglaðar,
og þeir vita ekki fyrri til en þeir hafa
verið umkringdir af dularfullum hópi
manna undir forystu Jims (Morgan
Freeman). Og án þess að veita þeim
nokkra viðvömn hefur hópurinn ákafa
skothríð á brynvarðan flutningabílinn.
Með mikilli útsjónarsemi tekst Tom
einhvern veginn að komast undan
árásarmönnunum á flótta með millj-
ónirnar þrjár og heldur hann inn á
flóðasvæðið. Jim er hins vegar klókur
og staðráðinn í að ná fengnum sem
hann var á eftir og skipuleggur að-
gerðir til að finna Tom og peningana.
Þar með hefst æðisgenginn eltinga-
leikur, þmnginn mikilli spennu.
Morgan Freeman hefur hiotið ein-
róma lof fyrir hlutverk sín á sviði, í
sjónvarpi og á hvíta tjaldinu, og
þrisvar hefur hann verið tilnefndur til
Óskarsverðlauna. Það var fyrir mynd-
imar Street Smart, The Shawshank
Redemption og Driving Miss Daisy,
en að auki hefur Freeman hlotið
margvíslega aði'a viðurkenningu fyrir
leik sinn. Meðal helstu mynda sem
hann hefur leikið í auk þeirra þriggja
sem áður era nefndar eru Chain
Reaction, Moll Flanders, Outbreak,
Unforgiven, Glory, Kiss the Girls og
TOM (Christian Slater) tekst að fiýja með milljónirnar þrjúr en Jim
(Morgan Freeman) er staðráðinn í að góma hann.
LÖGREGLUSTJÓRINN í Huntingburg (Randy Quaid) nýtur aðstoðar
eins bæjarbúans (Minnie Driver).
JIM (Morgan Freeman) er klók-
ur og ætlar að komast yfir
milljónirnar.
Amistad, en nýjasta mynd hans er
Deep Impact.
Christian Slater er meðframleið-
andi að Hard Rain, en hann hefur
skipað sér á bekk með þekktari leik-
urum Hollywood síðustu ár. Hann
vakti fyrst verulega athygli í myndun-
um Heathers og Pump Up the
Volume. Meðal mynda sem hann hef-
ur leikið í era Tme Romance, Broken
Arrow og Interview With the Vamp-
ire.
Leikstjóri Hard Rain er Mikaei Sal-
omon og er þetta önnur myndin sem
hann leikstýrir, en sú fyrri var A Far
Off Place. Hann hefur hins vegar
tvisvar verið tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur, í
Backdraft og The Abyss.
Alvopnaðir á öræfum
UNDARLEGA verður áhorfend-
um við, þegar þeir eru að horfa á
innlenda mynd með Islendingum
og útlendingum í bland, einskon-
ar sjónvarpsþátt, sem gerist á
ferðalagi á hestum án þess vitað
sé hvert fólk er að fara, hvað það
er að fást við annað en gista með
tilþrifum í fjallaskálum og elta
einhvern mann með sauðkindur.
Síðasti þáttur sýndi leikarann
Öm Arnason, sem yfirleitt getur
bjargað sínum
málum vel eigra,
um öræfin eins
og villisauð,
nema hvað hann
ekur í lögreglu-
bíl með sírenuna á (líklega til að
aðvara tröllin um að yfirvaldið sé
í námd). Síðan lendir hann í brös-
um við fjármanninn sem enginn
veit á þessari stundu hvað gert
hefur af sér nema hvað ullin virð-
ist losna af myndarlegum hrút
hans. Löggan kemst í síma, enda
virðast öræfin hafa símavæðst
eins og sírenuvæðst, og kallar út
hjálparlið. Þegar landsmenn voru
að fást við Fjalla - Eyvind og aðra
þá sem kallaðir vora útilegurþjóf-
ar, voru þeir yfirleitt hlaupnir
uppi. En ónei, ekki samvæmt hin-
um nýja íslenska vestra „The new
Icelandic western". Innan stund-
ar vom mættir nokkrir menn með
byssur, sem mér sýndist bæði
vera rifflar og haglabyssur og átti
nú að sækja fast að fjármannin-
um og dauðveikum hrútnum.
Auðvitað er þetta tóm vitleysa og
ekki sæmandi nokkru heilvita
fólki að taka þátt í slíku, jafnvel
þótt því þyki gaman að leika í
kvikmynd. En hér hefur ráðið sú
regla að veitt hefur verið fé til
kvikyndagerðar, án þess nokkur
maður sé yfir þeim fjárveitingum
sem virðist haldinn heilbrigðri
skynsemi og er nú ekki beðið um
mikið. Virðulegt yfirvald er látið
haga sér eins og kjáni og munda
skammbyssu
SJÓNVARP Á seint á átJándu
guvnvHnr #4 öld bara tíl að
LAUGARDEGI getaf fst ,sem
mest hundslegn
amerískri kvik-
myndaframleiðslu, þar sem full-
orðnir jafnt sem unglingar hafa
að leik að drepa fólk. Fyrir alla
mundi haldið bara áfram að veita
fé til íslenskrar kvikmyndagerð-
ar, sem apar eftir í tíma og ótíma
lágkúrlegt byssudrama. Það er
alveg í ætt við hrifninguna af
Rolling Stone.
Eitthvað fékk einhver verðlaun
og það var verið að sýna árangur-
inn á sjónvarpsrás ríkisins síðast-
liðinn sunnudag. Þátturinn teng-
ist einhverri rannsókn um ferða-
fólk, en nú er allt rannsakað sem
kunnugt er. Myndir eru teknar
við jökul og jökulvötn og ein-
hversstaðar er setið á svörtum
sandi þar sem maður léttra og
ódýrra vína lýsir því yfir að ekki
sé drekkandi á Islandi. Liklega er
þetta eina yfirlýsingin sem eftir
lifir bæði af rannsókn og kvik-
mynd, sem var í daufara lagi og
lýsti einkum kerlingu, sem var að
föndra við að mála jökulruðning.
Það eina sm hefur komið af viti
um ferðamál var utan styrkja og
verðlauna og kom engri stjórn-
skipaðri nýsköpun við. Um er að
ræða grein eftir farastjóra er-
lendra ferðamanna í Morgunblað-
inu nýuverið. Eg held hann hafi
verið að biðja landi og ferða-
mönnum friðar.
Sylvester Stallone, Arnold
Schwarzenegger og Bruce Willys
era allir þrír kunnar ofurhetjur í
Hollywood. Þeim vestra hefur
jafnvel tekist af sinni alkunnu
smekkvísi að fá Schwarzenegger
til að leika í jólamynd. Það em
engin takmörk fyrir því hvað þeir
geta gert við þessar hetjur sínar.
Að þeim sækja gjaman fjanda-
flokkar. Engan þeirra munar um
að stúta svona þrjátíu í kös. Um
daginn vom sýndar tvær myndir í
röð með Stallone. Það var Rambo
11 og Rambo 111. Varla er hægt að
búast við því að íslenskir kvik-
myndasnillingar láti persónuígildi
þessara kempa framhjá sér fara
og fái miklar fjárveitingar til
verkanna. Fólk ætti að hrista höf-
uðin varlega. Fyrst við komum
skammbyssum fyrir í myndum er
ekki langsótt að mega búast við
því að íslenskur Rambo birtist á
tjaldinu einn daginn.
Indriði G. Þorsteinsson