Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 515»
Þín að
eilífu
ótrú...
Stöð 2 ► Það er enginn annar
en Preston Sturges (1898-
1959), einn skemmtilegasti
háðfugl kvikmyndasögunnar,
sem stýrir og skrifar Unfaith-
fully Yours ★★★V4. Hann
skildi aðeins eftir sig 12 mynd-
ir, flestar sígildar, (m.a. Sulliv-
an’s Travels, ThePalm Beach’s
Story, Hail the Conquering
Hero, The Great McGintý).
Þær eru flestar satírur, mein-
fyndnar, oft háðskar þjóðfé-
lagsádeilur og söguhetjurnar
ekki alltaf fyrirmyndarfólk.
Unfaithfully Yours segir af
raunum hljómsveitarstjóra
(Rex Harrison), sem þjáist
mjög á meðan hann stjórnar
verkum gömlu meistaranna.
Ástæðan sú að mágur hans er
nýbúinn að segja honum að
kona hans (Linda Darnell) sé
honum ótrú. Meðan tónlist
Rossinis og Wagners flæðir um
hljómleikahöllina er hugur
stjórnandans ekki síður bund-
inn við óhugnanlegar áætlanir
um hvernig hann eigi að murka
líftói-una úr konunni. Svört
gamanmynd einsog þær gerast
bestar og sjarmörinn Harrison
fer á kostum, Sleppið ekki
þeim fáu tækifærum sem gef-
ast til að sjá myndir handrita-
höfundarins/leikstjórans Stur-
ges. Annar háðfugl, Mel
Brooks, tók sig til og endur-
gerði myndina undir sama
nafni árið 1984, með Ann
Bancroft, konu sinni, og Du-
dley Moore. Hún var hreint
ekki sem verst en þolir ekki
samanburð við frummyndina.
★★★Vá
Kvikmynd
um Michael
jordan
► FJÖLSKYLDURÁS Fox í
Bandaríkjunum er með í bígerð
að gera sjónvarpsmynd um ævi
og feril Michael
Jordans. „Mich-
ael Jordan: Hin
óskrifaða saga
bandarískrar
þjóðhetju" kem-
ur myndin til
með að heita og
stefnt er að því
að hún verði
frumsýnd fyrir
árslok.
„Við verðum á
undan öllum öðrum,“ sagði
Lance Robbins, einn af forsvars-
mönnum fyrirtækisins. „Við er-
um þegar farin að leita Iogandi
ljósi um allt land að einhverjum
til að leika Michael Jordan."
Kvikmyndin, heldur hann
áfram, mun taka á málum eins og
„kynþáttafordómum sem hann
átti við að etja“ þar sem hann
ólst upp í Norður-Karólínu,
„spilafíkninni" sem leiddi til
nokkurra óþægilegra fyrirsagna
á ferli hans og morði á föður
hans sem „hann hefur enn þann
dag í dag ekki komist yfir“.
Fyrirtækið hefur ekki sóst eft-
ir leyfi Jordans fyrir myndinni
sem áætlað er að kosti 210 millj-
ónir króna. Michael J. Murray
skrifar handritið og byggir það á
viðtölum við fjölmarga sem
tengjast Jordan, þeim 40 bókum
sem íjalla um ævi hans og ótelj-
andi tímaritsgreinum um kapp-
FOLK I FRETTUM
LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Stöð 2 ► Sjónvarpsmyndin Witness
Against Hitler C96), er byggð á
sönnum atburðum. Söguhetjan er
prússneskur aðalsmaður sem
skyldaður var í leyniþjónustu Hitlers á
tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Stóð fyrir frægri tilraun til að koma
„der Fiihrer" fyrir kattamef. Hún
mistókst (því miður) og hann var
hengdur. Stofnandi Kristilega
demókrataflokksins i Þýskalandi.
Stöð 2 ► Twin Sitters (‘94), er smáleg
spennu- og gamanmynd, gerð fyrir
sjónvarp af John Paragon með David
og Peter Paul. Fær ★!4 í AU Movie
Guide.
Stöð 2 ► Um barna- og
fjölskyldumyndina @l:Sjóferðir
Sinbads Golden Voyage of Sinbad
(‘73), hefur verið fjallað oft áður, hún
er hálf-sígilt ævintýri, þökk sé
makalaust góðum brellum sem enn
standa fyrir sínu þó myndin sé orðin
aldarfjórðungsgömul. Byggð á sögu úr
1001 nótt. ★★14
Stöð 2 ► Unfaithfully Yours (‘48). Sjá
umsögn í ramma.
Stöð 2 ► King ofMarvin Gardens
(‘72), ★★★, er bæði fyndin og döpur.
Utvarpsmaður kemur spilltum bróður
sínum til hjálpar í spila- og
glæpaborginni Atlantic City. Gott
handrit og magnaður leikur hjá gömlu
félögunum og keppinautum um
feitustu hlutverkin á þessum tíma,
Jack Nicholson og Bruce Dern.
Sjónvarpið ► Woody Allen skemmtir
áhorfendum rásar allra landsmanna í
gamanmyndinni A Midsummer Night
Sex Comedy (‘82). Fylgst með þremur
pönam sem bregða sér útí náttúruna
um aldamótin síðustu. Allen, Bergman
og Shakespeare í göróttu hanastéli
sem styrkist eftir því sem á líður. Ekki
í hópi bestu mynda Allens, sem að
þessu sinni veltir sér einkum uppúr
dauða og kynlífi, og á sína spretti. Með
Allen, Miu Farrow, Jose Ferrer, Mary
Steenburgen, Julie Hagerty og Tony
Roberts. ★★!4
Sjónvarpið ► Spennumyndin The
Last Boy Scout (‘91) er dæmigerður
Bruce Willis-hasar, með miklum
slagsmálum, eltingarleikjum,
glæsikonum og ofbeldi. Willis leikur
heiðarlegan einkaspæjara sem fær það
verkefni að gæta nektardansmeyjar,
ásamt félaga sínum (Damon Wayans).
Sækir í myndir einsog Lethal Weapon
og bærileg afþreying ef menn þola
stanslausan hamagang í hartnær tvo
tíma. ★★'/i
Sæbjörn Valdimarsson
www.mbl.is
ag fjciHegir
SUMAR
tilboð
12.900.-
agstelpuljál
verð kr: 14.900.-
|GM sffáka- ag sf elpjljil
verð kr: 15.900.-
HJálparlJilir
verð kr: 1,290.-
Hjáligai'
rauðir og bláir,
stærðir 47-52 cm
og 53-57 cm
verð kr: 2.900.-
TðisLw
einfaldar, verð kr: 1.120
tvöfaldar, verð kr: 1.890
Bjállur
margar gerðir
verð kr:365.-
BaLpaLar*
margir litir
verð kr: 1.120
og stjpistaiilíJf' IpCóípFyir
verð frá kr: 530.- í mörgum litum verð kr: 690.-
...og fleiri flattir lilntir. tftamid ag
JÉk Þekking Reynsla Þjónusta
Veifyir
margar gerðir
verð kr: 690.-
Stofnað 1804
U